Morgunblaðið - 18.05.2012, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
ÚRVAL FATNAÐAR OG GJAFAVÖRU
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Nú styttist í for-
setakosningar og
langar mig af því til-
efni að gera að um-
talsefni lýðræð-
isþróun og
málskotsrétt forset-
ans.
Lýðræðið er í stöð-
ugri þróun og þó að
menn greini á um
hinar ýmsu aðferðir
og stefnur er ljóst að fólk skilur
það á þann hátt að fólkið, almenn-
ingur í landinu skuli hafa úr-
slitavald um stjórnun landsins og
að vilji almennings sé það sem
koma skuli fram í stjórn-
arathöfnum hverju sinni.
Þó að fyrirkomulag kosninga til
Alþingis hér á landi sé þannig að
kjörtímabilið sé fjögur ár er það
ekki svo að menn hafi þar allan
rétt til valda og ákvarðana. Það er
ekki svo að alþingismenn séu
kosnir til að hafa einræðisvald
þessi fjögur ár. Eðlileg hugmynd
lýðræðisins er að þeir stjórni í
anda fólksins á milli kosninga. Að
ákvarðanir þeirra séu eins og þeir
hafa vit til, í takt við vilja þjóð-
arinnar. Þetta er eitthvað sem
margir núverandi alþingismenn
virðast ekki hafa innbyggt í sína
vitund.
Forseti Íslands hefur sam-
kvæmt stjórnarskránni rétt til að
synja lögum staðfestingar og fara
þau þá sjálfkrafa til þjóðarinnar
sem ákveður með beinum kosn-
ingum örlög þeirra. Augljóst er að
þannig ákvörðun forseta er ekki
tekin á degi hverjum né án tilefnis
eða sterkra vísbendinga um að
einmitt það sé vilji þjóðarinnar.
Í þrígang á undanförnum árum
hefur það gerst að forsetinn synj-
aði lögum staðfestingar. Í eitt
skiptið voru lögin dregin til baka
og tvisvar var kosið í kjölfarið og
hafnaði þjóðin viðkomandi lögum
með afgerandi hætti.
Það undarlega gerðist
í kjölfarið að rík-
isstjórnin, sem gerð
hafði verið afturræk
með lagafrumvörp sín
sem og ýmsir aðrir
áhrifamenn í þjóð-
félaginu, tóku að
atyrða forsetann fyrir
tiltækið og láta í það
skína í fjölmiðlum og
annars staðar þar
sem þeir komu því við
að hann hefði með
þessu tekið sér mikið vald. Nánast
hrifsað til sín vald.
Þetta er ekki rétt. Það sem
hann gerði var að færa vald til
þjóðarinnar, vald sem hún á með
óyggjandi hætti. Þetta vald er
hennar samkvæmt stjórnarskrá
sem og eðlilegri heilbrigðri skyn-
semi. Það að gera forsetann tor-
tryggilegan, þegar hann beitir úr-
ræði stjórnarskrárinnar til að
tryggja lýðræði í landinu, er í
besta falli fáviskulegt og í versta
falli einbeittur brotavilji löggjaf-
ans gagnvart sinni eigin þjóð.
Maður skyldi halda að þegar
þjóðin hefði sagt sitt síðasta orð
varðandi lög og gert það með yf-
irgnæfandi meirihluta, mundi lög-
gjafinn biðja hana afsökunar á því
að hafa ætlað að vinna gegn vilja
hennar. Nei, alþingismenn hafa
ekki beðist afsökunar og bendir
margt til þess að þeir hafi í raun
og veru viljað, og vilji enn, sam-
þykkja lög sem eru í beinni and-
stöðu við þennan mikla meirihluta.
Minna viðbrögð þeirra á þann sem
lét hengja sendiboðann er flutti
váleg tíðindi.
Um þetta þarf þjóðin að hugsa
nú í aðdraganda forsetakosninga.
Hún virðist sitja uppi með Alþingi
sem starfar ekki endilega í þágu
hennar, Alþingi sem hefur skýran
ásetning til að setja lög sem eru í
andstöðu við eindreginn vilja
hennar.
Á tyllidögum slá menn um sig
og skreyta með meintri lýðræð-
isást en margt bendir til þess að
þeir sem kjörnir eru til forystu
vilji gjarnan vera einráðir þann
tíma sem þeir hafa. Úrræði al-
mennings í landinu eru harla fá
þegar hann situr uppi með rík-
isstjórn sem rúin er trausti, Al-
þingi sem rúið er trausti og ýmsar
fleiri grundvallarstofnanir ríkisins
rúnar trausti. Við verðum að átta
okkur á því að landinu stýrir fólk
sem neitar að skilja hvaðan valdið
kemur og vill þröngva málum í
gegn þótt þjóðin sé alfarið á móti
þeim.
