Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
✝ Kristín Þor-steinsdóttir
(Stína á Firði)
fæddist í Miðhlíð á
Barðaströnd 25.
ágúst 1915. Hún
lést í Víðihlíð um-
vafin fjölskyldu og
vinum 18. apríl
2012.
Hún var dóttir
hjónanna Guð-
rúnar J.M. Finn-
bogadóttur ljósmóður og Þor-
steins Ólafssonar bónda, fyrst í
Miðhlíð og síðan lengst af í
Litluhlíð. Hún var næstelst í
þessum stóra systkinahópi sem
komst upp. Systkinin voru: Sig-
urður Finnbogi, f. 1913, d.
1984, Ólafía Kristín, f. 1914, d.
1914, þá Stína sjálf, Gunnar
Þorsteinn, f. 1918, d. 2008,
Mikael, f. 1919, d. 1997, Krist-
ján Ólafur, f. 1922, d. 1973,
Þuríður, f. 1923, Unnur, f.
1924, d. 1924, Höskuldur, f.
1925, d. 2004, Jóhann, f. 1928,
Vigfús, f. 1930, d. 2008, Bjarni,
f. 1933, d. 2008, Ásta, f. 1936,
d. 1996, og Halldóra, f. 1939, d.
1940.
Kristín giftist 2. ágúst 1957
Óskari Þórðarsyni á Firði, f.
10.3. 1910, d. 19.4. 1979. Hann
var sonur hjónanna Þórðar
Bergljót Ósk, f. 9.5. 1953, gift
Sveini Arasyni, f. 1951, þau
eiga 4 börn og 14 barnabörn.
6) Óskar Kristinn, f. 25.7. 1957,
d. 15.3. 1987. Kona hans var
Sjöfn Ágústsdóttir, f. 1956, þau
eiga 2 syni og 6 barnabörn. 7)
Brynjólfur, f. 23.9. 1958,
kvæntur Hildi Sveinbjörns-
dóttur, f. 1964, þau skildu. Þau
eiga 3 börn og 3 barnabörn.
Unnusta Brynjólfs er Lydía
Fannberg Gunnarsdóttir, f.
1967.
Kristín ólst upp við hefð-
bundin sveitastörf og tók
snemma þátt í umönnun systk-
ina sinna, þar sem móðir henn-
ar var löngum stundum að
sinna ljósmóðurstörfum auk
þess að eiga börn með skömmu
millibili og þar var Stína betri
en engin. Þegar um hægðist
heima fyrir fór Stína í vinnu-
mennsku. Hún var m.a. á Suð-
ureyri í Tálknafirði, í Reyk-
hólahreppi, Flatey og
Skáleyjum. Eftir annasaman
tíma á Firði fluttu þau hjón til
Grindavíkur eins og áður segir
og sat Stína ekki auðum hönd-
um þar. Hún hafði alltaf ein-
hverjum störfum að sinna, m.a.
í mötuneyti Fiskaness og víðar.
Alls staðar var hún boðin og
búin þar sem aðstoðar var
þörf. Hún starfaði bæði með
kvenfélaginu og var gerð heið-
ursfélagi í slysavarnadeildinni
2007.
Kristín verður jarðsungin
frá Grindavíkurkirkju í dag,
27. apríl 2012, kl. 14.
Jónssonar á Firði
og konu hans
Bergljótar Ólafíu
Einarsdóttur. Að
Firði kom hún
5.11. 1938. Þar bjó
hún síðan allan
sinn búskap. Þau
fluttu til Grinda-
víkur haustið 1975,
en sinntu hlunn-
indabúskapnum öll
sumur og eftir að
Óskar lést sinnti Stína þessu
starfi af mikilli elju og dugnaði
og stjórnaði eins og herforingi.
Síðast fór hún út í eyjar 91 árs.
Börn Óskars og Kristínar eru:
1) Jens, f. 20.1. 1941, kvæntur
Báru Ágústsdóttur, f. 1940, þau
eiga 5 börn, 13 barnabörn og 3
barnabarnabörn. 2) Einar, f.
