Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Lögreglumennirnir sem kærðir voru fyrir þagnaskyldubrot sögðu upp störfum hjá embætti sérstaks sak- sóknara í október á síðasta ári. Upp- sögnin miðaði við áramót og var það þekkt hjá embættinu að þeir hygðust stofna eigið fyrirtæki og stunda þar sjálfstæða rannsóknarvinnu. „Þeir upplýstu okkur um að þeir hefðu þetta í hyggju og það var gefið upp sem ástæða fyrir uppsögninni. Og það er í sjálfu sér ekkert að því að stofna félagið og fara inn á þetta svið, en þeir verða að gæta að því að rjúfa ekki þagnarskylduna og hún helst eftir að starfi lýkur,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari í samtali við blaðið aðspurður hvort embættið hefði haft vitneskju um áform þeirra með að hefja sjálfstæða rannsóknarvinnu. Samkvæmt heimildum blaðsins munu þeir í desember hafa minnkað starfshlutfall sitt hjá sérstökum sak- sóknara niður í hálft stöðugildi og samhliða unnið hjá Lögmannsstof- unni Opus í hálfu starfi á móti. Þetta var einnig þekkt hjá sérstökum sak- sóknara. Umrædd lögmannsstofa mun ekki hafa verið tengd neinum af þeim málum sem voru hjá embættinu til skoðunar, það var talið jákvætt skv. heimildum blaðsins. Full heimild til gagnaaðgangs Morgunblaðið hefur heimildir og gögn undir höndum sem sýna að skiptastjóri Milestone hefur haft full- an aðgang að bókhaldsgögnum fé- lagsins hjá sérstökum saksóknara, eða menn í hans umboði. Auk þess fékk þrotabúið aðgang að tölvupóst- um félagsins, sem voru í haldi. Í yfirlýsingu sem skiptastjóri sendi frá sér í gær segir að við vinnu hans hafi þurft að yfirfara þúsundir tölvupósta á þriggja ára tímabili auk bókhaldsgagna síðustu ára og ann- arra gagna varðandi þrotabúið. „Skiptastjóri taldi mikils virði að reyndir rannsóknarlögreglumenn ynnu þessa vinnu með þeim skipu- lagða hætti sem hún krefðist. Um- fangsmikil rannsókn þeirra skilaði þrotabúinu miklu magni af gögnum um rekstur Milestone, auk skýrslu um félagið. Skiptastjóri telur að öll þau gögn, sem afhent voru á grundvelli rann- sóknarinnar hafi annaðhvort verið í eigu þrotabúsins eða þrotabúinu heimilt að fá aðgang að þeim á grundvelli gjaldþrotalaga,“ segir í yf- irlýsingunni, en þar kemur einnig fram að Milestone hafi verið eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins og að vinna við skipti þessi hlaupi á þúsundum vinnustunda. Í gögnum sem blaðið hefur er varpað ljósi á samskipti saksóknara hjá embættinu við skiptastjóra. Þar fer saksóknari lofsamlegum orðum um hann og segir störf hans standa upp úr. Einnig má sjá að embættið hefur lagt sig fram um að aðstoða við öflun gagna vegna meðferðar á þrotabúi Milestone ehf. Gögnin nýtt- ust hjá báðum við störf sín. Skýrslan sem mennirnir skiluðu af sér var gefin út í febrúar 2012. Um hana segir skiptastjóri í minnisblaði sem Morgunblaðið komst yfir: „Í grófum dráttum eru niðurstöður skýrslunnar þær að líklegt sé að Milestone ehf. hafi fjármagnað af- borganir og uppgreiðslu lána með ólögmætum hætti frá 30. nóvember 2007.“ Auk þess segir: „Skiptastjóri telur ótvírætt að skýrslan nýtist vel í þeim dómsmálum sem hún hefur ver- ið lögð fram í.“ Tugmilljóna kostnaður við slit Minnisblaðið er dagsett 4. maí 2012. Þar kemur fram hve hár kostn- aðurinn hefur verið við uppgjör þrotabús Milestone. Í heildina nem- ur kostnaðurinn, það sem af er, 211,7 milljónum króna, þar af hefur Laga- stoð, fyrirtækið sem skiptastjóri starfar hjá, fengið 76 milljónir og eins og áður hefur komið fram P3 sf., sem unnu að gagnaöflun og skýrslu- gerð, tæpar 30 milljónir. Fram kemur í minnisblaðinu að skiptastjóri hafi komið flestum eig- um þrotabúsins í verð. Að auki segir skiptastjóri að þau dómsmál sem þrotabúið reki séu þung í vöfum og að það muni líkast til taka nokkurn tíma áður en niðurstaða fáist í þeim. Í yfirlýsingu skiptastjóra segir um upphaf samstarfs P3 sf. og skipta- stjóra: „Um var að ræða tvo starf- andi lögreglumenn sem komu fram fyrir hönd félagsins. Kynntu þeir fyr- ir skiptastjóra að þeir hygðust hætta störfum sem lögreglumenn og helga sig fyrirtæki sínu. Væri þetta gert með fullri vitund þáverandi yfir- manna þeirra hjá lögreglunni.