Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 36

Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 ✝ IngibjörgRagnarsdóttir Nordeide fæddist í Reykjavík 12. júní 1943. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Guðmundsson f. 6.12.1912, d. 8.1. 1983, og Sigríður Einarsdóttir f. 23.9. 1916. Systk- ini hennar eru öll á lífi og eru: Kristín, Þórunn, maki Snorri Egilson, Málfríður, Einar, maki Claudia Gluck, og Guðmundur, maki Þóra Friðriksdóttir. Ingibjörg giftist hinn 16. október 1971 norskum manni Arne Nordeide fæddur 1941, þau eignuðust 3 börn: Jórunn fædd 1972, Sigrid fædd 1977 og Ragn- ar fæddur 1978. Ragnar er kvæntur Susanne Juell Gud- brandsen og eiga þau einn son, Magn- ús Juell. Ingibjörg bjó all- an sinn búskap er- lendis, lengst af í Sætre, Hurum, Noregi. Hún starf- aði um árabil hjá alþjóðlegu skipamiðlunarfyrirtæki í Ósló eða þar til fyrir tveim árum að hún fór á eftirlaun. Fram að því var hún húsmóðir þar til að börnin komust á legg. Kveðjuathöfn hefur farið fram í kyrrþey. Útför hennar fer fram frá Hurumkirkju í Noregi föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 13. Í dag fylgi ég Ingibjörgu mágkonu minni til grafar en hún verður jarðsungin frá Hurum- kirkju í Noregi. Ég kynntist Ingibjörgu fljót- lega eftir að ég og litli bróðir hennar fórum að draga okkur saman fyrir tæpum þrjátíu ár- um. Hún var systirin sem bjó í útlöndum, ýmist í Noregi, Sví- þjóð eða Ameríku. Ég áttaði mig fljótlega á því að þegar Ingi- björg kom í heimsókn til Íslands þá voru jól, jól í þeim skilningi að fjölskyldan hittist og það var gleði og glaumur. Dillandi hlátur Ingibjargar og skemmtilegar sögur frá æskuheimilinu ein- kenndu samverustundir fjöl- skyldunnar. Seinna þegar ég og Mummi bróðir fluttumst til Svíþjóðar urðu samverustundirnar fleiri. Þrátt fyrir að langt væri á milli okkar kom Ingibjörg í heimsókn hvenær sem tækifæri gafst. Hún ók mörg hundruð kílómetra til að hjálpa mágkonu sinni með gardínusaum og hún kom í skírn, fermingar og afmæli til Svíþjóðar og Íslands. Ingibjörg var með eindæmum gestrisin og það var alltaf gott að heimsækja hana, Arne og börnin í Sætre í fallega húsið á hæðinni með út- sýni yfir Óslófjörðinn. Ingibjörg elskaði Ísland og fjölskylduna sína og hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hennar er sárt saknað. Blessuð sé minning Ingibjargar. Þóra Friðriksdóttir. Að lífið sé undarlegt ferðalag kemur okkur í hug þegar við kveðjum Ingibjörgu mágkonu og frænku okkar eftir margra ára- tuga vináttu. Ingibjörg var alltaf glöð og hress, einstaklega hlát- urmild. Hún hafði mjög sterkar taugar til fósturjarðarinnar þrátt fyrir langa búsetu erlendis og hafði afgerandi skoðanir á þjóðmálum og þeim er þar stýrðu för og fór ekki leynt með þær í góðra vina hópi. Ingibjörg kemur úr stórri fjölskyldu héðan úr Holtunum í Reykjavík en foreldrar hennar komu úr Vestur- og Austur- Skaftafellssýslum. Hún giftist Arne sínum inn í enn stærri fjöl- skyldu í Noregi. Þau kynntust í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu ár- um og bjuggu allan sinn búskap víða erlendis vegna starfa hans en heimili þeirra hefur lengst af verið í Sætre/Huruum á einum fallegasta staðnum við Óslóar- fjörð. Börnin þeirra þrjú eru uppkomin og má segja að þau séu börn hins nýja tíma, hins smækkaða heims þar sem vega- lengdir skipta orðið litlu máli, en eitt þeirra er búsett í Suður-Afr- íku, í Sviss og í Noregi. Ingi- björg unni heimahögunum á Ís- landi mjög og kom reglulega hingað að heimsækja fjölskyldu sína og sérstaklega aldraða móð- ur sem var henni einkar kær. En miðpunktur veraldarinnar í hennar augum var við Selvogs- grunn hér í Reykjavík þar sem móðir hennar býr. Kallið kom einmitt í slíkri ferð öllum að óvörum. Hún lést á hjartadeild Landspítalans hinn 9. apríl sl. þar sem hún naut frá- bærrar umönnunar starfsmanna gjörgæslu- og hjartadeildar, sem þakkað er fyrir af heilum hug. Ingibjörg átti von á sínu fyrsta barnabarni en hún lést aðeins fáeinum klukkustundum fyrir fæðingu barnsins sem hún hlakkaði svo til að taka á móti og vefja ástúð og umhyggju. Margs er að minnast á löngum tíma, ótal ferðalaga hér heima og víða erlendis. Ingi- björg var gleðigjafi og söngelsk en ógleymanleg eru gömlu ætt- jarðarlögin í flutningi hennar og systranna. Hún sótti leikhús og tónleika í ferðum sínum til landsins, naut þess að hitta ætt- ingjana og sjá ungviðið vaxa í sínum stóra frændgarði. Við þökkum Ingibjörgu kær- leiksríka samfylgd og vottum Arne og börnum þeirra samúð okkar. Lífinu ég þakka það sem mér er gefið, hláturinn og grátinn, svo að greint ég fái gleðina og harminn, þetta tvennt sem myndar mína söngva og ykkar. (Violeta Parra, þýð. Aðalsteinn Ás- berg) Minningarathöfn um Ingi- björgu fór fram hér í Reykjavík að viðstöddum nánustu ætt- mennum en útförin fer fram í dag frá Sætre-kirkju við Óslóar- fjörð. Kristín, Sigríður Ragna, Snorri