Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 21
ar vegna öskufalls og flugi um alla
Evrópu var frestað vegna þess.
Hann benti á að í augum útlendings
væri ekki endilega víst að menn átt-
uðu sig á því að um staðbundnar
myndir væri að ræða enda hefði eng-
inn í Reykjavík upplifað aðstæðurn-
ar sem fréttaljósmyndirnar sýndu. Í
rannsókninni voru þrjú svæði skoðuð
með byggingu gagnavers í huga.
Svæðin voru fyrir sunnan, vestan og
norðan. Jarðskjálftaváin var skoðuð
og farið yfir alla jarðskjálfta síðan á
17. öld. Mesta álagið vegna jarð-
skjálftanna var fyrir norðan og sunn-
an. Samkvæmt módeli sem mennirn-
ir sem stóðu að rannsókninni gerðu
var álagið hvað minnst á svæðum í
kringum Blönduós og Sauðárkrók.
Einnig var álagið fremur lítið á svæð-
um í kringum Reykjavík og Akureyri
en þó nokkru meira í kringum Hafn-
arfjörð og Keflavík. Samt var það tal-
ið það lítið í kringum þá kaupstaði að
hægt væri að mæla með byggingu
gagnavers á þessum svæðum. Að
sögn Ara mega menn ekki gleyma
því að með byggingu gagnavers á Ís-
landi komast menn undan annarri
hættu einsog fellibyljum til dæmis
sem fyrirfinnast ekki á Íslandi.
Nægur mannauður?
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
kynnti einnig rannsókn um mannauð
og menntun á Íslandi og hvernig
þjóðin væri í stakk búin til að ráða við
byggingu margra gagnavera á land-
inu út frá því sjónarmiði.
Niðurstaða rannsóknarinnar var
sú að hvað varðar byggingu gagna-
vera væri þjóðin vel undirbúin en
varðandi rekstur þeirra væri hætta á
því að háskólarnir útskrifuðu ekki
nóg af tölvunarfræðingum til að ráða
við mikla aukningu á framboði af
störfum sem krefðust slíkrar sér-
þekkingar.
Ekki var um það talað á ráðstefn-
unni en þó nokkuð um það rætt í
kaffihléinu að fulltrúar ríkisstjórnar-
innar hefðu opnað ráðstefnuna og
síðan horfið á brott. Menn hefðu
haldið að gott væri fyrir þá að þeir
sætu ráðstefnuna og hlustuðu á fyr-
irlestrana.
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
ÞÚ NÆRÐ LENGRA
MEÐ BOBCAT
Ný kynslóð skotbómulyftara frá Bobcat
Afrakstur mörg þúsund klukkustunda þrotlausra álagsprófanna
Endurhannað rýmra ökumannshús
Stafrænn upplýsingskjár í mælaborði
Stórbætt útsýni ökumanns
Akstursstefnu rofi í stýripinna
Endurhönnuð bóma með öllum leiðslum innanverðum
Endurhönnuð burðargrind með lækkuðum bómubolta
Fjöldi valmöguleika í boði
•
•
•
•
•
•
H
Jan Kristian Nielsen frá IBM
hélt fyrirlestur á ráðstefnunni
en fyrirtækið rekur yfir 500
gagnaver í heiminum. Hann
undirstrikaði að framundan
væri gríðarleg aukning í bygg-
ingu gagnavera.
Hann sagði að það kæmi
kannski á óvart en landið væri
almennt þekkt sem eldfjalla-
landið og því væru menn
kannski hikandi við að fjár-
festa. Hann sýndi kort af
gagnaverum IBM í heiminum
og fannst sumum það sýna
takmarkaðan áhuga á Íslandi
sem fjárfestingarkosti, þar
sem landið var ekki einu sinni
á heimskortinu.
GAGNAVER
Að fjárfesta á
landi eldfjalla
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
„Þetta er gríðarlega mikill léttir fyrir
mig,“ segir Björgólfur Thor Björg-
ólfsson í samtali við Morgunblaðið
vegna sölunnar á Actavis til banda-
ríska lyfjafyrirtækisins Watson fyrir
4,25 milljarða evra, jafnvirði um 700
milljarða króna.
