Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Ómar
Stolt ungamamma Álftir eru víða farnar að unga út eggjum sínum, þeirra á meðal frú Svanhild-
ur sem synti hnarreist með ungana sína fjóra við stífluna í Elliðaárdalnum í góðviðrinu í gær.
Gjaldeyrishöftin valda at-
vinnulífinu og samfélaginu öllu
sífellt meiri skaða. Áætlun
stjórnvalda um afnám haftanna
er bæði ómarkviss og ótrúverð-
ug. Samtök atvinnulífsins hafa
lagt fram áætlun um afnám
gjaldeyrishaftanna sem gerir
ráð fyrir að þau falli niður í árs-
lok og skora SA á ríkisstjórnina
og Alþingi að hefjast þegar
handa við afnám haftanna í stað
þess að sitja með hendur í skauti
og bíða eftir tillögum frá Seðlabankanum.
Gjaldeyrishöftin eru fullkomlega óásættanleg
fyrir atvinnulífið. Nútíma alþjóðatengt at-
vinnulíf þrífst ekki á Íslandi með gjaldeyr-
ishöftum og því er það brýnasta hagsmunamál
Íslendinga að þau verði afnumin sem fyrst.
Heimilin varin
Stjórnvöld þurfa að horfast í augu við þann
möguleika að gengi krónunnar geti fallið eftir
að gjaldeyrisviðskipti verða gefin frjáls á nýj-
an leik. Áætlun Samtaka atvinnulífsins gerir
ráð fyrir sérstökum mótvægisaðgerðum til
þess að takmarka tjónið af hugsanlegu geng-
isfalli fyrir skuldug heimili. Gert er ráð fyrir
sérstökum vaxtabótum vegna hækkunar verð-
tryggðra lána umfram viðmiðunarmörk og að
þessar bætur verði fjármagnaðar með skatt-
lagningu á fjármagnsviðskipti sem höftin taka
nú til, einkum krónueigna erlendra aðila.
Skattlagning yrði lægri á viðskipti í aðdrag-
anda afnámsins en hærri eftir að gjaldeyr-
isviðskipti eru orðin frjáls. Þetta þýðir að hag-
ur allra er að leysa vandann vegna
krónueignar erlendra aðila áður en höftin
verða formlega afnumin.
Vandamálin leyst
Áætlun Samtaka atvinnulífsins gengur út á
að skapa skilyrði fyrir viðskipti milli erlendra
krónueigenda annars vegar og innlendra eig-
enda gjaldeyris, ríkisins og bankanna hins
vegar. Fyrir afnám haftanna yrði innlendum
eigendum gjaldeyris frjálst að kaupa þessar
krónueignir sem væntanlega fengjust með ríf-
legum afslætti. Ríkið gæfi út skuldabréf í er-
lendum gjaldmiðlum á móti
krónueignum í skuldaviðurkenn-
ingum sem ríkið ábyrgist eða
skuldar nú þegar. Bankarnir
fengju möguleika til þess að
breyta krónuinnstæðum í bundn-
ar gjaldeyrisinnstæður til langs
tíma eða samsvarandi skuldabréf
í erlendum gjaldmiðlum. Vænt-
anlega gætu bæði ríkið og bank-
arnir fengið drjúgan afslátt í
þessum viðskiptum.
Þá gerir áætlun Samtaka at-
vinnulífsins ráð fyrir því að leitað
verði samninga við slitastjórnir
föllnu bankanna um að eignarhlutir í þeim
verði ekki seldir nema a.m.k. 75% af söluverð-
inu verði greiddir í gjaldeyri og að samið verði
við lífeyrissjóðina um að þeir fari sér hægt í
fjárfestingum erlendis í tiltekinn tíma eftir af-
nám gjaldeyrishaftanna.
Fyrirtækjum mismunað
og gengið lækkar
Gjaldeyrishöftin mismuna fyrirtækjum og
bjóða upp á spillingu. Fyrirtæki sem ekki
njóta sérstakra undanþága frá höftunum búa
við takmarkanir og vöxtur þeirra á erlendum
mörkuðum er hindraður. Aðilar sem geta
keypt krónur á vildarkjörum og fjárfest í at-
vinnulífinu fá sjálfkrafa forskot umfram keppi-
nauta. Framkvæmd haftanna þróast óhjá-
kvæmilega yfir í handstýrt kerfi
geðþóttaákvarðana og mismununar.
