Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Fyrstu klassísku tónleikarListahátíðar í Reykjavík2012 hófust í Eldborg ásunnudag kl. 14 með
Hljómsveitarsvítum Bachs í með-
förum Kammersveitar Reykjavíkur
og Richards Egarr. Sama kvöld hélt
„kraftaverkið frá St. Pétursborg“,
réttu nafni Arcadi Volodos, píanó-
tónleika á sama stað.
Aðsóknin var í samræmi við há-
spennta eftirvæntingu því ekki varð
betur séð neðan úr gólfhæð en Eld-
borgarsalur væri að heita fullsetinn,
m.a.s. kórpallssætin aftan við sviðið.
Að áhuginn væri ósvikinn mátti sjá
og heyra á einbeitingu hlustenda.
Ræskingar voru t.a.m. í lágmarki, og
eins gott í sal sem magnar jafnt
æskileg sem óæskileg hljóð betur
upp en nokkur annar tónvettvangar
landsins.
Kom hvorttveggja, heyrð og næði,
einleikaranum til góða. Alltjent
minnist ég varla áður að hafa heyrt
jafnvíðfeðm styrkbrigði í slaghörpu-
leik. Þessi „lúxus“eiginleiki Eld-
borgar – að skila jafnvel örveikustu
tónum út í hvern krók og kima – ætti
nú þegar að hafa sett salinn í eftir-
sóknarverðan sérflokk, því fráleitt
ná allir sinfóníusalir jafnframt að
státa af úrvalsakústík handa undir-
leikslausu píanói.
Sú afspurn er áreiðanlega nokk-
urs virði þá ginna skal fremstu pí-
anóljón heimsins hingað, enda vissi
sólisti kvöldsins auðsjáanlega af
henni miðað við hvað hann nýtti sér
hljómburðinn út í hörgul, í gullvægri
vitund um að forsenda dýnamískrar
spennu er einmitt fólgin í listrænni
nýtingu á styrkrænum andstæðum
allt frá hinu vart heyranlega að fít-
onskrafti fortissimósins.
En þótt hinn nú fertugi Volodos
léki að þessu leyti á als oddi, þá
sagði það ekki alla söguna. Né held-
ur einu sinni tæknilegur brilljans
Rússans, er skilaði hverri nótu of-
urskýrt á jafnvel manndrápshraða
þegar svo bar undir, að ógleymdu
syngjandi legatói á öðrum stöðum
svo minnt gat á líðandi strengjasveit
eða dúnblítt orgel.
Útslagið gerði hinsvegar afburða-
vel útfærð mótun og hnitmiðað
formskyn, er komu manni á köflum
næstum því til að halda að píanistinn
hefði samið verkin sjálfur. Hvað mig
varðar, er sízt verður vændur um
sérstaka hollustu við stærri tón-
smíðar Franzs Liszts, má eflaust
þakka nefndum sérgáfum að með-
ferð Volodosar á h-moll sónötunni
eftir hlé hélt mér aldrei þessu vant
upptendruðum til enda. Hvað svo
sem það segir öðrum.
Upphafsverk kvöldsins, hin
dimmleita a-moll Sónata Schuberts
frá 1823, er í I. þætti þrammar veg-
laust áfram lömuð þjáningu
grimmra örlaga, bryddar eftir stutta
hæga miðþáttinn upp á vellandi létt-
leika, líkt og til að minnast fyrri
sorglausari tíma. Sónatan þykir afar
vandmeðfarin í túlkun – en í undra-
gegnsærri útleggingu Volodosar var
verkið nánast eins og lesið upp úr
hispurslausri dagbók. Hin þrjú Int-
ermezzi (millispil) Brahms voru
engu síðri í flutningi, og naut sín
bezt íðiltært nr. 1 er ber aukakeim af
ferskleika þjóðlaga og kóraflokknum
Liebesliederwalzen.
Tónleikaskráin fræddi ekki hlust-
endur í neinu um verkin og því hætt
við að sumir söknuðu betri viður-
gjörnings SÍ á álíka ritvangi. Það
spillti samt ekki fyrir ógleymanlegu
kvöldi, og þó að aukalög Pétursborg-
armeistarans byðu ekki upp á flug-
eldasýningu á við umritun hans á
Rondo alla Turca Mozarts, gátu allir
farið fullsáttir heim.
