Morgunblaðið - 27.04.2012, Side 38

Morgunblaðið - 27.04.2012, Side 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 S onja fæddist í London og ólst þar upp til 15 ára aldurs en síðan á Ís- landi. Hún var í Austur- bæjarskólanum í einn og hálfan vetur, stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi 1992, lauk BA-prófi í ensku frá Háskóla Íslands 1998 og síðan MA-prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Ís- lands 2006. Sonja starfaði hjá símafyrirtæk- inu Tali á árunum 2000-2003 en hefur starfað hjá Vodafone frá 2007 og hefur verið starfs- mannastjóri þar frá 2009. Brjáluð helgi framundan Sonja situr í stjórn FitKid- félagsins á Íslandi sem er einmitt með alþjóðlegt mót um helgina með um 30 keppendum frá Íslandi, Ungverjalandi og Spáni. Hún horf- ir því fram á brjálaða helgi þegar haft er í huga að ofan á afmælið og FitKit-mótið bætist 400 manna árshátíð Vodafone með brjáluðu geimi í Turninum í Kópavogi. Sonja sér sér því ekki annað fært en að fresta afmælisboðinu um óákveðinn tíma. Fara á Laugarvatn eða ferðast til Suður-Frakklands Sonja segir að ekki gefist mikill tími fyrir áhugamál ef maður er starfsmannastjóri, á þrjú börn, er vinur vina sinna og besti vinur eig- inmannsins. Sonja Margrét Scott starfsmannastjóri Vodafone 40 ára Fjör í eldhúsinu Fjölskyldan við piparkökuskreytingar, Felix Guðni, Sonja, Lára, Axel Einar og Alexía. Þolir ekki heimilisverk Sonja Margrét Scott. „Ég verð Barcelona með fjölskyldunni á afmælinu“ segir Lilja Hilm- arsdóttir, forstöðumaður Wow-ferða, aðspurð um hvað standi til á sextugsafmælinu. Flugu hún og sambýlismaður hennar, Björn Ey- steinsson, af landi brott í vikunni. Báðar dætur Lilju búa erlendis, þær Ingibjörg, ritstjóri hjá BBC News í London, og Ragnhildur, sálfræðingur í Kaupmannahöfn, og ætlar öll fjölskyldan að hittast ásamt mökum og tveimur barnabörn- um í Barcelona til að halda upp á stórafmælið. „Það verður án vafa frábært að koma svona saman í þessari stór- kostlegu borg sem Barcelona er. Við förum náttúrulega út að borða og skoða okkur um, síðan ætlum við líka í gönguferð um borgina með vini okkar sem að býr þar og hefur gert um árabil, honum Hall- dóri Má Stefánssyni, gítarleikara. Hann ætlar að leiða okkur í allan sannleikann um gamla hverfið“. Lilja er ekki ókunn ferðalögum en nýverið tók hún við starfi for- stöðumanns Wow-ferða eftir að hafa um árabil starfað sem far- arstjóri víða um lönd. Auk þess að sérhæfa sig einkum í þýskumæl- andi löndum hefur hún m.a. starfað á Kúbu, í Indlandi, Malasíu og Taílandi. Nú sér hún um að skipuleggja ferðir fyrir aðra, ýmist með eða án fararstjóra. Ein af þeim sem að eru á döfinni er m.a. ferð til matarkistunnar Lyon, nýs áfangastaðar Wow-ferða. Að venju mun Lilja sjálf líka vera eitthvað áfram á faraldsfæti. gunnhildur@mbl.is Lilja Hilmarsdóttir er sextug í dag Á Spáni Lilja með barnabörnunum tveimur Joshua Þór og Sofiu Lilju. Fjölskyldan kemur saman í Barcelona Vestmannaeyjar Jósúa Steinar fædd- ist 26. október kl. 6.09. Hann vó 3.846 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Guðbjörg Guðmannsdóttir og Óskar Jósúason. Nýir borgarar Akureyri Kristín Ása fæddist 9. sept- ember kl. 17.03. Hún vó 3.915 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Perla Dögg Jensdóttir og Jón Kristinn Haf- steinsson. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Ný heimasíða Á heimasíðu okkar finnur þú ótrúlegt úrval af öryggisvörum, vélum, tækjum, fatnaði, skóm, og fleiru. Kíktu á heimasíðu okkar. Dynjandi örugglega fyrir þig! www.dynjandi.is HJÁ OKKUR F ÆRÐU HÁÞRÝSTIDÆ LUR Í MIKLU ÚRV ALI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.