Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 14
SVIÐSLJÓS
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ásmundi Friðrikssyni, bæjarstjóra í
Garði, var sagt upp störfum á auka-
bæjarstjórnarfundi sveitarfélagsins
í fyrrakvöld. Uppsögn hans var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum nýs
bæjarstjórnarmeirihluta N- og L-
lista á móti þremur atkvæðum D-
lista. Á fundinum var m.a. fjallað um
fundargerð skólanefndar. Hinn nýi
meirihluti í bæjarstjórn var mynd-
aður eftir að Kolfinna S. Magnús-
dóttir bæjarfulltrúi sagði sig frá
meirihlutasamstarfi við D-lista í síð-
ustu viku. Í samtali við vef Morg-
unblaðsins sagði Kolfinna eina af
ástæðum slitanna þá að pólitík ætti
ekki að koma nærri þeim ákvörðun-
um sem teknar væru um skólamál í
Garði, þ.e. starfsemi Gerðaskóla,
grunnskólans í bænum.
Á fundinum tók nýkjörinn forseti
bæjarstjórnar, Jónína Holm, orðið af
Ásmundi þegar umræður voru um
fundargerð skólanefndar, sendi
hann til sætis og lokaði fundinum
sem var fjölsóttur af bæjarbúum.
Við það hitnaði fundargestum í
hamsi, hróp voru gerð að bæjar-
stjórninni og m.a. gerð krafa um að
haldinn yrði borgarafundur. Mun
Jónína þá hafa spurt hvort kalla
þyrfti til lögreglu. Þegar umræðum
um fundargerð skólanefndar lauk
var bæjarbúum hleypt aftur inn í
fundarsal.
„Núna verður bænum
stjórnað af kennarastofunni“
Ásmundur segist hafa verið að
ræða um skýrslu sem mennta- og
menningarmálaráðuneytið lét vinna
um Gerðaskóla, Úttekt á starfsemi
Gerðaskóla sem skilað var í mars sl,
þegar Jónína stöðvaði umræðurnar
og lokaði fundinum. „Hún er kennari
við skólann, fagstjóri í sérkennslu,
og hún er gagnrýnd mjög harkalega
í þessari skýrslu,“ segir Ásmundur.
„Ég var að veifa þarna bréfum frá
þrettán fjölskyldum í bænum sem
voru að kvarta yfir framkomu henn-
ar í þeirra garð og þá stoppaði hún
umræðurnar og rak alla út.“
Ásmundur segir þetta eitt af
vandamálunum í Gerðaskóla. „Fyrir
Garðmenn þurfti enga skýrslu, það
vita allir hvað er að í þessum skóla.
Ég gaf mig út fyrir það að ætla að
standa í báðar lappir í þessu máli,
alla leið til enda af því að þarna eru
stórar fjölskyldur á bak við sem ráða
orðið skólanum, skólinn er fyrir þær
en ekki börnin. Það kemur bara í ljós
núna að þegar við vorum alveg að
landa þessu máli þá er ekki þrek í
samfélaginu til þess að klára það.
Núna verður bænum stjórnað af
kennarastofunni, forseti bæjar-
stjórnar er fagstjóri sérkennslu og
fær harkalega útreið í þessari
skýrslu. Og Kolfinna er fyrrverandi
kennari við skólann og hinir tveir (í
bæjarstjórnarmeirihluta, innsk.
blm.) eru eiginmenn kennara og það
er ekki líklegt að þetta fólk fari eftir
skýrslunni þar sem sagt er að það
þurfi að segja upp öllu stjórnunar-
teymi skólans. Annar deildarstjórinn
þar er í öðru sæti á L-lista, sem var
að komast í meirihluta. Og ég hef
bara miklar áhyggjur af því að þessi
byrjun þeirra segi það að þau ætli
ekki að klára þetta,“ segir Ásmund-
ur.
Í skýrslunni komi fram mjög
ákveðin ábending um það að skoða
verði hvort skólanefndin geti starfað
áfram, í ljósi pólitískra ástæðna. Í
skýrslunni segir orðrétt: „Mikilvægt
er að stjórnendateymið tengist ekki
pólitískum fylkingum innan sveitar-
félagsins“.
Segir Oddnýju framlengja
hönd sína í meirihlutanum
Ásmundur segir skólanefndina
hafa haldið einn fund og rætt hafi
verið um þá fundargerð í fyrrakvöld.
„Þar kemur fram að allir skólanefnd-
armenn eru tilbúnir að hætta og
skapa svigrúm til að fá fólk að sem er
ekki tengt pólitíkinni. Þá kemur
þessi nýi meirihluti með þá tillögu að
Eiríkur Hermannsson, eiginmaður
Oddnýjar Harðardóttur fjármála-
ráðherra, verði næsti formaður
skólanefndar. Við vitum það að
Oddný Harðardóttir stendur á bak
við allan þennan gjörning og þau
gera aldrei neitt svona nema að hafa
samband við hana, þau tóku sér
fundarhlé til að hringja í Oddnýju til
að spyrja hvernig þau ættu að snúa
sér í umræðunum,“ segir Ásmundur
en fjármálaráðherrann er varabæj-
arfulltrúi í Garði.
