Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Kostnaður ríkissjóðs við nýtt hús-
næðisbótakerfi gæti orðið 23-27
milljarðar. Bætur fjögurra manna
fjölskyldu sem fær óskertar hús-
næðisbætur samkvæmt kerfinu yrðu
37.400 krónur á mánuði eða 528 þús-
und á ári.
Vinnuhópur á vegum velferðar-
ráðherra skilaði í gær skýrslu um
húsnæðisbætur. Hópurinn leggur til
að tekið verði upp eitt húsnæðisbóta-
kerfi fyrir alla landsmenn, óháð bú-
setuformi. Í dag niðurgreiðir hið op-
inbera húsnæðiskostnað heimilanna
með ýmsum hætti. Um 14 milljörðum
er varið í vaxtabætur fyrir þá sem
eiga húsnæði. Um 6,5 milljarðar fara
í sérstakar vaxtabætur, en þær voru
hugsaðar sem tímabundin aðgerð
vegna áranna 2011 og 2012. Um 4,3
milljarðar fara í almennar húsa-
leigubætur og um einn milljarður í
sérstakar húsaleigubætur. Það eru
sveitarfélögin og ríkissjóður sem
greiða húsaleigubætur, en ríkis-
sjóður greiðir vaxtabætur.
Lúðvík Geirsson, formaður vinnu-
hópsins, segir að mikill munur sé á
stuðningi hins opinbera eftir því
hvort fólk á húsnæðið sem það býr í
eða leigir það. Hann nefndi sem
dæmi að reiknað hafi verið út að fjöl-
skylda með meðaltekjur og með um
150 þúsund króna húsnæðiskostnað á
mánuði hefði á árunum 2000-2010
fengið samtals um 7,5 milljónir í
vaxtabætur frá ríkinu. Ef þessi sama
fjölskylda hefði búið í leiguhúsnæði
hefði hún ekki fengið neitt.
Lúðvík tók fram að þessar tillögur
væru ekki til komnar vegna hrunsins
og erfiðleika heimilanna við að ráða
við húsnæðiskostnað heldur væru
þær hugsaðar til framtíðar og vegna
þess að núverandi kerfi hefði marga
ókosti.
Lúðvík sagði að vinnuhópurinn
hefði lagt áherslu á að búa til einfalt
kerfi. Kerfið gerði ráð fyrir að stuðn-
ingurinn miðaði við fjölskyldustærð.
Ekki ætti að skipta máli aldur þeirra
sem búa á heimili, en núverandi
húsaleigubótakerfi miðar við aldur
barna.
Í skýrslu vinnuhópsins er tekið
dæmi af fjögurra manna fjölskyldu
sem býr í 111 fm íbúð í fjölbýlishúsi í
Reykjavík. Hún á tæplega 3,5 millj-
ónir í íbúðinni og skuldar 13,8 millj-
ónir. Lánið er til 25 ára og fyrsta af-
borgun er 78.516 krónur á mánuði.
Heildarárstekjur fjölskyldunnar eru
8 milljónir og ráðstöfunartekjur tæp-
lega 5,8 milljónir. Þessi fjölskylda
fengi 142 þúsund á ári í húsnæðis-
bætur, ef miðað er við 7% tekju-
skerðingarmörk en 252 þúsund ef
miðað er við 5% tekjuskerðingar-
mörk. Hún fengi sömu upphæð ef
hún væri í leiguhúsnæði. Í dag fengi
þessi sama fjölskylda tæplega 19
þúsund í vaxtabætur en ef hún væri á
leigumarkaði fengi hún ekki neitt.
Um 25% af fjölskyldum búa í dag í
leiguhúsnæði, en fyrir fáum árum var
þetta hlutfall 20%. Flest bendir til að
þetta hlutfall eigi enn eftir að hækka.
Gæti kostað ríkissjóð
23-27 milljarða á ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt húsnæðisbótakerfi Lúðvík Geirsson, formaður vinnuhóps á vegum
velferðarráðherra, kynnir fyrirhugaðar húsnæðisbætur.
Við útreikning á upphæð hús-
næðisbóta hefur verið horft til
þess að jafna þurfi mun á milli
framfærslu almannatrygginga,
grunnneysluviðmiða velferðar-
ráðuneytisins og meðalleigu á
höfuðborgarsvæðinu. Miðað er
við að grunnupphæð húsnæð-
isbóta fyrir einstakling sé 22
þúsund á mánuði eða 264 þús-
und á ári. Ef tveir eru á heimili
fer upphæðin upp í 30.800 kr. Ef
þrír eru á heimili er miðað við
37.400. Ef fjórir eru á heimili er
miðað við 44.000 kr. Ef fimm
eru á heimili er miðað við
46.200 kr. og ef sex eða fleiri eru
á heimili er upphæðin 48.400 kr.
eða 580.800 krónur á ári.
22 þúsund
á mánuði
GRUNNUPPHÆÐ BÓTA
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Loftslagsbreytingar á norðurheim-
skautinu munu bæði skapa tækifæri
og vandamál, segir haffræðingurinn
Jean-Claude Gascard, forstöðumað-
ur ACCESS-verkefnisins um fé-
lagsleg og hagræn áhrif loftslags-
breytinga á norðurslóðum. Gascard
er staddur hér á landi ásamt Jean-
Charles Pomerol, prófessor í tölvun-
arfræðum og fyrrverandi rektor
Université Pierre et Marie Curie í
París, en þeir munu m.a. undirrita
samstarfssamning við Háskólann á
Akureyri og funda með íslenskum
embættis- og fræðimönnum um mál-
efni norðurskautssvæðisins.
