Morgunblaðið - 27.04.2012, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
ust. Það var ótrúlega mikill daga-
munur á þér síðustu tvo mánuð-
ina. Einn daginn beiðstu eftir því
að fara en næsta dag varstu sann-
færð um að þú yrðir 100 ára. Ég
þekki það vel af eigin raun að það
getur verið dagamunur á líðan
manns. Síðustu mánuði lífs þíns
sótti ég kjark og styrk til þín,
elsku amma, þegar mér leið ekk-
ert of vel. Heimsóknirnar gáfu
mér mikið og fór ég daglega til
þín, sama hversu slöpp þú varst,
alltaf þakkaðir þú mér fyrir kom-
una og sagðir að það væri gaman
að sjá kunnugleg andlit. Þú varst
svo sannarlega íslenska konan
sem gerði allt fyrir alla. Það var
þitt líf og yndi að stjana við fólk
með mat og drykk. Þú hafðir orð á
því að aldrei hafi neinn farið
svangur frá þér frá Firði. Þú byrj-
aðir að vinna sem ráðskona á Firði
þar sem þú sást afa í fyrsta sinn
og var hann svo sannarlega ástin
þín alla tíð eftir það. Þegar við
Maggi giftum okkur þá varst þú
ánægð með daginn af því að það
var sami dagur og þú komst fyrst
að Firði, 5. nóvember.
Amma, þú varst kjarnakona,
svo mikil húsmóðir, dugleg að
elda, baka, prjóna, sauma. Þú
varst létt á fæti og labbaðir mikið í
gegnum tíðina bæði í sveitinni og
Grindavíkinni. Þegar Elísabet
María dóttir mín var skírð þá
bauðstu ömmu hans Magga að
gista heima hjá þér í Víðihlíð, ykk-
ur kom vel saman og síðar áttu
samverustundirnar eftir að verða
fleiri um jól og sjómannahelgi þar
sem mikið var spjallað og hlegið.
Marga jóladagana og áramótin
höfum við átt saman heima hjá
pabba og mömmu, þá var alltaf
tekið í spil og varst þú alltaf var-
kár í spilamennskunni og sagðir
aldrei nema það væri öruggt enda
varstu þú oftast hæst stiga. Þegar
ég var 6 ára þá fórum við ásamt
fleira fólki til Mallorca og þá
varstu þú, amma, með mér og
Stínu systur í herbergi og það var
svo gaman. Það kom fyrir að þú
passaðir okkur þegar foreldrar
okkar fóru utan, þá fluttir þú heim
til okkar á meðan.
Elsku amma, þú varst einstök
mannvera og gafst af þér kærleik,
góðmennsku og velvild. Þú lýstir
upp heiminn með brosinu þínu.
Ég er afskaplega þakklát að hafa
fengið að vera hjá þér þegar þú
kvaddir, ég veit að þú ert komin á
skemmtilegan stað þar sem allir
eru hlæjandi, kátir og glaðir. Þú
varst búin að sjá þennan stað og
segja mér frá honum og ég veit að
það verður vel tekið á móti þér.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Starfsfólki Víðihlíðar vil ég þakka
góða umönnun, eins og þú sagðir
sjálf, amma: „Þær hugsa vel um
mig hérna og mega sko alveg fá að
heyra það“.
Ég kveð með sálminum sem þú
fórst oft með fyrsta erindið fyrir
mig
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínum hag til heilla mér
og hjálpar öðrum mönnum,
en helst og fremst til heiðurs þér,
í heilagleika sönnum.
(Vald. Briem)
Kveðja.
Salbjörg Júlía.
Í dag kveðjum við elskulegu
ömmu mína, Ólafíu Kristínu Þor-
steinsdóttir, eða ömmu Stínu eins
og ég kallaði hana.
Ég vil byrja á því að þakka
henni allar góðu stundirnar sem
við áttum saman og fyrir allt það
sem hún kenndi mér í lífinu. Hún
var mikill dugnaðarforkur. Alltaf
glöð og í góðu skapi þessi elska, ég
gæti lengi talið upp alla hennar
góðu kosti. Hún upplifði margt á
langri ævi, bæði sorg og gleði.
