Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 39

Morgunblaðið - 27.04.2012, Page 39
Hún hefur samt áhuga á öllu sem snýr að stjórnun, starfsþróun, mannrækt og fleiru í þeim dúr. Henni finnst vinnustaðurinn sinn hjá Vodafone gríðarlega skemmti- legur, enda segir hún að það sé staður þar sem fólk tekur mark- mið og verkefni hátíðlega en ekki sjálft sig. Hún hefur líka mjög gaman af að skreppa á kaffihús með manninum sínum, stunda zumba tvisvar til þrisvar í viku og henni finnst dásamlegt að komast í sveitina, í sumarbústað fjölskyld- unnar á Laugarvatni og fylgja börnunum eftir í frístundum þeirra. Þá ferðast fjölskyldan mikið til útlanda en Suður-Frakkland er einmitt í miklu uppáhaldi hjá þeim. Sérstakt áhugaleysismál Sonju En Sonja hefur ekki bara áhugamál heldur líka hið gagn- stæða – mál sem henni leiðast al- veg óskaplega mikið. Efst á leið- indalistanum eru heimilisstörf, sem hún þess vegna hreyfir varla við. Eiginmaður hennar sér um nánast allt sem viðkemur heimilinu og ekki flokkast undir aðkeypta þjónustu. Henni finnst t.d. elda- mennska yfirmáta leiðinleg enda hefur maðurinn hennar verið að hóta því að gefa henni mat- reiðslubók í afmælisgjöf. Fjölskylda Sonja er gift Axel Einari Guðna- syni, f. 4.5. 1970, rekstrarstjóra Hjallastefnunnar sem auk þess heldur heimili þeirra hjóna gang- andi. Foreldrar hans voru Ilse Ruth Thiede, f. 19.12. 1937, d. 8.3. 2002, húsmóðir, frá Þýskalandi og Guðni Þorsteinsson, f. 6.7. 1936, d. 22.11. 1997, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun. Börn Sonju og Axels Einars eru Felix Guðni Axelsson, f. 6.7. 1998; Lára Axelsdóttir, f. 3.9. 2002; Alexía Axelsdóttir, f. 18.7. 2004. Hálfsystir Sonju er Madeleine Rose, f. 8.5. 1999, búsett í London. Foreldrar Sonju eru Jónína Margrét Ólafsdóttir, f. 24.9. 1943, leikkona og Alexandertæknikenn- ari, og David F. Scott, f. 10.11. 1941, leikari og rithöfundur af skoskum ættum, búsettur í Lond- on. Foreldrar Sonju kynntust í leik- listarskóla, Central School of Speech and Drama í Bretlandi. Faðir hennar hefur leikið mikið í sjónvarpi, leikhúsum og kvikmynd- um, síðast í Last King of Scotland, en er ekki síður rithöfundur og skrifar fyrir leikhús, sjónvarp og bækur. Móðir Sonju hefur leikið í ís- lenskum og breskum myndum og sjónvarpi, s.s. Atómstöðinni, Máva- hlátri og fleiru. Úr frændgarði Sonju Margrétar Scott Gísli Bjarnason b. í Vesturholti í Þykkvabæ Jónína Margrét Ólafsdóttir húsfr. í Vesturholti Guðmundur Gíslason b. í Norðurkoti á Miðnesheiði Gróa Bjarný Einarsdóttir húsfr. í Norðurkoti Sonja Margrét Scott David F. Scott þekktur kvikmyndaleikari og rithöfundur í London, af skoskumættum Jónína Margrét Ólafsdóttir leikkona í R.vík Margrét Guðmundsdóttir húsfr. í Keflavík Ólafur Gíslason sjóm. og verkstj. í Keflavík Winesred Scott sætavísa við kvikmyndahús í Greennock, af írskumættum Andrew Scott verksm.vkm. í Greennock í Skotlandi Á árshátíð Hjónin á árshátíð Vodafone þar sem þemað var Evróvisjón. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 95 ára Guðbjörg Þorbjarnardóttir 90 ára Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir 85 ára Benedikt Jónsson 80 ára Eggert Vigfússon Einar Stefán Einarsson Guðlaug Pálsdóttir Guðmundur Jónsson Jóna Sólbjört Ólafsdóttir Steingrímur Th. Þorleifsson Þórgunnur Karlsdóttir 75 ára Birna Júlíusdóttir Jón Þ. Þorbergsson Njáll Þorsteinsson Ólafur Aðalsteinsson 70 ára Bragi Haraldsson Jón Viktor Þórðarson Margrét Loftsdóttir 60 ára Bronislawa Oleszek Daníel Gísli Friðriksson Friðbjörn Örn Stein- grímsson Frosti Fífill Jóhannsson Karitas Jensdóttir Kolbrún Jensdóttir Lilja G. Gunnarsdóttir Lilja Hilmarsdóttir Ólöf Marteinsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Þórhildur Bachmann Jóels- dóttir 50 ára Birgir Mogensen Einvarður Hallvarðsson Estiva Jóhanna Einarsdóttir Guðrún Þórðardóttir Halldóra Svava Sigvarðs- dóttir Jón Marías Torfason Pálmi Gunnarsson Sæunn Kalmann Erlings- dóttir William James Scobie Þorsteinn Waagfjörð 40 ára Ásta