Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl.11-16
Sunnudaga lokað
Vald
ar v
örur
á
allt
að %50afslætti
Stakir sófar
Tungusófar
Hornsófar
Leður sófasett
Borðstofustólar
Hægindastólar
Heilsukoddar
Púðar
frá 86.450kr.
frá 85.450kr.
frá 142.950kr.
frá 199.900kr.
frá 12.900kr.
frá 59.900kr.
frá 3.000kr.
frá 2.900kr
TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ
H Ú S G Ö G N
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
,,Staðan er gjörsamlega óþolandi og
ég verð fyrir stórtjóni,“ segir Ketill
Ágústsson bóndi á Brúnastöðum í
Flóahreppi. Í vor þegar álftin var
hvað fjölmennust á Brúnastöðum
voru hátt í 200 álftir á túnunum. Þetta
hefur gerst á hverju ári en fer versn-
andi með ári hverju og hefur stór-
versnað á undanförnum árum.
Ketill segir að á Brúnastöðum séu
kjöraðstæður fyrir álftir þar sem þar
eru nokkur stór tún ásamt Hvítánni
sem rennur hjá bænum.
Þegar reynt er að reka hana í burtu
forðar hún sér út í ána. ,,Það virkar
ekkert til að hrekja hana í burtu, þó
maður setji eitthvað á túnin þá prófar
álftin sig áfram hvað hún má og hún
kemst gríðarlega langt með það. Við
reynum alltaf að hrekja hana í burtu
en hún kemur jafnfljótt aftur,“ segir
Ketill. Hann er gríðarlega ósáttur við
álftina og segir að það séu ósköp að
sjá túnin eftir hana. Þau væru bæði
tætt og skemmd og ekkert eftir nema
álftaskítur. Álftin rífur upp rótina og
það fer enn verr með túnin og verða
þau uppsviðin eftir hana.
,,Það er skelfileg staða fyrir bú-
skapinn að þurfa að búa við þetta og
mega ekki fækka álftinni, því nóg er
til af henni á landinu. Þetta er algjör
pattstaða sem við erum í,“ bætir Ket-
ill við, en hann tapar mörgum hektör-
um af uppskeru á ári hverju vegna
álftarinnar og heyið er ætíð fullt af
álftaskít.
,,Ég hef reynt ýmislegt, síðast
reyndi ég að hrekja hana í burtu með
gasbyssum en þá var óðara hringt í
lögregluna vegna þess að hundar
urðu hræddir í sumarbústaðabyggð-
inni hér í nágrenninu. Það er því eng-
inn friður til að aðhafast eitt né neitt,“
segir Ketill sem er fæddur og uppal-
inn á Brúnastöðum. Hann segir þetta
hafa versnað eftir að sumarbústaða-
byggðin kom upp því fuglarnir finni
mikið skjól af henni. ,,Þar sem tjónið
er hvað mest og þar sem álftin veldur
miklum vandræðum verður að fá að
gera eitthvað ef maður á að geta hald-
ið til á sínum jörðum,“ segir Ketill
sem telur að fólk verði að skilja það og
sætta sig við það að fækka verði álft-
um. Hann segir að vel sé hægt að gera
það undir góðu eftirliti og með
ákveðnum hætti þar sem þær valda
mesta tjóninu.
Best að nota hunda
Ólafur Einarsson fuglafræðingur
er ósammála bændum og telur að
fækkun á álftum sé ekki lausnin fyrir
bændurna. Ólafur segir það einnig
ljóst að geldfuglinn sé sá sem ergir
bændur þar sem varpfuglarnir eru
komnir á sín óðul og flykkjast því ekki
eins á túnin.
,,Ýmsum aðferðum er hægt að
beita til að fæla í burtu álftirnar en
það krefst vinnu að hálfu bændanna,
en getur að sjálfsögðu verið þess
virði,“ segir Ólafur og bætir við að
hægt sé að hindra aðgengi álftarinnar
með girðingum. Sérstaklega á það við
kornlendi og þá virki að sá þétt upp að
girðingunum svo álftin geti ekki kom-
ið niður á akurinn. ,,Annars hefur
mælst vel fyrir að nota hunda til að
reka álftirnar af túnum,“ bætir Ólafur
við.
Álftir eyðileggja allra bestu túnin
Morgunblaðið/Sigmundur
Skaðvaldur Þessar álftir spókuðu sig í túni í Flóahreppi á Suðurlandi í gær. Fullvaxin álft getur verið 118 til 132 cm að lengd og vegið 8 til 12 kg. Vænghafið er 2,2 til 2,4 m.
Skelfileg staða fyrir búskapinn og veldur stórtjóni hjá bændum Ekkert virkar til að hrekja álft-
irnar burt af túnunum Bændur vilja fækka álftunum en fuglafræðingar segja það ekki vera lausnina
Álftum fer fjölgandi
» Fjöldi álfta á Íslandi er nú
29.232 miðað við nýjustu mæl-
ingar og hefur fjölgað um
5000 síðustu 5 ár.
» Þær álftir sem flykkjast á
tún bænda eru aðallega geld-
fuglar að sögn fuglafræðinga.
» Álftin leggst aðallega á góð
og nýlega ræktuð tún og
skemmir því oft bestu túnin
» Fáar álftir dveljast á Íslandi
yfir vetrartímann, flestar álft-
irnar fara til Bretlands og Ír-
lands og þó nokkrar til Skand-
inavíu og Danmerkur.
Ólafur Einarsson fuglafræðingur,
sem rannsakað hefur álftir í
áratugi, telur óvíst að bændur
losni við álftina þó að skotnir
verði nokkrir fuglar. Hvergi í
Evrópu eru leyfðar veiðar á álft-
um. Álftir hafa verið friðaðar
hér á landi síðan 1913 og segir
um það í Alþingistíðindum:
„Svanurinn er hin mesta prýði í
íslensku fuglalífi, nytjar hans
munu mestar í fjaðratöku og
þær nytjar vaxa við friðunina,
nytjar á drápi fuglsins sjálfs eru
svo litlar, að þeirra vegna verður
friðunin að teljast fyllilega rjett-
mæt. Þess ber og að geta, að
sje svanurinn friðaður, mun
hann verða spakari og algengari,
verða víðar til yndis og prýði“.
Virðist því vera að álftin sé frið-
uð vegna fegurðar hennar og
tignarleika fremur en lítils
stofns. Ólafur telur þó stofn
álftarinnar sem nú er um
30.000 ekki stóran en álftum
hefur fjölgað undanfarin ár og
er stofninn nú nákvæmlega
29.232, miðað
við nýjustu
mælingar, og
hefur fjölgað
um 5.000 á síð-
ustu 5 árum.
Ólafur segir
að þó að frið-
unin hafi ekki
verið sett hér á
landi vegna lítils
stofns hafi það verið gert í
Skandinavíu því þar var fugl-
inum nánast útrýmt með veiðum
og var friðaður í kjölfarið. Með
friðuninni náðist góður árangur
og fuglinn hefur náð sér vel á
strik.
Hér á landi kemur það upp á
hverju ári að álftir séu skotnar
ólöglega bæði að vori og hausti
til að sögn Ólafs. Ólafur nefnir
einnig að álftir séu votfuglar og
sæki í votlendi, bæði tjarnir og
vötn. Því telji hann að álftin geri
helst skaða þegar bleytur eru í
túnunum og álftin róti þar upp
og myndi sár.
Álftir eru friðaðar í allri Evrópu
ÓLAFUR EINARSSON FUGLAFRÆÐINGUR ÓSAMMÁLA BÆNDUM
Ólafur
Einarsson