Yndislegar eru minningarnar
sem ég á um ferðirnar okkar þeg-
ar við fórum saman vestur að
Firði. Sérstaklega man ég eftir
ferðinni sem ég fór með henni og
afa, þegar við komum að kvöldi til
og það var svo kalt í húsinu að hún
klæddi mig í föðurlandið hans afa
sem náði mér upp að brjóstum
(upp undir hendur). Svo hitaði
hún vatn og setti í flöskur og setti
það til fóta hjá mér. Það var alltaf
svo gott að vera þar með ömmu,
mér leið alltaf þar eins og ég væri
á fimm stjörnu hóteli.
Alltaf var gaman að heyra sög-
urnar hennar því hún hafði frá svo
mörgu að segja og var yndislegt
að sjá hvað hún hélt sér alla tíð
vel.
Um leið og ég þakka ömmu fyr-
ir samfylgdina og óska henni
góðrar ferðar inn í sumarlandið vil
ég láta fylgja með vísur sem Þrá-
inn, afi Jóhanns mannsins míns,
gerði eftir að hann og Hædí kona
hans höfðu verið í heimsókn hjá
ömmu á Firði.
Ekki er lítil auðna mín,
allt hér met og virði.
Sólin glatt í heiði skín
sífellt hér í Firði.
Áðan fór ég út að gá
upp til fjalla brúna.
Ósköp er nú indælt hjá
ömmu Stínu núna.
Út ég rölti nú á ný
nem þá raddir kunnar,
fuglasöng og friðinn í
faðmi náttúrunnar.
(Þráinn Arinbjarnarson)
Minningin um frábæra konu lif-
ir hjá okkur sem eftir erum.
Þín nafna,
Ólafía Kristín
Þorsteinsdóttir.
Elsku Stína. Mig langar til að
þakka þér fyrir allt. Þú varst sú
amma sem ég þekkti í sveitinni og
alltaf komstu fram við mig sem
eitt af þínum barnabörnum og
varst mér alltaf svo góð. Þú hafðir
gaman af að segja frá og sagðir
mér oft sögur af því hvernig allt
var fyrir vestan í gamla daga,
hvernig hlutirnir voru gerðir af
fólkinu og þegar mamma var lítil.
Ég hafði mjög gaman af og þú
gast alltaf fundið eitthvað gleði-
legt til að krydda frásögnina og
oft fylgdi með hlátur. Þú varst
alltaf svo geðgóð og hafðir lausnir
á öllu. Öll mín uppvaxtarár hef ég
verið á vorin og sumrin með
mömmu og pabba fyrir vestan á
Deildará. Aldrei fórum við svöng
frá Firði og alltaf fylgdir þú okkur
heim að bílnum þegar við fórum
og þú stóðst á tröppunum að vinka
okkur þó við værum bara að fara á
næsta bæ og myndum hittast
fljótt aftur. Þær voru margar
ferðirnar sem við sátum saman
aftur í hjá mömmu og pabba á leið
vestur eða heim að vestan og þá
var nú mikið spjallað.
Takk fyrir allt, elsku Stína mín.
Aðstandendum öllum votta ég
innilega samúð. Minning um góða
konu lifir. Hvíl í friði.
Dóra María
Garðarsdóttir.
Við andlát heiðurskonunnar
Ólafíu Kristínar Þorsteinsdóttur
frá Litluhlíð á Barðaströnd leitar
hugurinn um þrjá og hálfan ára-
tug aftur í tímann. Ég hafði þá ný-
lega tengst þessari stóru fjöl-
skyldu sem oftast er kennd við
Litluhlíð en af systkinunum þar
komust ellefu til fullorðinsára.
Fljótlega var ég kynntur fyrir
elstu systur tengdaföður míns,
henni Stínu á Firði eins og ég
heyrði hana oftast nefnda, og
kynnin og samskiptin við hana og
hennar fólk hafa alla tíð síðan ver-
ið einkar ánægjuleg og gefandi í
alla staði.
