Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 11
víst er að þar er að finna kafla sem eru allt frá því að vera mjög mel- ódískir og yfir í grjótharða og kol- svarta málmsöngva. Smíðaði gítar hjá Gunnari En hvaðan kemur nafngiftin Hans gítar? „Nafnið kemur til af því að ég smíðaði mér gítar hjá Gunnari Erni gítarsmið þegar ég var á nám- skeiði hjá honum í Tækniskólanum fyrir tveimur árum. Ég samdi sem sagt helling af lögum í framhaldi af því,“ segir Kristján og bætir við að það sé í raun ekki eins erfitt og fólk heldur að smíða gítar. „En auðvitað þarf maður að læra það. Gunnar Örn er frábær kennari og hann leyfði okk- ur að fara aðeins út fyrir staðlaðan gítar í smíðinni. Ég lærði mjög mikið á þessu frábæra námskeiði sem var um hundrað og fimmtíu tímar. Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér að smíða annan gítar.“ Bassinn kveikti áhugann En hver ætli séu framtíðarplön Kristjáns? „Ég stefni á að vinna við tónlist, það hefur alltaf verið draum- urinn. Ég hef áhuga á að vera í hljóm- sveit og vona að til þess komi sem fyrst. Tónlistaráhuginn hjá mér kviknaði þegar ég var níu ára og byrj- aði að læra að spila á bassa. Ég lærði hjá Gítarskóla Íslands en pabbi valdi eiginlega fyrir mig þetta hljóðfæri, bassann, af því hann vantaði bassa- leikara,“ segir Kristján og bætir við að pabbi hans spili á gítar. „Svo fór ég að taka upp gítarinn og kenna mér sjálfum. Ég byrjaði á að spila „black metal“-lög eftir Bathory og Burzum en svo þróaði ég áhugann á dauða- rokkinu og var aðallega að spila lög eftir hljómsveitir eins og Death, Amon Amath, At the Gates og fleiri. Seinna sótti ég tíma hjá Þráni Árna Baldvinssyni sem hjálpaði mér að skilja fræðin á bak við það sem ég var að gera.“ Diskurinn hans Kristjáns er fáanlegur á starfænu formi en kemur seinna út í föstu formi. Hægt er að nálgast hann á netinu á slóðinni: gogoyoko.com/album/Hans Gitar. heilla Khamûl Hljóðver Hún er skemmtileg stemningin í stúdíóinu góða eins og vera ber. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Vorsýning Klassíska listdansskólans fór fram hinn30. apríl síðastliðinn. En nemendur frá 3 ára til23 ára aldurs tóku þátt í sýningunni sem var bæði fjölbreytt og litrík. Byrjunarverk sýningarinnar var Aldingarðurinn þar sem yngstu nemendurnir 3-8 ára sýndu. En síðan sýndu nemendur 9-23 ára verkið Vorboðann eftir Guðbjörgu Astrid Skúladóttur, stofnanda skólans, en í því verki er sól og blíða og koma fyrir margar skemmtilegar persón- ur eins og Fríða fúla og Nóra gleðibanki. Þá dönsuðu framhaldsnemendur og nemendur á fimmta stigi, 12-12 ára, atriði úr Don Quixote. Verkið Summertale dansaði stór hópur saman og saman dönsuðu nemendur einnig verkið Óraun raunveruleikur eftir Hrafnhildi Ein- arsdóttur sem er einn af fyrstu nemendum Guðbjargar. Það verk skírskotar til tölvuleikja og gáfu dansararnir frá sér hljóð líkt og heyrist í tölvuleikjum t.d. þegar fólk vinnur eða tapar. Einnig sýndu framhaldsnemendur verkið Duende eftir Nacho Duato. En sá hópur tekst á hverju ári á við verk eftir þekkta höfunda á borð við þau sem flutt eru í hinum stóra nútímadansheimi. Loks var flutt nútímaverkið Overdrive eftir Richard Alston. Um 140 nemendur tóku þátt í sýningunni en Klassíski listdansskólinn er einkarekinn dansskóli sem leggur sér- staka áherslu á þjálfun einstaklingsins, hann fái að þróa hæfileika sína frá upphafi, undir faglegri leiðsögn. Skólinn var stofnaður 1993 af Guðbjörgu Astrid Skúla- dóttur sem á að baki langan feril á sviði listdansins. Vorsýning Klassíska listdansskólans Ljósmyndir/Christopher Lund Aldingarðurinn Tvær þriggja ára hnátur sýna á vorsýningu Klassíska listdansskólans. Nútíminn og klassík í bland Don Quixote Ellen Gunnarsdóttir glæsileg á sviðinu. Litríkar Dansarar sýna hér verkið Vorboðann.Overdrive Heba Eir og Sóley stíga nútímadans. Útskriftargjöfin fæst í Casa Skeifunni 8, 108 Reykjavík, Kringlunni sími 588 0640. Verð kr. 2.790

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.