Utanríkisráðherrar Íslands og
Frakklands ákváðu í mars síðastliðn-
um að stórauka samstarf þjóðanna
um norðurslóðarannsóknir og hefur
íslenskum fræðamönnum m.a. verið
boðin þátttaka í ACCESS-verkefn-
inu, sem byggist á DAMOCLES-
verkefninu um loftslagsbreytingar á
norðurheimskautinu, sem lauk 2009.
Í ACCESS verða m.a. umhverfis-
áhrif breytinganna rannsökuð en
einnig áhrif þeirra á siglingar, þ.á m.
ferðaiðnað, fiskveiðar og nýtingu
náttúruauðlinda. Þá verður þróunin
á svæðinu skoðuð í samhengi við nú-
gildandi lög og samninga og leitast
við að sjá fyrir og draga úr líkum á
mögulegum hagsmunaárekstrum.
„Ef umsvif aukast á svæðinu eykst
til dæmis áhættan á mengun og öðr-
um vandamálum sem við erum að
takast á við annars staðar í heimin-
um. Þetta eru vandamál sem við
munum þurfa að horfast í augu við,
vera undirbúin fyrir og gera allt sem
við getum til að koma í veg fyrir. En
ACCESS starfar ekki á sviði stjórn-
málanna; það snýst um að safna upp-
lýsingum, framkvæma vísindalegar
rannsóknir og auka skilning og
reyna að spá fyrir um atburði. Þeir
sem eru við völd munu síðan taka
ákvarðanir byggðar á þessum upp-
lýsingum,“ sagði Gascard í samtali í
franska sendiráðinu í gær.
Óvíst um áhrif á stefnumótun
Hann sagði of snemmt að ræða um
niðurstöður þar sem verkefnið væri
skammt á veg komið en að skilningur
vísindamanna á áhrifum loftslags-
breytinga á hafísinn, hafið og and-
rúmsloftið á norðurheimskautinu
hefði aukist síðastliðin ár. Þá sagði
hann ljóst að breytingarnar væru ör-
ari en módel hefðu spáð fyrir um og
að tímabilið frá því að hafísinn
bráðnaði að vori og frysi aftur að
hausti hefði lengst um mánuð á tíu
árum. „Þetta er umtalsverð breyting
og spurningin er hvort þetta tímabil
eigi enn eftir að lengjast í framtíðinni
eða hvort það komist á jafnvægi.
Þessari spurningu er ACCESS ætl-
að að svara,“ segir Gascard.
Hann segir enn eiga eftir að koma
í ljós að hversu miklu leyti rannsókn-
irnar muni hafa áhrif á stefnumótun
en eitt af viðfangsefnum verkefnisins
er að rannsaka hvaða breytingar á
regluverki og sáttmálum þróunin á
norðurslóðum muni kalla á.
„Í DAMOCLES gátum við greint
mjög ákveðin tengsl milli hitastigs-
ins í Barentshafi og löndunar afla á
sama tíma. Þetta eru mjög áhuga-
verðar rannsóknir en duga þær til að
fá sjávarútveginn eða stjórnvöld til
að taka upp kvóta eða koma á ein-
hvers konar regluverki um veiðarn-
ar? Við áttum ekki svar við þessu
þegar DAMOCLES lauk en stefnum
á að hafa fengið svar þegar ACCESS
lýkur. Að sjá hvort vísindaleg sönn-
unargögn séu nógu sannfærandi og
áreiðanleg til að telja þá sem stjórna,
og útvegsmennina sjálfa, á að taka
tillit til þeirra,“ sagði hann.
Kortleggja þróunina á norðurslóðum
Íslenskum vísindamönnum boðin þátttaka í fjölþættu verkefni um áhrif loftslagsbreytinga á norður-
slóðum Leggja mat á tækifæri og áhættuþætti Reyna að sjá fyrir mögulega hagsmunaárekstra
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Samvinna Jean-Claude Gascard og Jean-Charles Pomerol. ACCESS-
verkefninu er m.a. ætlað að spá fyrir um ástand mála eftir 30 ár.
Gascard segir áhrifa loftslags-
breytinganna þegar gæta á Ís-
landi þar sem veiði hafi aukist
norðan við landið í kjölfar þess
að Norður-Atlantshafsstraum-
urinn hafi teygt anga sína lengra
norður. Þá segir hann mögulegt
að loftslagsbreytingarnar muni
hafa áhrif á veðurfar á Íslandi,
séstaklega með tilliti til þess að
lægðarbrautir liggi yfir landinu.
Þetta sé nokkuð sem íslenskir
vísindamenn og sérfræðingar
fylgist með og það verði áhuga-
vert að sjá hver þróunin verði.
Áhrifa gætir
á Íslandi
LOFTSLAGSBREYTINGAR
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞRÍR FRAKKAR
Café & Restaurant
Pönnusteikt búraflök með
humri og humarsósu