Þessi fíngerða kjarnakona var
engri lík. Hlutskipti hennar í lífinu
varð að búa lengst af á afskekktri
kostajörð þar sem nútímaþægindi
voru af skornum skammti og lífs-
baráttan hörð. Börnin þeirra Ósk-
ars urðu alls sjö og það má nærri
geta, að handtökin við uppeldi
þeirra og umönnun auk bústarf-
anna hafa verið ófá og oft seint
gengið til náða eftir annasaman
dag.
Þegar börnin komust til full-
orðinsára og flugu úr hreiðrinu,
tóku þau Stína og Óskar sig upp
og settust að í Grindavík þar sem
stór hluti af þeirra fólki hefur fest
rætur. Þegar vora tók var þó
stefnan jafnan tekin vestur að
Firði þar sem sumarið leið við
nýtingu hinna miklu hlunninda
jarðarinnar. Mér er kunnugt um
að fram yfir nírætt dvaldi Stína á
Firði um lengri eða skemmri tíma
á hverju sumri og það er einkar
eftirminnilegt að hafa átt þess
kost að sækja hana og hennar fólk
heim á þennan einstaka stað og
kynnast aðeins lífinu þar. Stund-
irnar í eldhúsinu á Firði þar sem
Stína hafði orðið með sínar ein-
örðu og sköruglegu skoðanir
gleymast seint.
Hún Stína á Firði er einhver já-
kvæðasta manneskja sem ég hefi
kynnst í lífinu. Það var ævinlega
mannbætandi að hitta hana og
spjalla um lífsins gang. Neikvæði
var eitthvað, sem ég held að ekki
hafi verið til í hennar orðaforða.
Það er einmitt fólk með slíkan
hugsunarhátt sem þjóðin okkar,
ekki síst ráðamenn hennar, þarfn-
ast svo mjög í dag.
Að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir að hafa átt þess kost að eiga
samleið með þessari sómakonu og
fyrir allar góðar stundir á sameig-
inlegri vegferð. Hópnum hennar
stóra eru færðar einlægar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning Ólafíu
Kristínar Þorsteinsdóttur.
Guðmundur Jóelsson.
Nú fyrir örfáum dögum kvaddi
þennan heim ein af bestu dætrum
þessarar þjóðar, hún Stína gamla
frá Firði á Barðaströnd. Hún var
að verða 97 ára.
Stína mín, þú ert ein eftir-
minnilegasta manneskja sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni. Það mátti
enginn fara svangur frá þér og þú
passsaðir sérstaklega vel upp á
allt fólkið þitt og komst vel fram
við alla og vildir allt fyrir alla gera.
Mér fannst sérstaklega gaman
af því hvað þér þótti vænt um allt
fólkið úr sveitinni þinni og talaðir
mikið og vel um það. Þú talaðir oft
um Salbjörgu og Júlíus frá Litla-
nesi við mig enda hún Salbjörg
Júlía konan mín skírð eftir þeim
vinum þínum. Oft þegar við Sal-
björg mín komum í heimsókn til
þín voru fleiri gestir fyrir og þá
þótti þér gaman enda varst þú
með eindæmum gestrisin. Mér
þykir vænt um það í dag að hafa
fengið að koma með þér að Firði,
þar fannst þér gott að vera og
landslagið fallegt enda hafðir þú
þaðan góðar minningar, þarna
ólst þú upp börnin þín og komst
þeim til manns.
Veistu, Stína mín, ég held að ég
sé betri maður eftir að hafa fengið
að kynnast þér, ekki var heimtu-
frekjan í þér, nei þú gerðir bara
það besta úr því sem þú hafðir.
Stína mín, þakka þér fyrir að
hafa tekið mér vel þegar ég kom
inn í fjölskylduna þína og líka
hvað þú hefur gefið minni fjöl-
skyldu mikið af þér í gegnum tíð-
ina.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Magnús Már
Jakobsson.
