Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist 3.
júní 1916 á Stóra-
hrauni, Eyr-
arbakkahreppi, Ár-
nessýslu. Hún lést 8.
maí sl.
Foreldrar: Árni
Tómasson hrepp-
stjóri og Magnea
Bjarnveig Ein-
arsdóttir kennari og
bjuggu þau í
Bræðratungu á Stokkseyri.
Systkini: Sigríður Stefanía, f. 22.
apríl 1923, og Jakob, f. 4. júlí
1926, hálfbróðir var Halldór
Árnason.
Guðrún var gift Ásmundi Sig-
urðssyni, bankafulltrúa og fv. al-
þingismanni, f. 26. maí 1903, en
hann lést hinn 8. febrúar 1992.
Brúðkaupsdagur þeirra var 24.
júlí 1958. Ásmundur var sonur
Sigurðar Jónssonar, bónda á
unarkona 1944. Framhaldsnám
við Eirasjukhuset í Stokkhólmi
og Tuberculosisstationen Stokk-
hólmi 1946-1947.
Hún starfaði á Líkn, berkla-
varnarstofu frá 1947 til 1954 en
þá fór hún til Þýskalands til náms
á Krankenhaus Kempfenhausen
1955. Eftir heimkomu vann hún á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur,
barnadeild, frá 1955 til 1958. Hún
var skólahjúkrunarkona í Aust-
urbæjarskóla og fleiri skólum allt
fram til starfsloka á áttunda ára-
tugnum. Guðrún var virkur fé-
lagi í Hjúkrunarfélagi Íslands og
var m.a. í stjórn 1942-1945 og
1957-1961, gjaldkeri frá 1943-45
og 1958-61, fulltrúi H.F.Í. í BSRB
1951-54 og 1961-67, var í ritstjórn
fyrsta Hjúkrunarkvennatals
1969, og var gerð að heið-
ursfélaga Hjúkrunarfélags Ís-
lands 1988.
Guðrún bjó á Barónsstíg 65 en
dvaldi síðasta árið á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli og lést þar.
Guðrún var jörðuð í kyrrþey
hinn 15. maí 2012.
Reyðará í Lóni A-
Skaftafellssýslu, og
Önnu Hlöðvers-
dóttur kennara.
Guðrún gekk í
unglingaskóla Eyr-
arbakka 1930 til
1932. Húsmæðra-
skólann á Hallorms-
stað 1933-1935 og
lauk námi frá
Hjúkrunarskóla Ís-
lands í maí 1940.
Hún sótti framhaldsnám í
skurðstofuhjúkrun við Landspít-
ala 1941, gerðverndarhjúkrun
við Kleppsspítala, farsótt-
arhjúkrun við Epidemi Sjukhuset
í Stokkhólmi 1945, heilsuvernd
við Distrikssjuksköterskeskolan,
Folkhelsan Stokkholmi. For-
stöðukona við Vöggustofu Sum-
argjafar, Tjarnarborg 1942-1943.
Hjúkrunarkona við Hjúkr-
unarfél. Líkn. Bæjarhjúkr-
Að leiðarlokum Guðrúnar Árna-
dóttur hjúkrunarkonu í hárri elli
vil ég minnast hennar í örfáum
orðum. Í huga mér er hún Guðrún
Ásmundar, því hún var gift afa-
bróður mínum Ásmundi Sigurðs-
syni frá Reyðará í Lóni þar sem við
fæddumst með 50 ára millibili. Þau
hjónin, gjarnan nefnd bæði í sömu
andránni, heimsóttu ættaróðalið
mörg sumrin þegar ég var barn.
Man eftir glaðværð og dillandi
hlátri Guðrúnar og síðar kynnt-
umst við betur þegar ég sótti skóla
fjarri minni heimabyggð. Naut ég
þá oft gestrisni þeirra sæmdar-
hjóna á Barónsstíg í mat og drykk.
