Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 11
Grýlurnar Ragga Gísla var ein af hinum mögnuðu Grýlum, sem var ein af fyrstu kvennahljómsveitum Íslands.
Sjálfstraust á sviði
„Á föstudögum verður vinnu-
smiðja og þar munum við spjalla við
stelpurnar um allt sem viðkemur
stelpum og tónlist og þar læra þær
líka ýmislegt um sviðsframkomu,
textagerð og ýmislegt fleira sem
snýr að tónlistarsköpun og tónlist-
arumhverfinu. Við spjöllum líka um
sjálfstraust á sviði, um staðal-
ímyndir, hvernig konur eru oft
sýndar á sviði og fleira í þeim dúr.
Kveikjan að þessu er sú að okkur
finnst að stelpur eigi skilið að fá
fleiri tækifæri til að láta ljós sitt
skína opinberlega uppi á sviði, því
staðreyndin er sú að það eru tölu-
vert fleiri karlkyns tónlistarmenn
en kvenkyns á Íslandi og margvís-
legar ástæður fyrir því. Ein ástæð-
an getur verið sú að í uppeldinu og í
félagsmótuninni eru stelpur síður
líklegar til að stíga skrefið og þora
að prófa sig áfram í hljómsveitum.
Þess vegna viljum við bjóða upp á
þennan vettvang, við viljum bjóða
stelpum upp á öruggt rými til að
prófa ýmislegt sem þær eru
kannski ekkert hundrað prósent
öruggar með. Hvetja þær til að láta
vaða.“
Tónleikar í lokin
„Við ætlum líka að fá tónlistar-
konur í heimsókn sem spila fyrir
stelpurnar, spjalla við þær og segja
þeim frá reynslu sinni sem tónlist-
arkonur. Við ætlum að halda spenn-
unni og ekki gera opinbert hverjar
þær eru. Við viljum semsagt koma
þeim skemmtilega á óvart. Rokk-
búðirnar enda svo á lokatónleikum
þar sem hver hljómsveit stígur á
svið og flytur lag fyrir framan full-
an sal af vinum og fjölskyldum
þeirra,“ segir Áslaug og bætir við
að á meðan á námskeiðinu stendur
ætli þær stöllur að vera með líf-
legar umræður um konur í tónlist á
heimasíðunni stelpurrokka.org.
„Við ætlum líka að setja þar inn
ljósmyndir af námskeiðinu og halda
úti líflegu bloggi um það.“
Hugsjón og tónlistarástríða
„Við, sem stöndum að tónlist-
arverkefninu Stelpur rokka, erum
hópur kvenna sem gera þetta af
femínískri hugsjón og tónlistarástr-
íðu og mestmegnis í sjálfboðastarfi.
Margar í hópnum vildu svo gjarnan
að eitthvað svona hefði verið í boði
þegar þær voru 12-16 ára og eru
því mjög spenntar að leggja málefn-
inu lið. Þær konur sem við fengum
til að vinna í rokksumarbúðunum
gera það í sjálfboðavinnu. Við erum
partur af alþjóðlegri hreyfingu
rokksumarbúða og erum í sam-
tökum sem heita Girls Rock Camp
Alliance, en það er hreyfing sem
heldur árlega ráðstefnu rokksum-
arbúða um víða veröld. Við fórum á
slíka ráðstefnu í Bandaríkjunum
núna í mars og þar fengum við
tækifæri til að styrkja böndin við
aðrar rokksumarbúðir í Bandaríkj-
unum, Frakklandi, Þýskalandi, Sví-
þjóð og fleiri Evrópulöndum. Nán-
ara samstarf innan Evrópu er á
dagskrá fljótlega,“ segir Áslaug
sem er lærður klassískur píanóleik-
ari og hefur spilað með hljómsveit-
inni Just another snake cult. „Ég
eins og svo margar stelpur fór í
gegnum klassískt tónlistarnám án
þess að stofna nokkurn tímann
hljómsveit. Strákar virðast miklu
fremur en stelpur prófa sig áfram í
hljómsveitum. Við viljum leggja
okkar af mörkum til að rétta af
þennan halla.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Vinkonurnar Jóhanna Guðrún og
Jenný standa fyrir fatamarkaði
laugardaginn 19. maí. Úrvalið verð-
ur þó ekki aðeins takmarkað við
hágæða og hámóðins tískufatnað á
hlægilegu verði, heldur fá unn-
endur ítalskra bókmennta og
menningar einnig tækifæri til festa
kaup á ítölskum bókum og kvik-
myndum.
Markaðurinn verður haldinn í
bakgarði á Óðinsgötu 4 kl. 14.00-
17.00. Á markaðnum verður m.a.
að finna glæsilega kjóla, peysur,
gallajakka frá Diesel, leðurtöskur
frá Furla og DK, pils frá Calvin
Klein, lítið notaða skvísu-skó, leð-
urjakka frá Miss Sixty, gallabuxur
frá Levi’s, Diesel og Miss Sixty og
vönduð sumarföt frá Ítalíu.
