Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 121. tölublað 100. árgangur
SJÓARINN SÍKÁTI Í GRINDAVÍK EFLIST STÖÐUGT
ALLRA HANDA AFÞREYING Á VESTFJÖRÐUM
FJÖRLEGIR DAGAR 56 SÍÐNA FERÐABLAÐ
FERÐASUMAR 2012
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Vitað var í október af áformum lögreglu-
mannanna, sem hafa verið kærðir til rík-
issaksóknara, um að stofna félag og hefja
sjálfstæða rannsóknarvinnu. Þá sögðu þeir
upp störfum á þeim grundvelli og unnu áfram
til áramóta hjá embættinu. Í desember hófu
þeir störf hjá lögmannstofu í hálfu starfi og
minnkaði starfshlutfall þeirra jafnhliða hjá
embættinu.
Í samtali við verjanda Karls Wernerssonar
kom fram að þegar lögmenn hefðu séð
skýrsluna hefðu þeir áttað sig á tengslum
skýrsluhöfunda við embætti sérstaks sak-
sóknara og að þeir hefðu gert athugasemdir
við hana eftir að þeir áttuðu sig á innihaldi
hennar.
Kostnaður við slit þrotabús Milesteone er
kominn á þriðja hundrað milljóna króna, þar
af er kostnaður við slitastjóra 76 milljónir.
MVissu af áformum um eigin rekstur »14
Morgunblaðið hefur heimildir og gögn sem
sýna að slitastjóri hefur haft góðan aðgang að
gögnum frá Milestone sem sérstakur sak-
sóknari hafði lagt hald á og einnig varpa þau
mynd á samskipti embættisins og slitastjóra.
Í minnisblaði til kröfuhafa sem slitastjóri
vann um skýrsluna sem mennirnir unnu og
Morgunblaðið hefur undir höndum segir: „Í
grófum dráttum eru niðurstöður skýrslunnar
þær að líklegt sé að Milestone ehf. hafi fjár-
magnað afborganir og uppgreiðslu lána með
ólögmætum hætti frá 30. nóvember 2007.“
Saksóknari gaf heimild
Saksóknari veitti slitastjóra aðgang að gögnum Milestone ehf. Vissu í
október af áformum lögreglumannanna að hefja sjálfstæða rannsóknarvinnu
Mikil mildi þykir að tveir erlendir ferðamenn, karl og kona, skyldu
sleppa lifandi þegar brún Lágeyjar, sunnan Dyrhólaeyjar, hrundi
undan þeim rétt fyrir hádegi í gær. Þau féllu með skriðunni nærri 40
metra niður í fjöruna.
Fólkið var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.
Karlmaðurinn mun hafa fótbrotnað og konan meiðst á baki. Að sögn
læknis á slysadeild í gær sluppu þau ótrúlega vel, engin merki voru
um lífshættulega áverka innvortis eða á höfði.
Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Hröpuðu rúma 40 metra þegar bjargbrúnin gaf sig
Borgarráð
Reykjavíkur
skilur ekki mik-
ilvægi sjávar-
útvegsfyr-
irtækja fyrir
borgina og van-
metur áhrif
hans á önnur
fyrirtæki. Þetta
segja stjórnendur sjávarútvegs-
fyrirtækja í Reykjavík sem rætt
var við um umsögn borgarráðs til
atvinnuveganefndar Alþingis um
kvótafrumvörp ríkis-
stjórnarinnar. » 17
Skilur ekki mikil-
vægi sjávarútvegs
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Formenn fimm verkalýðsfélaga gagnrýna van-
efndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri
grænna í atvinnumálum og telja að miklu
meira þurfi að koma til eigi að ná atvinnustig-
inu í viðunandi
horf.
