Morgunblaðið - 18.05.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum
EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti
▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð
og 3.000 kg lyftigeta
▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð
▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu
▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s
Sá sem gerir kröfu
um mestu skerpu og
vörn fyrir augun velur
með HDO gleri.
Birgir Gilbertsson
járnkarl.
OPTICAL STUDIO/OAKLEY-umboðið á Íslandi
OAKLEY’S HIGH DEFINITION HDO,
einnig fáanleg með styrkleika.
Tegund: Oakley Jawbone 04-205 col.
Retina Burn/Black VR50 Photochromic Vented.
Fatasöfnun Rauða kross Íslands í
gær gekk vel. Gert er ráð fyrir að
landsmenn hafi losað sig við á milli
tíu og tólf tonn af notuðum fatnaði og
árangurinn verði svipaður og undan-
farin ár. Fataverkefnið skilaði 84
milljónum á síðasta ári.
„Þetta fór hægt af stað, en það
lifnaði yfir þessu um hádegið,“ segir
Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri
fatasöfnunarinnar. „Söfnunin hefur
gengið samkvæmt væntingum, en
við höfum yfirleitt fengið á milli 10 og
12 tonn og búumst við svipuðu núna.“
Örn segir að yfirleitt safnist mest
af barna- og kvenfötum. Fötin eru
flokkuð, sum þeirra eru nýtt hér,
annað er sent úr landi. „Við flokkum
fötin og það sem við getum nýtt inn-
anlands fer í fataúthlutun okkar eða í
Rauða kross verslanirnar. Afgang-
urinn er síðan fluttur úr landi og
seldur til fjáröflunar fyrir Rauða
kross Íslands.“
Að sögn Arnar er fatnaðurinn
sendur til Þýskalands og Hollands,
en meirihlutinn af því sem sent er úr
landi endar í Afríku.
Þeir sem ekki höfðu tök á því að
koma með fatnað í gær geta komið
með hann á gámastöðvar Sorpu og í
Fatasöfnunarstöð Rauða krossins í
Skútuvogi 1 á virkum dögum.
annalilja@mbl.is
Notaður fatn-
aður í tonnavís
Fatasöfnun Rauða krossins gekk vel
Söfnun Þetta fólk kom með fatapoka í gáminn við Laugardalslaugina í gær.
Morgunblaðið/Ómar