Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefur ver-ið einn afhelstu kost-
um íslenskrar
blaðaútgáfu að al-
menningur hefur
átt þar góðan að-
gang og getað
komið sínum sjónarmiðum á
framfæri. Þeir, sem reynt hafa
að koma greinum sínum inn í
blöð í nágrannalöndunum, vita
að slíkt er þrautaganga, sem
sjaldan ber árangur. Fastráðn-
ir blaðamenn eða blaðamenn á
sérstökum samningum og fast-
ir pistlahöfundar sjá nánast al-
farið um öll skrif sem þar ganga
á prent. Undantekningarnar
eru ein og ein grein eftir þjóð-
þekkta menn sem viðkomandi
blað telur sérstakan akk í að
birta.
Ríkisútvarpið, sem er í „þjóð-
areign“, eins og Litla-Hraun og
fiskimiðin, gefur eiganda sínum
ekki sjálfsagðan aðgang að
hljóðnemum sínum nema eftir
sérstöku einhæfu vali, og
stundar áróður sinn eins og sú
„þjóðareign“ sé alls ekki til
staðar. Sérstök ákvörðun var
tekin þar á bæ að fella orðið
„ríkis“ burt úr allri umfjöllun
um stofnunina og nú er hún
undantekningarlaust nefnd
„RÚV“ af öllum starfsmönnum
sem þar eru vistaðir. En ríki og
ríkiseign er þó hið lögvarða
heiti yfir „sameign þjóðar“, en
það hugtak hefur raunar enga
afmarkaða merkingu að lögum.
Skatturinn sem fólk er lög-
þvingað til að greiða til stofn-
unarinnar er kallaður „þjón-
ustugjald“ en ekki skattur og
ætti því helst að greiðast af
Samfylkingunni sérstaklega,
eigi að taka það hugtak bók-
staflega.
Þótt dagblöðum hafi fækkað
síðustu áratugina og þrengst
hafi um þau blöð sem eru á
markaði, eru þau enn mik-
ilvægasti vettvangur almenn-
ings til umræðu, þótt settar
hafi verið nokkrar skorður á
lengd birts texta. Knappari
texti þarf ekki að draga úr gildi
greina og oftast er boðið upp á
að lengri útgáfa sé birt á net-
miðli blaðsins þyki mönnum
mikið liggja við að allt efni frá
þeim fái birtingu.
Netið er að verða sífellt virk-
ari kostur fyrir fólk til að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Þótt margt sé óheflað og jafn-
vel ógeðfellt í bloggheimum
dæmir hið versta sig smám
saman úr leik og annað sem þar
birtist er um margt upplýsandi
og fróðlegt og til fyrirmyndar.
Í Morgunblaðinu í gær má
nefna tvær greinar sem fara
nokkuð gegn almennum rétt-
trúnaði stundarinnar, þótt þar
sé farið fram af
kurteisi og hóf-
semi. Greinarnar
eru þó ólíkar að
efni til þótt lög-
menn skrifi þær
báðar. Grein Ein-
ars S. Hálfdán-
arsonar fjallar um útlendinga
á Íslandi og í lok hennar seg-
ir: „Það tíðkast mjög nú um
stundir að útvatna mannrétt-
indahugtakið. Hver þjóð ræð-
ur sínu landi líkt og hver fjöl-
skylda íbúð sinni. Enginn á
rétt á að flytja inn í autt her-
bergi í annars húsi, hvað þá
að krefjast framfærslu fjöl-
skyldunnar. Íslensk lög og
reglur og alþjóðlegir sátt-
málar eiga að ráða hver hér
sest að. Verði útlendingi á, þá
eru það ekki meðfædd rétt-
indi hans að neita flutningi til
heimalands síns til að taka
þar út refsingu. Það er líka af-
bökun af versta tagi á mann-
réttindahugtakinu að íslensk-
um stjórnvöldum sé óheimilt
að sannreyna aldur manns án
samþykkis viðkomandi. Og
það berst fljótt út, eins og
nýjustu dæmin sanna, ef talið
er auðvelt að hafa íslensk yf-
irvöld, fjölmiðla og almenning
að fíflum, raunar að athlægi.
Að lokum þetta: Er ég einn
um að finnast ógnvekjandi að
menn komist svo auðveldlega
hingað án gildra skilríkja? Er
öryggisins gætt með sama
móti á öðrum sviðum? Hver
er, eða ætti að vera, ábyrgð
skipa- og flugfélaga, eru þau
stikkfrí“?
Hin greinin, eftir Jónas Fr.
Jónsson, er nefnd: Rannsók-
arnefnd Alþingis á villigötum.
Í greininni eru færð sterk rök
fyrir þeirri yfirskrift, en
henni lýkur með þessum orð-
um: „Hlutlæg umræða um
skýrslu RNA hefur verið tak-
mörkuð, enda mikill spuni
viðhafður við útgáfu hennar.
Stjórnmálamenn gáfu henni
gæðaeinkunn án þess að hafa
haft tíma til að lesa hana og
sama gerðu ýmsir álitsgjafar.