Guðrún hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og lá ekkert
á þeim. Er mér minnisstætt hvern-
ig hún gat rökrætt brosandi og
jafnvel hlæjandi við fólk sem var
henni ósammála þannig að ekki
vottaði fyrir reiði eða andúð. Hver
er sínum gjöfum líkastur er oft
sagt og við börnin á Reyðará nut-
um smekkvísi þeirra hjóna
snemma þegar okkur voru gefin
silfurskeið og -gaffall með upp-
hafsstöfum okkar ágröfnum, en
einhver gömul hjátrú olli því að alls
ekki mátti „gefa“ okkur hnífinn í
það sett og þurfti því að gjalda
hann með fimm aurum eða svo
sem var líklega smæsta myntin á
þeim tíma. Man ég eftir að hafa
síðar á lífsleiðinni fengið frá þeim
hjónum veski að gjöf með þeim
áhrínsorðum að aldregi yrði því
veski fjár vant. Leita þyrfti ég
þessara muna nú vel og lengi líkt
og þjóðin öll hugsunarháttar þessa
sómafólks liðinnar aldar. Eftir að
Ásmundur frændi féll frá árið 1992
voru samskipti okkar Guðrúnar
því miður ekki mikil, einungis jóla-
kortin og jarðarfarir nákominna
en við hjónin heimsóttum hana þó
einu sinni í sumarhúsið við Kolg-
rafarhól í Grímsnesi þar sem hún
undi hag sínum vel. Guðrún sýndi
enn og aftur rausn sína þegar hún
að látnum Ásmundi eiginmanni
sínum ánafnaði föður mínum og
systur hans, Aðalheiði Geirsdóttur
á Höfn, svonefndan Reyðarárpart,
skika úr landnámsjörðinni Bæ í
Lóni, sem var heimanmundur Ás-
mundar á sínum tíma. Þessi höfð-
ingsskapur Guðrúnar varð til þess
að okkur silfurskeiðarbörnunum
frá Reyðará er nú búið eignarland í
okkar fögru fæðingarsveit þar sem
við eigum saman húseign og get-
um með hlýhug minnst sólskins-
brossins hennar Guðrúnar Árna-
dóttur.
Ásgeir Sigurðsson.
Í dag verður til hinstu hvílu bor-
in vinkona mín Guðrún Árnadóttir
hjúkrunarkona. Upp í hugann
koma minningar um elskulega
konu sem tók unglingsstelpu, sem
kom í skóla til Reykjavíkur og var
utan af landi, opnum örmum.
Þau Guðrún og eiginmaður
hennar Ásmundur Sigurðsson
fyrrverandi alþingismaður, sem
einnig er látinn, buðu mig vel-
komna inn á heimili sitt á Baróns-
stíg 65 og þangað heimsótti ég þau
oft. Það var mikil vinátta á milli
hjónanna Önnu Sigurmundsdóttur
og Steingríms Henrikssonar sem
fóstruðu mig eftir að ég flutti til
Reykjavíkur og Guðrúnar og Ás-
mundar. Þannig kynntist ég þessu
góðu og grandvöru hjónum. Heim-
ili þeirra Guðrúnar og Ásmundar á
Barónsstíg 65 var hlýlegt og ró-
legt. Þar ríkti einnig ákveðin form-
festa menningar, listatengt og
samofið íslenskri þjóðrækni og
sögu.
Þetta fallega indæla heimili
þeirra Guðrúnar og Ásmundar
stóð mér ávallt opið og oft kom ég
þar við á leið minni heim úr skól-
anum. Þau áttu gott bókasafn sem
mikið hagræði var að fyrir skóla-
stelpu að hafa aðgang að auk þess
að vera auðfús að miðla af þekk-
ingu sinni og reynslu.
Eftir að ég byrjaði í hjúkrunar-
skólanum rýndi Guðrún stundum
með mér á námsefnið og alltaf
fylgdist hún með af áhuga hvernig
mér gengi bæði í skólanum og öðru
sem ég hef tekið mér fyrir hendur í
lífinu. Við ræddum oft um stöðu
hjúkrunar og þróun. En Guðrún
var alla tíð mjög hlynnt forvörnum
tengt hjúkrunarstarfinu og þau
Ásmundur voru afar framsýn og
stunduðu fjallgöngur sér til heilsu-
bótar þegar þau voru ung ásamt
vinum sínum og ættingjum. En
Guðrún lét það fylgja sögunni að
hún hefði verið eina konan í hópn-
um, þegar hún sagði mér sögur af
fjallaferðum þeirra.
