Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Nú er verið að leggja kapla frá tindi Úlfarsfells og
niður í byggð því á tindinum ætlar Vodafone að
reisa fjarskiptamöstur. Við framkvæmdina er m.a.
notast við jarðýtu og eru kaplarnir plægðir ofan í
svörðinn. Þó liggur vegur alla leið upp.
Hjá Vodafone hafa fengist þær upplýsingar að
tæknilega sé því ekkert til fyrirstöðu að leggja
kaplana í veginn en hjá borginni fengust þær upp-
lýsingar að þess hafi ekki verið krafist þar sem
óvíst sé um eignarhald á veginum og það sé þægi-
legra að leggja ofan í svörðinn. Í umsögn heilbrigð-
iseftirlits borgarinnar segir að gæta þurfi að
„óþarfa jarðraski,“ að umhverfisspjöll verði ekki á
framkvæmdatíma „og að frágangur framkvæmda-
svæða sé í sama eða betra horfi en fyrir var“.
Ekkert „óþarfa jarðrask“ á Úlfarsfelli
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er niðurdrepandi, á tíma sem á að vera
skemmtilegasti tími ársins í sveitinni,“ segir
Sigurður Bjarni Sigurðsson, sauðfjárbóndi á
Brautarhóli í Svarfaðardal. Hann hefur misst á
annað hundrað lömb í vor vegna bogfrymla-
sóttar sem berst með villiköttum í fóður. Fleiri
bændur í Svarfaðardal og víðar hafa orðið fyrir
tjóni. Dýralæknir og bændur hvetja til þess að
villiköttum verði fækkað.
Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir Norð-
austurumdæmis, staðfestir að talsvert hafi
borið á kattasóttinni í vor, mest þó í Svarf-
aðardal. Tekið hefur verið sýni á einum bæ og
ræktað og með því var umrædd sótt staðfest.
Bogfrymill er einfrumungur sem í flestum til-
vikum smitast í fé með villiköttum sem leita
skjóls í fjárhúsum og skíta í heyið. Talið er að
kettirnir smitist af fuglum eða nagdýrum.
Bogfrymlasóttin veldur fósturláti þannig að
ærnar bera dauðum lömbum en stundum kem-
ur annað lambið dautt en hitt lélegt. Ólafur
segir að ef bændum takist að láta lömbin lifa í
tvo daga komist þau oft á legg.
„Það hefur orðið verulegt tjón á nokkrum
bæjum. Vanalega drepst mest hjá yngri ánum
sem ekki hafa myndað ónæmi gegn þessu,“
segir Ólafur.
Farið yfir málin að loknum sauðburði
„Það er erfitt að horfa upp á að einn þriðji af
tekjum búsins þurrkist upp á einu bretti,“ seg-
ir Sigurður Bjarni á Brautarhóli um áhrif sótt-
arinnar. Hann segir erfitt að rekja smitleiðina.
Tekur fram að ekki sé köttur á bænum. Hins
vegar sé alþekkt að villikettir séu í sveitum,
dýr sem flakki á milli bæjar og reyni að finna
sér skjól þegar kólnar. Hann segist hafa orðið
var við fósturlát í fyrra og svo hafi eitthvað orð-
ið til þess að smitið hafi magnast mjög í ár.
Annað bú í Svarfaðardal varð illa úti í vor en
langt er á milli og ólíklegt að smitið hafi borist
þar á milli.
Ólafur Jónsson segir að farið verði yfir þessi
mál að loknum sauðburði og hugað að ráðum.
Hann getur þess að erlendis hafi bólusetning
verið reynd en slíkt bóluefni sé ekki til hér á
landi. Þá megi ekki sofa á verðinum gagnvart
fjölgun villikatta.
Bóndi í Eyjafjarðarsveit segist hafa orðið
var við fólk aki með ketti út í sveit og sleppi á
víðavangi. Telur hann að þetta sé fólk í bæjum
sem lendi í vandræðum með dýrin og vilji ekki
kosta til að láta dýralækna aflífa þau. Það auki
á villikattavandann. Segist hann hafa fangað
fjölda villikatta í vetur og fargað.
„Það þarf að gera allsherjar átak í fækka
villiköttum hér í dalnum. Það er eina vörnin til
lengri tíma litið,“ segir Sigurður Bjarni á
Brautarhóli og bætir því við að til greina komi
að láta bólusetja féð.