8.1. 1944. Var kvæntur Svan-
hvíti Hallgrímsdóttur, f. 1947,
þau skildu. Þau eiga 3 börn og
7 barnabörn. Einar er í sambúð
með Ásu Sigurlaugu Halldórs-
dóttur, f. 1955, hún á 1 son. 3)
Þorsteinn, f. 26.11. 1945,
kvæntur Hrönn Ágústsdóttur,
f. 1951. Þau eiga 3 börn, 3
barnabörn og 1 barna-
barnabarn. 4) Þórður J., f.
2.10. 1947, kvæntur Guðrúnu
Aðalsteinsdóttur, f. 1946, þau
eiga 4 börn og 3 barnabörn. 5)
Í dag, 27. apríl, er móðir mín
jarðsett, en hún lést 18. þ.m. í
Víðihlíð í Grindavík rúmlega 96
ára.
Það eru mikil viðbrigði þegar
hún hefur kvatt, því hún var frek-
ar góð til heilsu alla ævi þar til síð-
ustu daga, eftir að hún datt og
lærbrotnaði. Stína á Firði eins og
hún var oftast kölluð var húsmóð-
ir í Firði í Múlasveit stóran hluta
ævi sinnar, en þar var hætt bú-
skap 1975 nema hlunnindabúskap
yfir vor og sumar sem hún tók
virkan þátt í. Hún ásamt föður
mínum flutti til Grindavíkur
haustið 1975 og átti lögheimili þar
eftir það, en hann lést þar 19. apríl
1979. Þegar hún varð áttræð gerði
ég fyrir hana nokkrar vísur sem
hún óskaði eftir að yrði hennar
minningargrein þegar þar að
kæmi.
Þú barnskónum eyddir á Barðaströnd
og Breiðafirðinum unnir.
Þar leiddust þið afi oft hönd í hönd,
þar lærðir þú flest sem þú kunnir.
Svo liðu árin og ævistarf hófst
sem öllum er heilmikils virði
og framtíðin ráðin, það lá alveg ljóst,
er þú lentir við sjóinn á Firði.
Eftir það hefur þú árunum eytt,
í alls konar búskapar vési.
Að finnast þar erfitt þér aldrei fannst
neitt
þú unnir því blessaða nesi.
Þú þvoðir úr bleium og þurrkaðir dún
og þerraðir távota drengi,
rakaðir þúfur og rennislétt tún
og regnblautar mýrar og engi.
Það sagði hún amma og það vissi hún
að þú myndir búa þar lengi.
Þú varst um ævina alltaf svo kát
og ungleg á gleðinnar degi.
En brosið gat farið ef færirðu í bát
fullum af ljáblautu heyi.
En pabbi fór alltaf að öllu með gát
þá eins bæði á láði og legi.
Þú þurftir að kynda með klíning og mó
í kabyssugarminum heima.
Svo áttirðu til að trítla út í skóg
að tína upp kalviðargreinar.
En auðvitað komu þó kolin sér best
og kannski var spiktutla líka.
Og oftast það besta það alls ekki sést
og ei mátti kolunum flíka.
En þá kemur olían öllum til góðs
og aladínlampinn að skína.
En eyðsla og óhóf var ekki til móðs,
allt þetta vissi hún Stína.
Og enn líða árin og allt breytist fljótt
og inn leiðast tækninnar undur
og gamla húsið var loks orðið ljótt
að lokum var rifið í sundur.
Svo reis það nýja af rammgerðum
grunn
með rennandi vatnið úr krana.
Þú þurftir ei lengur að þvo inn við
brunn
þó það hafi komist í vana.
Þú mjólkaðir kýrnar um morgna og
kvöld,
og malaðir kaffi úr baunum
Þú varst ekki að hugsa um vegtyllu og
völd
en vingjarnlegt bros fékkstu að
launum.
Það komu oft margir í kaffi til þín
og koma þar enn ef þeir geta.
Þú áttir það til að veita þeim vín
þeir vitaskuld kunnu að meta.
