Morgunblaðið - 18.05.2012, Síða 21

Morgunblaðið - 18.05.2012, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 FYRIR ALVÖRU KARLMENN Fæst á hársnyrtistofum TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar 7:20 C mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar 10:15 D mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar 16:40 H mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar Barnapössun 17:40 I mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar Barnapössun 18:40 J mánu-, þriðju-, miðviku- og fimmtudagar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 20. maí kl. 16:30 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Viltu ná kjörþyngd og komast í form? 45% 45 ára starfsafmæli JSB 1967 - 2012 Síðustu námskeið fyrir sumarfrí! Innritun í síma 581 3730 Öllum námskeiðum fylgir sumarkort! J David Cameron fullyrðir að ekki verði vikið frá þeirri stefnu að draga úr fjárlagahalla í Bretlandi. Hann ver af fullum krafti framtíð- arspár sínar um að evrusamstarfið liðist í sundur. Forsætisráðherrann ræddi ný- lega evruvandann við evrópska þjóðarleiðtoga, þar á meðal Angelu Merkel og nýkjörinn forseta Frakklands, François Hollande. Fulltrúar breska Verkamanna- flokksins hafa verið með yfirlýs- ingar þess efnis að bágt gengi evr- unnar sé ekki orsök kreppunnar, heldur sé stefnu samsteypustjórn- arinnar um að kenna. Cameron olli titringi þegar hann lét hafa eftir sér að lönd innan evrusvæðisins yrðu að „ná sáttum, því takist það ekki er skilnaður óumflýjanlegur“. George Osborne fjármálaráðherra hefur ítrekað varað við glæfralegum spám um mögulegt fall evrunnar. Að hans sögn eykur slíkt enn á vangetu Grikklands til að mynda ríkis- stjórn sem leitt geti þjóðina út úr þeim gríðarlegu efnahagslegu þrengingum sem hún stríðir við um þessar mundir. Osborne bætti við að „við höfum bæði skýrar og vel skilgreindar hugmyndir um hvers evrusvæðið þarfnast til að gjaldmiðill þess nái sér á strik“. Lausnirnar eru að hans mati fólgnar í stórtækum niðurskurð- araðgerðum í „jaðarríkjum“ en að einnig sé mikilvægt að „kjarni evrusvæðisins leggi í aðgerðir til að auka almenna eftirspurn“. Á fundi sínum með Evrópuleið- togum ítrekaði David Cameron mikilvægi ákveðinna og mark- vissra aðgerða til að styrkja evru- svæðið. Enn fremur sagði Came- ron að ástandið í Grikklandi væri „vandi sem aldrei hafi verið leyst- ur“ og bætti við að evrusvæðið gæti lent í verulegum stjórnar- vanda nema það taki nokkur skref aftur á bak til að styrkja fjármála- stofnanir sínar og verja veikari að- ildarríkin. Cameron yfir- lýsingaglaður  Evruríkin þurfi að „sættast eða skilja“ François Hollande mun steypa sér í djúpu laugina þegar hann verður fulltrúi Frakka á G8-ráðstefnunni í Bandaríkjunum í dag og á morgun. Í för með Hollande er Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráð- herra Frakklands og nýskipaður ut- anríkisráðherra landsins. Forvitnilegt verður að vita hvort Hollande verður jafn atkvæðamikill og forveri hans Sarkozy, en hann var gjarnan í forystuhlutverki á fundum G8-ríkjanna, þar sem leiðtogar stærstu iðnríkja heims funda. Líklegt er talið að Hollande muni þurfa að svara fyrir fullyrðingar sínar um að draga 3.500 manna herlið Frakka frá Afg- anistan fyrir árs- lok, ári áður en fyrri forseti hafði ákveðið og tveim- ur árum áður en hersveitir NATO eiga að yfirgefa landið. Fyrsti prófsteinn Hollande í embætti François Hollande Bráðabirgðastjórn tók við völdum í Grikklandi í gær en hún mun starfa fram að 17. júní næstkomandi þegar Grikkir kjósa sér nýja ríkisstjórn. Ekki hafði tekist að mynda ríkis- stjórn eftir þingkosningarnar 6. maí. Yfirdómari við stjórnlagadómstól Grikkja, Panagiotis Pikrammenos, leiðir nýju stjórnina. „Ljóst er að Grikkland stendur frammi fyrir mikl- um áskorunum. Þetta eru erfiðir tímar fyrir landið,“ sagði Pikramme- nos við stjórnarmyndunina í gær. Ljóst er að sú fullyrðing á við rök að styðjast þar sem lánardrottnar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn og Evrópusambandið, hafa gef- ið út að Grikkjum verði ekki veitt frekari lán standi þeir ekki við niður- skurðaráætlanir sínar. AFP Ráðherra Panagiotis Pikrammenos á ærið verkefni fyrir höndum. Bráða- birgðastjórn í Grikklandi  Yfirdómari veitir stjórninni forystu Fyrrverandi eig- inkona Roberts F. Kennedys yngri, Mary Rich- ardson fannst lát- in í gær á heimili sínu í New York. Samkvæmt upp- lýsingum frá AFP fréttastofunni er talið að hún hafi svipt sig lífi. Richardson fannst á heimili sínu í úthverfi New York-borgar, en fjöl- miðlar ytra fullyrða að dánarorskök sé köfnun af völdum hengingar. Hún var 52 ára. Mary var önnur eiginkona Kennedys yngri, en þau skildu árið 2010 eftir 16 ára hjónaband. Þau áttu fjögur börn, það yngsta var fætt árið 2001. Hún starfaði sem hönnuður og hafði lengi átt við áfengis- og vímu- efnavanda að stríða. Fjölskylda Richardson gaf út eftirfarandi til- kynningu í tengslum í tengslum við atburðinn: „Við erum slegin yfir fregnum af andláti systur okkar Mary, útgeislun og sköpunarkraftur einkenndi hana og hennar verður sárt saknað.“ Faðir Roberts F. Kennedys yngri var Robert F. Kennedy, dóms- málaráðherra í ríkisstjórn bróður síns, Johns F. Kennedy, Bandaríkja- forseta. Faðir fyrrverandi eig- inmanns hennar var skotinn til bana árið 1968 er hann var í kosningabar- áttu til útnefningar Demókrata- flokksins til forsetaframboðs. Eiginkona Kennedys látin Mary Richardson Kennedy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.