Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 4
FRÉTTASKÝRING
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verðhækkanir á bensíni og dísilolíu
hækkuðu verðtryggð lán heimil-
anna um 9,5 milljarða króna á tíma-
bilinu frá mars 2011 og til mars á
þessu ári. Áður höfðu hækkanir á
eldsneyti um mánaðamótin febrúar
og mars 2011 hækkað höfuðstól
lánanna um 6 milljarða.
Samkvæmt því hafa hækkanir á
eldsneyti hækkað verðtryggðu lán-
in um 15,5 milljarða á síðustu 15
mánuðum, eða þar um bil, eða sem
nemur til dæmis ríflega hálfum
byggingarkostnaði Hörpunnar.
Um helmingur af útsöluverði
eldsneytis rennur til ríkisins í formi
álagningar og skýrir það því helm-
inginn af höfuðstólshækkuninni.
Nærri 30 krónur á lítrann
Fróðlegt er að rifja upp umræðu
sem um þetta skapaðist í fyrra.
Fram kom í fréttaskýringu í
Morgunblaðinu í marsbyrjun 2011
að hækkanir á olíu og bensíni vik-
urnar tvær á undan hefðu hækkað
neysluvísitöluna um 0,5% og því
leitt til sex milljarða króna hækk-
unar á verðtryggðum lánum heim-
ila. Bensínlítrinn kostaði þá 226,9
krónur en var til samanburðar á
206,62 krónur í mars 2010 og á
143,72 krónur í sama mánuði 2009.
Verðið hækkaði mikið milli ára
2011 og 2012 og var lægsta verð í
marsbyrjun á þessu ári í sjálfs-
afgreiðslu hjá Atlantsolíu 254,50
krónur á lítrann. Hækkun á
bensínlítranum milli ára, frá mars
2011 og til mars 2012, var því 27,6
kr.
Þessi hækkun hefur áhrif á vísi-
tölu neysluverðs. Bensínið eitt og
sér hækkar hana um 0,67% og dísil-
olían um 0,12%, samkvæmt út-
reikningum sem Morgunblaðið
gerði í samvinnu við Hagstofu Ís-
lands. Saman valda þessir liðir því
0,79% hækkun á vísitölunni. Verð-
tryggð fasteignalán heimila voru
um 1.199 milljarðar króna um síð-
ustu áramót og hefur slík hækkun
vísitölunnar því þau áhrif að höf-
uðstóll verðtryggðra fasteignalána
heimila hækkar um 9,5 milljarða
króna.
Tæplega 1.200 milljarðar
Er skuldatalan fengin með því að
leggja saman um 660 milljarða
verðtryggð fasteignalán hjá Íbúða-
lánasjóði um áramótin og 539 millj-
arða verðtryggð fasteignalán hjá
bönkum, lífeyrissjóðum, sparisjóð-
um og fjármálafyrirtækjum, alls
um 1.199 milljarða króna.
Tölurnar eru sóttar í greiningu
sem Marinó G. Njálsson vann fyrir
Hreyfinguna úr gögnum frá Seðla-
banka Íslands. Er niðurstaða hans
í takt við þær tölur sem ráðamenn
hafa stuðst við að undanförnu.
Sem fyrr segir leiddi hækkun á
olíu og bensíni í kringum mánaða-
mótin febrúar og mars 2011 til
0,5% hækkunar á vísitölunni í
marsmánuði það ár sem aftur olli
því að 1.236 milljarða verðtryggð
fasteignalán heimila hækkuðu um 6
milljarða. Var skuldatalan, 1.236
milljarðar, fengin úr skýrslu sér-
fræðingahóps um skuldavanda
heimila en hún tók mið af stöðunni í
október 2010.
Lækkaði um 37 milljarða
Sé höfuðstóllinn í október 2010
borinn saman við höfuðstólinn um
síðustu áramót kemur í ljós að
hann hefur lækkað um 37 milljarða
og segir Marinó það skýrast af nið-
urgreiðslum, afskriftum og ýmsum
úrræðum, svo sem 110%-leiðinni.
Hjá flestum lántakendum hafi
verðbólgan hins vegar hækkað lán.
Eins og rakið er hér fyrir ofan hafa
skattahækkanir hækkað verð-
tryggð lán um tæpa 23 milljarða
króna síðan í febrúar 2009.
Er það nærri tíföld sú upphæð
sem ríkissjóður greiddi um síðustu
mánaðamót til fasteignaeigenda í
formi sérstakra vaxtaniður-
greiðslna vegna áhvílandi lána á
íbúðarhúsnæði viðkomandi.
Morgunblaðið/Ómar
Smárahverfið í Kópavogi Eldsneyti er meðal nauðsynjavara. Hækkandi olíuverð hefur því bein áhrif á vísitöluna, þar með verðtryggð lán.
Bensínskattar hækka lán
Hækkandi eldsneytisverð á þátt í verðbólgu Helmingurinn vegna skatta
Hækkar höfuðstól verðtryggðra fasteignalána heimila um 9,5 milljarða króna
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Tilboðsverð:
23.900 kr. stgr.
