SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Qupperneq 12

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Qupperneq 12
12 22. apríl 2012 Mánudagur Hörður Hilmarsson Fór á nýja veitinga- staðinn Snaps á Hótel Óðinsvéum um helgina. Góður matur á sanngjörnu verði, góð þjónusta og mjög skemmtileg „atmosfera“. Mæli með honum. Silja Úlfarsdóttir Er á besta fyrirlestri sem èg hef farid á sem thjálfari!!! Life changing svei mér thá! Ingólfur Þór- arinsson Litla flug- an þvílíkur hittari að það hálfa væri nóg. Miðvikudagur Kristján Þorvalds- son Æ, æ, æ … Bubbi og lífið úti á landi … Atvinnurek- endur segja að langbestu þrælarnir komi af landsbyggðinni. Bubbi ætti að gleðjast fyrir þeirra hönd (þ.e.a.s. atvinnurekenda, Pálma í Fons, Jóns Ásgeirs og fleiri vina sem hafa gert það gott á mölinni og þiggja eflaust ódýrt og gott vinnuafl). Fésbók vikunnar flett Nafnið á APS-C-myndflögunni minnir á APS-filmusniðið sem ýmsir framleið- endur sameinuðust um um miðjan tí- unda áratuginn og þeir sem muna á annað borð eftir filmuvélum kannast eflaust við það. Filman var 24 mm á breidd og myndirnar svo misstórar eft- ir skurðinum á þeim í framköllun (sem sé: stækkað var uppúr myndinni). APS-C myndflagan er 25,1 sinnum 16,7 mm með hlutföllin þrír á móti tveimur. Myndflaga í fullri stærð, á við þá sem atvinnuljósmyndarar nota, er á við 35 mm filmu. Slíkar flögur kalla eðlilega á stærri myndavélar en Sony- vélina hér til hliðar og kosta líka skild- inginn. Allir helstu framleiðendur framleiða nú líka vélar með APS-C-flögu, enda eru þær (tiltölulega) ódýrar, nettar og meðfærilegar og skila fínum myndum. Það er nefnilega ekki bara mynd- flagan sem skiptir máli heldur líka hugbúnaðurinn í vélinni, linsan og svo vitanlega hæfni ljósmyndarans. Vélar í Alpha-línu Sony nota ekki hefð- bundið speglakerfi heldur hleypir sér- stakur spegill ljósi í gegnum sig og fyrir vikið er hægt að taka myndir hraðar en almennt með speglavélum (SLR-vélum) og þær eru fljótari að ná fókus. Þær eru líka nettari og léttari en myndavélar í sam- bærilegum verð- flokki. Myndflagan er veru- lega bætt frá síð- ustu NEX-5-vél, tek- ur nú 16 milljón díla myndir, allt að 10 ramma á sekúndu og ljósnæmið er komið upp í ISO 100 til 25.600. Vélin er ekki nema 0,02 sekúndur að smella af mynd frá því þrýst er á töku- hnappinn. Ég veit ekki með þig, kæri lesandi, en mér finnst fátt skemmtilegra en snertiskjár og ástæða til að fagna því að snertiskjárinn á bakinu auðveldar til muna að breyta still- ingum á vélinni, stilla fókus, lýsingu og þar fram eftir göt- unum. Boddíð á vélinni er úr magnesíumblöndu sem gefur henni traust- vekjandi áferð. Eitt það fyrsta sem maður hissar sig á er hvað hún er létt og meðfærileg, en linsan sem fylgir, 18-55 mm F3,5 til 5,6, tekur í. Það er ekki innbyggt flass í vélinni, en með fylgir nett flass sem sett er á vélina og fer vel að hafa það alltaf á ef vill. Gæðavél fyrir almenning Sony er með helstu framleiðendum á svonefndum „prosumer“-myndavélum, gæðavélum fyrir almenning sem hafa ýmsa kosti véla fyrir atvinnumenn. Dæmi um það er ný A-línuvél frá Sony: Sony Alpha NEX-5N. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Reika svipir fortíðar APS snýr aftur í nýrri mynd

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.