Í framtíðinni er þörf á að auka
beina aðkomu þjóðarinnar að
ákvarðanatöku í mikilvægum mál-
um. Einnig þarf hún að geta kraf-
ist þingkosninga eftir skýrum
reglum. Þangað til er málskots-
réttur forsetans nánast eini neyð-
arventillinn sem til er. Hann hefur
verið nýttur með þeim árangri að
þjóðin sagði sitt með afgerandi
hætti og afsagði lagagerð sem
ekki var að hennar skapi. Það er
móðgandi að hlusta á alþing-
ismenn og ráðherra tala eins og
forsetinn hafi unnið spjöll með
gerðum sínum. Hans aðkoma var
einungis sú að að fara að raun-
verulegum vilja þjóðarinnar og
beina málunum í lýðræðislegan
farveg og brást henni ekki á úr-
slitastundu.
Forsetinn, lýðræðið
og málskotsrétturinn
Eftir Elvar
Eyvindsson » Brotavilji Alþingis er
einlægur að vilja
koma málum í gegn sem
meirihluti er ekki fyrir.
Forsetinn tekur sér
ekki það vald sem hann
réttir þjóðinni.
Elvar Eyvindsson
Höfundur er bóndi og sveitarstjórn-
armaður.
„Ef þú segir alltaf
sannleikann þarftu
aldrei að muna neitt.“
(Mark Twain).
Fyrrv. formaður
Læknafélags Íslands,
Sigurbjörn Sveins-
son, skrifaði grein í
Morgunblaðið 26.
apríl sl.: „Jóhann
Tómasson læknir
virtur svars“. Þar
segir: „Jóhann Tóm-
asson læknir hefur skrifað um ára-
bil í Morgunblaðið um heilbrigð-
ismál en oftast um Kára
Stefánsson, lækningaleyfi Kára,
landlæknana Ólaf Ólafsson og Sig-
urð Guðmundsson …“ Þetta er
ósatt.
„Í septemberhefti Læknablaðs-
ins 2005 fékk Jóhann birta grein
undir fyrirsögninni „Nýi sloppur
keisarans“. Um leið og ég las
þessa grein við útkomu blaðsins
var mér ljóst að til álita væri að
Jóhann hefði brotið siðareglur
lækna, codex ethicus, á
Kára.“ … „Ég gerði mér jafnframt
grein fyrir því, að ég yrði sem for-
maður stjórnar Læknafélags Ís-
lands að sjá til þess að málið yrði
tekið upp í stjórninni vegna þeirr-
ar eftirlitsskyldu, sem á henni
hvíldi skv. lögum að siðareglurnar
væru heiðraðar. Kári Stefánsson
var félagi í Læknafélagi Íslands og
átti sama rétt og allir aðrir læknar
til að heiður hans væri varinn af
stjórn félagsins.“ Allir hverjir?
Sigurbjörn minnist ekki á van-
hæfi sitt. Bar honum ekki að segja
lesendum frá því? Fundargerð LÍ
13. sept. 2005: .„SS lagði fram af-
rit greinar Jóhanns Tómassonar í
Læknablaðinu. Taldi að skoða
þyrfti hana m.t.t. álitaefna út frá
codex ethicus. Sagðist ekki mundu
taka þátt í umræðum um greinina
vegna vanhæfis.“ Sigurbjörn ítrek-
aði vanhæfi sitt á fundinum 25.
okt. 2005 þegar settur formaður
kærði mig f.h. stjórnar LÍ til siða-
nefndar. Slík aðför stéttarfélags er
einsdæmi.