Ógleymanlegur píanisti
Ógleymanlegt Volodos uppskar dynjandi lófatak að loknum tónleikum sínum í Eldborgarsal Hörpu.
Eldborg í Hörpu
Listahátíð – píanótónleikar
bbbbb
Schubert: Sónata í a D754 Op. 143.
Brahms: Þrjú intermezzi Op. 117. Liszt:
Sónata í h-moll. Arcadi Volodos píanó.
Sunnudaginn 20. maí kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Gillon – Næturgárun
bbbnn
Um er að ræða
listamannsnafn
Gísla Þórs Ólafs-
sonar skálds, en
hann hefur verið
iðinn við ljóða-
bókakolann undanfarin ár og gefið út
bók á ári. Gísli hefur hins vegar lýst
því að ljóðabókaútgáfan hafi aðallega
verið til að undirbúa hann fyrir tón-
listarútgáfuna og nú er sumsé komin
út breiðskífa með tíu frumsömdum
lögum, hans fyrsta.
Tónlistin er nokkuð hrá og minnir
mig stundum einhverra hluta vegna á
amerískt háskólarokk frá níunda ára-
tugnum. Lagasmíðarnar eru þannig
séð hefðbundnar en það er eitthvað
„auka“ þarna sem hífir þau upp yfir
meðalmennsku. Í rokkaranum
„Blindaður af ást“ sýnir Gísli t.a.m.
fram á að hann er naskur melódíu-
smiður, fallegt lag sem límir sig þægi-
lega við heilann, og í ballöðunni
„Fyrir tilstilli þína“ nær Gísli inn að
hjartarótum, söngröddin veðruð, rám
og nánast „pínd“ – sótraftaleg á
áhrifaríkan hátt þar sem hann nær að
knýja fram angurværa, löngunarfulla
tóna. Þetta er allt á réttri leið.
Kjuregej – Lævirkinn
bbbbb
Alexandra Arg-
unova „Kjuregej“ er
upprunalega frá fyrr-
verandi sovétlýðveld-
inu Jakútíu en hefur
búið hér í 46 ár. Hún
er myndlistarkona, leikari, leiktjalda-
og búningahönnuður og tónlist-
armaður en Lævirkinn er, ótrúlegt
en satt, hennar fyrsta plata. Á henni
syngur hún sextán lög, flest þeirra
þjóðlög á jakútsku en einnig lög á
rússnesku og íslensku.
Plata þessi er að sönnu fengur þar
sem Kjuregej syngur þjóðlög sem
eru mörg hver í útrýmingarhættu í
heimalandinu. Áferðin er jafnan ang-
urvær og á köflum dökkleit og í söng-
röddinni má nema nið aldanna, til-
finningaþrungin áköll í bland við
ástríðufulla saknaðarsöngva. Íslensk
lög eins og „Til eru fræ“ og „Úr Sól-
eyjarkvæði“ fá þá á sig nýstárlegan
blæ og Kjuregej gerir þau algerlega
að sínum með magnaðri, ástríðullri
túlkun. Þegar best lætur er fegurðin
stingandi. Glæsilegt verk.
Að lokum ber að geta umslags-
hönnunar allrar sem er sérstaklega
vönduð og falleg.
Tríó Glóðir – Bjartar vonir
bbbbn
Hafsteinn Þór-
ólfsson söngvari er
langafabarn Odd-
geirs Kristjáns-
sonar, þjóðskálds
Vestmannaeyja ef
svo má segja. Hann ákvað árið 2003
að Oddgeir skyldi hann heiðra með
því að gefa út plötu á hundrað ára af-
mæli hans og hér gefur að líta af-
raksturinn. Hann fékk þá Ingólf
Magnússon bassaleikara og Jón
Gunnar Biering Margeirsson gít-
arleikara til liðs við sig en auk þess
kemur söngkonan Sigríður Thorlac-
ius við sögu í völdum lögum.
