Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 44

Morgunblaðið - 18.05.2012, Side 44
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Áfall fyrir Kennedy-fjölskylduna 2. Erfitt að halda andliti nálægt Cohen 3. Blekktu með skóauglýsingum 4. Tískuslys Cörlu Bruni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Seinustu tónleikar tónleikarað- arinnar Kaffi, kökur og rokk og ról verða haldnir á þriðjudaginn, 22. maí, kl. 20.30, í húsnæði SÁÁ, Efstaleiti 7. Fram koma hljómsveitirnar Langi Seli og Skuggarnir og Retrobot. Langi Seli og Retro- bot leika í húsi SÁÁ  Bandaríski söngvarinn og lagahöfundurinn James Taylor heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Eld- borgarsal Hörpu. Taylor hefur hlot- ið fimm Grammy- verðlaun og var limaður inn í Frægðarhöll rokksins árið 2000. Af vinsælum lögum með honum má nefna „You’ve Got A Friend“ og „Fire and Rain“. James Taylor heldur tónleika í kvöld  Um helgina, 18.-20. maí, mun standa yfir fyrsta sýningin í röð sem kennd er við Johnny og nefnist sú Johnny’s #1. Sýningin verður opnuð í sal Heilsu- verndarstöðvarinnar við Barónsstíg í dag kl. 18 og lýkur henni á sunnudag. Sýn- endur eru listamenn- irnir Þór Sig- urþórsson, Örn Helgason og Darri Lorenzen. Johnny’s #1 í Heilsu- verndarstöðinni Á laugardag Austan 10-13 m/s og lítilsháttar rigning syðra, en annars hægari og þurrt að kalla. Hiti 3-10 stig. Á sunnudag Aust- læg átt, 5-10 m/s og væta suðaustanlands, en annars stöku skúrir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan og norðvestan 1-8 m/s. Gengur í suðaustan og austan 8-13 með rigningu við suðurströndina í kvöld. Annars hægari vindur og úrkomulítið. Hiti 3-10 stig. VEÐUR Kristinn Björgúlfsson, og tveir fyrrverandi samherjar hans hjá norska félaginu Oppsal, unnu í vikunni mál gegn félag- inu fyrir norskum dómstólum. Þeir kærðu Oppsal fyrir ólög- lega uppsögn á samningi fyrir um það bil ári en dómur var kveðinn upp í vikunni og voru dómararnir þrír á einu máli um að félagið hefði gerst brotlegt og dæmdu leik- mönnunum skaðabæt- ur. »3 Kristinn vann mál gegn Oppsal Guðmundur Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein- Neckar Löwen, sagði við Morg- unblaðið í gær að hann væri ekkert á förum frá félag- inu en Guðmundur á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. »1 Er ekkert á förum frá Rhein-Neckar Löwen „Mér hefur gengið alveg þokkalega og ég er að skora mörk. Ég get samt bætt spilamennskuna hjá mér. Það versta er að liðinu hefur ekki gengið nægilega vel að skora. Við erum bara búnir að setja 11 mörk í 11 leikjum sem er ekki alveg sæmandi meist- araliði,“ sagði Alfreð Finnbogason m.a. við Morgunblaðið en hann raðar inn mörkunum í Svíþjóð. »2 Alfreð ánægður með frammistöðuna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta tókst sérlega vel, mér var tekið eins og þjóðhöfðingja og farið með mig sem stórstjörnu,“ segir gítaristinn Björn Thoroddsen um tónleika í Denver í Colorado um liðna helgi. Birni var boðið að leika með heimabandinu Swing Je T’aime á tónleikum í Denver sl. laugardags- kvöld í tilefni fyrsta flugs Icelandair til bandarísku borgarinnar. „Það er alltaf frábært fyrir tónlistarmenn að fá tækifæri til þess að vinna með einhverjum sem hefur náð al- þjóðlegri frægð,“ sagði Aaron Walk- er, gítarleikari hljómsveitarinnar, um komu Björns og bætti við að liðsstyrkurinn væri ekki síður búbót fyrir hlustendur. Umboðsmaður og Vignola Haustið 2000 kom Björn fyrst fram í Norður-Ameríku, þegar hann skemmti á sérstökum viðburðum sem haldnir voru í Manitoba í Kan- ada til að minnast þess að 1.000 ár voru liðin frá því að fyrstu Íslend- ingarnir komu til Ameríku og 125 ára landnáms þeirra við Winnipeg- vatn. Síðan hefur hann verið iðinn við kolann, bæði í Kanada og Banda- ríkjunum, og haldið 6-10 tónleika vestra á ári. „Þetta eru yfir 100 tón- leikar frá því ég hóf keppni vestra,“ segir hann. Erfitt er að nefna einn viðburð umfram annan en Björn segir að hann hafi alltaf sérstakar taugar til Winnipeg enda hafi fyrsta giggið verið þar og síðan hafi hann verið í aðalhlutverki á öllum tónleikum sem hann hafi tekið þátt í í borginni. „Tónleikar í Lincoln Center í New York, djassklúbbnum Blues Alley í höfuðborginni Washington og á þak- inu á Art Gallery í Winnipeg í fyrra standa upp úr.“ Í ársbyrjun spilaði Björn með Tommy Emmanuel „og við það opn- uðust flóðgáttir í Ameríku,“ segir Björn sem stefnir að því að fá bandaríska gítarleikarann Frank Vignola til landsins og spila með honum á Gítarfestivali Bjössa Thor í haust. Óhætt er að segja að Björn hafi alls staðar slegið í gegn og í því sam- bandi má nefna að eftir tónleikana í Denver var gengið frá því að Lacey Walker verður umboðsmaður hans í Norður-Ameríku. „Þetta er orðið það umfangsmikið að það er ekkert vit í öðru en hafa umboðsmann og þegar hún bauðst til þess að taka starfið að sér ákvað ég að kýla á það og taka slaginn. Það þýðir ekkert að hika enda er ég sannfærður um að ég á fullt erindi á þennan markað.“ Tekið eins og þjóðhöfðingja  Björn Thorodd- sen æ stærra nafn í Norður-Ameríku Morgunblaðið/Ómar Öflugur Björn Thoroddsen hefur haldið yfir 100 tónleika í Norður-Ameríku og þétt dagskrá er framundan. Björn Thoroddsen verður með ferna tónleika í Winnipeg 17.-21. júní. Hann kemur þá tvisvar fram á alþjóðlegu djasshátíðinni sem haldin er árlega í borginni og verða fyrri tónleikarnir útgáfutónleikar með Morgana’s Revenge auk þess sem hann kemur fram á sér- stökum tónleikum með Tim Butler. Í öllum tilfellum er Björn auglýstur sem helsta stjarna tónleikanna. Björn tekur þátt í árlegu nor- rænu djasshátíðinni í Washington og verður með tónleika á þaki Swedish House í höfuðborginni 26. júní. Síðan verður hann með tvenna tónleika á djasshátíðinni í Rochester og lýkur ferðinni með tvennum tónleikum í Washington, fyrst með bassaleikaranum Jeff Campbell og trommaranum Mike Melito í Twins djassklúbbnum 29. júní og með Kruno Spisic á Djangofolies-hátíðinni. Helsta stjarnan í Winnipeg TÓNLEIKARÖÐ VESTRA Í JÚNÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.