Stjórn Læknafélag Íslands fórn-
aði ekki aðeins codex ethicus
vegna hugleysis Kára Stef-
ánssonar. Í pöntuðu Kastljósviðtali
2. nóvember 2005 hótaði Kári að
kæra stjórnir læknafélaganna fyrir
að brjóta siðareglurnar. Daginn
eftir fylgdi hann kröfum sínum
eftir í Morgunblaðinu:
„Eðlilegt að ég sé
beðinn afsökunar“
„KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hefur
kært Vilhjálm Rafnsson, ábyrgðar-
mann Læknablaðsins, fyrir siða-
nefnd Læknafélagsins vegna
greinar sem birtist í tölublaði
septembermánaðar. Finnst Kára
sem vegið sé að persónu hans og
starfsheiðri í greininni sem Jóhann
Tómasson læknir skrifaði og eigi
slík skrif ekki heima í fagtímariti á
borð við Læknablaðið. Þar sem
Vilhjálmur er ábyrgðarmaður
blaðsins finnst Kára að hann beri
ábyrgð á birtingu á efni þar sem
kemur fram persónulegt níð og
efni sem brýtur í bága
við siðareglur lækna.“
„Mér þykir eðlilegt
að ég sé beðinn afsök-
unar og jafnframt
finnst mér eðlilegt að
Vilhjálmur Rafnsson,
sem hefur því hlut-
verki að gegna að
gæta þess hvers konar
efni birtist í blaðinu,
láti af sínu starfi.“
Kári segir að enn
fremur sé í farvatninu
kæra fyrir siðanefnd-
inni á hendur stjórna Læknafélags
Íslands og Læknafélags Reykja-
víkur, þar sem þær hafi ekki orðið
við bón hans um að fjarlægja
greinina af vefsíðu blaðsins og þær
því einnig ábyrgar.“
Formenn læknafélaganna, annar
vanhæfur, brugðust strax við. Rit-
stjórinn var rekinn. Ég var veginn
úr launsátri:
Ritskoðun og afsökunarbeiðni
„Kópavogi , 9. nóvember 2005
Stjórnir læknafélaganna fela
ykkur hér með að taka ákvörðun
um það hvort umrædd grein Jó-
hanns Tómassonar skuli tekin af
vefnum, einstök atriði hennar eða
hún öll, tímabundið eða varanlega
og hvort biðjast skuli afsökunar í
næsta tölublaði á birtingu grein-
arinnar. Ef svarið við síðarnefnda
atriðinu er jákvætt óska stjórn-
irnar eftir að sú afsökunarbeiðni
verði orðuð af ykkur.
Þess er óskað að þið komist að
niðurstöðu fyrir 17. þessa mán-
aðar.
Reykjavík, 18. nóvember 2005
Tillaga að afsökunarbeiðni til
Kára:
„Í 9. tölublaði Læknablaðsins á
þessu ári birtist grein eftir Jóhann
Tómasson þar sem gefið er í skyn
að þú stundir lækningar án tilskil-
inna leyfa. Þetta hefur reynst vera
rangt. Þú ert beðinn afsökunar á
því að þessi ummæli skuli hafa
birst í Læknablaðinu. Þau verða
umsvifalaust fjarlægð úr netútgáfu
blaðsins. Greinin í heild er til um-
fjöllunar hjá siðanefnd LÍ að
beiðni stjórnar LÍ og mun nefndin
skera úr um hvort þörf sé frekari
aðgerða.“
Virðingarfyllst
Örn Bjarnason, formaður
Jón Steinar Jónsson
Tryggvi Ásmundsson“
Ábyrgð á þessu fáheyrða ofbeldi
skv. pöntun Kára Stefánssonar
bera Sigurbjörn Sveinsson, for-
maður LÍ, og Óskar Einarsson,
formaður LR. Þeir báðu um rit-
skoðun og afsökunarbeiðni til
Kára: „Þú ert beðinn afsök-
unar …“ „Þau verða umsvifalaust
fjarlægð …“ „Greinin í heild er til
umfjöllunar hjá siðanefnd LÍ að
beiðni stjórnar LÍ og mun nefndin
skera úr um hvort þörf sé frekari
aðgerða.“
Ekkert afrit er til af þessari lít-
ilmannlegu atlögu.
Kærendurnir, læknafélögin, af-
greiddu þannig sjálfir verkefni
siðanefndar ríflega. Ég hefði átt
að krefjast frávísunar. Siðanefndin
lauk störfum 15. apríl 2009. Eftir
þrjú og hálft ár! Ljúgvitni Land-
læknis um lækningaleyfi Kára
Stefánssonar er stjórnvaldsaðgerð.
Landlæknir er hafinn yfir Codex
ethicus!
Ef þú segir alltaf
sannleikann
Eftir Jóhann
Tómasson
Jóhann
Tómasson
» „Ofbeldi er aðeins
hægt að leyna með
lygi og lyginni er aðeins
hægt að viðhalda með
ofbeldi.“
(Solzhenitsyn)
Höfundur er læknir.
mbl.is