Óhætt er að segja að vandað hafi
verið til alls frágangs, hvort sem hann
snýr að umbúðum eða innihaldi. Grip-
urinn sjálfur er fallegur, fjöldi ljós-
mynda prýðir bæklinginn, textar
fylgja auk þess sem saga Oddgeirs er
rakin. Tónlistin sjálf er þá í samræmi
við þetta. Hljómur er algerlega frá-
bær og útsetningar sömuleiðis, tríóið
nálgast lögin af næmi og natni. Áferð-
in er lágstemmd, söngurinn er í for-
grunni og undirspil allt einstaklega
smekklegt. Á köflum minnir platan
mig á þrekvirki Einars Scheving,
Land míns föður, þar sem hún mynd-
ar einstaklega notalega og þægilega
áru sem leggst utan um þig eins og
dúnn. Virkilega vel að verki staðið.
Raggi Dan – Hughrif
bbmnn
Höfundur plöt-
unnar, Ragnar Dani-
elsen, lýsir innihald-
inu sem „slökunar-
tónlist hjartalæknis-
ins“, enda er hann
sjálfur einn slíkur. Ragnar stofnaði
Stuðmenn á sínum tíma í MH ásamt
þeim Valgeiri Guðjónssyni, Jakobi
Frímanni Magnússyni og Gylfa Krist-
inssyni en sveitin hét þá Frummenn
(og platan Tapað/fundið, sem end-
urreistir Frummenn gáfu út árið
2006, varð kveikjan að þessari plötu
Ragnars).
En eins og Ragnar segir; innihaldið
er slökunartónlist og virkar ágætlega
sem slík. Uppistaðan er gítarspil en
undir eru áreynslulitlar hljómborðs-
mottur. Hljómur hefði getað verið
betri og motturnar eru sumar hverjar
komnar yfir síðasta söludag. Gít-
arleikur er hins vegar prýðilegur.
Lögin renna hvert inn í annað, eru
nokkuð einkennalaus og á köflum
„hverfur“ tónlistin, sem er í raun út-
gangspunktur svona tónlistar. „Ambi-
ent“-tónlist á að umlykja þig og
mynda stemningu, hún á ekki að
áreita eða láta bera á sér.
Eysteinn Pétursson –
Það er margt í mannheimi
bbbbn
„Ef Ólöf Arnalds
væri eldri maður sem
byggi í Breiðholt-
inu …“ er ein af þeim
setningum sem ég hef
heyrt í tengslum við
þessa dásamlegu plötu Eysteins Pét-
urssonar. Sonur hans, Svavar Pétur
Eysteinsson (Prinspóló), sá um upp-
tökur og útgáfu og innihaldið er ein-
læg og alþýðleg tónlist sem Eysteinn
syngur við eigið gítarundirspil. Mörg
laganna urðu til á námsárum Ey-
steins í Kaupmannahöfn og bera með
sér skemmtilega sérstæðan blæ.
Söngur Eysteins er í senn blíður og
hrjúfur, á vissan hátt seiðandi og
röddin dregur mann inn í lögin. Sum
þeirra, eins og „Ókindarkvæði“, eru
naumhyggjuleg þar sem versin ganga
í endurteknum lykkjum en hér eru
líka galgopalegar smíðar („Má ég fá
harðfisk“) og opnunarlagið, „Það sem
enginn veit“, er einfaldlega fallegt.
Hljómur plötunnar er lágstemmdur
og berstrípaður flutningurinn gerir
að verkum að maður dokar við og
sperrir óhjákvæmilega eyrun.
Það er svo nærandi að hlusta á tón-
list sem er gerð á hinum einu og réttu
forsendum; hinni knýjandi þörf til að
skapa. Það gefur óhjákvæmilega eitt-
hvað satt af sér, eitthvað fallegt, eins
og þessa plötu hér.
Lævirkinn „Plata þessi er að sönnu fengur þar sem Kjuregej syngur þjóðlög
sem eru mörg hver í útrýmingarhættu í heimalandinu.“
Íslenskar plötur
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Hér getur að líta gagnrýni á
nýútkomnar íslenskar plötur
af hinu og þessu tagi.