Guðrún var heiðarleg, ákveðin,
hugrökk og fylgdi ávallt sannfær-
ingu sinni. Hún var ábyrg og vann
af alúð og einlægni að því að rækta
samband við fólk og naut þess að
vera með fólki. Þessara eiginleika
Guðrúnar nutu skjólstæðingar
hennar og aðrir sem hún var sam-
vistum við.
Guðrún var mikill mannþekkj-
ari, vel lesin og greind kona. Ef
galsafengin stelpa, sem ég eflaust
var á unglingsaldri, fór ekki eftir
ráðleggingum hennar þá rann það
upp fyrir manni síðar að skynsam-
legra hefði verið að hlusta betur á
hana. Aldrei varð hún þó reið eða
hækkaði róminn ef ég fór ekki að
ráðum hennar, heldur talaði hægt
og stillt með ákveðnum tón sem ég
geymi í huga mér og mér þykir
vænt um. Minningin um Guðrúnu
Árnadóttur er mér afar dýrmæt og
ég finn það hvað ég er rík að hafa
átt vináttu slíkrar sómakonu sem
hún var.
Guðrún var einlægur listunn-
andi og lagði sig fram við að kenna
mér að meta listir. Hún tók mig
annað slagið með sér frá unglings-
aldri á alls kyns listauppákomur,
oft í listasafn Sigurjóns og á leik-
sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þetta
voru mér ómetanlegar stundir sem
ég hefði ekki viljað missa af. Ég er
Guðrúnu Árnadóttur afar þakklát
fyrir okkar ánægjulegu og tryggu
samveru sem veitti mér mikið ör-
yggi í lífinu.
Guð blessi minningu góðrar vin-
konu minnar, Guðrúnar Árnadótt-
ur hjúkunarkonu.
Árný Helgadóttir.
Þegar við nú kveðjum vinkonu
okkar, Guðrúnu Árnadóttur hjúkr-
unarfræðing, hrannast upp minn-
ingar frá liðnum samverustundum.
Okkar sameiginlega ævintýri
hófst á 7. áratug síðustu aldar þeg-
ar sett var á laggirnar nefnd er
vann að fyrsta bindi Hjúkrunar-
kvennatals sem gefið var út árið
1969 á 50 ára afmæli Hjúkrunar-
félags Íslands. Nefndin var skipuð
sex hjúkrunarkonum en þar af eru
Salóme Pálmadóttir og Guðrún
Árnadóttir fallnar frá.
Við nefndarkonur höfðum
brennandi áhuga á verkefninu,
skemmtum okkur konunglega og
létum einskis ófreistað með að
knýja fram allar þær upplýsingar
og myndir sem til þurfti í bókina,
því vanda skyldi til verksins. Dáð-
umst við oft að því hve Guðrún var
skelegg og ákveðin við þann starfa
en það var hennar lífsmáti við allt
sem hún tók sér fyrir hendur. Við
útgáfu síðari binda gaf Guðrún
ekki kost á sér í ritnefndina en
gleymdi okkur samstarfskonunum
aldrei, enda nutum við mikillar
gestrisni bæði á heimili hennar við
Barónsstíg og í sumarhúsinu í
Grímsnesi. Þá var hún sannarlega í
essinu sínu. Ógleymanlegar eru
veislurnar hennar, matur og
drykkur var framborinn með sér-
stökum stíl og eldur brakaði í arn-
inum í sveitinni. Gestgjafinn fór á
flug og umræðurnar urðu oft mjög
líflegar því Guðrún hafði mjög
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Hún var sannkallaður
fagurkeri sem unni bókmenntum,
listum og ferðalögum.
Eiginmaðurinn Ásmundur Sig-
urðsson stóð við hlið Guðrúnar á
meðan hann lifði en í sveitinni áttu
hjónin sinn unaðsreit sem þau
hlúðu sameiginlega að bæði innan
dyra sem utan svo að til fyrir-
myndar var. Ásmundur féll frá ár-
ið 1992 en Guðrún hélt þrátt fyrir
það áfram að dvelja í Grímsnesinu
á sumrin. Þegar hún gekk um
landareignina og sýndi okkur af-
rakstur erfiðisins mátti sjá að
þarna leið henni vel. Hún átti góða
að sem studdu hana og gerðu
henni kleift að dvelja í sveitinni
eins lengi og hún hafði krafta til.