(fullt verð: 28.900 kr.)
Ryksuga
VS 06G2001
Kröftug 2000 W ryksuga
með 4 lítra slitsterkum poka.
Vinnuradíus 10 metrar.
Lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu kærði 15
manns aðfaranótt
miðvikudags og
fimmtudags fyrir
að kasta af sér
vatni á almanna-
færi í miðborg
Reykjavíkur.
Samkvæmt lögreglusamþykkt
Reykjavíkur er slíkt athæfi með öllu
óheimilt.
Þá var brotist inn í íbúðarhús í
austurborg Reykjavíkur á öðrum
tímanum í fyrrinótt og þaðan stolið
ýmsum munum. Unglingspiltar
liggja undir grun, þeir voru hand-
samaðir af lögreglu og verða þeir
yfirheyrðir.
Höfð voru afskipti af tveimur
karlmönnum á þrítugsaldri í fyrri-
nótt vegna gruns um akstur undir
áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar
þeirra var handtekinn í Hafnarfirði
og kom í ljós að hann hafði áður ver-
ið sviptur ökuréttindum. Sá síðari
var handtekinn í Mosfellsbæ grun-
aður um ölvun við akstur. Eftir
sýnatöku og upplýsingaöflun var
hann látinn laus.
Þá var ekið á gangandi vegfar-
anda við Lækjargötu í Reykjavík um
klukkan hálffimm í fyrrinótt. Meiðsl-
in voru talin minniháttar en hann
samt fluttur á slysadeild Landspít-
alans til aðhlynningar.
Fimmtán
kærðir fyr-
ir þvaglát
Innbrot og
ölvunarakstur
Bæjarstjórn
Fljótsdalshéraðs
samþykkti í gær
að sveitarfélagið
yrði aðili að GáF
ehf. sem undirbýr
kaup á Gríms-
stöðum á Fjöllum
með það fyrir
augum að leigja
það til kínverska
fjárfestisins Hu-
ang Nubos. Þetta kemur fram á vef
Austurgluggans.
Fram kemur að einu atkvæði hafi
munað í atkvæðagreiðslu þar sem
minnihlutinn hafi greitt atkvæði
gegn tillögunni. Hann gagnrýnir
hraða vinnunnar og skort á upplýs-
ingum.
Vilja leigja
Grímsstaði
til Huangs
Huang
Nubo
Opinber heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, til Tékklands hófst í gær. Fundur með forseta
Tékklands, Václav Klaus, markaði upphaf heimsóknar-
innar en hann var haldinn í Pragkastala að lokinni form-
legri móttökuathöfn. Forsetarnir ræddu m.a. um þróun
mála í Evrópu, afleiðingar fjármálakreppunnar á efna-
hagslíf álfunnar, endurreisn íslensks efnahagslífs, þá
lærdóma sem Íslendingar hefðu dregið af glímunni við
afleiðingar efnahagshrunsins og aukna samvinnu þjóð-
anna og góð tengsl.
Íslensk sendinefnd og tékkneskir ráðamenn funduðu
að því loknu en í íslensku sendinefndinni eru Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra, embættismenn utan-
ríkisráðuneytisins og forsetaskrifstofunnar. Deilur Ís-
lendinga og Evrópusambandslanda um makrílveiðar bar
þar m.a. á góma og sagði forseti Tékklands að það mál
yrði skoðað sérstaklega og með opnum huga, eins og því
er lýst í tilkynningu. Í gærkvöldi sátu íslensku forseta-
hjónin, ásamt íslensku sendinefndinni og fulltrúum ís-
lensks atvinnulífs, hátíðarkvöldverð í boði Tékklandsfor-
seta og eiginkonu hans í Pragkastala.
Fundaði með Vaclav
Klaus í Pragkastala
Forseti Íslands í opinberri heimsókn í Tékklandi
Forsetarnir Ólafur Ragnar Grímsson og Václav Klaus.
Margrét Tryggvadóttir, þingmað-
ur Hreyfingarinnar, lagði í fyrra
fram þá fyrirspurn til Árna Páls
Árnasonar, þáverandi efnahags-
og viðskiptaráðherra, hvaða áhrif
skattahækkanir á tímabilinu frá
febrúar 2009 til febrúar 2011
hefðu haft á verðtryggðu lánin.
Orðrétt sagði í svari ráðherra:
„Áhrif skattahækkana á vísi-
tölu neysluverðs eru um 1,50%
frá 1. febrúar 2009 til 1. febrúar
2011 samkvæmt mælingum Hag-
stofu Íslands. Það þýðir að verð-
tryggð lán íslenskra heimila
hækkuðu sem því nemur að nafn-
virði. Í febrúar sl. voru verð-
tryggð lán heimilanna um 1.220
milljarðar kr. og því nemur hækk-
unin að nafnvirði um 18,3 millj-
örðum kr. á tímabilinu.“
Síðan svarið kom hafa skattar
á eldsneyti einir og sér hækkað
lánin um á fimmta milljarð.
Tugmilljarða þáttur ríkisins
SKATTAHÆKKANIR KOMA NIÐUR Á LÁNTAKENDUM