Morgunblaðið - 27.04.2012, Side 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er ótrúlega spennandi tæki-
færi. Hátíðin er hugsuð sem vett-
vangur fyrir nýja sjálfstætt starf-
andi sviðslistamenn,“ segir Ásrún
Magnúsdóttir sem nýverið hélt til
Hildesheim í Þýskalandi ásamt
Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur og
Leifi Þór Þorvaldssyni til að vinna
sýningu fyrir listahátíð sem nefnist
Transeuropa. Að sögn Ásrúnar er
þetta þriðja árið sem hátíðin er
haldin. Hún fer fram samtímis í
fjórtán borgum Evrópu. Hátíðin
verður sett 9. maí og lýkur 3. júní,
en á þeim tíma verða alls um 80
uppákomur og listaviðburðir.
„Útsendarar hátíðarinnar komu
til Íslands í haust að leita að þátt-
takendum, skoðuðu leik- og dans-
sýningar ásamt því að taka lista-
menn í viðtöl. Í framhaldinu bauðst
okkur þremur að fara út og vinna
sýningu á fjórum vikum með þrem-
ur Þjóðverjum sem frumsýnd verð-
ur á hátíðinni dagana 15.-19. maí,“
segir Ásrún og tekur fram að um
svipað leyti muni sviðslistahópurinn
Ég og vinir mínir einnig sýna sýn-
ingu sína Verði þér að góðu á hátíð-
inni.
Spurð um bakgrunn þrímenning-
anna segist Ásrún hafa lokið dans-
námi frá Listaháskóla Íslands, en
Ragnheiður og Leifur útskrifuðust
úr fræði og framkvæmd frá LHÍ.
Að sögn Ásrúnar er hópurinn þegar
farinn að leggja drög að sýningu
sinni. „Þjóðverjarnir þrír, sem einn-
ig eru með leikhúsbakgrunn, dvöldu
í Reykjavík í vikutíma í mars þar
sem við byrjuðum að velta upp hug-
myndum,“ segir Ásrún og tekur
fram að markmiðið sé að skapa
framsækið leikhús.
„Við vonum síðan að þetta reynist
okkur frekari stökkpallur og opni
fleiri dyr, því þetta er stór hátíð og
það koma margir frá þýska leikhús-
unum til að skoða það sem í boði er,
segir Ásrún um hátíðina.
„Okkur langar síðan til að finna
leið til þess að sýna sýninguna hér
heima líka þar sem um samstarfs-
verkefni landanna tveggja er að
ræða, en þurfum að finna réttan
vettvang fyrir hana sem og fjár-
magn,“ segir Ásrún.
Allar nánari upplýsingar um há-
tíðina má nálgast á: transeuropa-
festival.eu.
„Opnar vonandi fleiri dyr“
Boðið að vinna leiksýningu fyrir listahátíðina Transeuropa
Framsækin Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Ásrún Magnúsdóttir og Leifur
Þór Þorvaldsson hafa það að markmiði að skapa framsækið leikhús.
Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju
heldur tónleika
undir yfirskrift-
inni Ljúfir tónar
frá liðnum öld-
um í Seltjarnar-
neskirkju á
morgun kl. 16.
Fluttir verða
kaflar úr Stabat
Mater eftir G. B. Pergolesi, Dixit
Dominus eftir A. Vivaldi og þrjár
kantötur eftir J. S. Bach, þ.e. Wenn
Sorgen auf mich dringen, Ein feste
Burg ist unser Gott og Herz und
Mund und Tat und Leben.
Einsöngvarar eru Agnes Amalía
Kristjónsdóttir, Katla Björk Rann-
versdóttir, Guðrún Helga Stef-
ánsdóttir, Ragnheiður Lilja Óla-
dóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Eygló
Rúnarsdóttir, Þóra Hermannsdótt-
ir Passauer, Hlöðver Sigurðsson,
Halldór Unnar Ómarsson og Unn-
steinn Árnason. Félagar úr Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna leika
undir og Kári Þormar á orgel, en
stjórnandi er Friðrik Vignir Stef-
ánsson. Tekið er við miðapöntunum
í síma 899-6077 eða á netfangið
thorapass@gmail.com. Enginn posi
verður við innganginn.
Ljúfir tónar
frá liðnum
öldum
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 27/4 kl. 19:30 18.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 23.sýn Lau 19/5 kl. 19:30
Lau 28/4 kl. 19:30 19.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 AUKAS. Sun 20/5 kl. 19:30
Sun 29/4 kl. 19:30 20.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 24.sýn Fim 24/5 kl. 19:30
Fim 3/5 kl. 19:30 AUKAS. Lau 12/5 kl. 15:00 AUKAS. Fös 25/5 kl. 19:30
Fös 4/5 kl. 19:30 21.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 25.sýn Lau 26/5 kl. 15:00
Lau 5/5 kl. 15:00 AUKAS. Sun 13/5 kl. 19:30 26. sýn
Lau 5/5 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/5 kl. 19:30
Aukasýningar komnar í sölu - aðeins sýnt fram í júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar
Afmælisveislan (Kassinn)
Fös 27/4 kl. 19:30 Frums Sun 6/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn
Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Mið 9/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn
Sun 29/4 kl. 19:30 3.sýn Fim 10/5 kl. 19:30 9.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn
Mið 2/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 AUKAS. Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn
Fim 3/5 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 10.sýn Fös 1/6 kl. 19:30
Fös 4/5 kl. 19:30 AUKAS. Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 2/6 kl. 19:30
Lau 5/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn
Frumsýnt 27. apríl
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Sun 29/4 kl. 13:30 Sun 6/5 kl. 13:30
Sun 29/4 kl. 15:00 Sun 6/5 kl. 15:00
Missið ekki af þessari fjörmiklu sýningu. Sýningum lýkur 6. maí!
