Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjör Hér takast þær á Guðlaug, Sigrún og Elísabet en Ásta kemur askvaðandi í átt til þeirra.
Þór á Akureyri heldur. Við höfum
barist fyrir því að á Pollamótinu sé
keppt í aldursskiptum deildum, því
það getur verið fráhrindandi fyrir
þær sem keppa að allir aldurs-
flokkar séu í einum hópi. Liðin sem
hafa á að skipa leikmönnum 35 ára
og eldri mæta síður til leiks. Til
dæmis söknum við kvennaliðs sem
tók þátt í mótinu í mörg ár en þær
kölluðu sig Andspyrnuna og
voru mömmur úr Þrótti. Við
erum búnar að ná því fram að
þessu sé skipt upp í tvo hópa
og þannig hefur það verið
undanfarin ár, sem er mikil
framför.“
Viljum vera öðrum
stelpum hvatning til að
halda áfram að spila
Af einhverjum ástæðum
er miklu algengara að karlar
spili með Old Boys eftir að
þeir hætta í meistaraflokki.
„En sem betur fer sýnist mér
það vera vaxandi að stelpur sem
eru hættar að keppa haldi áfram
að æfa. Þegar við hættum á sín-
um tíma voru mjög fáir svona
kvennahópar. Margar stelpur
detta út á unglingsaldri og svo
verður líka brottfall þegar
þær fara að eiga börn.
Við viljum vera þess-
um stelpum hvatning
til að halda áfram að
spila fótbolta.“
Dýrmæt vinátta
Elísabet segir að það að vera í
KR Old-girls snúist um miklu meira
en það eitt að spila fótbolta.
„Þetta er frábær félagsskapur og
dýrmæt vinátta til margra ára. Inn-
an hópsins er gott tengslanet og
mikill stuðningur. Við höldum alltaf
veglega árshátíð á vorin og förum þá
helst út úr bænum. Og einu sinni
héldum við árshátíð í London. Þess á
milli gerum við heilmikið annað sam-
an og á haustin er oftast haustfagn-
aður,“ segir Elísabet og bætir við að
þær telji sig líka góða fyrirmynd
fyrir hinar yngri. „Það
skiptir
máli að
þær
sjái að
það er
ekkert mál fyrir konur á milli
fertugs og fimmtugs að spila fót-
bolta.“
Þarf að hafa fyrir því
„Það eru ekki mörg lið sem
hafa á að skipa konum sem eru
fjörutíu ára og eldri. Ég viðurkenni
alveg að ég þarf að hafa fyrir því að
spila fótbolta við mér tíu árum yngri
konur, en það verður vissulega til
þess að ég held mér í góðu formi og
ég er miklu duglegri að hreyfa mig
en annars væri. Það er svo gaman að
spila fótbolta og maður vill ekki
missa af því að komast á æfingar
einu sinni í viku og vera með þessum
góða hópi. Þetta drífur mann
sannarlega áfram í líkamsræktinni.
Það er mjög jákvætt og við ætlum að
halda ótrauðar áfram. Það er engin
uppgjöf í stelpunum í þessum hópi.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Um helgina fór fram Landsbankabik-
armót fyrir börn í skylmingum og var
mikil stemning meðal þeirra rúmlega
sextíu barna og unglinga sem tóku
þátt. Úrslit í tveimur efstu sætum
hvers flokks voru eftirfarandi:
Keppnisflokkur stúlkna
Unglingar I (13-14 ára):
1. Urður Egilsdóttir,
Skylmingafélag Reykjavíkur.
2. Freyja Sif Stefnisdóttir,
Skylmingafélag Reykjavíkur.
Keppnisflokkur drengja
Unglingar I (13-14 ára):
1. Róbert Elís Villalobos
Skylmingadeild FH.
2. Magni Snævar Jónsson
Skylmingadeild FH.
Keppnisflokkur drengja
Börn II drengja, 11-12 ára:
1. Andri Nikolaysson Mateev
Skylmingafélag Reykjavíkur.
2. Egill Pétur Ómarsson
Skylmingafélag Reykjavíkur.
Keppnisflokkur stúlkna
Börn II stúlkna, 11-12 ára:
1. Anna Margrét Ólafsdóttir
Skylmingafélag Reykjavíkur.
2. Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir
Skylmingadeild FH.
Keppnisflokkur drengja
Börn I drengja, 9-10 ára:
1. Krummi Uggason
Skylmingafélag Reykjavíkur.
2. Albert Flóventsson
Skylmingafélag Reykjavíkur.
Keppnisflokkur stúlkna
Börn I stúlkna , 9-10 ára:
1. Viktoría Huld Ragnarsdóttir
Skylmingadeild FH
2. Ísafold Kristín Halldórsdóttir
Skylmingafélag Reykjavíkur
Landsbankabikarmót
Skylmingar unga fólksins
Efri röð f.v: Urður Egilsdóttir, Freyja Sif Stefnisdóttir, Magnea Jansdóttir,
Birta Ösp Rósinberg, Gabríel Gísli Haraldsson, Sigurjón Breki Gunn-
laugsson, Magni Snævar Jónsson og Róbert Elís Villalobos. Neðri röð f. v:
Guðrún Louise Maier, Diljá Eiðsdóttir, Rós Ólafsdóttir, Ísabella Ösp Her-
björnsdóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Egill Pétur Ómarsson og Andri Ni-
kolaysson Mateev.
Guðrún Louise Maier og
Anna Margrét Ólafsdóttir.
Anna Margrét Ólafsdóttir og
Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir.
Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat
á hverja 1000 km*
Metan 8.442 kr.
Dísil 13.484 kr.
Bensín 18.158 kr.
www.volkswagen.is
Metanlegur
sparnaður
Volkswagen Passat EcoFuel
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
* Miðast við almennt verð á
eldsneyti hjá Olís 8. maí 2012
Passat kostar aðeins frá
3.990.000 kr.