Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Gengi evrunnar gagnvart Banda- ríkjadollar lækkaði í gær eftir að hagrannsóknafyrirtækið Markit birti könnun sem bendir til þess að vísitala innkaupastjóra framleiðslu- fyrirtækja á evrusvæðinu hafi ekki verið lægri í tæp þrjú ár. Vísitala innkaupastjóra þykir gefa glögga innsýn í hvert hagsveifl- an stefnir hverju sinni og t.a.m. nota sérfræðingar seðlabanka hana til að meta hagþróunina. Vísitalan er reiknuð þannig að gildi fyrir ofan 50 stig sýnir vöxt í framleiðslugeiranum en mæling undir 50 stigum sýnir samdrátt. Vísitalan lækkaði í 45,9 stig í maí og hefur ekki verið lægri í 35 mánuði, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þetta varð til þess að gengi evr- unnar lækkaði í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkja- dollar í tæp tvö ár. Grikkir haldi evrunni Leiðtogum aðildarríkja Evr- ópusambandsins tókst ekki að sefa markaðina á fundi sínum í Brussel í fyrradag. Leiðtogunum tókst ekki að jafna ágreining sinn um hvernig bregðast ætti við skuldavanda evru- ríkja á borð við Grikkland. Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, sagði að flestir leiðtoganna hefðu stutt þá tillögu að evruríkin gæfu út sam- eiginleg skuldabréf til að hjálpa skuldugustu ríkjunum. Þjóðverjar og nokkrir aðrir leiðtogar hefðu hins vegar lagst gegn tillögunni og krafist þess að stjórnvöld í Grikklandi gerðu meira til að minnka útgjöld ríkisins. „Við viljum að Grikkland verði áfram á evrusvæðinu,“ sagði Angela Mer- kel, kanslari Þýskalands, eftir fund- inn. „En forsenda þess er að Grikkir standi við skuldbindingar sínar.“ Nick Clegg, aðstoðarforsætis- ráðherra Bretlands, gagnrýndi harð- lega viðbrögð Evrópusambandsins við skuldavandanum í ræðu sem hann flutti í Berlín í gær. „Leiðtogar ESB efna til enn eins neyðarfundar- ins með nokkurra vikna millibili þar sem enn ein bráðabirgðalausnin er rædd,“ sagði hann og bætti við að leiðtogar ESB væru endalaust að bjarga sér fyrir horn, án áætlunar sem dygði til að leysa vandann. Clegg hafnaði fullyrðingum um að það væri öllum fyrir bestu að Grikkland færi úr myntbandalaginu. „Ég tel sjálfur að þeir sem halda þessu fram vanmeti stórlega hið ófyrirsjáanlega, óbætanlega tjón sem myntbandalagið gæti orðið fyr- ir,“ sagði hann. „Enginn maður með réttu ráði, sem ber velferð borgara Evrópusambandsins fyrir brjósti, gæti beitt sér fyrir slíkri áhættu.“ AFP Í Berlín Clegg og Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. Mesti samdráttur í framleiðslu í þrjú ár  Nýjar hagtölur kynda undir svartsýni á mörkuðum eftir fund leiðtoga ESB-ríkja  Clegg gagnrýnir viðbrögð ESB Deilt um Tobin-skatt » David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, gagnrýndi leið- toga ESB-ríkja fyrir að reyna að fá hann til að fallast á að lagður verði svonefndur Tobin- skattur á fjármagnsflutninga til að afla fjár sem hægt yrði að nota til að bjarga bönkum. » Líklegt þykir að deilt verði um þetta mál á fundi leiðtog- anna í næsta mánuði. Api í búri sem skreytt hefur verið með ljóskerum í dýra- og skemmtigarði í Yongin, sunnan við Seoul í Suður-Kóreu. Búrið var skreytt í tengslum við hátíðar- höld vegna afmælis Búdda á mánudaginn kemur. AFP Afmæli Búdda undirbúið Lögreglan í New York-borg kvaðst í gær hafa handtekið mann sem væri grunaður um að hafa myrt Etan Patz sem var sex ára að aldri þegar hann hvarf árið 1979. Pilturinn hvarf sporlaust skammt frá strætisvagnabiðstöð í SoHo-hverfinu fyrir 33 árum. Mynd af Patz var sett á mjólkurfernur þegar leitin að honum stóð sem hæst, en það mun hafa verið eitt af fyrstu skiptunum sem þessari að- ferð var beitt við leit að týndum börnum. Leitin að honum vakti mikla athygli. Pilturinn hvarf 25. maí 1979 og Ronald Reagan, þáver- andi forseti Bandaríkjanna, ákvað árið 1983 að 25. maí ár hvert yrði dagur týndra barna. Dagblaðið New York Post kvaðst hafa heimildir fyrir því að maðurinn, sem er í haldi, hefði játað að hafa lokkað pilt- inn til sín með sælgæti, stungið hann til bana, skorið líkið í sundur og losað sig við líkamshlutana í plastpokum. Talsmaður lögreglunnar stað- festi þetta ekki og sagði aðeins að hún væri enn að rannsaka hvort maðurinn tengdist hvarfi piltsins. Játaði morð á pilti Etan Patz LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI - SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.