Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Þetta er bara venjulegur vinnudagur og svo er ég að spila leik íkvöld á móti Stjörnunni í Garðabæ þannig að ég eyði afmæl-iskvöldinu með minni annarri fjölskyldu sem er liðið,“ segir
Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs KR, en hún fagn-
ar þrítugsafmæli sínu í dag. Hún segist þó ætla að halda lítið matar-
boð og Evróvisjónpartí annað kvöld fyrir sína nánustu til að halda
upp á tímamótin. Lilja Dögg er ekki smeyk við að komast á fertugs-
aldurinn en hún segir þó liðsfélaga sína, sem nær allir eru um tíu ár-
um yngri, vera duglega að minna sig á það.
„Þær láta mig vita á hverjum einasta degi hvað ég sé gömul svo
ég fæ aldrei að gleyma því. Það er spurning hvort þær hætti þegar
ég er loksins orðin þrítug. En þetta er nú bara einhver tala,“ segir
hún og hlær.
Lilja Dögg starfar hjá Icelandic Group auk þess að spila með KR.
Sumarið er undirlagt af fótboltanum og því ekki mikið pláss fyrir
önnur áhugamál. Hún segist hafa gaman af því að ferðast og í fyrra
fór hún meðal annars í sex vikna reisu um Suðaustur-Asíu auk þess
að heimsækja Bahamaeyjar og Jamaíka.
„Ég er aðeins byrjuð að hugsa fyrir næstu ferð sem verður von-
andi strax eftir tímabilið. Eigum við ekki að segja að maður fari til
Havaí í september?“ segir hún kát. kjartan@mbl.is
Lilja Dögg Valþórsdóttir er þrítug í dag
Morgunblaðið/Golli
Dugnaður Fyrir utan fótboltann segist Lilja Dögg hafa mikinn áhuga
á íþróttum almennt. Þegar hún var yngri var hún mikið á skíðum.
Fótboltaliðið sem
önnur fjölskylda
J
óel er fæddur í Reykjavík
og ólst þar upp frá þriggja
ára aldri, en fyrstu æviárin
bjó hann í New York þar
sem Páll faðir hans nam
jarðeðlisfræði. Jóel hefur mikið látið
að sér kveða í íslensku tónlistarlífi.
Hann hefur stundað tónlistarnám
frá átta ára aldri og lék fyrst á klar-
inett en um fimmtán ára aldur sneri
hann sér að saxófón og hefur spilað á
hann síðan. Eftir útskrift frá Tónlist-
arskóla FÍH og Tónmenntaskóla
Reykjavíkur hélt hann til náms við
Berklee College of Music í Boston,
Bandaríkjunum, og útskrifaðist það-
an með hæstu einkunn (Summa Cum
Laude) og BM-gráðu 1994. Jóel hef-
ur leikið á um 200 hljómplötum og
komið fram í Evrópu, Bandaríkj-
unum, Kanada og Kína á tónleikum
og tónlistarhátíðum.
Jóel hefur gefið út plöturnar
Prím, Klif, Septett, Varp og Horn
Jóel Pálsson tónlistar- og athafnamaður og lífskúnstner 40 ára
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Athafnamaður Jóel hefur ekki haldið upp á afmælið í 12 ár en í dag býður frúin þeim feðgum út að borða.
Tvíburi sem
leikur tveim
skjöldum
Tónlistarmaðurinn Jóel hefur mik-
ið látið að sér kveða í tónlistarlífinu,
bæði hérlendis og erlendis.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hafnarfjörður Rúnar Helgi Snædal
fæddist 12. júlí kl. 7.54. Hann vó 3.665
g og var 52 cm langur. Foreldrar hans
heita Helena Björk Rúnarsdóttir og
Jón Garðar Jónsson.
Nýir borgarar
Grindavík Guðmunda Júlía fæddist
24. júlí kl. 9.57. Hún vó 3.445 g og var
50 cm löng. Foreldrar hennar eru
Theodóra Steinunn Káradóttir og
Eggert Daði Pálsson.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.lifandimarkadur.is
Borgartúni 24 | Reykjavík
Hæðasmára 6 | Kópavogi
Sími: 585 8700
Lífsorkan þín
er ástríðan mín
Í LIFANDI markaði færð þú allar þær vörur og meira til, sem
Þorbjörg mælir með í þáttunum sínum „9 leiðir til lífsorku“
sem sýndir eru í MBL sjónvarpi.