Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Boris John-son, borg-arstjóri
Lundúna, þykir
ein helsta von-
arstjarna breska
Íhaldsflokksins
eftir varnarsigur sinn í bar-
áttunni um höfuðborgina.
Hann lætur mjög til sín
taka í umræðu um fleira en
borgarmál. Nú síðast
fjallaði hann um vandræði
Grikklands, sem leiðtogar
Evrópusambandsins og
„G-8“ segjast vilja leysa
með niðurskurði og atvinnu-
sköpun í senn. Þetta eru
einhvers konar hræringur
af þýsku og frönsku leið-
inni, sem dengt var saman
eftir forsetaskipti í Frakk-
landi.
Borgarstjórinn í Lund-
únum telur sig vita upp á
hár hvað felist á atvinnu-
sköpun að uppskrift búró-
krata í Brussel. Hann biður
lesendur sína að slást í för
með sér um miðborg Aþenu,
þaðan sem hann er nýkom-
inn, þótt hætt sé við að þá
muni sundla við að sjá
hvernig áður stolt ríki
standi nú á barmi stjórn-
málalegs, efnahagslegs og
siðferðislegs hruns: „eftir
áralangt utanaðkomandi
kvalræði og einelti“.
Boris borgarstjóri lýsir
þeim hryllingi sem fyrir
augu hans bar í heimsókn
hans til Aþenu og segir svo:
„Þúsundir manna verða að
treysta á súpugjafir hjálp-
arstofnana til að lifa daginn.
Atvinnuleysið vex dag frá
degi og er komið í skamm-
arlegar hæðir, eða í 54 pró-
sent hjá ungu fólki. Já, gott
fólk, þetta er árangur af því
sem ESB sagði að myndi
skapa vöxt og störf. „Evra“
er það kallað og leiddi
hörmulega ógæfu yfir
Grikki og hefur einnig
reynst mjög skaðlegt fyrir
aðrar þjóðir á meginlandinu
(með einni undantekningu).“
Borgarstjórinn víkur því
næst í grein sinni að því að
nú séu leiðtogar evrusvæð-
isins farnir að ræða op-
inskátt um að sennilega
verði óhjákvæmilegt að ýta
Grikklandi út úr evrunni.
Slíkt hefði áður verið bann-
orð á svæði hennar. Grikkir
sjálfir séu þó ekki að biðja
um þá niðurstöðu enda séu
þeir ekki undir hana búnir
eftir áróðurinn
sem á þeim hefur
dunið. „En hvað
svo?“ spyr hann.
Jú, fyrst þurfi
menn auðvitað að
brenna fyrir sár-
ið eftir aflimunina og sam-
einast svo um yfirlýsingar,
til að róa markaðinn, um að
meiri upplausn verði ekki
liðin á svæðinu. Þýskaland
muni verja Spán og Portú-
gal með sínum sjóðum og
evrusvæðið verði gert að
fjármálalegri heild því öfl-
ugra og einsleitara banda-
lag sé eina lausnin í stöð-
unni.
Boris Johnson borg-
arstjóri telur á hinn bóginn
að þrengingarnar á evru-
svæðinu muni aðeins aukast
við þær aðfarir: „Á daginn
er komið að evran hefur
reynst dómsdagsmaskína,
fargari atvinnu, og kæfing
alls vaxtar.“ Síðar í grein
sinni furðar Boris borg-
arstjóri sig á að for-
ystumenn í hans eigin flokki
séu opinberlega teknir upp
á að mæla með því við ná-
granna sína á meginlandinu
að evrusvæðið verði allt lát-
ið lúta fjárhagslegri yf-
irstjórn í Brussel: „Það
minni helst á að gefa bíl-
stjóra sem stefnir á stál-
vegg á miklum hraða það
neyðarráð að stíga nú bens-
íngjöfina í botn en láta
bremsuna eiga sig.“
Og hann heldur áfram:
„Hvergi á öðru sambæri-
legu svæði í öllum heim-
inum er hagvöxtur jafn lítill
og í Evrópu um þessar
mundir. Mörgum árum hef-
ur verið á glæ kastað í til-
raunum til að halda evru-
sjúkdómnum niðri.
Árangurinn er sá að við
klöstrum upp á krabbamein-
ið en kálum sjúklingnum.
Við höfum valdið óteljandi
mörgum miklum skaða og
tapað óteljandi störfum á
meðan sjálfsblekkingunni
um að „meiri Evrópa“ sé
lausnin á hinni miklu krísu
hefur verið haldið á lofti“.
Það er sjálfsagt gustuk að
segja ekki mönnum eins og
borgarstjóranum í London
frá því að á Íslandi sé enn
til flokkur með blindingja
innanborðs sem trúa því að
ESB og evran þess sé allra
meina bót, hvort sem þau
séu innvortis eða útvortis.