Að eignast vin getur tekið eitt
andartak en að vera vinur tekur
alla ævina. Þessi orð eru á korti
sem við hjónin fengum frá Stínu
vinkonu okkar og kerti fylgdu
með. Þegar fólk tapar heilsunni
eftir langa ævi er gott að halla
þreyttu höfði á koddann og halda í
dýrðarríki drottins og hitta þar
kæran eiginmann, son, systkini og
alla góðu vinina sem farnir eru á
undan. Það hefur Stína okkar nú
gert og ég veit að þangað átti hún
góða heimkomu, bróðir minn sem
fór fyrir tæpu ári hefur fagnað
henni mikið, hann sagði oft að hún
hefði verið sú sem reyndist honum
best. Þegar hann var móðurlaus
fyrir fermingu átti hann góða vini
á Firði og fann móður hjá Stínu.
Þegar pabbi dó tókum við hjón-
in að sinna æðarvarpinu á Deild-
ará og fengum strax góð ráð hjá
Óskari og Stínu. Óskar bauð okk-
ur að hafa bátinn í vognum á Firði
og kenndi Garðari leiðina út í eyj-
ar, þannig byrjaði hin góða sam-
vinna okkar. Óskar dó ári seinna
og þá varð Stína ráðgjafinn okkar
sem við höfðum daglegt samband
við allt vorið. Það samband bar
aldrei skugga á, við hjónin bætt-
umst við barnahópinn hennar
Stínu og áttum með henni margar
góðar og skemmtilegar stundir.
Alveg fram að þessu ári þegar
hún veiktist af flensu og náði sér
ekki aftur, aldurinn var líka orð-
inn hár og megum við þakka fyrir
að hafa notið samvista við Stínu
svona lengi. Góðu vorin okkar
með henni fyrir vestan voru að
verða 30 þegar hún hætti að vera
á Firði á vorin. Þær voru því
margar stundirnar sem við höfð-
um átt saman og allar jafn góðar
og skemmtilegar, hún gat alltaf
fengið okkur til að horfa á björtu
hliðarnar og ráðin hennar voru
góð, eins og það að ef maður er
þreyttur þá skiptir maður bara
um verk. Það hefur hún oft þurft
að gera fyrstu búskaparárin sín
meðan engin voru þægindin,
börnin lítil og mikill gestagangur.
Allir komu við á Firði og fengu
góðar móttökur.
Stína minntist þess oft þegar
hún kom fyrst að Firði og rifjaði
þann tíma oft upp. Stína okkar,
við þökkum þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur, alla gleði og
góðu ferðirnar sem við fórum
saman, vináttuna og allt annað.
Minning þín lifir með okkur, ég
veit að við hittumst í Sumar-
landinu. Guð geymi þig.
Ásta og Garðar.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Ólafíu Kristínar Þor-
steinsdóttur, Stínu á Firði eins og
hún var alltaf kölluð. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
vera í sveit hjá Stínu og Óskari á
Firði á Múlanesi í þrjú sumur frá
7 ára aldri árið 1973. Þó að ég
hlakkaði til að fara í sveitina þá
kom auðvitað upp smá kvíði að
vera á ókunnugum stað hjá
ókunnugu fólki. En um leið og ég
kom og hitti Stínu hvarf sá kvíði
og allan tímann sem ég dvaldi þar
leið mér vel.
Á Firði var mannmargt á sumr-
in. Hluti barna þeirra hjóna bjó
ennþá heima og barnabörn þeirra
komu í sveitina á sumrin. Í minn-
ingunni var þetta ævintýraheimur
fyrir okkur krakkana með alla
náttúruna og dýralífið við Breiða-
fjörð. Þetta voru síðustu árin sem
föst búseta var á Firði og í Múla-
hreppnum. Ég hitti Stínu ekki oft
eftir síðustu sumardvölina en í
þau skipti þegar leiðir okkar lágu
saman, rifjaði hún þær upp með
mér með bros á vör.
Ég sendi börnum og barna-
börnum Kristínar og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Sigurjón
Jóhannesson.
hana að og fyrir það sem hún var
mér og mínum.
Sigurveig.
Unnur föðursystir mín var sér-
staklega aðlaðandi manneskja,
velviljuð, brosmild og glaðleg.
Allir mannfagnaðir urðu
skemmtilegri þegar hún mætti.
