SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Qupperneq 23

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Qupperneq 23
22. apríl 2012 23 Nokkuð hefur verið gantast með aldur er-lendra tónlistarmanna sem stinga munu viðstafni hér í fásinninu á þessu ári. Ýmsumþykir þeir komnir af léttasta skeiði ef ekki hreinlega karlægir. Nægir þar að nefna söngtröllið Tony Bennett (85 ára), djasspíanistann göldrótta Chick Corea (70 ára), en rætt er við hann í Sunnudagsmogganum í dag, poppgoðið Bryan Ferry (66 ára) og ensku rokkarana í 10cc sem voru upp á sitt besta á áttunda áratug síðustu aldar. Skemmst er líka að minnast þess að Ísland var eins konar miðstöð útvatnaðra poppara á liðnu ári, svo sem Cyndi Lauper (58 ára) og Pauls Youngs (56 ára), en sá síð- arnefndi skildi sem kunnugt er röddina illu heilli eftir heima. Aldur þessara ágætu listamanna þarf alls ekki að þýða að þeir séu neitt verri. Miklar vonir eru bundnar við tón- leika Chicks Coreas í næstu viku og að líkindum verður fullt út úr dyrum hjá Tony Bennett í ágúst. Þá bendir fátt til annars en að Bryan Ferry sé sami töffarinn og áður. Veit ekki með 10cc. Aldurinn er því afstæður. Ekki þarf að líta lengra en til Ragnars okkar Bjarnasonar til að sjá það. Gamli hjarta- knúsarinn hefur líklega aldrei verið betri og vinsælli en nú – kominn fast að áttræðu. Sá á eftir að fylla Hörpuna eitt vorkvöldið í næsta mánuði. Ef til vill eru fordómar gagnvart aldri meiri á Íslandi en víða annars staðar. Hvað á það til dæmis að þýða að sópa fullfrísku og skapandi fólki út af vinnumarkaði um leið og það verður sjötugt – helst fyrr? Sjötíu ár eru enginn aldur í dag. Vitaskuld var það svo í eina tíð en þjóðfélagið hefur gjörbreyst á umliðnum áratugum og þetta viðmið því löngu úrelt. Ekki svo að skilja að neyða eigi ellilífeyr- isþega til að halda áfram að vinna en kjósi þeir það sjálfir mætti samfélagið að ósekju sýna meiri skilning. Til allrar hamingju finna sumir sér verkefni sjálfir. Talandi um aldurshnigna tónlistarmenn. Hvernig væri að dusta rykið af þeirri metnaðarfullu hugmynd, sem uppi var fyrir um áratug, að flytja stærsta tónleikaband allra tíma, The Rolling Ston- es, loksins inn til landsins? Charlie Watts er orðinn sjötugur og Mick Jagger og Keith Richards verða það á næsta ári. Þeir hljóta fyrir vikið að fara að verða gjaldgengir. Að vísu gætu þeir neyðst til að skilja unglambið Ronnie Wood eftir heima en hann verður ekki nema 65 ára í sumar! Í kjölfarið væri svo gaman að fá Black Sabbath hingað upp á skerið í sinni upprunalegu mynd en málmgoðin vinna nú að sinni fyrstu hljóðversplötu með Ozzy Osbourne í 34 ár. Sabbath lék hér raunar fyrir tuttugu árum með Ronnie James Dio í broddi fylkingar – en það var ekki sama stemn- ingin kringum sveitina þá og nú. Hver væri heldur ekki til í að mæta Ozzy gamla á Laugaveginum – ef til vill í fylgd Ragga Bjarna? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Aldur og galdur Rabb Mick Jagger. Á leið til landsins? Reuters „Ég syng yfirleitt einhvern spuna og frumsamda madrígala.“ Pétur Örn Guðmundsson tónlistarmaður spurður hvað hann syngi í sturtunni. „Twitter ætti að banna móður mína.“ Frances Bean Cobain en fátt er með þeim mæðgum, Courtney Love og henni. „Ég viðurkenni gerðirnar, en ekki sekt, og tel þær lögmæta nauðvörn.“ Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik en réttarhöld hófust yfir honum í vik- unni. „Mér finnst 21 árs fang- elsi aumkunarverð refs- ing.“ Anders Behring Breivik um mögu- lega refsingu honum til handa. „Ég hef ekki lagst í neina eymd út af líf- inu.