Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Ný sending Hvítar kvartbuxur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Faxaflóahafnir sf. bjóða íbúum Reykjavíkur til gönguferðar um Gömlu höfnina í Reykjavík undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar formanns hafnar- stjórnar laugardaginn 26. maí 2012. Á undanförnu ári og fram á árið 2012 hefur stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar unnið að rammaskipulagi Gömlu hafnarinnar í Reykjavík í samvinnu við Graeme Massie arkitekta í Skotlandi. Nú þegar þeirri vinnu er að mestu lokið vill hafnarstjórn gefa almenningi kost á að kynna sér skipulagið og ræða það. Lagt verður af stað í gönguna frá styttu Ingólfs Arnasonar á Arnarhóli stundvíslega kl 11:00, gengið verður um austurhöfnina og út á Grandagarð að Sjóminjasafninu Víkinni þar sem formaður mun kynna þær hugmyndir sem unnið er að. Rauðage rði 25 · 108 Reyk javík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Verslunarkælar í miklu úrvali Franska radarmælingaskipið Le Mongue var opið fjöl- miðlamönnum í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipið er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum og getur að sögn Jacques Rivière skipstjóra þess fundið smáhlut á borð við smápening úr allt að 800 km fjarlægð. Eitt af hlutverkum skipsins er að mæla út stöðu gervitungla og afstöðu þeirra gagnvart geimbraki. Ef í árekstur stefnir sendir búnaður í skipinu skipanir til gervitungl- anna um stefnubreytingu. Á myndinni má sjá skipstjór- ann ásamt Marc Bouteiller, franska sendiherrann á Ís- landi. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Getur fundið smáhlut úr 800 km fjarlægð Hæstiréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um fjármögnunarleigusamning fjár- mögnunarfyrirtækisins Lýsingar. Rétturinn segir að þar sé um að ræða leigusamning en ekki lána- samning eins og héraðsdómur sagði til um. Dóm- urinn hefur fordæmi fyrir fjölda samninga Lýs- ingar að mati lögfræðings Lýsingar. Málið var höfðað af Smákrönum ehf. gegn Lýs- ingu og snerist það um hvort um lánasamning væri að ræða sem aðilar málsins höfðu gert sín á milli eða leigusamning. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að um lánasamning hefði verið að ræða og dæmdi Lýsingu til að greiða Smákrönum tæplega 1,1 milljón króna. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé fallist á með Smákrönum að samningur aðila hefði verið lána- samningur og þá einkum með vísan til þess að ósannað var talið að samist hefði um að Smákranar eignuðust hið leigða gegn ákveðinni greiðslu við lok leigutímans. Ólíkir samningum Íslandsbanka Lýsing leit ekki á dóm Hæstaréttar í máli Ís- landsbanka sem fordæmisgefandi þar sem samn- ingar Íslandsbanka hafi í veigamiklum atriðum ver- ið frábrugðnir fjármögnunarleigusamningum Lýsingar. Fjármögnunarleigusamningar Lýsingar eru 6.400 sem ná til um 1000 fyrirtækja. Í ársskýrslu frá árinu 2010 segir að fari svo að gengistrygging þeirra verði dæmd ólögmæt megi gera ráð fyrir að það hafi neikvæð áhrif á rekstur og efnahag félags- ins og óvissa kunni þá að ríkja um rekstrarhæfi þess. ,,Þetta eru verulegir hagsmunir fyrir fyrir- tækið. Það er afar jákvætt að búið sé að gera út um þessa óvissu sem var í kjölfar dóms héraðsdóms,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson stjórnarfor- maður. „Starfsfólk á hrós skilið fyrir að koma sjón- armiðum fyrirtækisins á framfæri af ósérhlífni,“ segir Magnús. Lögfræðingar Landsbanka fara yfir dóminn „Fjármögnunarleigusamningar okkar eru mun líkari fjármögnunarleigusamningum Lýsingar en samningum Ergo (Íslandsbanka). Nú eru lögfræð- ingar okkar að fara yfir dóminn og okkar samninga. Við munum taka ákvörðun um okkar aðgerðir í framhaldi af þessari lagalegu yfirferð,“ segir Hjör- dís Dröfn Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri í bíla og tækjafjármögnun hjá Landsbankanum. vidar@mbl.is, andri@mbl.is Jákvætt fyrir Lýsingu  Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um fjármögnunarleigusamning Hæstiréttur hefur staðfest 10 mán- aða fangelsisdóm Héraðsdóms Suð- urlands yfir 47 ára karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 600 þúsund krónur í bætur. Fram kemur í dómnum, að mað- urinn var heimilisvinur foreldra stúlkunnar. Hann neitaði sök en fjöl- skipaður héraðsdómur taldi sannað að maðurinn hefði haft í frammi kyn- ferðislega áreitni gagnvart stúlk- unni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að með brotum sínum hafi maðurinn gróflega brugðist trúnaðarskyldum sínum gagnvart stúlkunni og liggi fyrir að vanlíðan hennar sé mikil vegna brota hans. Þar kemur einnig fram að stúlkan hafi átt nokkuð erfitt uppdráttar fé- lagslega undanfarin ár og hafi brot mannsins aukið verulega á vanlíðan hennar. Sé ekki hægt að útiloka að þau kunni að hafa varanlegar afleið- ingar í för með sér fyrir hana í fram- tíðinni. Braut gegn 14 ára stúlku Á heimasíðu Lýsingar kemur fram að ánægja sé með að óvissu sé eytt í þessu máli. Greiðsluseðl- ar vegna fjármögnunar verða áfram gefnir út með hefð- bundnum hætt. Árni Ármann Árnason er lögfræðingur Lýs- ingar. „Þetta er mjög fordæm- isgefandi. Hæstiréttur talaði um þetta sem skýrari fjármögn- unarleigusamning en var til að mynda hjá Íslandsbanka. Þetta nær til allra fjármögnunarleigu- samninga Lýsingar,“ segir hann. Dómurinn nær helst til stórra aðila sem eru með fjármögn- unarleigusamninga. „Svo veit maður aldrei hvernig aðrir aðilar túlka þennan dóm, en að mínu mati er hann mjög for- dæmisgefandi,“ segir Árni. Fordæmisgefandi að mati lögfræðings - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.