Morgunblaðið - 27.04.2012, Síða 16

Morgunblaðið - 27.04.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Árlegur peysufatadagur fjórðu bekkinga Verzl- unarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur í gær og dönsuðu um 300 ungmenni á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur við harmónikkuundirleik. Fyrsti peysufatadagurinn var árið 1924 og því er löng hefð er fyrir því að nemendur skólans taki sér tíma frá próflestrinum, á þessum tíma- mótum, til að ganga skrúðklæddir um bæinn þegar sól fer að hækka á lofti. Dansað í peysufötum á Ingólfstorgi Morgunblaðið/Ómar Vorboðar í miðborg Reykjavíkur Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Markmiðið með þessu er að koma tveimur hágæðaháskerpusjónvarps- rásum á starfrænu formi til notenda RÚV á eins öruggan og hagkvæman hátt og kostur er. Þetta er sú aðferð sem við teljum þjóna því best,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri um út- boðsauglýsingu RÚV um starfræna dreifingu sjónvarps sem birt var á Evrópska efnahagssvæðinu á mið- vikudag. Frestur til að skila tilboð- um rennur út 14. júní. Samkvæmt gildandi samskipta- áætlun er gert ráð fyrir að RÚV hætti hliðrænum útsendingum fyrir árslok 2014 og taki þess í stað upp stafrænar útsendingar. Páll segir að RÚV setji engin skil- yrði fyrir fram um byggingu, rekstur og eignarhald á stafræna dreifikerf- inu. Þannig sé inni í myndinni að allir þessir þættir verði á hendi stofnun- arinnar sjálfrar, þeir verði allir að- keyptir eða að RÚV sjái um ein- hverja þeirra. „Eins og við höfum séð á Norð- urlöndunum eru alls konar samsetn- ingar á milli þessara enda. Það mætti hugsa sér að við tækjum þátt í þessu í félagi við aðra eða sem þátt- takendur í dreifikerfi fleiri aðila,“ segir Páll. Gæti hafist seint á þessu ári Þá segir Páll að engin skilyrði séu sett um hvaða tækni verði notuð til að dreifa útsendingum RÚV á staf- rænan hátt. Þannig gæti það til dæmis verið gert í gegnum gervi- hnött, háhraðanettengingu eða með dreifingu í lofti. „Við gerum kröfu um ákveðin gæði, öryggi og þéttleika í dreifingu, 99,9%. Hvaða aðferðum hugsanlegir tilboðsgjafar beita til að ná þessum markmiðum setjum við engin skil- yrði um á þessum tímapunkti.“ Þegar tilboðsfresturinn rennur út verða tilboðin metin. Á grundvelli þess mats verður svo ráðist í sam- keppnisviðræður við þá aðila sem þykja koma til greina. Páll segist vonast til þess að niðurstaða þeirra viðræðna geti legið fyrir í haust eða vetur. Þá ætti uppbygging á kerfinu, sem fram fer í áföngum, að geta haf- ist seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Íhuga að taka þátt í útboðinu Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone, sem á og rekur Digital Ísland-dreifikerfið, fagnar fyrirtækið því að RÚV hafi ákveðið að auglýsa dreifikerfið og það muni kanna það vandlega að taka þátt í útboðinu. Samlegðaráhrif hljóti að felast í því að nota Digital Ísland-kerfið í stað þess að byggja upp nýtt. Hjá Símanum fengust þær upplýs- ingar í gær að þar á bæ yrði það vissulega skoðað hvort fyrirtækið tæki þátt í útboðinu á dreifikerfinu. Bjóða út stafrænt dreifikerfi  Uppbygging á stafrænu dreifikerfi fyrir RÚV gæti hafist seint á þessu ári  Síminn og Vodafone skoða bæði möguleikann á að taka þátt í útboðinu „Það á eftir að koma í ljós hvar verður byrjað og hversu hratt.“ Páll Magnússon Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu stöðvaði tvo pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni í fyrrinótt. Að sögn lögregl- unnar ók sá eldri fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins meðan á því stóð. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var ennfremur rætt við for- ráðamenn þeirra um alvöru máls- ins. Lögreglan segir að mildi megi teljast að ekki hlaust mjög alvar- legt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki. Sviptur ökuréttindum Þá var 18 ára gamall ökumaður sviptur ökuréttindum til bráða- birgða eftir að hafa á miðvikudags- kvöld verið mældur á 116 km/klst hraða á Stekkjarbakka þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/ klst. Einnig stöðvaði lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu tvo ökumenn með stuttu millibili, grunaða um ölvun við akstur. Þá var lögreglan kölluð að heimahúsi klukkan rúmlega 5 í fyrrinótt í hverfi 101, en þar stóð yfir samkvæmi sem raskaði næt- urró manna. Lögreglan fór á stað- inn og batt enda á veisluna. Stóð á þaki bíls á ferð Átján ára ökumaður á 116 kílómetra hraða Fyrirhugað er að bjóða í vor út framkvæmdir við endurbætur á af- mörkuðu útisvæði við barna- og ung- lingageðdeild Landspítala (BUGL). Svæðið er komið til ára sinna og þörf á úrbótum. Garðurinn mætir ekki þörfum skjólstæðinga BUGL, hvorki sem leiksvæði né sem tæki í markvissri meðferð, segir í frétt frá Landspítalanum. Vinna við verkefnið hófst í byrjun janúar 2012 er nemendur í MPM námi við Háskólann í Reykjavík tóku það að sér sem lið í námi sínu. Verkefnið hefur verið unnið í náinni samvinnu við BUGL og Landspítala. Verkefni MPM hópsins hefur falist í umsjón með þarfagreiningu, frum- hönnun svæðisins, vali á leik- vallatækjum og búnaði, gerð kostn- aðaráætlunar framkvæmda og fjármögnun tækjakaupa með styrkt- arfé. Myndarlegir styrkir veittir Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir verkefnið um 6 milljónir króna sem verður einkum varið til hönnunar, jarðvegsvinnu og frágangs und- irlags. Hringurinn kvenfélag styrkir verkefnið um 2,9 milljónir króna til kaupa á leikvallatækjum og Heim- ilissjóður taugaveiklaðra barna styrkir um 2,5 milljónir króna, m.a. til kaupa á sólpalli, bekkjum, borð- um og plöntum. Við hönnun garðsins fékk verk- efnishópurinn til liðs við sig lands- lagsarkitekta frá Landmótun, þau Kristbjörgu Traustadóttur og Einar E. Sæmundsen. Markmiðið er að nota megi garð- inn allt árið um kring en áætlað er að opna hann í ágúst. Leiksvæðið við BUGL stórbætt Svæðið verður tilbúið síðsumars einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.