Svona er nú ágrip af ævinni þar,
þó ekki sé allt látið fjúka
Það kemur víst aldrei sem áður var
því á þessum lestri að ljúka.
Nú skal ég hætta að hæla þér meir
og hefti því minningartárin.
En Begga og bræðurnir, það eru þeir
sem þakka þér uppvaxtarárin.
(E.Ó.)
Við þökkum aldraðri móður
fyrir liðnu árin og óskum hinni
látnu góðrar heimkomu í land
feðra sinna. Guð geymi minningu
Stínu á Firði.
Einar og Ása Sigurlaug.
Þá er lokið langri og farsælli
lífsgöngu Stínu á Firði. Hún
kvaddi södd lífdaga, búin að bíða
nokkurn tíma eftir kallinu og
sagði nokkrum sinnum síðustu
dagana að sennilega hefði Guð
gleymt að taka hana til sín, en
hann kom. Það var friðsæl stund
er hún kvaddi umkringd afkom-
endum, tengdabörnum og vinum.
Það eru rúm 40 árin síðan ég kom
með einkadótturinni heim að
Firði. Ég hafði hitt húsbóndann
nokkru áður og fékk leyfi hjá hon-
um til að fara með prinsessuna
norður í land. Hann sagði ekki
margt en leyfið fékk ég. Þegar
vestur kom lét húsmóðirin fljótt í
ljós að hún væri ekki tilbúin að
sleppa einkadótturinni í hendur
þessa unga húnvetnska galgopa
sem átti ekkert annað en sjálfan
sig. Ég skil það svo sem vel og alla
tíð hef ég haft nokkuð góðan skiln-
ing á því hvernig Stína hugsaði og
dáðist alla tíð að henni fyrir það að
fjölskyldan hennar stóð framar
öllu. Það hefur verið alveg ein-
stakt að fylgjast með dugnaði
hennar og elju. Og eftir að hún
missti manninn sinn hann Óskar
var það svo greinilegt að hún
skyldi ekki skila því frá sér sem
henni var trúað fyrir í verra
ástandi en hún tók við því. En svo
ég tali nú aftur um móttökurnar
hjá Stínu þá sá hún nú fljótt að
ekki þýddi nú að hrekja hann burt
svo það væri nú best að sætta sig
við orðinn hlut og taka slánanum,
inn í fjölskylduna, úr því stelpu-
kornið vildi endilega dröslast með
hann þá væri henni ekki of gott að
sætta sig við hann. Þetta jafnaði
sig fljótlega og með árunum hefur
samband okkar verið með mestu
ágætum og við gátum með sanni
sagt að betri tengdamóður hef ég
aldrei átt og hún ekki betri
tengdason enda hefur hún ekki átt
annan. Eftir að við Begga fluttum
til Grindavíkur fyrir 27 árum hef-
ur vart liðið sá dagur að þær
mæðgur hafi ekki hist og alltaf
spurði hún um blessaðan tengda-
soninn og síðustu mánuðina þegar
hún átti orðið bágt með að þekkja
fólk, þá þekkti hún alltaf okkur ef
ekki hvort í sínu lagi þá saman því
þó að upphafið væri orðið eins og
það var þá var framhaldið þannig
að alltaf voru Svenni og Begga
saman. Ég vona að svo verði um
þó nokkur ár enn. En hvað um
það. Duglegri og iðjusamari
manneskju en Stínu á Firði hef ég
ekki þekkt. Hún var með fyrstu
íbúum í Víðihlíð og bjó þar síðan.
Lengst af mátti ætla að hún væri
ein af starfsfólkinu því hún var
alltaf boðin og búin til hjálpar.