Háskólamenn efndu til gagn-
rýnislausrar umræðu, oft með
starfsmenn eða ráðgjafa
RNA sem ræðumenn. Hæsti-
réttur var ein af fáum stofn-
unum þjóðfélagsins sem með-
tóku skýrsluna af
fagmennsku og hefur m.a.
sagt skýrum orðum að
skýrsla RNA feli ekki í sér
sönnun (mál 561/2010). Það
myndi bæta greiningu og lær-
dóm vegna fjármálakrepp-
unnar 2008 ef þeir aðilar sem
vilja ástunda gagnrýna hugs-
un og vandaða heimildaöflun
nálguðust skýrslu RNA á
sama faglega hátt.“
Málefnalegar grein-
ar, vel studdar rök-
um, eru þýðing-
armiklar fyrir
þjóðmálaumræðuna}
Orðið frjálst
Þ
að má helst ekki skrifa fréttir um það
að einn viðurstyggilegasti glæpa-
maður allra tíma hafi haft sérlegt
dálæti á tilteknum tölvuleik og
spilað hann í rúmt ár. Það er
nefnilega til fólk sem hefur ákaflega gaman af
téðum tölvuleik, það móðgast við slíkan frétta-
flutning og tekur honum sem persónulegri
árás. Þegar fjölmiðlar segja frá því að hundar
af tiltekinni tegund ráðist ítrekað á bæði menn
og dýr, þá er talað um en herferð gegn blásak-
lausum skepnum og eigendum þeirra.
Blaðamenn liggja einkar vel við höggi þegar
einhvern langar í slag og það er vinsæl dægra-
stytting að draga fjölmiðla og starfsfólk
þeirra í hina og þessa dilka; vinstri, hægri og
allt þar á milli og ýmislegt er tínt til í þessum
tilgangi. Stundum er eitt eða annað grafið upp
úr fortíð fólks og leitt að því líkum að það sem viðkom-
andi gerði fyrir einhverjum árum hafi afgerandi áhrif á
hvernig hann eða hún fjallar um málefni dagsins í dag.
Við fáum að velja okkur forseta í júní. Blaða- og frétta-
menn hafa að undanförnu legið undir ámæli úr ýmsum
áttum fyrir að gera hinum eða þessum frambjóðand-
anum of hátt undir höfði, eða fyrir að láta eins og ein-
hverjir aðrir séu hreinlega ekki til. Einn dró framboð sitt
til baka fyrir skömmu og sagði það m.a. vera vegna þess
að fjölmiðlar hefðu ekki sinnt sér sem skyldi.
Annar frambjóðandi segir að aðstaða tiltekins fjölmið-
ils hafi verið misnotuð til að hygla öðrum frambjóðanda
og enn annar kvartar undan því að fjölmiðlar
leggi sig í einelti og reyni að telja fólki trú um
að hann sé skrýtinn.
Einhvern tímann hefði þetta verið kallað að
skjóta sendiboðann.
Fyrir 25 árum var pappírspésa nokkrum
dreift í öll hús á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Tilgangur útgáfunnar var að hvetja fólk til að
kjósa Alþýðubandalagið í næstu þingkosn-
ingum, einkum Ólaf Ragnar Grímsson sem var
í 2. sæti á lista flokksins á Reykjanesi. Á for-
síðu pésans blasti við mynd af ferskum og
fríðum æskulýð, rjóðum í kinnum og ef minn-
ið svíkur ekki, þá var myndin tekin í eindæma
veðurblíðu skammt frá Kópavogskirkju.
Undirrituð var í þessum hópi (þrátt fyrir að
vera ekki komin með kosningarétt) og telur
sér skylt að játa þetta athæfi hér og nú, þar
sem ekki er ólíklegt að stór hluti starfa minna á næst-
unni muni snúast um kosningabaráttuna og forsetakosn-
ingarnar.
En kannski er ekkert tilefni til svona játninga þar sem
þetta segir ekkert um það hvaða skoðun ég hef á þeim
sem eru að bjóða sig fram til forseta núna. Ekki frekar
en þátttaka forsetaframbjóðenda í ungliðastarfi stjórn-
málaflokks fyrir 20 árum eða svo er óræk sönnun þess að
viðkomandi sé viljalaust handbendi viðkomandi flokks.
P.S.: Ef einhver er svo stálheppinn að hafa varðveitt
þennan bækling, þá er ég sauðslega ungmennið með
gleraugun í fremstu röð. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Sauðslega ungmennið anno 1987
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
K
irkjugarðar geta ekki
starfað áfram nema
einingarverðið á hvern
grafreit verði uppfært
eins og það á að vera án
allrar skerðingar,“ segir Þórsteinn
Ragnarsson, formaður Kirkjugarða-
sambands Íslands (KGSÍ) og for-
stjóri Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma.
