Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Tekist var á um bótakröfu upp á rúm- ar sextán milljónir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en krafan var sett fram vegna brots forsætisráðuneytis á jafnréttislögum. Eitt helsta ágrein- ingsefni í málinu er hvort úrskurðir kærunefndar jafnréttismála séu bind- andi, eins og kveðið er á um í lögum um jafna stöðu kvenna og karla. Forsaga málsins er að Anna Krist- ín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur sótti um starf skrifstofustjóra skrif- stofu stjórnsýslu- og samfélagsþróun- ar í forsætisráðuneytinu á árinu 2010. Arnar Þór Másson var skipaður í starfið og sætti Anna Kristín sig ekki við þá niðurstöðu og kærði niðurstöð- una til kærunefndar jafnréttismála. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á að aðr- ar ástæður en kynferði hefðu ráðið því að Arnar var ráðinn. Með því að ráða hann hefði forsætisráðherra brotið lög um jafna stöðu kvenna og karla. Önnu Kristínu voru boðnar miska- bætur, sem að hámarki gátu orðið 500 þúsund krónur, en engar skaðabætur vegna málsins. Hún sættist ekki á það en lagði fram sáttatilboð upp á fimm milljónir króna, þ.e. skaða- og miska- bætur. Því var hafnað og því höfðaði hún skaðabótamál. Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður Önnu, sagði kjarna málsins að úr- skurðir kærunefndar væru bindandi en ekki væru komin dómafordæmi frá Hæstarétti um þá bindingu, sem lög- fest var 2008. Meðal þess sem Þórunn kom inn á var að fyrir árið 2008 hefði kærunefnd jafnréttismála aðeins gefið út álit. Hún vitnaði í greinargerð með frum- varpinu sem samþykkt var 2008 en þar segir að með þeirri tilhögun að úr- skurðir séu bindandi fyrir málsaðila hafi verið að leitast við að veita nið- urstöðum nefndarinnar meira vægi. Jóhanna flutti frumvarpið Þá minnti Þórunn á að sá ráðherra sem mælti fyrir lögunum 2008 væri sá sami og braut þau svo 2010, Jóhanna Sigurðardóttir. Hún vitnaði í fram- söguræðu Jóhönnu þar sem hún sagði að það væri fullkomin óvirðing ef eft- irfylgni með jafnréttisbrotum væri virt að vettugi. Einnig að það væri lykilatriði að úr- skurðir kærunefndar jafnréttismála yrðu gerðir bindandi fyrir málsaðila í stað álita áður. Þórunn rakti þá viðbrögð Jóhönnu. Bótakröfuna rökstuddi Þórunn með útreikningum og annars vegar var um að ræða fjártjónskröfu, þ.e. þá upphæð sem Anna Kristín hefði haft í höndum eftir að fimm ára skipunar- tíma lyki, auk hálfrar milljónar króna í miskabætur. Faglegt umsóknarferli Einar Karl Hallvarðsson ríkislög- maður krafðist þess að íslenska ríkið yrði sýknað af kröfum Önnu Kristínar í málinu. Hann sagði ekkert benda til þess að jafnréttislög hefðu verið brot- in heldur hefði umsóknarferlið verið afskaplega faglegt og sérstaklega hafi verið hugað að jafnréttislögum. Meðal þess sem Einar Karl benti á var að í umsóknarferlinu hefði sér- staklega verið hugað að jafnréttismál- um og það komið skýrt fram, bæði hjá ráðuneytisstjóra og ráðgjafa sem sáu um ráðninguna, og eru konur. Þá hefði þegar komist var að niðurstöðu sá hæfasti, Arnar Þór, verið borinn sérstaklega saman við þann umsækj- anda sem var í öðru sæti, og er kona, og Önnu. Niðurstaðan hefði verið sú að Arnar Þór væri hæfasti umsækj- andinn í starfið. Einnig benti Einar Karl á að í úr- skurði kærunefndar jafnréttismála væri farið rangt með ýmis atriði, með- al annars menntun Arnars Þórs. Hún hefði því verið afar lítils metin af nefndinni. „Ég á ekki orð yfir það hversu rangt þetta mat er hjá kæru- nefndinni,“ sagði Einar og spurði hvort dómurinn gæti byggt á röngum úrskurði. „Dómstóllinn getur ekki leyft sér að byggja á röngum efnis- þáttum í úrskurði, sem þó segir í lög- um að sé bindandi.“ Auk þess velti Einar því upp hvaða áhrif það ætti að hafa, að úrskurður- inn væri bindandi. Hann hefði sjálfur spurt nefndina að því en ekki fengið nein svör. Hún hefði því ekki áttað sig sjálf á því hvaða áhrif úrskurðurinn hefði átt að hafa, eða um hvað hann væri bindandi. „Eru einhver efnisat- riði í úrskurðinum sem binda hendur dómstóla?“ Vill á annan tug milljóna vegna brots ráðherra Morgunblaðið/Golli Dómur Anna Kristín Ólafsdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir í gærmorgun.  Tekist á um úr- skurð kærunefnd- ar jafnréttismála 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Öldrunarráð Íslands hefur veitt dr. Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkr- unarfræðingi viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra. Ingibjörg hefur unnið að rann- sóknum á sviði öldrunarhjúkrunar og þverfaglegum rannsóknum á sviði öldrunarfræða og auk þess tek- ið þátt í starfi stýrinefndar um rann- sóknir á mælitækjum RAI-staðla á vegum heilbrigðisráðuneytisins (nú velferðarráðuneyti) frá árinu 1993. Í rannsóknum sínum hefur Ingi- björg m.a. skoðað lífsgæði aldraðra á hjúkrunarheimilum, mönnunar- módel í öldrunarhjúkrun, gæði í öldrunarhjúkrun, næringarástand aldraðra á sjúkrahúsi og meðferð með aðstoð dýra. Ingibjörg hefur tekið þátt í öðru rannsóknarstarfi. Ingibjörg tók við viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands úr hendi for- manns stjórnar, Péturs Magn- ússonar. Heiðruð fyrir störf í þágu aldraðra STUTT Á aðalfundi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem var haldinn miðvikudaginn 23. maí, var kosinn nýr formaður, Þröstur Freyr Gylfa- son. Ólafur Örn Haraldsson, sem gegnt hefur störfum formanns und- anfarin tvö ár, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aðrir sem skipa nýja stjórn eru Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna, Bogi Ágústsson fréttamaður, Elín Vigdís Guð- mundsdóttir, meistaranemi í lög- fræði, Embla Eir Oddsdóttir, verk- efnastjóri hjá Stofnun Stefáns Vilhjálmssonar, Heiða Anita Halls- dóttir, BA í alþjóðafræðum, Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Hjálmar W. Hannesson sendiherra og Martin L. Sörensen, upplýsinga- fulltrúi í franska sendiráðinu. Nýr formaður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 25 kannabisplöntur. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, viðurkenndi aðild sína að málinu. Slík mál hafa komið upp nær daglega að undanförnu. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Fíkniefnasíminn er sam- vinnuverkefni lögreglu og toll- yfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Stöðvuðu ræktun Best fyrir sumarið Úrval fríuppskrifta er á vef okkar istex.is Kæri áskrifandi! Framan á Morgunblaðinu í dag er nýtt Moggaklúbbskort. Kortið er sent til áskrifenda Morgunblaðsins. Moggaklúbbsfélagar fá góð kjör á m.a. veitingahúsum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum, bókum auk fjölda annarra fríðinda. Hafi kortið ekki borist þér hafðu þá samband við áskriftardeild í síma 569-1100 eða sendu okkur tölvupóst á askrift@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.