Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hljóðið í forystumönnum verkalýðs- félaga er þungt þegar talið berst að atvinnumálum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir svikin loforð í atvinnumálum og skort á nýjum störfum, sjónarmið sem formenn nokkurra verkalýðs- félaga á landsbyggðinni taka undir. Kristján G. Gunnarsson, for- maður Verka- lýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis, telur ríkisstjórnina hafa svikið gefin loforð. „Það hefur ekkert orðið úr þessum stóru áformum í atvinnumálum. Flugvöll- urinn hefur bjargað því sem bjargað verður fyrir okkur Suðurnesjamenn og vertíðin tekur alltaf sitt. Ég er löngu búinn að afskrifa ítrekuð lof- orð ríkisstjórnarinnar um ný störf. Þegar ég horfi eingöngu til minna fé- lagsmanna hefur hlutfall atvinnu- lausra stundum farið yfir 20%. Hlut- fallið er nú 12-13%. Atvinnustigið fer ekki í viðunandi horf fyrr en stór verkefni fara af stað. Allt of seint. Alltof hægt og alltof rólegt eru orðin sem lýsa aðgerðaleysinu,“ segir Kristján. Úrræði en ekki störf Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, segir rík- isstjórnina hafa boðið upp á úrræði en ekki störf fyrir atvinnulausa. „Við erum umboðsskrifstofa Vinnumálastofnunar á Vesturlandi. Við erum því nokkuð nálægt þeim einstaklingum sem eru án vinnu á okkar starfssvæði í Borgarbyggð. Kerfið hjá Vinnumálastofnun hefur ekki virkað illa á Vesturlandi, enda er atvinnuástandið ekki eins slæmt hér og það hefur verið víða annars staðar. Það er samt þannig að það gengur ekki nógu vel að para saman þá sem eru atvinnulausir og þau tækifæri sem eru í boði. Þau átaks- verkefni sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til atvinnusköpunar fela at- vinnuleysið að hluta til með því að bjóða fólki sem er án vinnu að fara í nám, í stað þess að fara í vinnu. Ríkisstjórnin hefur ekki verið að búa til störf heldur úrræði. Það er gott og blessað svo langt sem það nær. Það þarf að efla vinnumiðlunina og koma í framkvæmd þeim verk- efnum sem ríkisstjórnin hefur boðað. Nýjasta útspilið, að nýta hugs- anlegar tekjur af veiðigjaldinu og hugsanlegar tekjur af sölu á hlut rík- isins í bönkunum til að fjármagna fjárfestingaáætlunina, kemur ekki til framkvæmda fyrr en á næstu árum. Það gerist ekki strax. Þetta er eins og að lofa að kaupa miða í lottóinu og gera hugsanlega eitthvað fyrir vinn- inginn, ef maður á þá fyrir miðanum. Allt frá því að stöðugleikasáttmálinn var gerður höfum við hjá Stétt- arfélagi Vesturlands beðið eftir inn- spýtingu frá ríkisstjórninni til að efla atvinnulífið. Við bíðum enn.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir rík- isstjórnina hafa brugðist. „Það hefur lítið sem ekkert gerst í atvinnumálum í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Það liggur fyrir að um 11.000 manns eru án atvinnu í dag og það hafa um 6.000 flutt af landi brott síðan 2009. Í raun hefur ekki nokkur skapaður hlutur gerst í atvinnu- málum síðan efnahagshrunið varð. Ríkisstjórnin fær því algjöra fall- einkunn í atvinnumálum. Það er með ólíkindum að ríkis- stjórn sem kennir sig við félags- hyggju og jöfnuð – og á að vera ríkis- stjórn alþýðunnar – skuli hafa unnið gegn vissum störfum. Ef við tökum stóriðjustörfin sem dæmi eru þau ein best launuðu störfin sem bjóðast ófaglærðu fólki. Ég sé engin merki um uppbyggingu á því sviði.