Á aðalfundi KGSÍ sem fór fram
12. maí sl. var lýst yfir áhyggjum af
minnkandi framlagi ríkisins til
kirkjugarðanna. Kostnaður við
greftranir er nú meiri en þær tekjur
sem koma frá ríkissjóði. Kirkjugarð-
arnir eru fjársveltir og er framlagið
til þeirra vel undir meðalframlagi til
annarra opinberra stofnana innan
innanríkisráðuneytisins.
Á árinu 2005 tók gildi nýtt sam-
komulag milli kirkjugarða landsins
og ríkisins um hvernig staðið yrði að
framlagi ríkisins til kirkjugarðanna.
Tekið var upp nýtt fyrirkomulag sem
gerði ráð fyrir einingaverði, annars
vegar var einingaverð fyrir umhirðu
á fermetra og hins vegar fyrir hverja
gröf sem tekin var, bæði kistugrafir
og duftgrafir.
Miklar skerðingar voru gerðar á
einingaverðinu á árunum 2008 og
2009 og hefur það ekkert hækkað, en
byggingavísitalan hefur aftur á móti
hækkað um 30% á sama tímabili.
,,Kirkjugarðar Reykjavíkur-
pófastdæma skiluðu halla á rekstri
sínum í fyrsta skipti á síðasta ári, en
undir þá fellur yfir helmingur af
kirkjugörðum landsins þ. á m. Foss-
vogskirkjugarður og Gufunes-
kirkjugarður. Kirkjugarðar Reykja-
víkurprófastsdæma hafa verið með
svipuðu sniði allt frá 1932 og hafa því
verið starfræktir í 80 ár án halla,“
segir Þórsteinn og bætir við að það
stefni einnig í mikinn halla fyrir árið
2012.
Niðurskurður
,,Við höfum skorið niður á öllum
sviðum kirkjugarðanna. Sem dæmi
eru sumarstarfsmenn einungis um
130 í dag en voru áður vel yfir 200,“
segir Þórsteinn. Þá hefur ekki verið
ráðið í þær stöður sem menn hafa
hætt í, meðalaldur vinnuvéla í garð-
inum er orðinn vel yfir 10 ár og end-
urnýjunarþörf er orðin mjög mikil
bæði á vélunum sem og húsnæði
kirkjugarðanna. ,,Viðhaldsþörf
tækja og fasteigna er farin að segja
til sín og það verður að gera eitthvað
í þessu,“ segir Þórsteinn.
Kirkjugarðar úti á landi eru að
lenda í sömu stöðu. ,,Þau geta ekki
greitt verktökum fyrir graftökuna
með tekjunum frá ríkinu, því þær
eru mun lægri en það sem verktak-
inn óskar eftir að fá,“ segir Þór-
steinn. Þar spilar inn í hækkun olíu-
gjalda og aðrar hækkanir, án
hækkana á einingaverði til kirkju-
garðanna.
Staðan í raun og veru
Fjárlaganefnd afgreiddi ekki
frumvarp til breytinga á lögum um
kirkjugarða á þeim forsendum að
kirkjugarðarnir ættu næga peninga.
Þar er vitnað til lífeyrisskuldbind-
inga sem kirkjugarðarnir geyma en
eru ekki að nokkru leyti ætlaðir til
notkunar í rekstri kirkjugarðanna.
,,Þau segja að þetta sé sjóðsinneign
sem er rangfærsla. Það ber að að-
greina þetta enda er okkur ekki
heimilt að nota þessa peninga til
reksturs,“ segir Þórsteinn. Því verð-
ur að setja þessa peninga til hliðar
þegar skoðuð er fjárhagsstaða
kirkjugarða landsins. ,,Fólk verður
að vita hvernig staðan er í raun
og veru hjá kirkjugörð-
unum,“ segir Þórsteinn.
Kirkjugarðar geta
varla starfað áfram
Kirkjugarðar Staðan er slæm hjá kirkjugörðunum og gera verður breyt-
ingar á framlögum til þeirra svo þeir hafi grundvöll til að starfa áfram.
Á aðalfundi KGSÍ var samþykkt
ályktun sem send var þingmönn-
um, þar sem skorað var á þá að
hækka framlag til kirkjugarða að
því marki, að þróun lögboðins
framlags ríkisins til kirkjugarða
fylgi þróun framlaga ríkisins til
annarra stofnana ríkisins á veg-
um innanríkisráðuneytis á tíma-
bilinu 2008 til 2012. Þá er einnig
skorað á þingmenn að svonefnt
einingaverð til kirkjugarða verði
uppfært til þess verðs sem gild-
andi samningur milli ríkisins og
Kirkjugarðaráðs gerir ráð fyrir.
,,Við búumst ekki við við-
brögðum við þessari áskorun til
alþingismanna, en við væntum
þess að alþingismenn hafi
þetta í hugskoti sínu
þegar málin verða
rædd við afgreiðslu
fjárlaga. Þetta skiptir
alla Íslendinga máli,“
segir Þórsteinn Ragn-
arsson.
Varðar alla
Íslendinga
SKORAÐ Á ÞINGMENN
Þórsteinn
Ragnarsson