Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 23

Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Laugardagurinn 26. maí árið 2007 var mikill hátíðisdagur hér á Möðruvöllum. Þá var tekið í notkun á ný gamla Leikhúsið á Möðruvöllum, sem byggt var árið 1881. Möðruvellir í Hörg- árdal er mikill sögu- staður og hér hafa staðið margar mjög merkilegar byggingar auk þess sem kirkja hefur verið á staðnum allt frá kristnitöku og klaustur frá 1296 til siðaskipta. Ein af merkilegustu byggingum sem staðið hafa hér á Möðruvöll- um er Friðriksgáfa, sem var íbúð- arhús amtmannanna og var byggt úr dönskum múrsteini. Friðriks- gáfa brann árið 1874, en þá stóð múrsteinninn eftir, sem nýttur var til að byggja gagnfræðaskóla. Stóð hann hér frá 1880-1902 þegar hann fluttist til Akureyrar og eru Möðruvallaárin ævinlega talin sem upphafsár Menntaskólans á Ak- ureyri. Árið eftir, árið 1881, var byggt við skólann Leikhús (leikfimishús). Þjónaði það þeim tilgangi að í því iðkuðu skólasveinar íþróttir eða leikfimisæfingar og í því voru haldnar skemmtanir. Nokkrum sinnum voru sýnd þar leikrit þó það hafi alls ekki verið tilgangur hússins eins og nafnið gefur til kynna. Eftir að skólinn brann árið 1902 og starfsemi hans flutt- ist til Akureyrar var húsið notað sem geymsla í áratugi og gekk undir nafninu Pakkhús. Undir lok síðustu aldar vöknuðu vonir heimafólks á Möðru- völlum um að end- urbyggja mætti Leikhúsið og koma þar upp menningar- starfsemi. Eftir mikla undirbúningsvinnu varð það að veruleika og Leikhúsið var tekið í notkun á ný við hátíðlega athöfn 26. maí árið 2007. Hófst þá í húsinu mikil menn- ingarstarfsemi sem haldist hefur sleitulaust síðan. Hryggj- arstykkið í starfseminni eru hálfsmánaðarleg fimmtudags- erindi allan ársins hring um allt milli himins og jarðar. Auk hinna reglulega erinda er húsið notað sem safnaðarheimili fyrir kirkju- lega starfsemi og félög og ein- staklingar nýta það til funda- og veisluhalda. Dagskrá ársins hefst ævinlega á Davíðskvöldi, en hann var fæddur í Fagraskógi 21. janúar árið 1895. Hann tengist Möðru- völlum órjúfanlegum böndum og er grafinn í kirkjugarðinum. Því er vel við hæfi að minnast skálds- ins árlega. Á hverju sumri hafa konur úr sveitinni haldið erindi um skrautjurtir í görðum sínum og árlega göngum við heimafólk um staðinn og segjum sögu hans. Í 10. hefti ritsins Heimaslóð, sem er árbók hreppanna í Möðru- vallaklaustursprestakalli gerir dr. Bjarni Guðleifsson grein fyrir öll- um erindunum sem haldin voru í Leikhúsinu á árunum 2008-2010. Þar kemur fram að erindin hafa verið af ólíkum toga. Hér mun að- eins verða stiklað á stóru, en sem dæmi má nefna erindi um Gunn- arshólma, kristna trú og kvenna- hreyfingar; sögur af sauðfjársæð- ingum á Norðurlandi og af hvítabjörnum; söngvakvöld með gömlum slögurum, um undraverð- an áhrifamátt tónlistar, um mótun skólamenningar, um börnin í barnaverndinni, um þjónandi for- ystu og sálgæslu kirkjunnar. Starfsemin í Leikhúsinu er nú orðin ómissandi þáttur í menning- arlífi sveitarinnar. Fimm ára afmælis menningar- starfseminnar í Leikhúsinu á Möðruvöllum verður minnst fimmtudagkvöldið 24. maí. Menningarstarfsemin í Leikhúsinu á Möðruvöllum Eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur » Starfsemin í Leik- húsinu er nú orðin ómissandi þáttur í menningarlífi sveit- arinnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir Höfundur er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. samstarfsvettvangur