Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 35
með frumsaminni tónlist, auk platna
sem hann hefur unnið í samstarfi við
aðra; Stikur með Sigurði Flosasyni
og Skuggsjá með Eyþóri Gunn-
arssyni. Tónlist Jóels hefur meðal
annars verið gefin út af hljómplötu-
fyrirtækinu Naxos í 40 löndum.
Hann hefur hlotið íslensku tónlist-
arverðlaunin fimm sinnum, þar á
meðal fyrir djasshljómplötu ársins
fjórum sinnum. Jóel var tilnefndur
til Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs 2011.
Með mörg járn í eldinum
Jóel segist sjálfur leika tveim
skjöldum; sinnir tónlistargyðjunni á
morgnana og á kvöldin en um miðj-
an daginn sér hann um rekstur
hönnunarfyrirtækisins Farmers
Market. Hann stofnaði það 2005,
ásamt konu sinni, Bergþóru Guðna-
dóttur, sem hannar alla línuna. Fyr-
irtækið hefur vaxið jafnt og þétt og
fást vörurnar í verslunum víða um
heim. Um þessar mundir eru fyr-
irtækið og verslunin að koma sér
fyrir á nýju og rúmgóðu húsnæði á
Hólmaslóð 2.
Jóel hefur ekki haldið upp á af-
mælið síðan hann var tólf ára en í
dag ætlar konan að bjóða honum út
að borða ásamt sonum þeirra,
Breka, f. 1998 og Guðna Páli, f. 2003.
„Svo verður þetta bara voða létt á
laugardaginn, fjölskyldan og nokkr-
ir félagar úr músíkinni ætla að skála
við mig, ætli maður horfi ekki með
öðru auganu á Evróvisjón þar sem
Jónsi klæðist vitaskuld buxum frá
Farmers Market. Svo er fræðilegur
möguleiki á að eitthvað verði gripið í
hljóðfæri.“
Fjölskylda
Jóel kvæntist 19.7. 1997 Berg-
þóru Guðnadóttur, f. 1971. Synir
þeirra eru Breki, f. 1998 og Guðni
Páll, f. 2003.
Bræður Jóels eru Einar Baldvin,
f. í Reykjavík 16. júní 1967 og Magn-
ús, f. 23.2. 1992 (samfeðra).
Faðir Jóels er Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur, f. í Reykjavík
27. 3. 1947. Foreldrar hans voru
Kristín Pálsdóttir ritari, f. 8. janúar
1917, d. 2.5. 2006, og Einar B. Páls-
son verkfræðingur, f. 29.2. 1912, d.
28. október 2011.
Móðir Jóels er Anna Þorbjörg Jó-
elsdóttir, myndlistarmaður, f. að
Stóra-Fljóti í Biskupstungum 29.
maí 1947. Foreldrar hennar eru Sal-
ome Þorkelsdóttir, fv. forseti Al-
þingis, f. 3.7. 1927, og Jóel Kr. Jóels-
son, garðyrkjubóndi, f. 22.1. 1921, d.
16.7. 2007.
Úr frændgarði Jóels Kristins Pálssonar
Guðfinna Einarsdóttir
Páll Magnússon
járnsmiður
Sigríður Siemsen
Páll Einarsson
borgarstj. og hæstarréttard.
Þorkell Sigurðsson
vélstjóri
Margrét J. Sveinsdóttir
Jóel Kr. Jónsson
skipstjóri
Jóel Kristinn
Pálsson
Anna Þorbjörg Jóelsdóttir
myndlistarm.