Enn þann dag í dag komum við
saman og viðhöldum kunnings-
skapnum. Ekki lét Guðrún sitt eft-
ir liggja í að mæta á meðan heilsan
leyfði. Hún náði háum aldri en hef-
ur nú kvatt, farin að heilsu.
Allar okkar samverustundir
bæði í leik og starfi viljum við
þakka. Það er ómetanlegt að eign-
ast skemmtilega og trygga vini á
lífsleiðinni en Guðrún var sannar-
lega ein þeirra. Fái hún notið lysti-
semda á nýju tilverustigi fylgjum
við henni í því, þótt síðar verði.
Við þökkum innilega samfylgd-
ina.
Guðrún Guðnadóttir, Erna
Aradóttir, Bergljót Líndal,
Ingileif Ólafsdóttir.
Þegar fólk deyr þá deyr ekki bara fólk
með því deyr alheimur
af háttalagi, vinnulagi, raddblæ, visku, fá-
visku.
Sérstakur hlátur deyr og bros á sér-
stökum hraða.
Fataskápurinn splundrast
líka það er óbætanlegt,
því engir tveir eru eins.
Hjá þeim sem eru ekki duglegir að
henda
má lesa sögu sálarinnar af herðatrján-
um.
Þegar manneskjan deyr þá deyr með
henni heil hárgreiðsla
og ef það er gömul kona sem dó þá
deyr líka kvenveski lúið
og handtökin við að opna veskið og
róta í því.
(Steinunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning Guðrúnar
Árnadóttur.
Sigrún Björk Jakobsdóttir.
Kveðja frá Félagi íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Guðrún Árnadóttir, heiðurs-
félagi í Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, er látin í hárri elli.
Hjúkrunarfræðingar þökkuðu
Guðrúnu fyrir langt og farsælt
starf að hagsmunamálum hjúkrun-
arfræðinga með heiðursfélag-
anafnbót árið 1988.
Guðrún sat í stjórn Hjúkrunar-
félags Íslands samtals í átta ár.
Hún lét sig hag og aðstöðu hjúkr-
unarfræðinga mikils varða og hafði
þá trú að félagið þyrfti að eignast
eigin skrifstofu til að hægt væri að
skipuleggja félagsstarfsemina sem
skyldi. Hún var lengi gjaldkeri
Heimilissjóðs FÍH sem beitti sér
fyrir kaupum á því húsnæði sem
nú hýsir skrifstofu félagsins.
Guðrún starfaði í nær aldar-
fjórðung við skólahjúkrun. Hún lét
sér afar annt um skólabörnin, ekki
síst þau sem áttu í félagslegum erf-
iðleikum. Guðrún lagði mikla
áherslu á allt atlæti og velferð
barnanna, á það sem við nú köllum
heilsueflingu og forvarnir. Sam-
ferðakonur Guðrúnar í hjúkrun-
inni lýsa henni sem heilsteyptri og
skemmtilegri konu, skörulegri og
ákveðinni, og mjög góðum tals-
manni hjúkrunar. Hún var hug-
sjónakona, listunnandi og mikill
náttúruunnandi.
Hjúkrunarfræðingar þakka
Guðrúnu fyrir hennar góðu störf
og framlag til hjúkrunar.
Blessuð sé minning Guðrúnar
Árnadóttur hjúkrunarfræðings.
Elsa B. Friðfinnsdóttir,
formaður Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Guðrún Árnadóttir
✝ Sigríður RagnaOlgeirsdóttir
fæddist 18. október
1932 á Stærri Bæ í
Grímsnesi, Árnes-
sýslu. Hún lést á
Landakotsspítala 6.
maí síðastliðinn.
Hún ólst upp á
Minni Borg í Gríms-
nesi. Foreldrar
hennar voru Fann-
ey Sigurjónsdóttir,
f. 20.9. 1907, d. 27.10. 2000, og
Olgeir Sigurðsson, f. 9.5. 1899, d.
dóttir, f. 11.11. 1977 maki hennar
er Einar Örn Davíðsson, börn:
Davíð Steinn og Þórey María.