Hún hafði hlýlega en þó hressi-
lega nærveru og það var einstak-
lega notalegt að vera nálægt
henni. Aldrei heyrði ég Unni
leggja illt til nokkurs manns né
tala illa um fólk. Henni tókst að
sjá jákvæða hlið á flestum málum.
Börn löðuðust að Unni enda varð
það hennar starfi lengst af að
vinna með börnum á róluvöllum
Reykjavíkurborgar. Pabbi og
Unnur voru mjög samrýmd og
náin systkin þó að þau væru ekki
alin upp saman. Það var svo fal-
legt að sjá hversu vænt þeim þótti
hvoru um annað og hve vel þau
ræktuðu samband sitt. Unnur var
því alltaf nálæg í lífi okkar. Þegar
mikið stóð til í fjölskyldunni var
Unnur gjarnan mætt í undirbún-
ingsvinnuna, án þess að vera beð-
in, og gerði alla slíka samvinnu
mjög skemmtilega. Ég naut líka
góðs af hjálpsemi Unnar, t.d.
gætti hún dætra okkar hjónanna,
Sæunnar og Iðunnar, er þær voru
litlar og ég var að hefja nám í FB
á sínum tíma.
Unna og Gunni voru mjög sam-
rýmd og samhent hjón og voru
jafnan bæði nefnd í sama orðinu.
Það var mikill fögnuður hjá þeim
hjónum og fjölskyldunni allri þeg-
ar Unnur og Gunnar eignuðust
Vilborgu. Hún var alla tíð ljósið í
lífi foreldra sinna. Þau hjónin áttu
ýmis sameiginleg áhugamál og
tóku einnig virkan þátt í áhuga-
málum Vilborgar. Um margra ár
skeið voru þau í samvinnu við for-
eldra mína um fjárbúskap í fjár-
borginni og þar voru þau einnig
með hesta. Þau höfðu einnig
ánægju af ferðalögum og nokkrar
minnisstæðar ferðir koma upp í
hugann. Skyndilegt fráfall Gunn-
ars árið 1993 varð Unni mikið
áfall, sem þær mæðgur unnu þó
vel úr.
Unnur var sæmilega heilsu-
hraust þar til hún fékk krabba-
mein í lunga fyrir rúmum tveim
árum og var annað lungað fjar-
lægt. Hún komst til þokkalegrar
heilsu eftir það, þar til meinið tók
sig upp að nýju í vetur. Þá tóku
við miserfið tímabil, en aldrei
kvartaði Unnur. Hún kom þá
nokkrum sinnum til mömmu með-
an hún var að safna kröftum og
dvaldi í nokkra daga í senn og
vissi ég að það var þeim báðum
ánægjuefni að vera samvistum.
Enda voru þær góðar vinkonur og
töluðu jafnan saman í síma a.m.k.
einu sinni á dag síðustu áratugi.
Það er ómetanlegt að eiga gott
samferðafólk í lífinu, Unnur mín
var með þeim bestu. Við höfum öll
misst mikið fjölskyldan, en þó
fyrst og fremst Vilborg sem ég og
Ólafur maður minn hugsum til og
vottum okkar dýpstu samúð.
Kristín Sæunnar-
og Sigurðardóttir.
Mér þykir leitt að hafa ekki
fengið betra tækifæri til að kveðja
kæra frænku mína, ég hafði von-
að fyrir nokkru þegar ég keypti
mér flug til Íslands síðastliðna
helgi að ég fengi tækifæri til að
hitta hana Unni mína. Unnur
hafði einstaka útgeislun og af
henni stafaði hlýju og gleði svo að
fólki leið vel í návist hennar. Það
er sennilega meginástæða þess að
þegar til stóð að halda upp á
merkisatburði í mínu lífi vildi ég
alltaf hafa hana nálægt. Hún bjó
yfir sérstökum eiginleika því að
ég gat treyst því að hægt væri að
horfa í augun á Unni á löngu færi
og vera sannfærður þegar hún
horfði til baka að henni þætti
vænt um mann. Ég vona heitt og
innilega að hún hafi fundið að til-
finningin var fullkomlega gagn-
kvæm. Ég man ekki eftir mér
öðruvísi en að hafa þótt vænt um
Unni og þegar við Ólöf dóttir mín
ræddum hana nú í vikunni sem
leið nefndi hún einmitt þennan
sama kost Unnar, þó dóttir mín
hafi verið feimin og óframfærin
þegar hún var lítið barn hafi
henni alltaf þótt hlýju stafa af
Unni og alltaf fundist hún örugg í
návist hennar. Mamma spurði
mig hvort ég ætti góðar myndir af
Unni og mér fannst það hljóta að
vera því svo margar komu upp í
hugann, myndirnar sem ég fann
reyndust því miður ekki vera sér-
lega vandaðar en í hjarta mér
geymi ég fagra mynd af frábærri
konu. Það er með miklum söknuði
sem við kveðjum þessa góðu
frænku og sendum Vilborgu og
öðrum syrgjendum innilegar
samúðarkveðjur.