„Þarna sendir hún eiginmann sinn
inn, er að framlengja hönd sína í
meirihlutanum með því að senda inn
Eirík Hermannsson, fyrrverandi
fræðslustjóra á Suðurnesjum, sem
formann skólanefndar. Hann er ný-
hættur sem fræðslustjóri í Reykja-
nesbæ og við höfum miklar áhyggjur
af því að mjög gott samstarf okkar
við fræðsluskrifstofuna muni taka al-
gjöra kúvendingu eftir að Eiríkur
komi. Og þær ábendingar í skýrsl-
unni, að við eigum að auka samstarf
okkar við fræðsluskrifstofuna, verði
á hinn veginn. Mér finnst öll þessi
framkoma nýja meirihlutans sýna
það að þau munu ekki taka á skýrsl-
unni,“ segir Ásmundur.
Fundarmönnum heitt í hamsi
Bæjarstjóra í Garði var sagt upp störfum á bæjarstjórnarfundi Forseti bæjarstjórnar sendi hann
til sætis þegar rætt var um úttekt á Gerðaskóla og lokaði fundinum fyrir gestum sem heitt var í hamsi
Hitafundur Frá fundi bæjarstjórnar í Garði í fyrrakvöld, búið að loka fundinum og bæjarbúar fylgjast með í gegnum gler, afar ósáttir.
Ljósmynd/Víkurfréttir
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
S HELGASON
steinsmíði síðan 1953
SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS
SAGAN SEGIR SITT
„Ásmundur var
mjög ómálefna-
legur, var með
persónuníð,
ókurteis og fólk
var með frammí-
köll. Hann beindi
máli sínu til fund-
armanna og ég
ákvað á þeim
tímapunkti að stoppa hann því
þetta var ekki sæmandi,“ segir Jón-
ína Holm, forseti bæjarstjórnar,
spurð að því af hverju hún hafi lok-
að fundinum. Jónína segir alrangt
að hún sé gagnrýnd harðlega fyrir
störf sín, í úttekt á starfsemi skól-
ans. „Þetta hlýtur að teljast allund-
arleg starfsmannastjórnun fyrrver-
andi bæjarstjóra, að ég fái
upplýsingar um umrædd bréf á
opnum bæjarstjórnarfundi. Í ljósi
þess dreg ég sannleiksgildi þeirra í
efa,“ segir Jónína um bréfin sem
Ásmundur nefnir. Að auki séu kenn-
arar bundnir trúnaði gagnvart nem-
endum skólans og aðstandendum
þeirra og Ásmundur hljóti að vita
það. Jónína bendir á að á síðasta
fundi skólanefndar hafi allir fulltrú-
ar, úr D-, L- og N-lista, verið sam-
mála um að farið yrði í úttekt á
skólastarfinu og gerð aðgerðaáætl-
unar um úrbætur. „Það er bókað
eftir okkur, undir liðnum fund-
argerð skólanefndar, að svo verði,
þannig að ég skil ekki af hverju er
verið að toga þetta út í eitthvað
annað en það er,“ segir Jónína.
– Í skýrslunni stendur að mikil-
vægt sé að stjórnendateymi tengist
ekki pólitískum fylkingum innan
sveitarfélagsins.
„Já, og það var samþykkt í skóla-
nefnd, af flokkunum þremur, að svo
yrði. Að aðgerðaáætlunin verði
unnin af fræðslustjóra og verðandi
skólastjóra og að bæjarstjórnin átti
ekki að koma þar að og gerir það
ekki,“ segir Jónína. „Auðvitað vilj-
um við hag skólans sem bestan,“
bætir hún við.
Hvað uppsögn Ásmundar varðar
segir Jónína hana eðlilega í ljósi
þess að hann tilheyri ekki nýjum
meirihluta.
Ókurteisi og frammíköll
FORSETI BÆJARSTJÓRNAR SVARAR ÁSÖKUNUM
Jónína Holm
Sjö ára gömul
stúlka var flutt á
slysadeild í gær
eftir að hafa
fengið golfkúlu í
andlitið við Ell-
iðavatn þar sem
hún var að veiða
síli með jafn-
öldrum sínum.
Að sögn afa
hennar, sem ekki
vill láta nafns síns getið, voru tveir
ungir menn um tvítugt að slá golf-
kúlur út í vatnið og hæfði ein þeirra
stúlkuna í vörina þannig að sprakk
fyrir. Við það stungu mennirnir af á
bíl. Sauma þurfti fjögur spor í vör
stúlkunnar utanverða og tvö í hana
innanverða.
Atvikið átti sér stað um kl. tvö
síðdegis í gær. Móðir stúlkunnar
fór með hana á slysadeild og var
málið tilkynnt lögreglu sem tók
skýrslu. Afi stúlkunnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að hann
vildi segja frá atvikinu þannig að
það yrði öðrum víti til varnaðar.
Sló golfkúlu í andlit-
ið á sjö ára stúlku
Golfkúlur eiga
heima á golfvöllum.