Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Nú er litli frændi farinn og svo allt of snemma. Ég minnist hans með söknuði í hjarta. Ég man svo vel þegar þú komst í heiminn og hversu óendanlega stolt systir þín var með bróður sinn. Mikið ofsa- lega fannst mér gaman að Hinrik Hinriksson ✝ Hinrik Hinriks-son fæddist í Reykjavík 14. júlí 1982. Hann lést í Osló, Noregi, 12. maí 2012. For- eldrar Hinriks eru Hinrik Að- alsteinsson, f. 15.5. 1950, og Friðlín Valsdóttir, f. 25.7. 1951. Eldri systir Hinriks var Klara Berta Hinriksdóttir, f. 17.11. 1977. Útför Hinriks fer fram frá Langholtskirkju í dag, 25. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. passa þig, fór ein í strætó úr Breið- holti og niður í Hlíðar til að vera með ykkur systkin- unum. Ég á yndis- legar minningar um þig úr litlu íbúðinni í Barma- hlíðinni og svo úr Dúfnahólunum hjá ömmu. Þær geymi ég í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo glaður og kátur með krullurnar þínar og ég var ótrúlega stolt stóra frænka. Þú fórst á fleygiferð og í loft- köstum í gegnum þetta líf. Ég veit að þú ert lentur á góðum stað og að þar hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku Lína og Klara, ég hugsa til ykkar á þessari stundu og sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Skúli Sigurðsson. ✝ Guðbjörg AnnaBjörgvins- dóttir fæddist í Garði í Mývatns- sveit 21. júlí 1928. Hún lést á Skjóli 9. maí 2012. Guðbjörg Anna var dóttir hjónanna Björgvins Árnason- ar bónda í Garði og konu hans Stefaníu Þorgrímsdóttur frá Starrastöðum í Skagafirði. Guð- björg var yngst fjögurra systk- ina en þau eru nú öll látin. Eftirlifandi eiginmaður Guð- bjargar er Sigurvaldi Guð- mundsson. Þau gengu í hjóna- band 5. mars 1950. Guðbjörg og Sig- urvaldi settust að í Kópavogi 1955 og bjuggu þar alla tíð síðan, þau eru því talin með frum- byggjum Kópa- vogs. Þau eign- uðust fimm drengi, barnabörn þeirra eru tuttugu og eitt og barna- barnabörnin eru tuttugu og átta. Útför Guðbjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 25. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Vil ég hér minnast móður minnar – er lézt að Skjóli, 9. þessa mánaðar. Alzheimer-sjúkdómurinn tek- ur líf fólks sínum tökum, svo að- standendur nánustu – sem dug- legir eru að vitja síns, geta haldið nokkuð sambandi og einnig þannig haldið sambandi við sína manneskju og skyldi maður ætla tafið fyrir fram- gangi sjúkdómsins, og það sem mest er um vert, létt á líðun, og gert líf ástvinar betra. (Miklu betra.) Mig langar að birta hér er- indi úr ljóði Tómasar Guð- mundssonar ,Austurstræti’ þar sem móðir mín vann sem mat- ráður hjá Samvinnuferðum Landsýn sem þar var – en okk- ar beggja hlutskipti var að vinna sem slíkir á sjó og landi, en mamma var á síldarbát frá Akureyri um miðja síðustu öld, og svo hjá N. Mancer og co., Borgartúni 21, áður en hún réð- ist sem matráður hjá S.L. Og hafði þá einnig unnið sem bar- tender, og við þjónustuströrf í gamla Sigtúni við Austurvöll! eftir 1960. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga, En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. En mamma mín! Er þú vakn- ar upp á ,nýjum himni’ og ætt- ingjarnir liðnir tínast að, sýnd þú þá bara enga feimni því þú vissir það nú víst – eða hvað. Ó – móðir mín! Ég kveð þig nú að loknu lífshlaupi, er við ól- umst upp í Hlégerðinu, með róluvöllinn næst okkur við, og Guðnabúð alveg við höndina og heilbrigði skín svo skært, hjart- ans hendi við, ó móðir góð, þakka þér mörg-þúsundfalt – Ég kveð þig nú í bili – uns ,við mætumst öll á nýju götuhorni’ Þinn, einasti, seinasti og bezti’ Stefán Björgvin Sigurvaldason. Hún var mikil matmóðir hún Guðbjörg tengdamóðir mín. Eldhúsið var hennar vígi sem hún passaði vel upp á að alltaf væri til mikill og næringarríkur matur, enda að fæða fimm syni sem voru alltaf svangir