Gjaldeyrishöftin leiða til lækkandi gengis
krónunnar vegna þess að gjaldeyri er varla
skipt fyrir krónur nema til þess að greiða inn-
lendan kostnað, afborganir lána eða til eigna-
kaupa. Lækkun gengisins veldur því að verð-
bólga þessa árs verður væntanlega um og yfir
5% í stað 3% að öðrum kosti. Eðlilegt fjár-
magnsflæði inn og út úr landinu vegna fjár-
festinga eða lántöku er heft. Aðgengi íslensks
atvinnulífs að erlendu lánsfé er mjög takmark-
að en það er lykilþáttur í samkeppni á inn-
lendum fjármagnsmarkaði sem verður mun
óhagkvæmari en ella.
Tíminn að hlaupa frá okkur
Gjaldeyrishöftunum verður að aflétta sem
fyrst þar sem tjónið sem atvinnulífið og sam-
félagið allt verður fyrir af völdum haftanna
eykst stöðugt á meðan þau eru við lýði. Áætlun
SA um afnám gjaldeyrishaftanna áður en nýtt
ár gengur í garð má lesa á vef SA: www.sa.is
en það er í höndum ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis að láta verkin tala.
Eftir Vilhjálm Egilsson
»Gjaldeyrishöftunum verður
að aflétta sem fyrst þar sem
tjónið sem atvinnulífið og sam-
félagið allt verður fyrir af völd-
um haftanna eykst stöðugt …
Vilhjálmur Egilsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.
Brýnasta hags-
munamál Íslendinga
Brussel. | Fyrir
mörgum árum fór ég
með börnin mín að
skoða strendurnar þar
sem innrás banda-
manna í Normandí átti
sér stað. Ég vildi að þau
skildu fórnirnar sem
aðrir þurftu að færa til
að þjóðir Evrópu og
Norður-Ameríku gætu
notið ávinningsins af
friði, frelsi og farsæld.
Við sáum strendur með nöfn sem
enduróma í gegnum söguna –
Omaha, Utah, Juno. Þessar strendur
eru minnisvarðar um þá hugmynd að
sameinuð getum við sigrast á hvers
konar hættum, hversu miklar sem
þær eru.
Við skiljum hvað hefði komið fyrir
Evrópu og allan heiminn ef álfan
hefði ekki fengið þessa hjálp frá
Norður-Ameríku. Og við vitum að
þessi innrás skapaði einstök tengsl
milli álfanna tveggja.
Þessi tengsl eru enn nauðsynleg til
að vernda gildi okkar og tryggja ör-
yggi okkar. Eftir að kalda stríðinu
lauk gengu þó margir út frá því að
Atlantshafsbandalagið, stofnunin
sem festi þessi tengsl í sessi, myndi
hverfa. Það gerðist þó ekki, vegna
þess að tengsl okkar byggjast ekki
aðeins á sameiginlegum
ógnum, heldur sameig-
inlegum hugsjónum.
Það gat ekki horfið,
ekki frekar en þrá okk-
ar eftir frelsi. NATO
þurfti ekki neinar utan-
aðkomandi ástæður til
að halda áfram að vera
til. Samt komu þær
fljótlega.
NATO greip til hern-
aðaraðgerða í Bosníu og
Kósóvó til að binda
enda á stórfelld mann-
réttindabrot. Í Líbíu
framfylgdum við ályktun öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna til að vernda
óbreytta borgara. Og í Afganistan
komum við í veg fyrir að landið yrði
öruggt griðland öfgamanna.
Atlantshafsbandalagið er orðið að
öryggisstofnun sem er sveigjanleg,
skilvirk og fjárhagslega hagkvæm.
Ógnirnar hafa breyst, eru orðnar al-
þjóðlegri, og við höfum breyst til að
geta tekist á við þær.
NATO er að þróa eldflaugavarnir
til að vernda íbúa og lönd Evrópu
gegn alvarlegri og vaxandi ógn. Á
Indlandshafi vinnur Atlantshafs-
bandalagið með Evrópusambandinu
og mörgum öðrum að því að verja
mikilvægar siglingaleiðir sem sjó-
ræningjar ógna. Og í löndum úti um
allan heim tekur NATO þátt í mikil-
vægum verkefnum, svo sem hreinsun
jarðsprengjusvæða, björgunar-
störfum, ráðgjöf við að færa heri und-
ir lýðræðislega stjórn og aðgerðum til
að vernda börn í nánu samstarfi við
Sameinuðu þjóðirnar.