“ – Nú er farið að greiða með at- vinnulausu fólki. Hvað segir það um ástandið í atvinnumálum? „Það segir aðeins eitt. Það er verið að fela atvinnuleysi með slíkum að- gerðum. Vissulega er virðingarvert að reynt skuli að koma fólki aftur út vinnumarkaðinn. Hitt er þó augljóst að það þarf að skapa aðstæður í at- vinnulífinu þar sem ekki þarf að greiða með fólki.“ Refsað fyrir að vinna Vilhjálmur gagnrýnir að hluta- störf skerði tekjur atvinnulausra. „Reglurnar breyttust um áramót- in á þann veg að þegar fólki er til dæmis boðið 50% hlutastarf getur það endað með minni ráðstöfunar- tekjur en að vera á 100% bótum. Það eru fjölmörg dæmi um þetta. Vinnu- málastofnun og velferðarráðuneytið fóru í málið og lofuðu að kippa þessu í liðinn strax eftir páska. Það er með ólíkindum að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju, réttlæti og jöfn- uð skuli ráðast með þessum hætti á þá sem síst skyldi.“ Verkalýðsfélög krefjast starfa  Formenn fimm verkalýðsfélaga telja ríkisstjórnina ekki hafa efnt fyrirheit í atvinnumálum  Tveir telja ríkisstjórnina fela vandann  Hlutastörf skerða tekjur fólks á atvinnuleysisbótum Morgunblaðið/Ásdís Úr Slippnum Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 11.000 manns án vinnu í apríl á landinu öllu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, segir stjórnvöld ekki hafa efnt loforð í atvinnumálum. „Það sem við höfum bundið vonir við á síðustu árum hefur ekki gengið upp. Það er langur, langur vegur frá. Við hjá Eflingu sjáum þó á félagsgjöldunum að um- hverfið er aðeins að lagast og vinnutíminn aðeins að lengjast. Gangurinn í atvinnulífinu er hins vegar engan veginn nógu góður. Þetta er fráleitt sú staða sem við viljum hafa uppi í þessum málum. Á síðustu þrem ár- um höfum við ekki séð neinar breytingar á atvinnu- leysinu hjá félagsmönnum okkar í Eflingu. Það eru al- veg jafn margir án vinnu eða um 11-12% félagsmanna. Það er að sjálfsögðu ekki viðunandi,“ segir Sigurður og kallar eftir aðgerðum í at- vinnumálum til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið verði áfram hátt í sögulegu samhengi. Atvinnuleysið ekki minnkað 11-12% FÉLAGSMANNA Í EFLINGU ÁN VINNU Sigurður Bessason Kristján G. Gunnarsson Vilhjálmur Birgisson Signý Jóhannesdóttir Már Guðnason, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, telur ríkisstjórnina ekki hafa náð settum markmiðum í atvinnu- málum. „Það er ljóst hver staðan er. Atvinnu- leysi hefur ekkert minnkað. Ég er í vinnumarkaðsráði Suðurlands og fylgist því vel með þróun- inni, bæði í þessum landshluta og um land allt. Hagfræðingur ASÍ hefur sýnt tölulega fram á að atvinnuleysið hafi aðeins minnkað vegna brottflutnings frá landinu. Það hefur því eng- inn árangur náðst í atvinnu- málum í tíð þessarar rík- isstjórnar. Það er búið að svíkja stöðugleikasáttmálann aftur á bak og áfram. Nú ætlar ríkisstjórnin að skapa þúsundir starfa með nýrri fjárfestingaáætlun. Maður hefur heyrt þetta áður. Ég hef enga trú á þessu. Þessi loforð eru langt fram í tímann þegar þessi ríkisstjórn verður farin frá völdum. Loforðin sem voru gefin hafa ekki verið efnd og það er lítið eða ekkert verið að gera. Hvaða aðgerðir eru í gangi til að stuðla að atvinnu- uppbyggingu? Ég sé þær ekki. Það er allt frosið,“ segir Már. Lítil áhrif af þenslunni Hann víkur svo að stöðunni í