“ Dalvíkingurinn Bergljót Lofts- dóttir sem varð níræð í vikunni. „Hinir synirnir vilja helst ekki sitja við hliðina á mér á leikjum.“ Hokkímamman Unnur Valdís Ingvarsdóttir Alengård sem fylgir syni sínum í alla leiki og fer mikinn á pöllunum. „Þetta var nánast fullkomið.“ Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, eftir sig- urinn á Barcelona í Meistaradeild Evrópu. „Tjáningarfrelsi mitt met ég mikils.“ Ragnar Önundarson, sem var í héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir meiðyrði vegna ummæla í greinum sem birt- ust í Morgunblaðinu. „Það er í raun verið að aum- ingjavæða íslenskan sjávar- útveg.“ Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, um frumvörp til breytinga á stjórn fiskveiða. „Ég held að Þór eigi góðan möguleika á að verða Íslands- meistarar.“ Finnur Atli Magnússon, leikmaður körfu- boltaliðs KR, sem laut í gólf fyrir Þór Þor- lákshöfn í undanúrslitum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal norðvestur af þeim byggju krúnulausir menn sem þyrftu engu að lúta nema sjálfum sér og lögunum. Slík tilvera gæti farið að gefa mönnum nær hásæt- unum rangar og jafnvel hættulegar hugmyndir. Og því var seilst til valda með blíðmælum og hótunum til skiptis (styrkjum og áróðursfé annars vegar og málshótunum hins vegar á nútímamáli). En svo voldugur sem Noregskonungur var vissulega á 13. öld, ekki síst í samanburði við land án formbund- ins ríkisvalds, eins og Ísland var, þá mátti honum ekki lánast að leggja nágrannalandið undir sig án þess að hópur heimamanna legði honum lið. Fimmta herdeildin var sá herstyrkur sem hann treysti á. Þá létu ýmsir líklega að þeir mundu láta undan þrýstingnum, jafnvel menn eins og Snorri Sturlu- son og Þórður frændi hans kakali. En ættjarðar- ástin eða eftir atvikum frelsisástin varð að lokum yfirsterkari viljanum til að lúta hinu erlenda valdi. Hannes Hafstein (og Björn Ólsen) orti kvæði í gamni og alvöru um þá frændur. Viðlagið um kakala, sem gerst hafði konungsþjónn, var heit- strenging um að „svíkja aldrei ættland sitt í tryggðum“. Og þótt það hafi sjálfsagt ekki verið ætlunin hefur kvæðið það og endalok persónunnar kannski orðið til þess að röng mynd festist af Þórði kakala í huga síðari tíma manna. Þórður var óvenjulegur maður um flest, hugrakkur vígamað- ur, sem átti naumast annan sér líkan, en samt svo mildur um margt að stakk í stúf við tíðarandann. Og ekki þarf að fjölyrða um föðurbróðurinn, Snorra Sturluson, merkasta Íslending sem uppi hefur verið, hvorki einhaman mann né galla- lausan. Hann fór út til Íslands í óþökk yfirvalda og lét vera að ganga erinda þeirra er heim var komið. „Af því beið hann bana síðar,“ því Árni beiskur vó hann árið 1241 að fyrirmælum Gissurar Þorvalds- sonar, sem kom vilja Hákonar „fúla“ fram árið 1262 og hlaut kommissera tign fyrir og er einn Ís- lendinga kallaður jarl. Baráttan gegn ásælni Há- konar kóngs „fúla“ stóð í fáeina áratugi. En það tók nokkuð á sjöundu öld að leiðrétta þau mistök og þau örlög sem uppgjöfinni fylgdu. Stærstur hluti þess langa skeiðs var illt og erfitt Íslendingum. Í kvæðinu um Snorra, sem enn er mikið sungið, ekki síst í gleðskap á þorra, er sungið um „Hákon fúla, sem hirti frelsi vort.“ Er það ekki einstök tilviljun að maðurinn sem er í forsvari ásælninnar að utan núna skuli endilega þurfa að heita Stefán Fúli? En kannski fær hann ekki að hirða frelsi vort, þótt fimmta herdeildin reyni að gera sitt. Strætó í Lækjargötu. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.