Morgunblaðið - 18.05.2012, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
www.golfkortid.is
Einstaklingskort
9.000 kr.
Fjölskyldukort
14.000 kr.
golfvöllur
- eitt kort31
Dráttarvél með skóflu er heillandi og nytsamlegt
tæki, hvort sem er í fullri stærð eða smækkaðri
útgáfu. Þessir feðgar kynntu sér eina slíka í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í gær og mátti vart
á milli sjá hvor var áhugasamari, faðirinn eða
sonurinn. Hvort faðirinn hefur reynslu af notkun
dráttarvélar með skóflu fylgir ekki sögunni en í
það minnsta gat hann leiðbeint syninum í þeim
efnum og bar sig fagmannlega að.
„Svona virkar þetta, kúturinn minn“
Morgunblaðið/Ómar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á fyrstu þrem mánuðum ársins voru
460 einkahlutafélög skráð á Íslandi
eða 19 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Þau eru hins vegar 9 færri en fyrstu
þrjá mánuði ársins 2010, árið sem
stjórnvöld hafa sagt að hafi markað
endalok samdráttarskeiðsins.
Munurinn er enn meiri ef farið er
aftur til ársins 2009 en þá voru 690
einkahlutafélög skráð á tímabilinu.
Fleiri félagagerðir auka mun
Séu fjögur félagsform lögð saman,
einkahlutafélög, sameignarfélög,
samlagsfélög og samlagshlutafélög
er summan á fyrstu þrem mánuðum
þessa árs 569, borið saman við 545 á
fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Árið 2010
litu 720 félög í þessum flokkum dags-
ins ljós á tímabilinu og eru þau því
27% færri í ár. Árið 2009 var nánast
eins en þá var 721 félag skráð í ein-
hverjum þessara flokka.
Spurður út í þá staðreynd að nýj-
um félögum fjölgi ekki meira en
þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, for-
seti Alþýðusambands Íslands, að
stofnun félaga sé ekki einhlítur
mælikvarði á atvinnuástandið. Til
dæmis hafi verið girt fyrir skatta-
hlunnindi sem fylgdu einkahluta-
félögum og margir nýttu sér fyrir
efnahagshrunið.
Hitt sé ljóst að undirliggjandi
vöxtur í hagkerfinu „sé langt frá því
að vera nægur“ til að koma atvinnu-
leysinu niður í viðunandi horf, ef frá
sé talinn vöxtur greina sem njóti
góðs af veiku gengi krónunnar.
Mörg fyrirtæki í þrengingum
„Lunginn af fyrirtækjum er með
neikvætt eiginfé, þar með talin fyrir-
tæki í útflutningi. Fyrirtæki sem
tapa eiginfé geta ekki aukið fram-
leiðsluna þrátt fyrir hagstæð skilyrði
enda kostar það peninga að vaxa.
Það er einnig mikilvægt fyrir
fyrirtækin að almenningur hafi
kaupgetu sem hann hefur ekki þegar
gengi krónunnar er svona veikt. Allt
leggst þetta á eitt um að við sjáum
hvorki uppbyggingu né viðunandi
vöxt í atvinnulífinu. Það ár fjarlægist
þegar þess má vænta að staðan verði
orðin viðunandi.
Seðlabankinn bendir á að atvinnu-
leysi fari minnkandi. Það er rétt en
þó því miður fyrst og fremst vegna
þess að fólk er að fara út af vinnu-
markaði, missa bótarétt eða flytja til
útlanda, en ekki vegna þess að störf-
um sé að fjölga. Að óbreyttu verður
atvinnuleysi langt yfir því sem getur
talist viðunandi á árunum 2014-2015.
Þetta stefnir því í að verða eitt
lengsta samfellda atvinnuleys-
istímabil Íslandssögunnar. Okkur
finnst að það eigi að vera tilefni að-
gerða af hálfu stjórnvalda. Því miður
sjáum það hins vegar ekki.“
Til marks um ládeyðu
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, tekur undir að meira þurfi til.
„Þessar tölur lýsa þeim doða sem
er enn þá í atvinnulífinu. Stofnun
fyrirtækja er ekki farin að aukast og
það er merki um litla hreyfingu í
efnahagslífinu. Þetta er í samhengi
við aðrar tölur sem vitna um stöðnun
á vinnumarkaði og litla fjárfestingu.
Ef hagvöxtur heldur áfram að
vera aðeins á bilinu 2-3% mun at-
vinnuleysið ekki fara niður í við-
unandi tölu. Við höldum aðeins í
horfinu og ríkið mun áfram telja sig
þurfa að skera niður og hækka
skatta. Störfum fjölgaði ekkert 2010-
2011 og voru þau 167.300 bæði árin.
Fá ný félög að fæðast í hagkerfinu
Ríflega fjórðungi færri félög í fjórum lykilflokkum skráð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en 2010
Forseti ASÍ óttast að nokkur ár séu eftir af einu lengsta atvinnuleysisskeiði Íslandssögunnar
Gylfi
Arnbjörnsson
Vilhjálmur
Egilsson
Í gær var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hjúkrunar-
heimili á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Fulltrúar elstu og
yngstu kynslóðar í Reykjanesbæ sáu sameiginlega um að
taka skóflustunguna að viðstöddum gestum. Eftir athöfn-
ina kynnti bæjarstjórn Reykjanesbæjar framkvæmdina
og bauð gestum upp á kaffi og rjómatertu.
Framkvæmdir við bygginguna hófust formlega í gær,
byggt verður nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa en mögu-
leikar eru á frekari stækkun í framtíðinni. Nesvallasvæðið
hentar vel fyrir aldraða íbúa enda er það staðsett í miðju
sveitarfélagsins og sérstaklega valið með tilliti til þarfa
aldraðra íbúa.
Hjúkrunarheimilið verður staðfært að þörfum nú-
tímans. Þar er lögð áhersla á góð einkarými fyrir hvern og
einn en byggingin mun tengjast við þjónustumiðstöð og ör-
yggisíbúðir á Nesvöllum.
Að sögn Árna Sigfússonar bæjarstjóra fagna þau þess-
um áfanga í uppbyggingu á öldrunarþjónustu sveitarfé-
lagsins, sem verður kærkomin viðbót við þá góðu þjónustu
sem í boði er fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ. aslaug@mbl.is
Fyrsta skóflustungan að
nýju hjúkrunarheimili
Samtaka Tvær kynslóðir tóku skóflustunguna í dag.
Kærkomin viðbót við þá
góðu þjónustu sem fyrir er
Svala Björgvins-
dóttir og félagar
hennar í hljóm-
sveitinni Steed
Lord koma fram í
auglýsingu fyrir
smábíl fyrirtæk-
isins Smart sem
sænski fatafram-
leiðandinn WeSC
sá um hönnun á.
Auglýsingin kom
út í gær en hún var tekin upp í Los
Angeles í Bandaríkjunum fyrr á
árinu.
Sænski leikarinn Peter Stormare
leikur einnig í auglýsingunni sem og
rapparinn Lady Tigra, plötusnúð-
urinn og tónlistarmaðurinn Pase
Rock og myndlistarkonan Vanessa
Prage.
Steed
Lord og
smábíll
Svala
Björgvinsdóttir
Hljómsveitin í aug-
lýsingu fyrir Smart
Skannaðu kóðann
til að horfa á aug-
lýsinguna.