Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 8

Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Ekki er heiglum hent að vera íVG. Forysta flokksins hefur svikið loforð hans svo herfilega að málefnastaðan er rústir einar. En stjórn flokksins, sem formaður og varaformaður eiga sæti í ásamt níu öðr- um, sýnir að í VG hafa menn húmor fyrir sviknu loforð- unum.    Nú hefur stjórninályktað að Ís- lendingar eigi ekki að vera hluti af Atl- antshafsbandalag- inu eða taka þátt í hernaðaraðgerðum á vegum þess.    Stjórnin minnirkjörna fulltrúa sína á stefnu flokksins sem segir að Ísland eigi að standa utan hernaðarbandalaga og ganga úr NATÓ. Ættu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að vinna ötullega að því í störfum sínum á Alþingi þar til markmiðinu er náð,“ segir í ályktun stjórnarinnar.    Ekki er tekið fram hvort Stein-grímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir, sem ítrekað gáfu leyfi fyrir hernaðaraðgerðum NATO í Líbýu, hafa samþykkt ályktunina, en sennilega hafa þau ekki séð neitt athugavert við það.    Þau mundu líklega ekki heldursjá neitt athugavert við það ef slík ályktun kæmi fram á virðu- legum stjórnarfundi, að samþykkja að Ísland skyldi standa utan við Evrópusambandið og ganga snar- lega úr því ef þeim tekst að koma því þar inn.    Til hvers að hafa samræmi í orð-um og athöfnum ef ósamræmið er mögulegt? Steingrímur J. Sigfússon Segjum eitt, gerum annað STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Veður víða um heim 17.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 2 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 9 léttskýjað Vestmannaeyjar 5 skýjað Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 2 alskýjað Ósló 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 11 léttskýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 15 heiðskírt Brussel 13 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 8 skúrir London 13 léttskýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 11 skýjað Berlín 12 heiðskírt Vín 13 skýjað Moskva 22 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Aþena 15 skúrir Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 13 léttskýjað New York 17 heiðskírt Chicago 18 léttskýjað Orlando 25 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:01 22:48 ÍSAFJÖRÐUR 3:38 23:21 SIGLUFJÖRÐUR 3:20 23:05 DJÚPIVOGUR 3:24 22:24 Dieter Roth 18. maí – 3. júní RauÐaRáRstíguR 14 · sími 551 0400 · www.mynDlist.is OpiÐ ViRka Daga 10–18 • laugaRDaga 11–16 • sunnuDaga/sunDays 14–16 Opnun í dag 17–19 Allir velkomnir Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fund með William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, í Lundúnum í fyrradag. Bjarni sagði í samtali við vef Morg- unblaðsins í gær að fundurinn hefði verið góður. Þeir Hague hefðu m.a. rætt samskipti Sjálfstæðisflokksins og breska Íhalds- flokksins, ástand- ið í Evrópu, evru- krísuna og farið yfir sjónarmið Breta varðandi það sem væri að gerast og þróast í Evrópusamband- inu. Þá sagðist Bjarni hafa rætt við Hague um makríldeiluna og mótmælt því að ESB beitti Íslendinga refsiaðgerð- um í þeirri deilu. Á fundinum hefði komið fram að Bretar hefðu miklar áhyggjur af því hvernig tækist að leysa evrukrísuna og hvaða áhrif hún kæmi til með að hafa á breskan efna- hag. Breski Íhaldsflokkurinn vildi halda sig utan evrusvæðisins og væri mótfallinn hugmyndum um ESB í framtíðinni sem n.k. sambandsríki. „Þetta er krafa margra stóru ríkjanna, það er ljóst að það er und- irliggjandi mikil óvissa um hvernig þróa eigi sambandið inn í framtíð- ina,“ sagði Bjarni. Bjarni átti fund með Hague  Evrukrísan og makríldeilan meðal umræðuefna Bjarni Benediktsson Gunnlaugur K. Jónsson, forseti Náttúrulækn- ingafélags Ís- lands (NLFÍ) og stjórnarformaður Heilsustofnunar NLFÍ í Hvera- gerði, var í gær endurkjörinn sem fyrsti vara- forseti og í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands heilsustofnana (European Spas Association/ESPA) á aðalfundi sam- takanna í Jurmala í Lettlandi. Meginhlutverk ESPA er að kynna heilsulindir og böð í Evrópu og gæta þess að náttúrulegir meðferð- arkostir jarðvegs loftslags og sjávar séu almenningi sem aðgengilegastir. Með sama hætti er tilgangur sam- takanna að koma á og efla samvinnu við opinbera aðila og einkaaðila í vís- indum, embættiskerfi, efnahagslífi, á félagslegum og menningarlegum sviðum, og stuðla að sjálfbærri hag- nýtingu náttúruauðlinda til verndar og bóta á lýðheilsu. Innan aðildarlanda ESPA eru vel á annað þúsund fyrirtæki og stofn- anir auk heilsumiðstöðva, heilsuhót- ela og sveitarfélaga. Starfsmenn þeirra eru á annað hundrað þúsund og árleg velta er talin í tugum millj- arða evra. Verkefni ESPA eru m.a. ákveðin með hliðsjón af auknum samskiptum og samrunaferlum innan Evrópu. Starf ESPA er unnið án ágóðasjón- armiða. Á aðafundinum í gær var Martin Plachy, Tékklandi, kjörinn forseti ESPA. Plachy er eigandi Royal Spas, Kur og Medical Spa- heilsulindakeðjunnar í Tékklandi. Heilsulindarsamtök Íslands (HLSÍ) eru aðili að ESPA. Fulltrúi HLSÍ í landsstjórn ESPA var kjörinn Sig- mar B. Hauksson en öll aðild- arlöndin eiga þar einn fulltrúa, burt- séð frá stærð og/eða íbúafjölda. Endurkjör- inn varafor- seti ESPA Gunnlaugur K. Jónsson  Evrópusamband heilsustofnana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.