Mikið tjón vegna villikattasóttar
Sníkjudýr sem berst í sauðfé með villiköttum veldur fósturláti Bóndi í Svarfaðardal missti þriðjung
lamba sinna Bændur og dýralæknir vilja gera átak til að fækka villiköttum í sveitum
Morgunblaðið/RAX
Karað Sauðburður er annatími í sveitinni og
skemmtilegur ef vel gengur.
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í gær að þeir Ann-
þór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson skuli sæta
gæsluvarðhaldi til 13. júní næstkomandi. Þeir voru ekki
færðir í héraðsdóm heldur mætti dómari í fangelsið á
Litla-Hrauni til að kveða upp úrskurðinn, sem þykir eins-
dæmi. Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru kærðir til
Hæstaréttar. Það var lögreglan á Selfossi sem óskaði eftir
gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Mennirnir
eru grunaðir um að hafa veitt samfanga sínum á Litla-
Hrauni áverka sem drógu hann til dauða.
Lögmenn Annþórs og verjandi Barkar sendu frá sér sitt
hvora yfirlýsinguna í gær vegna fréttaflutnings af málinu.
Í yfirlýsingunum kemur m.a. fram að verjendum hafi ekki
verið afhent nein rannsóknargögn og svo virðist sem fjöl-
miðlar hafi haft greiðari aðgang að gögnum málsins en
verjendurnir. Verjandi Barkar kveðst t.d. hafa verið við-
staddur yfirheyrslu yfir skjólstæðingi sínum ásamt tveim-
ur lögreglumönnum. Svo hafi skýrsla skjólstæðingsins
verið lesin nánast orðrétt í fréttatíma.
Í báðum yfirlýsingunum er bent á að samkvæmt skýrslu
réttarmeinafræðings sé ekki hægt að fullyrða hvort blæð-
ingin sem leiddi til andlátsins hafi verið af mannavöldum
eða ekki. Báðir hinir grunuðu hafa neitað sök í málinu.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sagði
unnið á fullu að rannsókn málsins. Hann vildi ekki tjá sig
um það frekar að öðru leyti en því að unnið væri í sam-
ræmi við fyrirmæli sakamálalaga um að upplýsa mál og
kanna allt sem horft gæti til sektar eða sýknu.
gudni@mbl.is
Hnepptir í gæsluvarðhald
Morgunblaðið/Ómar
Litla-Hraun Grunur leikur á að tveir fangar í fangelsinu
hafi veitt samfanga sínum áverka sem leiddu til dauða.
Verjendur hinna grunuðu
gagnrýna fréttaleka
Ástþór Magnússon forsetaframbjóð-
andi segir að skipulögð aðför hafi ver-
ið gerð að framboði hans. Í ljós hafi
komið að einn og
sami einstakling-
urinn falsaði allar
þær undirskriftir
sem reynst hafi
falsaðar á með-
mælendalistum
fyrir framboð
Ástþórs.
Grunur vaknaði
um að einhver
nöfn á meðmæl-
endalistum Ást-
þórs Magnússonar hefðu verið skráð
þar án vitundar viðkomandi ein-
staklinga. Katrín Theodórsdóttir,
annar oddviti yfirkjörstjórna Reykja-
víkurkjördæma norður og suður,
sagði að áður en listarnir væru vott-
aðir væri kannað hvort viðkomandi
meðmælandi væri kosningabær, orð-
inn 18 ára, og hvort hann hefði mælt
með fleiri en einum frambjóðanda.
Hún sagði að við yfirferð á með-
mælendalistum hefði komið í ljós að
líklega hefði einn listinn verið skrif-
aður með sama penna. Í ljós hefði
komið að ótiltekinn fjöldi einstaklinga
hefði verið á listum án þess að hafa
skrifað á þá eigin hendi.
Ástþór sagði að grunur hefði vakn-
að varðandi þann sem safnaði „föls-
uðu“ undirskriftunum. Maðurinn fór
hringinn í kringum landið á kostnað
Ástþórs. Hluti nafnanna sem hann
skilaði var falsaður, að sögn Ástþórs.
Segir nöfn
meðmælenda
vera fölsuð
Ástþór
Magnússon
STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST
HJÁ JÓNI OG ÓSKARI
Stúdentarósin 2012
úr 14 kt gulli
kr. 19.900
Stúdentastjarnan 2012
úr 14 kt gulli
kr. 16.500
Stúdentastjarnan /Silfur
kr. 7.900
www.jonogoskar.is / Sími 5524910 / Laugavegur / Smáralind / Kringlan