Sigríður Kristjáns- dóttir Bernharð Antoniussen Eiður Guðni Matthíasson Elín Bergmann Krist- insdóttir Erla Björk Emilsdóttir Ewa Malinowska Eydís Salome Eiríksdóttir Hörður Már Guðmunds- son Jóhannes Guðmundsson Mikael Smári Mikaelsson Óskar Vignir Eggertsson Rakel Steingrímsdóttir Sonja Margrét Scott 30 ára Arna Björg Ágústsdóttir Einar Sverrir Sigurðsson Elenora Ósk Þórðardóttir Emil Freyr Freysson Eyþór Reynisson Heiðrún P. Maack Helga Björk Jónsdóttir Hrefna Þ. Kristbjörns- dóttir Ingvar Helgi Kristinsson Ingvar Jóhannesson Jón Óðinn Reynisson Ragna Kristín Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Einar Sverrir ólst upp í Kópavogi, lauk M.acc.-prófi í reiknings- haldi og endurskoðun frá HÍ og er viðskiptafræð- ingur hjá Endurskoðun og reikningsskilum, Hafnarf. Kona María Stefanía Stef- ánsdóttir, f. 1981, nemi við HÍ. Börn þeirra Brynja Dögg, f. 2009, og Sig- urður Emil, f. 2011. Sonur Maríu: Nökkvi, f. 2003. Foreldrar Sigurður Krist- jánsson, f. 1951, pípul.m., og Áslaug Sverrisdóttir, f. 1959, húsmóðir. Einar Sverrir Sigurðsson 30 ára Eló ólst upp á Álftanesinu, var flugfreyja í tvö ár, stundaði nám við HÍ og er húsmóðir. Unnusti Pétur Jóhann Sævarsson, f. 1981. Börn Elenoru: Embrek Snær, f. 2001, og Kári Tre- vor, f. 2004. Sonur Péturs er Hákon Ingi, f. 2001. Foreldrar Hildur Guð- mundsdóttir, f. 1952, flug- freyja, og Þórður Þórð- arson, f. 1951, d. 2008, frumkvöðull. Stjúpfaðir: Ingólfur V. Einarsson, f. 1953, framkvæmdastjóri. Elenora Ósk Þórðardóttir Jón Hjaltalín landlæknir fæddistí Saurbæ á Hvalfjarðarströnd27. apríl 1807, sonur Jóns Hjaltalín, prests og skálds á Breiða- bólstað á Skógarströnd, og Gróu Oddsdóttur. Jón prestur var sonur Odds Hjalt- alín, lrm. á Reyðará Jónssonar Hjaltalín, sýslumanns í Vík (Reykja- vík) og ættföður Hjaltalínsættar. Hálfbróðir Jóns landlæknis var Oddur Hjaltalín læknir, kær vinur Bjarna Thorarensen skálds sem orti um Odd það erfiljóð sem margir telja flestum íslenskum erfiljóðum fremra og oft er vitnað til. Jón landlæknir var stórgáfaður og mikilhæfur embættismaður og fræðimaður og afkastamikill höf- undur um læknisfræðileg efni. Hann sat í Bessastaðaskóla, varð stúdent 1830, stundaði læknisfræðinám hjá Jóni Thorstensen landlækni, stund- aði framhaldsnám í læknisfræði við Hið konunglega kírúrgíska akademí, lauk læknisfræðiprófi 1837 og fram- haldsprófi við háskólann í Kiel 1839 og doktorsprófi þar sama ár. Jón ferðaðist um Þýskaland 1838 og aft- ur 1841 til þess að kynna sér geð- veikrahæli og vatnslækningar. Jón var læknir við St. Hans- spítalann í Kaupmannahöfn 1837, við hersveit Danakonungs 1839-42, aðstoðarlæknir í fótgönguliðinu 1842-46, reisti vatnslækningastofu við Klampenborg á austurströnd Sjálands 1844 og var þar læknir til 1851. Hann dvaldi á Íslandi sumarið 1840 til að rannsaka holdsveiki og aftur 1851 til að rannsaka brenni- steinsnámur. Jón var landlæknir á Íslandi 1855-81 og hélt uppi lækna- kennslu í Reykjavík 1860-76. Hann var skipaður forstöðumaður Lækna- skólans við stofnun hans 1876. Þá var hann konungskjörinn alþm. á ár- unum 1859-81. Eins og fleiri læknar þessa tíma hafði Jón áhuga á náttúrufræði og ekki síst hugsanlegum auðlindum þjóðarinnar í þeim efnum. Hann rannsakaði ekki einungis hugsan- legar námur heldur velti fyrir sér möguleika á nýtingu jarðhitans eins og kemur m.a. fram í sendibréfi hans til Jóns Sigurðssonar forseta. Jón lést 8. júní 1882. Merkir Íslendingar Jón Hjaltalín 30 ára Heiðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk embættisprófi í læknisfræði við Háskóla Íslands og er starfandi læknir í Reykjavík. Eiginmaður Jónas Albert Þórðarason, f. 1982, bíla- málari. Börn þeirra eru Bergrún Lilja, f. 2009, og Pétur Geir, f. 2011. Foreldrar Sóley Ingólfs- dóttir, f. 1949, sérkennari í Reykjavík, og Pétur Maack, f. 1946, verkfræð- ingur í Reykjavík. Heiðrún P. Maack OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN, DÚKAÞVOTTUR OG HEIMILISÞVOTTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.