Morgunblaðið - 18.05.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Sími 568 5170
Góð þjónustaFagmennskaGæðavörur
Gáfu í frekar en að draga úr
Grettir segir það líka hafa verið
gæfuspor að þegar afleiðingar efna-
hagskreppunnar skullu á atvinnulíf-
inu afréðu hann og Benedikt að
halda fullum dampi. „Við ákváðum
að vera ekki með neitt væl. Þó að það
hafi kallað á meira umstang en áður,
og erfiðara verið að koma greiðslum
til birgja pöntuðum við allar okkar
venjulegu vörur, fylltum allar hillur
og gættum þess að eiga allt til sem
viðskiptavini okkar gæti vanhagað
um. Okkur er annt um að okkar
kúnnar viti að hér geta þeir fundið
góða vöru og lendi ekki í neinu ves-
eni.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Velgengni „Þegar verst lét í dýpstu lægðum kreppunnar misstum við kannski 8-10% af sölu, en ekki 30, 40 og jafn-
vel 50 eða 60% eins og aðrir horfðu upp á. Fyrir okkur var bankahrunið því meira eins og klapp á kinnina en kjafts-
högg,“ segir Grettir (t.v.). Með honum á myndinni er meðeigandi hans Benedikt Emil Jóhannsson.
Hagnaður bandarísku stórversl-
anakeðjunnar Wal-Mart jókst um
10% á fyrsta ásfjórðungi. Þetta kom
fram í rekstrartölum sem sam-
steypan birti á fimmtudag, að því er
Wall Street Journal greinir frá.
Hagnaðartölur voru einnig sterk-
ar hjá Wal-Mart utan Bandaríkj-
anna og heildartekjur jukust um
8,5%. Sala jókst um 8,6% og nam
alls 112,3 milljörðum dala.
Er þessi árangur umfram það
sem spáð hafði verið og nam hagn-
aðurinn 1,09 dölum á hlut. Wal-
Mart reiknar með hagnaði upp á
1,13 til 1,18 dali á hlut á öðrum
fjórðungi.
Árangurinn má m.a. rekja til
aukins streymis viðskiptavina í
verslanirnar og að upphæð hverrar
sölu hefur farið hækkandi. Vöxt-
urinn var svipaður í öllum vöru-
flokkum nema afþreyingarvöru.
Þetta er þriðji fjórðungurinn í
röð þar sem sölutölur Wal-Mart eru
á uppleið. Fyrirtækið hefur lagt
aukinn kraft í að lækka vöruverð
m.a. til að bregðast við þeirri hug-
arfarsbreytingu hjá neytendum að
Wal-Mart sé ekki endilega alltaf
með besta verðið.
AP segir Wal-Mart hafa tekist að
snúa rekstrinum rækilega við eftir
að hafa orðið illa fyrir barðinu á
efnahagskreppunni. Lágtekjuhóp-
ar, sem tekið höfðu á sig mikinn
skell s.s. vegna aukins atvinnuleys-
is, mynda stóran kjarna í við-
skiptavinahópi verslananna.
ai@mbl.is
AFP
Uppgangur hjá Wal-Mart