Fatamarkaður á Óðinsgötu
Morgunblaðið/Golli
Stemning Hægt er að gera góð kaup
á fatamörkuðum.
Leðurtöskur, skvísuskór og
vandaður sumarfatnaður
Rokkbúðirnar verða starfandi frá
2. júlí til 27. júlí. Skráning á nám-
skeiðið Stelpur rokka er farin af
stað á heimasíðunni þeirra:
stelpurrokka.org, aðeins komast
30 að, svo það er um að gera fyr-
ir áhugasamar að drífa sig.
„Við erum að leita eftir fólki til
að lána eða gefa okkur
hljóðfæri, því okkur
vantar enn nokkur
hljóðfæri til rokk-
sumarbúðanna.
Fólk getur sett sig í
samband við okkur
á netfanginu okkar:
rokksumarbud-
ir@gmail.com,“ segir
Áslaug.
Rokkbúðir á
Granda í júlí
SKRÁNING HAFIN
Ég á það sameiginlegt meðrestinni af mannkyninu aðelska mat. Það gleður migfátt meira en ilmandi, fal-
leg og gómsæt máltíð. Þessi matarást
er bæði heit og kröftug og hefur vald-
ið ófyrirséðum vandræðum í gegnum
tíðina. Þannig sá ég ekkert athuga-
vert við að burðast með 4 kílóa chedd-
ar-oststykki frá Spáni til Íslands, en
íslenskir tollverðir deildu þeirri skoð-
un ekki með mér. Eins voru ekki allir
jafn hrifnir þegar ég beit í mig að ég
yrði að koma mér upp hæfni til að
baka hinn fullkomna marengs – og
kæmi þess vegna tveimur tímum of
seint í útskrift kærrar vinkonu, eftir
að 3 fyrstu bökunartilraunirnar fóru í
súginn.
Einhver snillingur smíðaði hug-
takið matarminni, en ég á einmitt
fjölmörg dæmi um minningar tengd-
ar mat. Þannig gleymi ég seint óbil-
andi þrautseigju mömmu minnar í því
að kynna mig fyrir dásemdum eld-
hússins, og ristað brauð með eplum
og sultu mun ávallt minna mig á
hana. Einnig er illþefjandi Gamle-
Ole kyrfilega bundinn minning-
unni um skólavist í Ostaskól-
anum með kærum vini, stöpp-
uð ýsa í tómatsósu minnir mig
á afa og ömmu og Diet Coke á
fyrrverandi kærasta sem kom
mér upp á lagið með neyslu á
þeim vanmetna
drykk.
Matar-
smekkur minn
er breiður og
það er fátt sem ég
legg mér ekki til
munns, en ég á
einstaklega hvít-
hyskislega spretti
af og til. Þannig hef
ég einstakt dálæti á
amerískum skyndi-
bita og finnst bara
hressandi að sjá hvernig djúpsteik-
ingarolían breytir hvítum umbúðum í
glærar fyrir tilstilli einhverra dásam-
legra töfra. Ég er líka mikill sósu-
aðdáandi og er á þeirri skoðun að
meira sé einfaldlega meira þegar
kemur að sósum.
Það er að mínu mati virðingarvert
að leggja til hliðar snobbið þegar
kemur að mat, því vel matreiddar
franskar kartöflur geta verið ná-
kvæmlega jafn mikið listaverk og
kavíarturn með húbba-búbba-froðu á
5 stjörnu veitingastað.
Heldur má ekki gleyma ánægjunni
bæði við að borða og laga mat í félagi
við aðra. Mörgum af bestu stundum
mínum hefur verið eytt við sushi-eða
pítsugerð með vinum og fjöl-
skyldu og góður matur í góðum
félagsskap hlýtur að vera há-
punktur á degi margra.
Ég lýk þessu á tilvitnun í
Liz Lemon, hinn stórkostlega
gallagrip sem er að-
alpersóna þáttanna 30
Rock, en hún hitti nagl-
ann rækilega á höfuðið
þegar hún sagði:
„Mannkynið á sér eitt
sameiningartákn: Sam-
lokuna. Mín trú er sú að
það eina sem fólk vill í
raun og veru er að geta
setið í friði og spekt og
borðað safaríka samloku.“
»Þannig sá ég ekkertathugavert við að
burðast með 4 kílóa cheddar-
oststykki frá Spáni til Íslands,
en íslenskir tollverðir deildu
ekki þeirri skoðun með mér.
Heimur Guðrúnar Sóleyjar
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Útskriftargjöfin fæst í Casa
Skeifunni 8, 108 Reykjavík,
Kringlunni
sími 588 0640.
Verð kr. 2.790