Iðunn Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast kærrar vinkonu, Unn-
ar Sólveigar Vilbergsdóttur, sem
lést eftir erfið veikindi.
Unnur hefur tengst fjölskyldu
okkar órjúfanlegum böndum allt
til síðasta dags. Við kynntumst
henni í gegnum manninn hennar,
Gunnar Marinó Hansen, sem var
mikill vinur okkar en lést langt
um aldur fram. Unnur var góður
vinur og ljúf manneskja sem hafði
góða nærveru. Það var alltaf gott
að leita til hennar og hafði hún
ríka réttlætiskennd. Hún hafði
mikið dálæti á börnum og starfaði
lengstan hluta starfsævi sinnar
við Gæsluleikvelli Reykjvíkur-
borgar. Unnur og Gunnar eign-
uðust eina dóttur, Vilborgu, sem
var mikill sólargeisli í lífi þeirra
og hefur hún verið eins og ein af
okkur alla tíð, missir hennar er
mikill við fráfall móður sinnar þar
sem þær voru mjög nánar.
Þegar manneskja hefur verið
svona stór hluti af lífi manns alla
tíð er margs að minnast og margt
sem kemur fram í hugann sem
framkallar bæði bros og tár. Við
stofnuðum klúbb sem hittist
reglulega og fór í bústað og ferða-
lög innanlands sem eru ógleym-
anleg þar sem margt var skoðað,
mikið hlegið og lífsins notið.
Þegar samferðafólk kveður
þennan heim verður hugurinn
fullur eftirsjár þótt við séum þess
fullviss að þetta er leiðin okkar
allra.
Unnur, þín verður sárt saknað
af okkur öllum.
Ljósið að handan logabjarta
lýsir af ástvinahlýju.
Minning þín lifir í þakklátu hjarta
þar til öll við hittumst að nýju.
(GJ)
Vilborg og aðrir aðstandendur,
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Ögmundur, Guðrún, Mar-
grét, Sigríður og Valgerður.
Elsku vinkona, það er ótrúlega
sárt að kveðja þig. Það eru marg-
ar minningar sem koma upp í
hugann enda höfum við verið góð-
ar vinkonur í rúm sextíu ár. Síð-
astliðin ár höfum við notið þess að
rifja upp gamlar stundir, oft hleg-
ið mikið enda margs að minnast.
Einnig höfum við verið duglegar
að búa til nýjar minningar og þá
er mér ofarlega í huga Spánar-
ferðin okkar, föndurstundirnar
og leikhúsferðirnar. Alltaf var
glatt á hjalla þegar fjölskyldur
okkar hittust en þar nutum við
okkar best. Við kynntumst ungar
að árum, fyrir tvítugt, leigðum
saman á Frakkastígnum, unnum
saman í frystihúsinu og skemmt-
um okkur vel á gömlu dönsunum
með vinkonum okkar, Eddu og
Rögnu, sem einnig eru fallnar frá.
Ég get haldið áfram endalaust að
minnast þín, vináttu okkar og
samverustunda en það verður að
bíða betri tíma, þangað til við hitt-
umst á ný. Ég vil enda þessa
minningu á ljóði eftir Þórunni
Sigurðardóttur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Unnur mín, hvíl í friði,
þú átt alltaf sess í mínu hjarta.
Þín vinkona,
Erla Ólafs.