Egilson. Ingibjörg Ragn- arsdóttir Nordeide Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Blíðfinnur - enskur cocker spaniel Til sölu hreinræktaður enskur cocker spaniel. Ættbók, bólusettur og örmerktur. Undan Allert´s Custom- made og Bjarkeyjar Take a chance on me. Tilbúinn að flytja að heiman. Upplýsingar í síma 690 6004. Maltese-hvolpur til sölu Rakkinn er búinn að fara í læknis- skoðun og það gekk rosalega vel. Hann verður með ættbók frá HRFÍ og tryggingu í 1 ár. Hann er tilbúinn til afhendingar. Ef koma upp fleiri spurningar, hikið ekki við að hafa samband. Kv. Klaudia og Teresa. Sími: 846 4221, email: laudia92@hotmail.com Garðar Garðklippingar og garðsláttur Klippum hekk og annan gróður. Sjáum einnig um garðsláttinn fyrir þig í sumar. Bæði fyrir einstaklinga og húsfélög. Fáðu verðtilboð. ENGI ehf. Sími 615-1605. Tökum garðinn í gegn! Klippingar, trjáfellingar, beða- hreinsanir, úðanir og allt annað sem við kemur garðinum þínum. Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð og umfram allt hamingjusamir viðskiptavinir. 20% afsláttur eldri borgara. Garðaþjónustan: 772-0864. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Orlofshús við Akureyri með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir hópa og fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Sími 486-1500, Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Húsnæði íboði Íbúð til leigu Falleg 2 herb. íbúð til leigu í Borgarhverfi, í Grafarvogi, frá og með 1. maí nk. Uppl. í síma 899 7012. Atvinnuhúsnæði Lítil og stór skrifstofuherbergi til leigu í Ármúla og við Suðurlands- braut. Hagstæð kjör. Upplýsingar í síma 899 3760. Sumarhús Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Í landi Kílhrauns á Skeiðum. 50 mín. akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógræktar og útivistar. Falleg fjallasýn. Upplýsingar í símum 824 3040 og 893 4609 Festu þér þinn sælureit í dag. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. Kaupi silfur Vantar silfur til bæðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. S. 551-6488 fannar@fannar.is Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi, s. 551-6488 fannar@fannar.is - KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílar óskast Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is bílasala ...í bílum erum við sterkir! ☎ 562 1717 Skráðu bílinn þinn frítt hjá bilalif.is Bílaþjónusta Bílavarahlutir VW og Skoda varahlutir 534-1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá '02. Eigum einnig til nýja gorma í VW og Skoda á lager. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið, Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Hjólbarðar Rýmingasala á vörubíladekkjum 13 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk. 11 R 22.5 kr. 36.600 + vsk. 425/65 R 22.5 kr. 49.900 + vsk. 1100 R 20 kr. 39.500 + vsk. 1200 R 20 kr. 39.500 + vsk. Kaldasel ehf. hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Traktorsdekk rýmingarsala 11.2-24 kr. 35.900. 14.9-24 kr. 59.900. 9.5-24 kr. 28.100. 14.9-28 kr. 42.500. 16.9-34 kr. 75.900. 12.4 R 24 kr. 49.800. Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, Kópavogi, s. 544 4333. Kebek - Nama heilsársdekk 165 R 13 kr. 6.900 175/65 R 14 kr. 11.900 185/65 R 15 kr. 12.990 215/65 R 15 kr. 17.750 205/55 R 16 kr. 16.650 225/55 R 16 XL kr. 19.750 215/65 R 16 XL kr. 18.990 205/50 R 17 kr. 18.900 215/55 R 17 kr. 20.600 235/55 R 17 kr. 24.900 235/45 R 17 kr. 21.390 225/55 R 17 kr. 23.900 225/65 R 17 kr. 24.290 Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Hjólhýsi Markísa - Frábært verð! Til sölu 4ra metra Omnistor markísa á hjólhýsi ásamt hlið. Kostar nýtt um 200 þús. Selst á 100 þús. Upplýsingar í síma 896 6003. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti, hreinsa garða og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com atvinna Nú kveðjum við yndislegan mann, Kristin Jakobsson, sem hefur skipað stóran og mikilvægan sess í daglegu lífi okkar undanfarin ár. Það segir líklega meira um Kristin en mörg orð að hann lét sig sjald- an vanta á vikulega fundi þar sem hamingjan er rædd út frá ýmsum vinklum. Á þessum já- kvæða vettvangi tók Kristinn virkan þátt og kom með Kristinn Jakobsson ✝ Kristinn Jak-obsson, fæddur 16. janúar 1953, varð bráðkvaddur 17. apríl 2012. Kristinn var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 26. apríl 2012. skemmtileg inn- legg og pælingar um lífið og til- veruna. Hann hafði sérstaklega unun af því að njóta náttúrunnar og fuglasöngs og var næmur á fegurðina í umhverfinu kringum sig. Kristinn var ein- staklega ljúfur og hlýr og alltaf tilbúinn að hjálpa og gefa af sér. Við sjáum mikið eftir góðum dreng en minnumst hans með hlýju og brosi á vör. Við sendum öllum ástvinum Kristins okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Kristín Tómasdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.