“ Kæra sérstaks saksóknara gengur út á að mennirnir hafi miðlað upplýsingum til þriðja aðila án heimildar. „Gerð þessarar skýrslu er á árinu 2011, þegar þeir eru enn í vinnu hér og ráðningarsambandi enn ekki slitið,“ sagði Ólafur Þór í samtali við blaðið í gær og ítrekaði fyrri yfirlýsingu um að þeir hefðu ekki haft heimild til að hagnýta upplýsingar sem þeir öðluð- ust í starfi hjá embættinu. Heimildir blaðsins herma þó að slitastjóri hafi talið sig í fullum rétti til að nýta þær upplýsingar sem mennirnir unnu og afhentu þrotabúinu. Vissu af áformum um eigin rekstur  Í október var vitað hjá sérstökum saksóknara að mennirnir hygðust stofna eigið rannsóknarfélag  Slitastjóri fékk aðgang að bókhaldi og tölvupóstum Milestone í skjalageymslum sérstaks saksóknara Morgunblaðið/Ómar Blaðið náði tali af Ólafi Eiríks- syni, verjanda Karls Werners- sonar, eins af fyrrverandi eig- endum Milestone ehf. og spurði hvort kærurnar hefðu áhrif á stöðu mála gagnvart skjólstæð- ingi hans. „Ekki að öðru leyti en því að við erum bara að skoða það. Þetta þarf að upplýsast bet- ur áður en kemur í ljós hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði Ólafur. „Þegar við fengum skýrsluna í hendur sáum við hverjir skrifuðu undir hana og vissum að það væru fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara,“ sagði Ólafur aðspurður hvort hann hefði vitað um tengsl skýrslu- höfunda við sérstakan saksókn- ara. Aðspurður hvort lögmenn hefðu gert athugasemdir við hana sagði hann: „Ekki þegar við fengum skýrsluna í hendur því við vissum ekki hvert innihald hennar var. En þegar við vorum búin að kynna okkur hana gerð- um við athugasemd.“ Í skýrslunni er leitast við að svara þremur spurningum. Í fyrsta lagi með hvaða hætti Milestone ehf. hafi greitt skuldir félagsins sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 fram að gjald- þroti. Í öðru lagi hvort vísbend- ingar væru um lögbrot í tengslum við greiðslu skulda á tímabilinu og í þriðja lagi hvort vísbendingar væru um að starfs- menn, stjórnendur eða eigendur hefðu talið félagið ógjaldfært einhvern tímann á þessu um- rædda tímabili. Lögmenn gerðu at- hugasemd SKÝRSLA UM GJALDÞOL Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Lýstar kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu systkinanna Karls, Steingríms og Ingunnar Werners- barna, nema um 95 milljörðum króna, segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri búsins. Aðspurður hversu margar af þeim kröfum séu ágreiningslausar segir Grímur að flóknara sé að meta það. Það sé ágreiningur um stórar kröfur, en að samþykktar kröfur séu í kring- um 75 milljarðar. Þá standa út af borðinu um 20 milljarðar sem þrotabúið samþykkir ekki og af því verður tekist á um einhvern hluta fyrir dómstólum. Meðal annars standa fyrir dyrum riftunarmál vegna viðskipta Milestone fyrir hrun. Gefnar hafa verið út ákærur á hendur Lárusi Welding, fyrrv. bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrv. framkvæmda- stjóra hjá Glitni, en Glitnir mun hafa lánað félaginu umtalsverðar fjárhæð- ir. Milestone átti hlut í Glitni fyrir hrun. Meðal félaga sem tengdust Mile- stone voru Sjóvá og Lyf og heilsa, en það síðarnefnda keyptu bræðurnir Karl og Steingrímur af Milestone með láni frá Moderna, félagi í eigu þeirra bræðra. Aðspurður segir skiptastjóri að hann reikni með að það fáist um 2-5% upp í kröfurnar, eða um 1,9-4,8 millj- arðar í heildina. Í gær var búið að greiða út um 1% krafnanna. Morgunblaðið/Golli Lyf og heilsa Félag sem Wernersbræður keyptu af Milestone, sem þeir áttu sjálfir, með láni frá félaginu Moderna sem var að auki í eigu þeirra bræðra. Þrotabú upp á 95 milljarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.