Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 40

Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Hinn bangsalegi tengda-mömmudraumur JasonSegel getur verið af-skaplega skemmtilegur þegar hann er ekki á væmnustu still- ingu en í þessari mynd ber heldur slakt handritið hann ofurliði. Segel getur reyndar sjálfum sér um kennt því hann skrifaði handritið ásamt leikstjóra myndarinnar. Það eru ágætissprettir í myndinni af og til en hægagangur og óþarfir útúrdúrar bera hana á endanum ofurliði. Kannski átti þetta aldrei að vera rómantísk gamanmynd heldur raunsæisdrama með smáskvettu af gríni og rómantík, hver veit? Það breytir því þó ekki að skemmt- anagildið er heldur lítið. Segel og Stoller hafa áður unnið saman, að hinni bráðskemmtilegu Forgetting Sarah Marshall. Segel skrifaði hand- ritið að henni einn, Stoller leikstýrði. Það gafst betur. Í myndinni segir af kærustupari í San Fransisco, Tom og Violet, sem trúlofa sig eftir árslangt samband og vilja halda brúðkaupið eins fljótt og auðið er. Violet býðst þá rannsókn- arstaða í sálfræði við háskóla í Ann Arbour í Michigan. Ákveða þau Tom að flytja þangað í kuldann og fresta brúðkaupinu um óákveðinn tíma. Tom segir upp starfi sínu sem yf- irkokkur á flottum veitingastað og tekur að sér ómerkilegt starf á sam- lokubúllu á nýja staðnum. Óhamingj- an hellist yfir hann, draumarnir brostnir en Violet er alsæl og gengur allt í haginn. Dvölin í Ann Arbour lengist, Tom verður að hálfgerðum villimanni og sambandið fer út um þúfur. Ekkert brúðkaup og almennt volæði. En öll él birtir upp um síðir. The Five-Year Engagement kemst aldrei almennilega í gang, lægðirnar fleiri en hæðirnar sem er miður. Göt- ótt handrit og þunn saga kemur í veg fyrir að viðkunnanlegir leikararnir fái að njóta sín. Mörg atriði sem ef- laust eiga að vera drepfyndin eru það ekki og hefðu betur ratað í rusla- tunnu klippara. Það er úr litlu að moða, fyrirhuguðu brúðkaupi sem ekkert verður af og maður spyr sig hvaða máli það skipti hvort og hve- nær þetta brúðkaup verður haldið. Hverju breytir það? Engu. Sem gerir grunnhugmyndina heldur slaka. Myndin er þó ekki alslæm. Leik- arar standa sig vel og bjarga því sem bjargað verður. Myndin er því ekki algjör tímasóun þó hún sé í lengra lagi, 124 mínútur. Segel nær nokkr- um sinnum að kitla hláturtaugar áhorfenda, langbestur þegar hann er í hvað mestu rugli og geðshræringu. Má þar nefna ágætisatriði þar sem frosin stóratá kemur við sögu og Se- gel vaknar ber að neðan í snjóskafli, sannarlega kominn á ystu nöf. Því miður er ekki stærri hluti mynd- arinnar á þessum súrrealísku grín- nótum. Blunt er sjarmerandi að vanda sem hin breska Violet en hlut- verkið býður ekki upp á mikil tilþrif í gamanleik. Rhys Ifans er því miður illa nýttur, sá velski afbragðsleikari. Sumsé heldur slök mynd sem hefði orðið miklu betri ef lökustu atriðin hefðu verið látin fjúka. Rómó Tom biður Violet í kvikmyndinni The Five-Year Engagement. Bangsi getur gert betur Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó The Five-Year Engagement bbmnn Leikstjóri: Nicholas Stoller. Aðal- hlutverk: Jason Segel, Emily Blunt, Chris Pratt og Rhys Ifans. Bandaríkin, 2012. 124 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Fór beint á toppinn í USA BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA „SVÖL, SKEMMTILEG, GRÍPANDI OG FYNDIN“ „ÞÆR GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA!“ - Tommi, Kvikmyndir.is HHHHHHHH - J.W. Empire HHHH - J.C. Total Film HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Reporter HHHH - T.V. Séð og Heyrt THE DICTATOR Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 8 THE RAID Sýnd kl. 10:25 THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS OG LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL SPREN GHLÆ GILEG MYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐI OKKUR BORAT KEMUR EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS ÞAR SEM SASHA BARON COHEN FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI KLIKKAÐASTA EINRÆÐISHERRA ALLRA TÍMA -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THE DICTATOR KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE DICTATOR LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 8 - 10.40 12 LOCKOUT KL. 8 12 HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 10.10 16 21 JUMP STREET KL. 5.40 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.30 L LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 L HUNGER GAMES KL. 5 12 - T.V., KVIKMYNDIR.IS THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10 12 THE 5 YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 - 8 12 LOCKOUT KL. 10.15 12 - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS - E.E. - DV. -Þ.Þ., FT/SVARTHÖFÐI.IS LOKAÐ 18. - 23. MAÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.