og eig- inmann sem vann erfiðisvinnu. Hún átti líka annað eldhús hjá Samvinnuferðum/Landsýn ferðaskrifstofu. Þar var hún matráðskona þegar ég kom í fjölskylduna og var það hennar síðasti vinnustaður. Í báðum þessum eldhúsum var ég oft við hliðina á henni til aðstoðar og var það virkilega ánægjulegt. Kleinurnar hennar voru þær bestu hér á landi að mati fjöl- skyldunnar og engin veisla full- komin án þeirra. Gugga var mikill vinnuþjark- ur og ósérhlífin. Mér fannst stundum nóg um hvað hún var alltaf fljót til að þjónusta fólkið sitt. Á sólríkum dögum fórum við Stefán í Hlégerðið og eyddum deginum með Guggu og Valla á sólpallinum. Enduðum daginn með ferð í Kópavogslaugina og borðuðum saman. Þetta eru góðar minningar. Það eru líka margar góðar minningar frá jól- um og öðrum stórhátíðum í Hlé- gerðinu. Hlégerði 22 í Kópavoginum var vettvangur stórfjölskyld- unnar og þar naut Gugga sín best, með hópinn sinn hjá sér, sem fer ört vaxandi. Síðustu ár hafa verið Valla erfið vegna veikinda Guggu. Hefur hann staðið sig alveg ótrúlega vel og það meira að segja í matseldinni, sem var alltaf alfarið í höndum Guggu. Kom hann mér virkilega á óvart þar. Á engan er hallað þó að ég nefni hér Distu. Tengdadótt- urina sem hefur alltaf verið boð- in og búin að aðstoða Valla og hugsa svo vel og fallega um Guggu í þessum erfiðu veikind- um. Hafi hún mikla þökk fyrir. Ættmóðir hefur kvatt, sem skilur eftir sig stóran og mann- vænlegan hóp. Ég þakka Guggu fyrir 27 ára góð kynni og kveð konu sem var mér afar kær. Rut. Elsku fallega og góða Gugga amma, nú kveðjum við mamma þig í hinsta sinn. Þú varst ynd- islegasta amma sem nokkur getur hugsað sér og mömmu reyndist þú sem besta móðir. Við fengum að búa hjá ykkur afa í kjallaranum í Hlégerði fyrstu árin mín og hittumst við á hverjum degi, þegar við mamma fluttum á Eggertsgöt- una kom ég oft í heimsókn líka og fékk að vera hjá ykkur þegar mamma var að vinna eða í skól- anum. Böndin hafa alltaf verið sterk en síðustu árin voru erfið og sárt að sjá þig hverfa frá okkur í dimmu heilabilunar. Í minningu okkar verður þú alltaf hlýja og góða amma sem hugs- aðir svo vel um okkur mömmu. Elsku afi, við sendum þér inni- legar samúðarkveðjur, það er erfitt að sjá á eftir lífsförunauti sínum. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur, og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft sakn- ar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Hvíl í friði, elsku Gugga amma. Þinn, Frímann Örn og Unnur. Elsku amma mín. Ég held að betri ömmu en þig geti enginn óskað sér. Þú hefur alltaf verið hjá mér í mínum fyrstu minn- ingum, á morgnana þegar ég vakna og á kvöldin þegar ég fer að sofa, þegar ég er fjarri eða þú fjarri. Ég man svo vel eftir öllu, öllum smáatriðum, hvernig þú kenndir mér að þvo mér vel áður en ég fór í sundlaugina, hvernig ég átti að búa til hrær- ing, að ég ætti að borða hollan mat, að vera góð við þá sem minna mega sín, að láta til mín taka og láta ekki einhverja karl- menn segja mér hvað ég ætti að gera, ég væri ég sjálf og það væri bara þannig einu sinni, láttu gott af þér leiða, sagðir þú. Ég tók þetta til mín og lærði að meta með tímanum. Ég skamm- aðist mín stundum þegar við fórum í Kópavogslaugina og þú varst að skikka stelpurnar og fullorðnar konur að þvo sér bet- ur áður en þær fóru ofan í laug- ina, ég varð oft vandræðaleg, en hló að því seinna, þú skegg- ræddir pólitík í heita pottinum og lést marga heyra það um- búðalaust, þá fór ég í kaf til þess að hlæja. Þú greiddir á mér hárið þegar ég vaknaði á morgnana og gafst mér hafra- graut og lýsi eða súrmjólk með múslí og fjallagrös, þú straukst á mér bakið áður en ég sofnaði í kringlótta hjónarúminu ykkar afa, eða tunglinu eins og við kölluðum það. Ég fékk stundum að sofa í náttkjólnum þínum sem var úr silki og þú sagðir mér sögur af