Hún sagði það sjálfsagt að hjálpa
gamla fólkinu þó að lengst af þeg-
ar leið á hafi hún verið með þeim
elstu. Síðustu árin spurðum við
hana hvort hún vildi ekki svona
stuðningstrillu til öryggis en hún
fussaði og sagði að þetta væri
bara fyrir gamla fólkið. Þetta sýn-
ir kraftinn í henni og eljuna. Stína
eignaðist víða vini og vil ég nefna
sérstaklega Ástu Jónsdóttur frá
Deildará og mann hennar Garðar
Kristjánsson. Slík vinátta er fá-
séð. Einnig skal nefna hana Fríðu
í þvottahúsinu, þær tóku einstöku
ástfóstri hvor við aðra. Að lokum
vil ég þakka Stínu frábæra sam-
leið gegnum árin og veit að hún á
góða heimkomu til sinna sem
farnir eru, á staðnum sem hún
sagði að sér hefði verið sýndur og
sér líkað við. Góða ferð, tengdó.
Sveinn.
Elsku amma Stína, núna ertu
sofnuð svefninum langa sem þú
varst búin að þrá í einhvern tíma.
Núna sameinist þið afi aftur eftir
33 ár næstum upp á dag. Þú varst
alltaf svo sjálfstæð og dugleg alla
þína ævi, ég vona að ég nái að
setja tærnar þar sem þú hafðir
hælana. Ég gleymi því aldrei þeg-
ar þú varst búin að vera í ein-
hverri ferð um Austurlandið og
fékkst medalíu fyrir botsía. Þú
sagðir mér að þú hefðir fengið
pening svona eins ég ætti. Ég
skildi þig ekki alveg og spurði þig:
Hversu mikinn pening fékkstu?
Þá fórst þú að tala um meistara-
kastið og sýndir mér þenna flotta
gullpening stolt.
Þú varst sko búin að lifa tímana
tvenna. Þú tókst breytingunum
alltaf vel þó að þú værir kannski
búin að fussa og sveia yfir þessari
vitleysu og skaust inn sögu frá
þinni barnæsku. Man þegar GSM-
síminn kom og en ekki hvað;
amma Stína fékk sér svoleiðis,
þetta var nú meiri lúxusinn að
geta farið út og haft símann með
sér. En hún var greinilega vön að
vera ekki á ferðinni þegar hún var
í símanum. Þegar ég var eitt sinn
á fótboltaæfingu sá ég hana
standa upp við staur í símanum.
Þú varst alltaf að spá í hvort all-
ir hefðu það nú ekki gott. Alltaf
varst þú boðin og búin til að að-
stoða ef þurfti. Þegar ég var yngri
og var að koma heim, hvort það
var úr skólanum eða af æfingu, þá
varst þú oft heima að hjálpa
mömmu. Oft fékk ég að heyra að
ég ætti að vera dugleg að hjálpa
henni mömmu því ég væri jú eina
stelpan hennar. Mér fannst þetta
nú ekkert sérstaklega skemmti-
legt þegar þú varst að tala um
þetta, en þegar ég varð eldri og
eignast mín börn þá fór ég að
skilja þetta. Hún hefur verið eins
og þú, alltaf boðin og búin til að
aðstoða mig með mín börn, og
fengu þau að kynnast þér rosa-
lega vel. Mamma heimsótti þig
nánast daglega og oft voru börnin
mín með henni. Núna síðustu
daga var talað um gotteríið sem
amma Stína átti alltaf þegar börn-
in komu í heimsókn. Elsku amma,
ég á eftir að sakna þín. Það verður
skrítið að koma í vinnuna næst,
þar sem ég hafði mína rútínu oft-
ast að kíkja á þig og kyssa góðan
daginn eða nótt. Þú varst ekki
mikið fyrir það að tala um tilfinn-
ingar en þú gafst mér alveg merki
um þína væntumþykju. Ég veit að
þér líður rosalega vel núna, þú
munt alla tíð eiga þinn stað í
hjarta mínu.
Anita Björk Sveinsdóttir.
Elsku amma Stína. Núna hefur
almáttugurinn tekið þig. Þú hafðir
nokkrum sinnum orð á því af
hverju hann kæmi ekki og tæki
þig, sérstaklega núna undir það
síðasta þegar þú varst sem veik-
Ólafía Kristín
Þorsteinsdóttir
✝ Unnur Sólveigfæddist í Sel-
koti undir Eyja-
fjöllum 5. nóv-
ember 1933. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 16.
apríl 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ína Sigurveig Stef-
ánsdóttir, f. 15.9.