Þórdís Þórisdóttir, f. 24.8. 1952,
d. 7.7. 2007. Börn hennar Krist-
ján Magnússon, f. 24.5. 1971,
maki hans er Edda Davíðsdóttir,
börn: Auður Dís og Kristján Þór.
Sigrún Magnúsdóttir, f. 6.8.
1976, unnusti hennar er Kjartan
Þór Reinholdsson. Barn: Aron
Daníel. Björk Þórisdóttir, f.
28.10. 1962. Börn hennar Birna
Þorsteinsdóttir, f. 20.8. 1985,
maki hennar er Ólafur Hrafn
Traustason. Börn: Tara Björk,
Tristan Ingi og Tanja Móey. Ingi
Þór Þorsteinsson, f. 4.11. 1987,
unnusta hans er Lydía Dögg Eg-
ilsdóttir.
Útför Sigríðar Rögnu var gerð
í kyrrþey.
18.5. 1969. Bróðir
hennar var Ingi Sig-
urður Ágúst Ol-
geirsson, f. 9.10.
1935, d. 31.7. 1974.
Sigríður giftist Þóri
Sigurðssyni árið
1963. Dætur þeirra
eru Sigríður Ebba
Þórisdóttir, f. 19.2.
1950, gift Aðalsteini
Þórðarsyni, f. 20.10.
1950. Börn þeirra
Þórir Aðalsteinsson, f. 1.1. 1968,
d. 3.12. 1990, og Ólöf Aðalsteins-
Elsku besta amma mín eða
amma rauða eins og ég kallaði þig
alltaf, ég á erfitt með að trúa þeim
veruleika að þú sért farin frá okk-
ur, að ég sjái þig aldrei aftur. Mig
langar svo að hringja í þig, tala við
þig og hitta þig aftur. En mikið
held ég að þú sért fegin og glöð yfir
hvíldinni góðu sem þú fékkst loks-
ins, elsku amma mín. Ég veit að þú
fékkst góðar móttökur frá afa,
(sem ég veit að var kominn í spari-
fötin sín), elsku mömmu minni,
Þóri frænda og mörgum fleirum.
Þegar ég hugsa til baka um okk-
ar tíma þá þakka ég þér fyrir
margt, elsku amma mín, þú kennd-
ir mér svo mikið, eins og margt
varðandi bakstur, mörg ráð varð-
andi eldamennsku, þrif o.fl. Þú ætl-
aðir að kenna mér að hekla en þú
varst orðin svo þreytt í höndunum
þínum að við náðum því ekki. Ég
þakka þér sérstaklega vel fyrir
kennsluna á lagkökunni með hvíta
kreminu sem hún mamma bakaði
alltaf fyrir jólin. En svo þegar hún
kvaddi okkur allt of snemma lang-
aði mig að læra að baka þessa köku
og auðvitað gerðir þú það upp á 10,
amma mín. Við erum búnar að
baka kökuna „okkar“ nokkrum
sinnum saman og ég veit að hér
eftir verður þú með mér í anda að
hjálpa mér með hana. Þetta var
„okkar“ tími amma, „okkar“ jóla-
stund.
Mig langar líka að þakka þér
fyrir alla sokkana og vettlingana
sem þú prjónaðir og heklaðir fyrir
Aron Daníel minn. Hann hefur
alltaf sagt að þetta séu bestu ull-
arsokkar og bestu ullarvettlingar
sem til eru og það er sko alveg rétt,
allt 100% hjá þér, elsku amma mín.
Ég er svo glöð yfir að þegar
þvottavélin mín bilaði núna í vetur
fékk ég að koma til þín ófáar ferð-
irnar með þvottinn minn. Við átt-
um ljúfar og góðar stundir saman
þá, þó svo að ég hafi bölvað þvotta-
vélinni minni þá veit ég hver til-
gangurinn var núna.