fyrirtækja, samtaka og einstaklinga sem eiga margháttuð samskipti við Banda- ríkin. Af viðtökunum að dæma var mikil þörf fyrir slíkan vettvang, en nú þegar eru 120 fyrirtæki meðlimir í ráðinu. AMIS mun vinna í nánu samstarfi við Íslensk- ameríska viðskiptaráðið í Banda- ríkjunum og bandaríska sendiráð- ið í Reykjavík. Studdu fyrst allra sjálfstæði Íslands Samskipti Íslands og Banda- ríkjanna eiga sér langa og merki- lega sögu. Bandaríkin voru fyrsta ríkið sem viðurkenndi sjálfstæði Íslands árið 1944. Í raun þýddi það að í miðri síðari heimsstyrj- öldinni gátu Íslendingar skotið styrkari stoðum undir sjálfstæði ungs lýðveldis. Bandaríkin reynd- ust okkar líflína í heimstyrjöldinni og hafa verið okkar sterkasti bandamaður í meira en 70 ár, ekki einvörðungu á viðskiptasviðinu, heldur einnig í varnar- og örygg- ismálum og menningar- og menntamálum. Á sviði viðskipta er óhætt að fullyrða að viðskipta- samband Íslands við Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki hafi leikið lykilhlutverk í þróun íslensks at- vinnulífs. Sem dæmi má nefna að bein fjárfesting bandarískra fyr- irtækja á Íslandi nemur hundr- uðum milljarða króna og ekkert annað land kemst í námunda við Bandaríkin þegar kemur að fjár- festingu á Íslandi. Fjölmörg ís- lensk fyrirtæki hafa náð fótfestu í Bandaríkjunum og er markaður- inn þar afar mikilvægur fyrir fyr- irtæki á borð við Marel, Össur og CCP. Útflutningur sjávarafurða nemur milljörðum króna á ári og á seinasta ári komu fleiri ferðamenn frá Bandaríkjunum til Íslands en frá nokkru öðru landi og var fjölg- unin milli ára 51%. Samskipti á breiðum grunni En viðskipti eru meira en út- flutningstölur og það er fleira sem skiptir máli í samskiptum tveggja fullvalda ríkja en viðskiptin ein og sér. Það er afar mikilvægt að við- halda og efla þau jákvæðu sam- skipti sem hafa átt sér stað á sviði mennta og menningar á und- anförnum áratugum. Það er stefna AMIS að leggja sitt af mörkum til stuðla að því með einum eða öðr- um hætti að íslenskir námsmenn sæki í auknum mæli í framhalds- og sérfræðinám til Bandaríkjanna og hingað komi enn fleiri banda- rísk ungmenni til náms, því það er löngu sannað að þau verða meðal okkar traustustu vina vestra. Það var ánægjuleg stund þegar AMIS var stofnað og að skynja áhuga viðstaddra og ekki síður að hlýða á jákvæð hvatningarorð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, Luis E. Ar- reaga, sendiherra Bandaríkjanna, og Michaels B. Hancock, borg- arstjóra Denver í Colorado. Það er bjargföst trú mín að AMIS muni eiga bjarta framtíð fyrir sér og að viðskiptaráðið muni leggja sitt af mörkum til að auka verulega við- skipti landanna, fjölga bandarísk- um ferðamönnum og vinna mark- visst að því að bandarísk fyrirtæki fjárfesti enn meira hérlendis. Bandaríkjamenn hafa sýnt áhuga á að auka fjárfestingar en til þess að það verði raunhæft þá þarf að bæta efnahagsástandið, slaka á gjaldeyrishöftum og íslensk stjórnvöld verða að skapa eft- irsóknarvert umhverfi fyrir er- lenda fjárfesta í íslensku atvinnu- lífi. Höfundur er formaður AMIS – Amer- ísk-íslenska viðskiptaráðsins og for- stjóri Icelandair. TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR Við gerum þér verðtilboð – þetta er ódýrara en þú heldur, – jafnvel ódýrara en að sjá um sláttinn sjálf/ur Sími: 554 1989 www.gardlist.is HRINGDU O G FÁÐU TILBOÐ Í SÍM A 554 1989

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.