Boris Johnson,
borgarstjóra í
London, sundlaði
eftir veru í Aþenu}
Stígið á bensíngjöfina,
bílstjóri
F
orsíða tímaritsins TIME í byrjun
maí vakti mikla athygli. Á henni
mátti sjá mynd af móður með
tæplega fjögurra ára son sinn á
brjósti. Greinin, undir fyrirsögn-
inni „Ert þú nægilega mikil mamma?“, fjallaði
um nýstárlega hugmyndafræði um barnaupp-
eldi, svonefnt bindi-uppeldi (Attachment Par-
enting) sem felst í þremur grundvallarþáttum;
framlengdri brjóstagjöf, sameiginlegum svefn-
venjum og jafnframt að ungbörn séu fest við
foreldra sína öllum stundum í burðarpokum.
Forsíðumyndin og greinin vöktu heilmikla um-
ræðu um allan heim um brjóstagjöf og nútíma-
uppeldi.
Móðirin á forsíðunni, Jamie Lynne Grumet,
hefur hlotið mikla athygli fyrir og ekki alla já-
kvæða. Viðhorfið til brjóstagjafar hefur þótt
gamaldags og teprulegt í Bandaríkjunum og hefur verið
unnin mikil átaksvinna þar í landi til að breyta því. Aftur
á móti hefur viðhorfið til brjóstagjafar þótt opið og ný-
stárlegt hér. Það þykir sem betur fer sjálfsagt hér á landi
að konur gefi barni brjóst á almannafæri þó ég ætli ekki
að fullyrða um viðhorf fólks til þess að hafa börn í mörg ár
á brjósti. Það er eflaust stundum gamaldags. En í ljósi
þess hvað umræðan um brjóstagjöf er mikil og opin hér
koma nýjar tölur um brjóstagjöf á Íslandi nokkuð á óvart.
Í nýjasta tölublaði Talnabrunns; fréttabréfs landlæknis
um heilbrigðisupplýsingar, er kynnt niðurstaða úr nýrri
úttekt á brjóstagjöf og næringu ungbarna hér á landi.
Tölurnar eru byggðar á gögnum frá heilsu-
gæslustöðvum fyrir börn fædd á árunum
2004-2008. Þær sýna að 86% vikugamalla
barna hér á landi voru eingöngu á brjósti en
98% fengu brjóstamjólk með ábót. 8% sex
mánaða gamalla barna voru eingöngu á
brjósti en 74% barna á sama aldri voru að ein-
hverju leyti á brjósti. Þá fékk ríflega helm-
ingur átta mánaða gamalla barna einhverja
brjóstamjólk, eða 61%, en tæpur þriðjungur
eins árs gamalla barna, eða 27%.
Samkvæmt bandarískum brjóstagjafatöl-
um CDC fyrir árið 2011 byrjuðu 75% af
bandarískum mæðrum á að gefa barni sínu
brjóst, 44% gefa enn brjóst um 6 mánaða ald-
ur en aðeins 15% eru þá eingöngu með barnið
á brjósti.
Í Talnabrunni landlæknisembættisins kem-
ur fram að hlutfall þeirra barna sem eru eingöngu á
brjósti hálfs árs gömul telst nokkuð lágt hér á landi miðað
við ráðleggingar um að ungbörn neyti eingöngu brjósta-
mjólkur frá fæðingu til sex mánaða aldurs, sé þess nokk-
ur kostur. Þá er mælt með áframhaldandi brjóstagjöf
með annarri fæðu í allt að tvö ár eða lengur.
Sonur Jamie Lynne Grumet á líklega eftir að njóta
góðs af þolinmæði móður sinnar og öllum ber að virða
hennar uppeldisaðferðir. En það ber líka að virða að ekki
geta allar konur gefið brjóst og sumar kjósa að hafa barn-
ið sitt ekki lengur á brjósti en nokkra mánuði. Hver verð-
ur að hafa sinn háttinn á. ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Hver verður að hafa sinn háttinn á
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Að beiðni innanríkisráðherra,Ögmundar Jónassonar,sendi vegamálastjóri bréftil þriggja sveitarfélaga á
Norðvesturlandi í síðasta mánuði þar
sem tilkynnt var að Vegagerðin
mundi ekki vinna frekar að hug-
myndum um styttingu hringvegarins
framhjá Blönduósi og Varmahlíð í
Skagafirði. Þar með dró Vegagerðin
til baka kröfur um að mögulegar veg-
línur færu inn á aðalskipulag sveitar-
félaganna, m.a. svonefnd Svínavatns-
leið.
Innanríkisráðherra tilkynnti
þessa ákvörðun sína einnig til Skipu-
lagsstofnunar; um að flutningur
hringvegarins á þessum stöðum væri
ekki inni í samgönguáætlun, hvorki
til fjögurra né tólf ára. Svandís Svav-
arsdóttir, umhverfisráðherra og
flokksystir innanríkisráðherra, hafði
áður úrskurðað að Blönduósbær og
Húnvatnshreppur skyldu merkja sér-
staklega veglínu Svínavatns/
Húnavallaleiðar á nýjum að-
alskipulagsuppdrætti áður en skipu-
lagið fengist staðfest.