þér þegar þú varst lítil stelpa í Mývatnssveitinni, og söguna þegar þú sást afa fyrst á Siglufirði, og svo aftur á Kommakaffi, ég gleymi þessum stundum aldrei, enda þær bestu sem lítil stelpa getur hugsað sér. Þegar ég var orðin ungling- ur kom ég til þín, oft leið, en þú sagðir aldrei neitt, þú skamm- aðir mig aldrei. Við fórum bara í garðinn, og ég fékk að tína mér jarðarber, þú baðst mig um að hjálpa þér að hengja upp þvott- inn á snúruna í garðinum, ég gleymi aldrei blómalyktinni af handklæðunum, lyktinni úr Hlé- gerðinu, lyktinni af þér. Þegar þú hittir manninn minn í fyrsta sinn sagðir þú að hann væri góður maður og ég ætti að passa upp á hann, það var fyrir 20 árum. Við bjuggum í kjall- aranum hjá þér og afa, ég er svo glöð að hafa fengið að búa hjá ykkur, og átt með ykkur stundir sem munu lifa í mínu hjarta að eilífu. Þú varst alltaf svo hraust og falleg, ólst upp fimm stráka, varst mesti dugn- aðarforkur í vinnu, formaður Menningar- og friðarfélagsins, virk í Alþýðubandalaginu, syntir á hverjum degi, hugsaðir um heilsuna, elskaðir afa, en svo varðstu veik. Ég vildi ekki trúa því lengi, ég hélt að þetta myndi rjátla af þér eins og allt annað. En Alzheimer er óvæginn sjúk- dómur, og mikið vildi ég óska að ég hefði getað gert eitthvað til að hjálpa þér. Ég man þegar þú fluttir úr Hlégerðinu, þá fannst mér stór hluti af þér verða þar eftir, oft velti ég því fyrir mér hvort þú yrðir ekki betri ef þú færir þangað aftur, en lífið er víst ekki svo einfalt. Stuttu áður en þú fórst horfðir þú á mig eins þú gerðir þegar ég var lítil, þú þekktir mig alveg og sagðir við mig að ég þyrfti ekkert að gráta og þerraðir tárin mín. Ég sakna þín elsku amma meira en orð fá lýst. Þín Vala. Guðbjörg föðursystir mín, Gugga frænka, var ekki eins og hver önnur frænka. Hún kom á hverju sumri barnæsku minnar og tók yfir heimilishaldið, mömmu til léttis því hún gat þá dregið sig í hlé og sinnt rit- störfum. Ég segi ekki að ég hafi alltaf verið ánægð með þetta fyrirkomulag því hún frænka var stjórnsöm í betra lagi. Hún sá til þess að manni félli ekki um of verk úr hendi og að verk- in væru sómasamlega unnin. Ást hennar á heimahögunum var mikil, allt var best í Mý- vatnssveitinni. Strákarnir henn- ar voru gjarnan hjá okkur sum- arlangt og voru meira eins og bræður okkar en frændur, sér- staklega þó Ásgeir sem er lítið eitt yngri en ég og var kannski mest í Garði af þeim bræðr- unum fimm. Frænka hafði ákveðnar skoð- anir og lá ekkert á þeim. Það var ekki alltaf auðvelt að mæta kröfum hennar. Oft sló í brýnu milli okkar, því hvorug var al- veg skaplaus. Frænka var samt í raun viðkvæm og undir yf- irborði sem stundum virtist hrjúft var gullhjarta. Við sætt- umst alltaf fullum sáttum þótt okkur yrði stundum sundur- orða. Það var líka gott að leita til hennar ef á þurfti að halda fyrstu árin mín í höfuðborginni. Gugga var myndarleg hús- móðir, mikill vinnuþjarkur og ósérhlífin hvort heldur um heimilisstörfin var að ræða eða vinnu utan heimilis. Heimili hennar var smekklegt og hún var glæsileg kona og ávallt vel til fara. Henni fannst að fólk ætti að vera duglegt, heiðarlegt og skyldurækið, en ekki síst að vera óeigingjarnt. Sú nútíma- hugsun að maður eigi númer eitt að elska sjálfan sig var henni víðsfjarri. Mér finnst reyndar að hún hefði vel mátt setja sjálfa sig ofurlítið ofar á listann svona stundum. Kröf- urnar voru miklar, bæði til sjálfrar sín og annarra. Það er kannski ekkert skrítið að það var svolítið erfitt að fá viður- kenningu frá „stórfrænku“. Mér þótti því vænt um þegar hún sagði við mig fyrir nokkrum ár- um að það hefði sannarlega ræst vel úr mér. Þau orð ylja enn. Síðustu árin hvarf hún okkur hægt og bítandi inn í heim gleymskunnar. Samt vissi hún hver ég var þegar ég heimsótti hana í Roðasali fyrir tveimur árum ásamt Sigrúnu systur. Hún mundi allt þetta