Þú varst alltaf svo dugleg að
laga og nýta hlutina, þú kenndir
mér margt varðandi það að maður
á ekki að henda því sem hægt er að
nýta og núna á þessum tímum er
gott að fara með það veganesti út í
lífið, góð ömmuráð sem nýtast
manni vel. Ferðina okkar í Búð-
ardal sumarið 2008 geymi ég vel í
hjarta mínu. Sú ferð var yndisleg
og gaman að sjá þig og afa í essinu
ykkar að segja okkur fjölskyldu-
sögur þaðan. Mér leið alltaf svo vel
hjá ykkur afa og þegar þið bjugguð
á Rauðavatni eru stundir sem ég
gleymi aldrei. Pönnukökulyktin úr
eldhúsinu þegar maður kom hlaup-
andi inn og grjónagrautinn sem þú
passaðir alltaf upp á að eiga þegar
ég kom í heimsókn og alltaf var
hann í pottinum okkar góða inni í
ísskáp … besti grjónagrautur sem
til er, amma.
Ég bið kærlega að heilsa elsku
mömmu minni sem ég sakna svo
sárt. Ég veit að hún fylgist með
okkur á hverjum degi. Mátt knúsa
hana frá mér, amma mín. En núna
kveð ég þig, elsku amma mín, með
sárum og miklum söknuði. Ég mun
geyma okkar minningar alltaf í
hjarta mínu og við tölum saman
um þær þegar minn tími kemur.
Guð blessi þína minningu, elsku
amma mín. Þangað til næst …
Þín alltaf,
Sigrún.
Elsku besta amma mín.
Nú hefur þú kvatt okkur og ert
loksins komin til Þóris afa og Þór-
dísar frænku. Þú stóðst þig eins og
hetja að vanda. Ég veit að það var
þín hinsta ósk en mikið sakna ég
þín sárt. Við vorum svo góðar vin-
konur, töluðum saman á hverjum
degi um allt milli himins og jarðar.
Það var bara þannig, við gátum
sagt hvor annarri allt. Ég gat alltaf
leitað til þín til þess að fá ráð við
hinu og þessu.
Amma mín sem kenndi mér að
prjóna og hekla. Amma sem var
svo pottþétt kona sem aldrei lét
neitt frá sér nema það væri 110%
vel gert, millimetra manneskjan.
Amma mín sem bakaði þær allra
bestu pönnukökur sem ég hef
smakkað og prjónaði bestu og fal-
legustu sokka og vettlinga fyrir
okkur fjölskylduna. Svo ég tali nú
ekki um fallegu teppin sem þú
heklaðir í sængurgjafir, ég mun
gæta teppanna sem þú gerðir fyrir
börnin mín eins og gulls. Við fórum
nú ófár ferðirnar saman til þess að
kaupa garn. Þú varst alltaf svo
dugleg, stoppaðir aldrei. Smá og
grönn kona sem varst sú allra
besta amma sem nokkur getur átt.
Ég er svo ánægð að hafa fengið
að gifta mig í hvítu skónum þínum
og hafa myndatökuna á Árbæjar-
safni, þannig voruð þú og afi með
mér á þessum stóra degi en ég veit
hvað þér fannst sárt að geta ekki
komið.
Ég veit að þú fylgist með okkur
og passar upp á okkur öll. Ég
hlakka svo til að hitta þig aftur og
faðma þig og segja þér hversu mik-
ið mér þyki vænt um þig. En þang-
að til ætla ég að fara eftir því sem
ég sagði Töru Björk og Tristani
Inga: að Didda amma væri nú orð-
in engill og passaði upp á okkur,
við gætum alltaf talað við þig því
þú værir í hjarta okkar og hlustað-
ir alltaf á okkur. Ég læt fylgja með
eftirfarandi vísu því ég hugsa alltaf
um þig og afa saman á Rauðavatni
þegar ég heyri eða fer með hana
fyrir krakkana:
Afi minn og amma mín
úti’ á Bakka búa.
Þau eru mér svo þæg og fín,
þangað vil ég fljúga.
(Höf. ók.)
Elsku besta amman mín, ég
kveð þig með söknuði, en minning
þín lifir í hjarta mínu.
Þar til við hittumst næst,
Þín,
Birna Þorsteinsdóttir.
Elsku mamma mín, það er
sárara en orð fá lýst að kveðja þig
en minningin um þig mun lifa um
ókomin ár. Ég mun ævinlega vera
þakklát fyrir allt sem þú gafst mér
í lífinu.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans braut-
um
ævidaga langa.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Þín dóttir,
Björk.
Sigríður Ragna
Olgeirsdóttir