Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið erum oft langelsta lið-
ið þar sem við keppum.
Við tókum þátt í
Drottningamóti ÍR í
apríl síðastliðnum en á
því móti keppa einvörðungu kvenna-
lið utan deilda. Í vor tóku níu lið þátt
og yngstu stelpurnar voru 25 ára.
En við stóðum samt uppi sem sigur-
vegarar á mótinu og það var vissu-
lega sætur sigur fyrir okkar þessar
gömlu að ná að vinna ungu stelp-
urnar. Þar kom reynslan sér vel. Við
vorum vissulega orðnar þreyttar eft-
ir að hafa spilað átta leiki á einum
degi, en við tókum þetta á keppnis-
skapinu á síðustu metrunum,“ segir
Elísabet Tómasdóttir en hún er ald-
ursforseti hins gallharða liðs sem
kallar sig KR Old-girls.
Kjarninn í hópnum kemur
úr meistaraflokki KR
„Ég byrjaði í KR árið 1979 og
kjarninn í þessum hópi spilaði með
meistaraflokki KR í gamla daga. Ég
er aldursforsetinn í hópnum, stend á
fimmtugu, en sú yngsta verður fer-
tug í haust. Þessi hópur sem skipar
KR Old-girls hefur verið að sparka
saman bolta undanfarin fimmtán ár.
Við hittumst einu sinni í viku nánast
allt árið um kring. Það þarf að hafa
virkilega góða afsökun til að mæta
ekki og það gerist ekki oft að æfing-
ar falli niður vegna lélegrar mæt-
ingar.“
Tveir hópar á Pollamótinu
Síungu stelpurnar í KR Old-
girls ætla að fara í tíunda sinn í sum-
ar norður á Pollamótið á Akureyri
en þar er keppt í eldri flokkum í fót-
bolta, bæði karla og kvenna. „Þetta
er stórt og skemmtilegt mót sem
Grjótharðar stelpur
í KR Old-girls
Þeim finnst fátt skemmtilegra en að spila fótbolta og hafa gert það markvisst
undanfarin fimmtán ár. Sú yngsta er fertug en sú elsta er fimmtug. Þær gerðu sér
lítið fyrir og unnu Drottningamót ÍR sem fram fór í vor.
KR Old-girls Standandi f.v. Sigrún Gréta Helgadóttir, Hjördís Guðmunds-
dóttir, Hrefna Harðardóttir, Margrét Leifsdóttir, Elísabet Tómasdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir, Sigríður Fanney Pálsdóttir, Inga Lára Þórisdóttir.
Fremri röð f.v. Nanna Herborg Tómasdóttir, Sigurbjörg Haraldsdóttir,
Ásta Edda Stefánsdóttir, Edda Júlía Helgadóttir.
Vaskar Guðlaug og Hjördís slást um boltann og þrumuskot í uppsiglingu.
Ungmennasamband Borgarfjarðar
(UMSB) stendur fyrir svokölluðum
hefðbundnum UMSB-göngum í sum-
ar alla fimmtudaga. Ævinlega er lagt
af stað frá upphafsstað göngu kl 20.
Á vefsíðunni ganga.is kemur fram að
í ár sé markmiðið að ganga á sex fjöll
á sambandssvæðinu. Þetta eru mjög
breytilegar göngur og allir ættu að
finna eitthvað við sitt hæfi. Hver
ganga getur tekið allt frá einum og
hálfum tíma upp í fjóra til fimm tíma.
Göngurnar fóru af stað í maí en
næsta ganga verður núna á fimmtu-
dag 24. maí, en þá verður gengið á
Miðfellsmúla í Hvalfjarðarsveit. Þann
7. júní verður svo gengið á Svartatind
í Skarðsheiði og 21. júní verður geng-
ið á Vikrafell, en það verður sólstöðu-
ganga. Nú er um að gera að kynna sér
á síðunni fleiri fimmtudagsgöngur og
finna eitthvað við sitt hæfi, skella sér
af stað og taka alla fjölskylduna með.
Vefsíðan www.ganga.is
Ljósmynd/Eyþór Árnason
Fjallganga Að ganga á fjall er hressandi útivist og líka þrælskemmtilegt.
Fjallgöngur alla fimmtudaga
Á þessum árstíma eru flestir fúsir til
að fara út og gera eitthvað skemmti-
legt, hreyfa sig og vera í góðum fé-
lagsskap. Því er tilvalið að hóa fólki
saman í smærri eða stærri hópa og
skipuleggja gönguferðir, fjallgöngur,
hjólatúra, boltaspark eða hvað annað
sem fólk hefur gaman af að gera ut-
andyra. Það þarf ekki að vera flókið
eða dýrt, stundum er nóg að sigra
lágreist fjall í næsta nágrenni eða
ganga hringinn í kringum vatn sem
ekki er langt frá heimilinu. Svo er um
að gera að taka hundinn með í styttri
ferðir, skepnurnar vita fátt skemmti-
legra en að fá að skottast með.
Endilega…
…hóið fólki
saman og út
Morgunblaðið/Ómar
Rómantík Gaman að ganga saman.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Norðurlandamótið í taekwondo fór
fram í Malmö um síðustu helgi og
fyrir Íslands hönd kepptu um 30 ein-
staklingar, bæði í ólympískum bar-
daga og formi. Taekwondosamband
Íslands (TKÍ) sendi landsliðsfólk á
öllum aldri, krakka í afrekshópnum
Ung & Efnileg, unglingahópinn og
landsliðið. Íslenska landsliðið í
ólympískum bardaga hreppti silfur
meðal landsliða og er það besti ár-
angur landsliðsins til þessa á Norður-
landamóti. Keppendur í formi náðu
einnig góðum árangri, en þar hreppti
Guðrún Vilmundardóttir silfur. Í formi
er keppt í einstaklings-, para og
hópakeppni og þær Hulda Rún Jóns-
dóttir, Hildur Baldursdóttir og Svein-
borg Katla Daníelsdóttir lönduðu
silfri í hópaflokki.
Norðurlandamót í Malmö
Ljósmynd/Afturelding
Glæsileg Hún er björt framtíðin með svona flottum fulltrúum.
Gott gengi á taekwondomóti
Umhverfisvæn ræsting
með örtrefjum
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Ræsting með örtrefjaklútum
og moppum er hagkvæmari
og skilar betri árangri