gamla og hver var hver. Og þegar henni varð starsýnt á skóna mína og sagði „mikið eru þetta fínir skór“ sá ég glitta í frænkuna flottu sem alltaf var fín í tauinu og hafði gaman af svolitlu pjatti. Samúðarkveðjur til Valla og strákanna fimm og fjölskyldna þeirra. Sigríður K. Þorgrímsdóttir (Sigga Stína) frá Garði. Látin er kær föðursystir mín, Guðbjörg. Hún var yngst systk- inanna, en faðir minn, Þorgrím- ur Starri, elstur. Við elstu börn þeirra vorum mjög jafnaldra, við tvær elstu systurnar í Garði og þrír elstu drengir Guðbjarg- ar og Valla. Á frumbernskuár- um mínum áttu þau hjónin heima í Mývatnssveit og því koma þau og synirnir við sögu í mínum fyrstu bernskuminning- um. Og það vorum við frænd- systkinin, að smábarnaleikjum í brekkunni sunnan við húsið, sum urðu móður minni yrkisefni í ljóðinu Fimm börn: Þau sitja í brekkunni saman syngjandi lag. Tvær stúlkur, þrír drengir með bros um brár, sem blóma leita í dag. Friður í heimi og réttlátt þjóðfélag voru sameiginleg bar- áttumál í ættinni. Guðbjörg frænka mín virtist í fljótu bragði ekki eins „pólitísk“ eins og margir hinna – hún var „praktíska frænka“, forkur dug- leg, mikil móðir og húsmóðir. Síðar gerðist hún virk í pólitík, sérstaklega var starf hennar í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna henni mikil- vægt og þar var hún formaður um tíma og var stolt af því. Hún var einnig virk í Alþýðubanda- laginu og var í framboði í bæj- arstjórnarkosningum í Kópa- vogi. Guðbjörg og Valli settust að í Kópavogi og hófu að byggja sér hús, frá grunni, byrjað á að gera íbúðarhæfa aðstöðu í kjall- aranum. Þau hjálpuðust að og það sem skorti á peninga og tækjabúnað var bætt upp með vinnufúsum höndum. Alltaf voru náin samskipti milli fjölskyldnanna í Garði og Hlégerði þó fjarlægð skildi að. Á hverju sumri komu Guðbjörg og Valli norður í heimsókn. Hús þeirra stóð líka opið öllum ætt- ingjunum úr sveitinni hvenær sem þurfti. En frænka mín var ekki bara dugleg og vinnusöm, hún var líka kát og skemmtileg. Hún hló og grínaðist, söng og trallaði. Hún kom norður og sýndi okkur nýjustu tísku og kenndi okkur nýju dansana, twist og jenka. Það var höfðinglegt heimili í Hlégerði. Þar ber hæst í minn- ingunni jólaboðin sem Guðbjörg og Valli héldu. Þar kom stór- fjölskyldan og það var veislu- matur og síðar um kvöldið kaffi- borð sem svignaði undan hnallþórum. Það var glatt á hjalla og mig minnir að oft hafi verið sungið, enda mikil söng- gleði í ættum beggja. Það var svo gaman þarna. Guðbjörg sparaði sig aldrei ef fjölskyldan þarfnaðist hennar. Vala systir hennar var sjúkling- ur frá miðjum aldri og Guðbjörg hjálpaði bæði henni, manni hennar og börnum mikið. Stefán Björgvin, yngsti sonur hennar, slasaðist alvarlega árið 1981. Guðbjörg tók Jóhann son hans að sér og ól hann upp, auk alls sem hún og þau Valli lögðu á sig til að koma Stebba aftur til heilsu. Sjálf minnist ég þess þegar Guðbjörg kom, nánast óbeðin, og hjálpaði mér við slát- urgerð. Ég var nýfráskilin og vissi að Guggu féll það afar illa. En hún nefndi það ekki einu orði, kom til mín eftir vinnu og gerði með mér slátrið og sýndi mér öll handbrögð svo vel og svikalaust að síðan hef ég gert það hjálparlaust. Mikið hefur frænka mín mátt stilla sig, geð- rík og hreinskiptin sem hún var. Kæra frænka mín, farðu í friði og þakka þér fyrir allt. Fjölskyldunni votta ég inni- lega samúð. Sigrún Huld. Guðbjörg Anna Björgvinsdóttir Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru STEINUNNAR HAFDÍSAR HAFLIÐADÓTTUR frá Gríshóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra umönnun. Sigríður Illugadóttir, Guðmundur Friðjónsson, Ólafía Illugadóttir, Ívar H. Elíasson, Ingveldur Vigdís Illugadóttir, Hallur Kristján Illugason, Ingdís Líndal, Guðrún Alda Björnsdóttir, Benoný B. Viggósson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.