Að sögn Björgólfs er salan mik-
ilvægur þáttur í skuldauppgjöri hans
við Deutsche Bank. „Þótt þeir taki
vissulega á sig högg eins og aðrir
kröfuhafar og hluthafar þá eru þeir í
góðum málum og fara með fullar
hendur fjár frá samkomulaginu.“
Hann telur samninginn hagstæðan
fyrir alla aðila. „Annars vegar er
Watson að taka yfir frábært fyrirtæki
og hins vegar er Actavis að sameinast
lyfjafyrirtæki með sterkan efnahags-
reikninginn sem getur hjálpað því að
vaxa í framtíðinni.“
Novator, fjárfestingafélag Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, mun eign-
ast hlut í hinu nýja sameinaða félagi,
en stærð þess hlutar mun hins vegar
taka mið af rekstrarafkomu Actavis á
þessu ári. Í samningnum felst að þeir
sem eiga hagsmuna að gæta í Actavis
gætu fengið viðbótargreiðslu, sem
næmi allt 5,5 milljónum hluta í Wat-
son. Miðað við bestu hugsanlegu út-
komu er viðbótargreiðslan metin á
250 milljónir evra.
Á þessari
stundu er því ekki
hægt að segja til
um hversu stór
hans hlutur verð-
ur í Watson, segir
Björgólfur, sem
verður aðeins
óvirkur hluthafi í
hinu nýja félagi.
„Þetta er ólíkt því
sem ég hef gert áður. Mér líst hins
vegar gríðarlega vel á fyrirtækið og
held að það verði eitt öflugasta félagið
í þessum geira þegar fram líða stund-
ir.“ Gengi bréfa í Watson hækkaði um
7% þegar markaðir voru opnaðir í
Bandaríkjunum í gærmorgun.
Á síðustu árum hafa flest stærstu
samheitalyfjafyrirtæki heims leitað
til Björgólfs varðandi mögulegan
áhuga á því að kaupa Actavis. „Wat-
son voru aftur á móti faglegastir í
sinni nálgun,“ segir Björgólfur, og
bætir því við að samningaviðræð-
urnar hafi fyrst farið á alvarlegt flug í
september á síðasta ári.
„Samlegðaráhrifin af því að sam-
eina fyrirtækin eru mikil,“ að sögn
Björgólfs, sem segir að með sölunni á
Actavis og uppgjöri við kröfuhafa sé
hann búinn að stokka upp spilin.
„Þetta er eins og það sé kominn ann-
ar umgangur í leikinn og ég er nú
með betri spil en síðast. Og ég mun
halda áfram að spila úr þeim vel,“
segir Björgólfur, en Novator, fjár-
festingafélag Björgólfs, yfirtók
Actavis sumarið 2007 og var heild-
arverðmæti viðskiptanna 5,3 millj-
arðar evra. Tapið á þeim viðskiptum
nemur því um milljarði evra.
DB afskrifar 43 milljarða
Björgólfur segir hins vegar að með
sölunni á Actavis þurfi hann ekki
lengur að eyða öllum sínum tíma í við-
ræður við kröfuhafa. „Nú hef ég
meiri tíma fyrir stafni og það opnar
fullt af möguleikum fyrir frekari fjár-
festingartæki.“ Aðspurður hvort
hann hafi hug á fjárfestingum hér-
lendis segir Björgólfur það alls ekki
koma til greina, en í dag á Novator
eignarhluti í fyrirtækjunum CCP,
Verne Global og Nova.
Þrátt fyrir að greinendur telji að
salan á Actavis sé góðar fréttir fyrir
Deutsche Bank þá þarf bankinn að
afskrifa 257 milljónir evra, jafnvirði
um 43 milljarða króna, vegna Actavis
á fyrsta ársfjórðungi.
Samkvæmt upplýsingum frá slit-
astjórn gamla Landsbankans er salan
á Actavis hagstæð fyrir þrotabúið þar
sem meira muni fást úr uppgjöri við
fyrirtækið en fyrri áætlanir hafi gert
ráð fyrir. Endurheimtur í þrotabúið
munu því aukast.
Er kominn með
betri spil í hendurnar
Björgólfur Thor segir söluna á Actavis vera mikinn létti
Björgólfur Thor
Björgólfsson