1906, d. 15.10. 1992, og Vilberg
Sigurjón Hermannsson múr-
arameistari, f. 6.4. 1904, d. 2.5.
1985. Unnur var einkabarn föð-
ur síns og ólst upp frá barns-
aldri hjá foreldrum hans þeim
Júlíönu Jónsdóttur
og Hermanni Ólafs-
syni í Hafnarfirði.
Frá móður sinni
átti hún tvö systk-
ini, Sigurð Sigurðs-
son, f. 1926, d.
2003, og Hafdísi
Steingrímsdóttur,
f. 1945.
Unnur giftist
Gunnari Marinó
Hansen múr-
arameistara, f. 28.1. 1935, d.
13.6. 1993. Dóttir þeirra er Vil-
borg Gunnarsdóttir Hansen.
Útför Unnar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 27. apríl
2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Hönd í hönd leiðumst við Unna
frænka út Fálkagötuna frá Hóla-
brekku við Grímshaga og ferðinni
er heitið í Árna-bakarí. Þetta er
mín fyrsta minning um föðursyst-
ur mína.
Við höfum gengið veginn sam-
an í hálfa öld og alltaf verið kært
með okkur. Unna og pabbi ólust
upp sitt í hvoru lagi en hægt hefði
verið að ímynda sér að þau hefðu
verið eineggja tvíburar svo lík og
samrýmd voru þau og við börnin
nutum þess meðal annars í ferða-
lögum hérlendis og erlendis.
Glaðværð og kátína var alltaf
til staðar hjá þeim báðum, þó
dimmt væri yfir og stundum erfitt
þá virtust þau bæði hafa þennan
frábæra eiginleika að sjá bjartar
hliðar á öllu fólki og málefnum.
Unna var gift Gunnari Marinó
Hansen og var hjónaband þeirra
sérlega farsælt, enda voru þau
jafnan nefnd einu nafni í fjöl-
skyldunni, Unna og Gunni, og
gilti einu þó þau væru ein á ferð.
Ég veit þó að þeirra góða líf fékk
enn bjartari lit þegar þau eign-
uðust Vilborgu, hún var án efa
þeirra stærsta gleði.
Unnur var alla tíð glæsileg
kona og virtist einu skipta hvort
hún væri í heimsborgum eða fjár-
húsunum en Unna og Gunni
stunduðu saman frístundabúskap
ásamt foreldrum mínum í tæpan
áratug.
Raunar er það svo að mér
finnst hugtakið „Reykjavíkur-
mær“ eiga sérlega við um Unni
enda alltaf glæsileg.
Unna vann lengst af starfsæv-
inni á róló og fór vel á því enda
drógust öll börn að henni þannig
að eftir var tekið. Þess naut Frið-
rik elsti sonur minn sem bjó um
árabil ásamt móður sinni í sama
húsi og Unna og minnist hann
Unnar með miklum hlýhug.
Það er þannig með sumt fólk að
maður finnur hvernig það lýsir
manni veginn, hugurinn stillist og
hjörtun fara að slá í takt, þannig
manneskja var Unnur.
Síðustu dagana var henni ljós-
ara en okkur hinum í hvað stefndi
og ræddi það, hún var á leiðinni
heim og vissi að hún myndi hitta
Gunna sinn og Sigga bróður hin-
um megin.
Hún gaf okkur tíma þegar ljóst
var að ekki varð aftur snúið, tíma
til að syrgja og gráta, en jafn-
framt tíma til að átta okkur á
þakklætinu fyrir tímann sem við
áttum saman í gegnum árin.
Mér er það ógleymanleg stund
þegar við Vilborg gengum út frá
Landspítalanum í næturhúminu
eftir fallega húskveðju séra
Braga að sjá kertaljós loga í
glugganum þar sem hún lá.