Meðal þeirra eru
Signý Jóhann-
esdóttir, formaður
Stéttarfélags Vest-
urlands, og Vil-
hjálmur Birgisson,
formaður Verka-
lýðsfélags Akra-
ness, sem telja
stjórnvöld fela
vandann með því
að greiða með at-
vinnulausum til
fyrirtækja. Þá for-
dæmir Vilhjálmur
að hlutastarf skuli
skerða tekjur at-
vinnulausra, þvert á loforð ríkisstjórnarinnar í
vor.
Már Guðnason, formaður Verkalýðsfélags
Suðurlands, sér engin merki um þá stórfelldu
atvinnuppbyggingu sem boðuð var í stöðug-
leikasáttamálanum. „Loforðin sem voru gefin
hafa ekki verið efnd og það er lítið eða ekkert
verið að gera. Hvaða aðgerðir eru í gangi til að
stuðla að atvinnuuppbyggingu? Ég sé þær
ekki. Það er allt frosið,“ segir Már.
Óbreytt hlutfall atvinnulausra í þrjú ár
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir
atvinnuleysi meðal félagsmanna sinna hafa
haldist á bilinu 11-12% á síðustu þrem árum.
„Þetta er fráleitt sú staða sem við viljum hafa
uppi í þessum málum,“ segir Sigurður.
Kristján G. Gunnarsson, formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og ná-
grennis, er hættur að trúa stjórnvöldum og lof-
orðum þeirra í atvinnumálum.
MVerkalýðsfélög krefjast starfa »6
Félögin
telja sig
svikin
Verkalýðsfélög finna að
atvinnustefnu stjórnvalda
Spá ASÍ
» Gert er ráð fyrir
því í nýrri hagspá
ASÍ að atvinnuleysi
verði komið niður í
4,6% árið 2014.
» Hagstofa Íslands
segir að fara þurfi
aftur til 1995 til að
finna jafn mikið at-
vinnuleysi og ASÍ
spáir, ef hrunárin
eru tekin frá.
„Aðgerðir Seðlabankans hafa haft
slæm áhrif og skaðað orðspor okk-
ar,“ sagði Þorsteinn Már Baldvins-
son, forstjóri Samherja, um húsleit-
ina sem Seðlabankinn lét gera hjá
fyrirtækinu í lok mars sl.
Samherji hf. hefur kært úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15.
maí sl. til Hæstaréttar Íslands. Hér-
aðsdómur hafnaði þá kröfu Sam-
herja um að húsleit og það að leggja
hald á gögn sem Seðlabanki Íslands
framkvæmdi hjá Samherja í lok
mars sl. yrði dæmt ólögmætt og að
Seðlabankanum yrði gert að skila
aftur gögnum sem hald hefði verið
lagt á.
Þorsteinn Már sagði það hafa gert
Samherja erfitt fyrir að þurfa að
bíða vikum saman eftir að fá gögnin
sem beiðni Seðlabankans um húsleit
byggðist á. Þegar þau loks bárust
urðu þeir Samherjamenn undrandi á
útreikningum bankans.
„Mér finnst það óhugnanlegt ef
starfsmenn Seðlabankans reikna á
þann hátt sem þarna er gert. Það
hvarflar að mér að eitthvað annað
búi að baki þegar maður sér hvernig
þeir reikna,“ sagði Þorsteinn. »2
Kæra úrskurðinn
Forstjóra Samherja þykir óhugnanlegt ef starfsmenn
Seðlabankans reikna eins og þeir gerðu í Samherjamálinu
„Með því að
gefa forsætisráð-
herra orðið um at-
kvæðagreiðsluna
urðu forseta Al-
þingis á alvarleg
mistök, sem henni
ber að leiðrétta úr
forsetastóli,“ seg-
ir Halldór Blön-
dal, fyrrv. forseti
Alþingis, í grein í
blaðinu í dag. Á fundi þingsins í gær
hafi Jóhanna Sigurðardóttir tekið inn
varamann og því borið að sitja þegj-
andi í ráðherrastól sínum. »23
Alvarleg mistök að
gefa Jóhönnu orðið
Jóhanna
Sigurðardóttir