atvinnumálum á Suðurlandi. „Sérstaðan við þetta svæði var að hér var engin þensla. Nema hvað jarðir voru seldar á upp- sprengdu verði. Þeir sem keyptu sitja þá uppi með það. Úrvinnsla landbúnaðarafurða er aðalatvinnuvegurinn og það hefur lítið breyst. Hér hefur því ekki verið mikið atvinnu- leysi en þó of mikið. Það var 6,9% fyrir ári en er 5,6% um miðjan apríl á Suðurlandi,“ segir Már. Allt í frosti í hagkerfinu UPPBYGGINGU VAR LOFAÐ Már Guðnason Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Íbúar í Garðabæ og á Álftanesi greiða í haust atkvæði um samein- ingu sveitarfélaganna tveggja. Sam- starfsnefnd um sameininguna sam- þykkti þetta samhljóða á fundi sínum í gær. Skilyrði þess að ríkið komi að samkomulagi um lækkun skulda Álftaness er að sveitarfélag- ið sameinist öðru. Tillaga sameiningarnefndarinnar fer nú til umræðu í bæjarstjórnum sveitarfélaganna áður en íbúar þeirra greiða atkvæði um hana. Innanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjár- haldsstjórn Álftaness hefði náð samkomulagi um lækkun skulda og skuldbindinga sveitarfélagsins en hún hefur unnið með sveitarstjórn- inni að endurskipulagningu fjár- mála þess síðustu misserin. Samkvæmt samkomulaginu er áætlað að skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins verði rúmlega 3,2 milljarðar króna í lok ársins 2012 en þær voru alls rúmlega 7,2 millj- arðar árið 2009. Ekki neydd til að samþykkja Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri Álftaness, segir það ekki svo að íbú- ar sveitarfélagsins hafi þann kost einan að samþykkja sameininguna í atkvæðagreiðslu þó að sam- komulagið um lækkun skulda velti á að Álftanes sameinist öðru sveitar- félagi. Ef íbúar annars hvors sveit- arfélagsins hafni sameiningu verði leitað eftir að Álftanes sameinist öðru sveitarfélagi. „Við höfum ekkert verið að fjalla um „hvað ef“ því við erum svo ánægð með þróunina í viðræðum við Garðabæ og að málið sé komið á þetta stig. Fyrir mitt leyti er ég mjög jákvæður og bjartsýnn á að sameiningin verði samþykkt í báð- um sveitarfélögunum,“ segir Pálmi Þór. Hann segir að í samkomulaginu um lækkun skulda sé kveðið á um ákveðna gjalddaga. Þótt það færi svo að sameiningunni við Garðabæ yrði hafnað í atkvæðagreiðslu íbúa í haust þá gæfist sveitarfélaginu ráð- rúm til að ákveða til hvaða aðgerða yrði gripið í kjölfarið. Kosið um sameiningu í haust  Samkomulag um skuldir Álftaness háð sameiningu  Bæjarstjóri bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt Með fróðleik í fararnesti: Lífríki Vífilsstaðavatns og nágrennis Sunnudaginn 27. maí, kl. 14:00 Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir og á sunnudaginn munu Hrefna Sigurjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, og Sigurður Snorrason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, leiða gönguferð við Vífilsstaðavatn. Ferðin er sérstaklega sniðin að börnum, ungmennum og fjölskyldum þar sem skoðaður verður gróður, lífríki vatnsins og fuglar sem verða á vegi okkar. Hægt verður að skipta hópnum í tvennt svo að þeir sem vilja ganga fái til þess tækifæri og yngri kynslóðin finnur sér ýmis verkefni til dundurs á meðan. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Vífilsstaðavatn kl. 14 og er gert ráð fyrir að ferðin taki um það bil tvær klukkustundir. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.