Ég veit að Unnur var vinur
vina sinna bæði innan fjölskyldu
og utan og votta ég þeim og móð-
ur minni sem kveður sína bestu
vinkonu til áratuga alla samúð
mína.
En sérstaklega þér, elsku Vil-
borg, sem ég heiti trú, trausti og
vináttu.
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar.
Þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig geyma
mig og gæta hjá þér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Hönd í hönd kvöddumst við að
sinni.
Andrés Sigurðsson
og fjölskylda.
Það skein vorsól síðasta daginn
sem Unnur lifði. Hún bað um að
gluggatjöldin yrðu dregin frá svo
birtan næði inn.
Það var alltaf bjart í kringum
Unni frænku sem hét reyndar
Unnur Sólveig. Hún var fremur
lágvaxin og fíngerð, ljós yfirlitum,
vel tilhöfð, alltaf með varalit og
henni fylgdi mild ilmvatnsangan.
En það var ekki bara bjart í
kringum hana heldur fylgdi henni
líka ylur eins og sá sem fylgir sól-
inni.
Sjálf krafðist hún ekki mikillar
athygli en fólk laðaðist að henni.
Unnur var lífsglöð, áhugasöm um
fólk og ljúf. Hún var ævinlega já-
kvæð en samt engin já-mann-
eskja, hún hafði ákveðnar skoð-
anir á málum og mannanna
verkum. Unnur var ófeimin að
minna á að við hefðum skyldur
gagnvart okkar fólki og þær ætti
að rækja. Þær skyldur rækti hún
sjálf gagnvart fólki og dró ekki af
sér.
Hún fylgdist með lífi og líðan
ótölulegs fjölda fólks, ættmenna,
vina, afkomenda þeirra og sam-
starfsfólks. Börnin löðuðust ekki
síður að henni, jafnvel feimnustu
börn sem að jafnaði litu ekki upp
og földu sig í fangi foreldra, voru
á augabragði komin á spjall við
hana og farin að ræða við hana af
miklu trúnaðartrausti. Þessi eig-
inleiki nýttist henni vel í því starfi
sem hún sinnti meginhluta starfs-
ævi sinnar á róló í Vesturbergi.
Unnur var góð og náin systir
föður míns og trúnaðarvinkona
móður minnar. Hvernig kveður
maður frænku sem hefur alltaf
verið hluti af fjölskyldunni, lífi
mínu og seinna líka minnar fjöl-
skyldu? Á svona stund rennur það
upp fyrir manni hvað þessi fín-
gerða kona hafði mikinn styrk og
hvern þátt hún átti í að skapa
þennan ósýnilega en styrka
ramma sem gerir lífið öruggt og
gefur vissu um að heimurinn sé í
lagi.
Það hefur verið sagt að þeir
einir lifi sem eru ósparir á sjálfa
sig. Hún var alltaf til staðar.
Upp í huga minn koma minn-
ingar úr bernsku. Fjölskyldurnar
í sunnudagsmat hjá ömmu
Mundu. Þau voru skemmtileg
systkini Unnur og pabbi og glens
og grín var þeim báðum tamt.
Eftirminnilegt er til dæmis
hvernig þau skemmtu sér við að
deila um arfinn eftir ömmu, hvort
ætti að skipta kommóðunni langs-
um eða þversum. Afmæli og
fermingar okkar systkinanna,
jólaboð, alltaf voru Unnur og
Gunnar þar og seinna líka auga-
steinninn þeirra hún Vilborg. Síð-
ar sömu viðburðir hjá okkar börn-
um og svo barnabörnum. Alltaf
hlý, alltaf notaleg, alltaf gefandi.
Þó sól sé sest yljar minningin
um hana áfram. Unnur veitti
birtu inn í líf mitt sem og annarra
samferðamanna sinna.
Þegar leiðir skilur ríkir djúpur
söknuður og heimurinn er fátæk-
legri við fráfall hennar. Ég er
óendanlega þakklát að hafa átt
Unnur Sólveig
Vilbergsdóttir