Þessi verkefni eru ef til vill ekki
mjög áberandi í fjölmiðlunum. En ör-
yggið er eins og heilsan – menn gefa
ekki gaum að því fyrr en eitthvað fer
að bjáta á. Þess vegna er þörf fyrir
tryggingu. Og NATO er traustasta
trygging í öryggismálum sem heim-
urinn hefur. Með 28 aðildarríki hefur
bandalagið orðið hverju einasta
þeirra að gagni, ár eftir ár, í rúma sex
áratugi.
Fulltrúar frá um það bil 60 NATO-
löndum, samstarfsríkjum og alþjóða-
samtökum koma saman í Chicago um
helgina til að taka þátt í leiðtogafundi
NATO, þeim stærsta í sögu banda-
lagsins, til að takast á við nokkur af
helstu vandamálum heimsins í
öryggismálum.
Í viðræðunum verður lögð áhersla
á þrjú mál: markmiðið um að Afgan-
istan taki fulla ábyrgð á öryggi sínu,
áframhaldandi þróun hernaðar-
máttar bandalagsins og samstarf
NATO við ríki utan bandalagsins í
þágu friðar.
Í fyrsta lagi munum við staðfesta
þann ásetning okkar að tryggja frið
og stöðugleika í Afganistan. Á næstu
mánuðum breytist hlutverk okkar,
við hættum að taka þátt í bardögum
og einbeitum okkur að þjálfun og ráð-
gjöf. Og fyrir lok ársins 2014 eiga
Afganar að bera fulla ábyrgð á öryggi
sínu.
Í öðru lagi þurfum við að horfa til
framtíðarinnar og þróa ný úrræði
fyrir nýtt tímabil, þegar þátttöku
okkar í hernaðinum í Afganistan er
að ljúka. Þar sem aðildarríkin eru
núna að minnka útgjöldin til varnar-
mála þurfum við að nálgast þetta við-
fangsefni með nýjum aðferðum.
Með því að vinna saman getum við
gert meira úr því sem við höfum.
Þetta er kjarninn í því sem kalla má
„snjallvarnir“. Í Chicago munu
aðildarríkin staðfesta þessa nálgun
sem langtímastefnu í þeirri viðleitni
að auka mátt NATO.
Samstarf í þágu friðar verður einn-
ig ofarlega á baugi í Chicago. Síðustu
20 árin hefur NATO búið til net ör-
yggissamstarfs við lönd úti um allan
heim. Ólíkt aðildarríkjunum nær
fimmta grein Atlantshafssáttmálans
ekki til samstarfsríkja NATO, en hún
kveður á um að árás á eitt aðildarríki
sé árás á þau öll. Fjölþjóðlegar ógnir
krefjast hins vegar fjölþjóðlegra
lausna og samstarf okkar við ríki ut-
an bandalagsins hjálpar okkur að
takast á við sameiginleg vandamál.
NATO hefur reglulegt samráð við
öll samstarfsríki okkar. Bandalagið
hjálpar þeim sem óska eftir aðstoð
við að koma á umbótum í varnar-
málum. Og mörg samstarfsríki okkar
leggja til gagnleg tæki og verðmæta
þekkingu í þessi verkefni.
Ég hóf þessa grein með því að
nefna persónulega samsömun mína
við tengslin milli Norður-Ameríku og
Evrópu. En þessi tenging er djúp-
stæðari en þú heldur. Chicago hefur
lengi verið heimaborg margra inn-
flytjenda frá Evrópu. Sonur minn býr
í Illinois, ekki langt frá Chicago, með
eiginkonu sinni og tveimur börnum.
Af fjórum barnabörnum mínum eru
tvö evrópsk og tvö bandarísk.
Þegar ég hugsa um ástæðurnar til
að varðveita tengslin yfir Atlants-
hafið fyrir framtíðarkynslóðirnar
hugsa ég ekki um eigið öryggi. Ég
hugsa um öryggi þeirra. Og það er
eina ástæðan sem ég þarf.
Eftir Anders Fogh
Rasmussen » Öryggið er eins og
heilsan – menn gefa
ekki gaum að því fyrr en
eitthvað fer að bjáta á.
Þess vegna er þörf fyrir
tryggingu. Og NATO er
traustasta trygging í ör-
yggismálum sem heim-
urinn hefur.
Anders Fogh
Rasmussen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins.
©Project Syndicate, 2012.
www.project-syndicate.org
NATO er nauðsyn