Af þessu hefur ekki orðið, enda
hafa hugmyndir að nýjum veglínum
mætt mikilli andstöðu heimamanna,
sérstaklega á Blönduósi þar sem
hringvegurinn liggur í gegn.
Var til skoðunar að færa hring-
veginn frá Blönduósi á nýja Svínvetn-
ingabraut um Húnavelli og að Langa-
dal miðjum. Myndi þessi leið stytta
hringveginn um 14 km með 17 km
löngum nýjum vegi.
Gegn heildarhagsmunum
En það fagna ekki allir ákvörðun
innanríkisráðherra og Vegagerð-
arinnar. Eyfirðingar hafa farið fram-
arlega í flokki þeirra sem vilja ná
fram vegarstyttingum milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur. Þegar Blönduós-
bær gekk frá nýju aðalskipulagi
haustið 2010, sem gildir til 2030, var
ekki gert ráð fyrir færslu hringveg-
arins og af um 200 athugasemdum við
skipulagið komu flestar frá Akureyri.
Njáll Trausti Friðbertsson,
varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórn Akureyrar, dregur
stórlega í efa að innanríkisráðherra
hafi farið að lögum í málinu, hvort
sem um er að ræða vegalög eða
stjórnsýslulög. Vísar hann þar m.a. til
28. gr. vegalaga frá árinu 2007:
„Ákveða skal legu þjóðvega í
skipulagi að fenginni tillögu Vega-
gerðarinnar, að höfðu samráði Vega-
gerðarinnar og skipulagsyfirvalda.
Fallist sveitarfélag ekki á tillögu
Vegag. skal það rökstyðja það sér-
staklega. Þó er sveitarfélagi óheimilt
að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar
ef það leiðir til minna umferðarör-
yggis en tillagan felur í sér.“
Það er einmitt umferðaröryggið
sem er ein helsta röksemd Njáls
Trausta, fyrir utan arðsemina sem
hann telur vera eina þá mestu á
hringveginum öllum. Hann hefur
skoðað slysatíðni á fimm mismunandi
köflum á þjóðvegi eitt og komist að
því að hún er mest á köflunum um
Langadal og Blönduós, eða 1,67 og
2,01 slys á hverja milljón ekna kíló-
metra. Slysatíðnin á öðrum köflum
var 0,79 til 1,04, þ.e. á Vesturlands-
vegi, Suðurlandsvegi og veginum um
Víkurskarð og Svalbarðsströnd.
Samkvæmt þessum útreikningum
telur Njáll að fækka megi slysum um
10-11 á ári með því að fara nýja
Svínavatnsleið. „Það er verið að taka
sérhagsmuni umfram hagsmuni
heildarinnar og um leið verið að
vinna gegn öðrum byggðum og sam-
keppnishæfni annarra svæða,“
segir hann og bendir á að um
helmingur umferðarinnar
gegnum Blönduós tengist
Akureyri með einum eða
öðrum hætti. Ekki eigi þó
að leggja niður núverandi
vegi heldur bjóða vegfar-
endum upp á valkosti, vilji
þeir stytta leið sína.
Fór ráðherrann
framhjá vegalögum?
Blönduós
Svínavatn
731. Svínvetningabraut
728.Auðkúluvegur
724.Reykjabraut
Auðkúla
H
ún
af
jö
rð
ur
Laxárvatn
LANGIDALUR
Blanda
Ti
lR
ey
kj
av
ík
ur
Til Akureyrar
Svínavatnsleið - hugmyndir
Ný veglína 1
Ný veglína 2
Ný veglína 3
Vegir sem tengjast Svínavatnsleið
Þjóðvegur 1
Njáll Trausti Friðbertsson á
Akureyri ritaði nýlega grein í
Akureyri vikublað þar sem hann
fjallar um ákvörðun Ögmundar
Jónassonar innanríkisráðherra
varðandi nýjar veglínur um
Húnaþing og Skagafjörð.
„Þetta mál er dæmi um yfir-
gang þar sem ekki er litið til
nokkurra raka, hvort sem tekið
er tillit til umferðaröryggissjón-
armiða, þjóðhagslegrar arðsemi
styttinganna eða umhverfis-
þátta,“ ritaði Njáll Trausti m.a. í
greininni og hvatti Ögmund
Jónasson til að taka tillit til
hagsmuna heildarinnar og
endurskoða afstöðu sína. Sagði
hann ráðherra hafa eyðilagt
margra ára vinnu við að auka
umferðaröryggi og draga úr
ferðakostnaði. Njáll Trausti
segist í samtali við Morgun-
blaðið ætla að senda Ög-
mundi bréf og óska
eftir nánari rökstuðn-
ingi fyrir ákvörðun
hans. Útilokar hann
ekki að fara með
málið lengra ef
svörin verða að hans
mati ófullnægjandi.
Óskar eftir
rökstuðningi
ÓSÁTTUR VIÐ ÖGMUND
Njáll Trausti
Friðbertsson