568 8000 | borgarleikhus.is
Svar við bréfi Helgu – frumsýnt í kvöld kl 20!
Hótel Volkswagen (Stóra sviðið. Síðustu sýningar!)
Sun 29/4 kl. 20:00 Lau 12/5 kl. 20:00 Sun 20/5 kl. 20:00 lokas
Lau 5/5 kl. 20:00 Sun 13/5 kl. 20:00
Nýtt íslenskt verk eftir Jón Gnarr í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 28/4 kl. 14:00 Lau 5/5 kl. 14:00 Lau 12/5 kl. 14:00
Sun 29/4 kl. 14:00 Sun 6/5 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Síðustu sýningar!
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 27/4 kl. 20:00 Fös 11/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00
Fös 4/5 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00
Fim 10/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports - hátíðarsýningar á 10 ára sýningarafmæli.
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið)
Lau 28/4 kl. 20:00 Lau 19/5 kl. 20:00 lokas
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar!
Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið)
Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00
Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 27/4 kl. 20:00 frums Lau 12/5 kl. 20:00 7.k Fös 25/5 kl. 20:00 13.k
Sun 29/4 kl. 20:00 2.k Sun 13/5 kl. 20:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k
Mið 2/5 kl. 20:00 3.k Þri 15/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k
Fim 3/5 kl. 20:00 4.k Mið 16/5 kl. 20:00 8.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k
Fös 4/5 kl. 20:00 aukas Fim 17/5 kl. 20:00 9.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas
Lau 5/5 kl. 17:00 aukas Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Lau 2/6 kl. 20:00 17.k
Sun 6/5 kl. 20:00 5.k Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Sun 3/6 kl. 20:00 18.k
Þri 8/5 kl. 20:00 aukas Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k
Mið 9/5 kl. 20:00 aukas Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas
Fim 10/5 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k
Fös 11/5 kl. 20:00 6.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Sun 10/6 kl. 20:00
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 27/4 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00
Lau 28/4 kl. 20:00 Fim 17/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00
Fös 4/5 kl. 20:00 Fös 18/5 kl. 20:00
Fös 11/5 kl. 20:00 Fös 25/5 kl. 20:00
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Saga Þjóðar (Litla sviðið)
Sun 29/4 kl. 20:00 lokas
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Síðasta sýning!
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 5/5 kl. 20:00 frums Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Lau 2/6 kl. 20:00
Lau 12/5 kl. 20:00 2.k Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 9/6 kl. 20:00
Sun 13/5 kl. 20:00 3.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k
Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fös 1/6 kl. 20:00
Tímamótaverk í flutningi pörupilta
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Lau 28/4 kl. 13:00 Lau 12/5 kl. 13:00
Lau 28/4 kl. 14:30 Sun 20/5 kl. 13:00
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Hjónabandssæla
Lau 28. apríl kl 20:00
Baggalútur
Fös 11. maí kl 21.00
Hjálmar
Lau 12. maí kl 21.00
Just Imagine - John Lennon show
Mið 16. maí kl 20.00 U
Fim 17. maí kl 20.00 Ö
Fös 18. maí kl 20.00 Ö
Lau 19. maí kl 20.00 Ö
Sun 20. maí kl 20.00 Ö
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Örfá sæti laus
Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » 528 5050
Barnastund Sinfóníunnar Lau. 28.04. kl. 11.30
Barnastundin er sértaklega ætluð börnum á aldrinum 2-4 ára.
Flutt verður skemmtileg tónlist í hálftíma í opna ýminu fyrir
framan Eldborg. Kynnir er trúðurinn Barbara. Vinsamlega
takið með ykkur púða til að sitja á.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Úti í náttúrunni Lau. 28. 04. kl. 14.00
Litli tónsprotinn
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson
Einleikari: Sif Tulinius
Sögumaður: Trúðurinn Barabara
Tónskáld á öllum tímum sögunnar hafa leitað í náttúruna
þegar kom að því að semja tónlist, og á þessum tónleikum
hljóma nokkur slík verk.
Örfá sæti l
aus
Ashton Kutcher var bálskotinn í
leikkonunni Milu Kunis á meðan
hann var giftur Demi Moore og ýms-
ir vilja meina að hann sé það enn.
Kutchter og Kunis léku saman í
sjónvarpsþáttunum geysivinsælu,
That ’70s Show, sem sýndir voru frá
1998 til 2006. Leikararnir hafa hald-
ið góðu sambandi síðan og eftir að
sést hefur til þeirra saman í Holly-
wood að undanförnu hefur kviknað
orðrómur um að þau séu byrjuð
saman. Ashton var bálskotinn í Milu,
segir heimildamaður In Touch.
Hann sá ekki sólina fyrir henni. Kut-
hcer og Kunis sáust nýlega saman í
helgarferð í Carpenteria í Kali-
forníu og síðar úti að borða á vinsæl-
um veitingastað í Hollywood. Þrátt
fyrir það hefur hvorugt viljað stað-
festa við fjölmiðla að þau séu par,
enn sem komið er.
Þráði alltaf Milu Kunis
Fallegt par Ashton Kutcher var bálskotinn í Milu Kunis og er það jafnvel enn.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
fi @ bl