Páll Einarsson
jarðeðlisfræðingur
Einar B. Pálsson
verkfræðingur
Kristín Pálsdóttir
ritari
Jóel Kr. Jóelsson
garðyrkjubóndi
Salóme Þorkelsdóttir
fyrrv. forseti Alþingis
Anna Þorbjörg Sigurðardóttir
Farmers Market Jóel og eiginkona hans, Bergþóra Guðnadóttir, að störfum
í hönnunarfyrirtæki sínu.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
95 ára
Sigurpáll Árnason
90 ára
Gyða Arnórsdóttir
Magnús Ágústsson
85 ára
Guðlaugur Eiríksson
80 ára
Geir S. Geirmundsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ragnar Garðar Bragason
Svavar Gylfi Jónsson
75 ára
Guðbjört Ásgeirsdóttir
Guðjón Sveinsson
Sólveig Jóhannsdóttir
Steinþór Þorsteinsson
70 ára
Arnþrúður K. Ingvadóttir
Auðbjörg Elísa Stef-
ánsdóttir
Auðun Benediktsson
Stefanía Stefánsdóttir
Sverrir Skaftason
60 ára
Árni Benediktsson
Guðbrandur Þ. Elíasson
Guðríður S. Hauksdóttir
Hreinn Rafnar Magnússon
Jón Guðnason
Kjartan J. Sigurðsson
Kristín Gunnlaugsdóttir
Rafn Benediktsson
Sólveig Thorarensen
Vignir Sigurþórsson
50 ára
Alfreð Frosti Hjaltalín
Arna Alfreðsdóttir
Baldur Haraldsson
Elísabet Halldóra Pálsdóttir
Erna Gunnarsdóttir
Ingibjörg Hjartardóttir
Ingibjörg Ólafsdóttir
Michael Sigþórsson
Sigríður Huld Garðarsdóttir
40 ára
Agnieszka Piatkowska
Andrés Geir Magnússon
Arnar Þórarinn Barðdal
Bjarni Pálsson
Björn Guðmundsson
Guðjón Sveinn Magnússon
Guðmundur F. Grétarsson
Hartmann Kárason
Ingólfur Arnar Magnússon
Jóel Kristinn Pálsson
Magnús Jón E. Gunnarsson
Ragnar Björn Ragnarsson
Stefanía Kjartansdóttir
Stefán Þór Guðmundsson
Vignir Þór Gunnarsson
Þorbjörg Heidi Johannsen
Þorvarður L. Björgvinsson
30 ára
Díana Árnadóttir
Einar Dung Ínuson
Guðni S. Sigurðsson
Gunnar Páll Baldvinsson
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Lindberg Már Scott
Magnús Unnar Georgsson
Sandra Dröfn Gylfadóttir
Sigrún Hafþórsdóttir
Sonja Dögg Hákonardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Hjalti er fæddur
og uppalinn í Reykjavík.
Maki Tinna Björk Óðins-
dóttir, f. 1982, vinnur í
bakaríi.
Börn Dagur Elías Beck, f.
2003, Gabríel Máni Beck,
f. 2005, og Ásta Bryndís
Beck, f. 2010.
Foreldrar Rögnvaldur
Stefán Cook, f. 1964, bíl-
stjóri og Kristín Þóra Páls-
dóttir Beck, f. 1965, vinn-
ur við umönnun.
Hjalti Páll
Beck
40 ára Vilborg er fædd í
Reykjavík og búsett í
Vestmannaeyjum. Hún er
húsfreyja.
Maki
Gísli Guðnason, f. 1965.
Börn
Sigurður Lárus Gíslason,
f. 1995, og
Eyþór Gíslason, f. 2001.
Foreldrar
Sigurður Lárus Einarsson,
f. 1942, og Guðbjörg Frið-
riksdóttir, f. 1943.
Vilborg
Sigurðardóttir
Friðrik Friðriksson æskulýðs-leiðtogi fæddist 25. maí 1868að Hálsi í Svarfaðardal og
ólst upp í Eyjafirði og Skagafirði og
fór þaðan suður til Reykjavíkur 18
ára. Hann lauk stúdentsprófi í
Reykjavík 1893, heimspekiprófi við
Kaupmannahafnarháskóla 1894,
stundaði þar nám í læknisfræði og
málfræði og lauk prófi í guðfræði við
Prestaskólann í Reykjavík 1900.
Hann var prestur á nokkrum stöð-
um en skamma stund á hverjum
stað. Einkum er hans minnst fyrir
að koma á fót ýmsum félagasam-
tökum sem höfðu mikil áhrif á þjóð-
lífið á Íslandi á 20. öld.
Hann stýrði kristilegu æskulýðs-
starfi í þágu reykvískrar æsku um
áratugaskeið. Friðrik kynntist starfi
KFUM í Kaupmannahöfn 1893-97
og varð fljótlega þekktur innan
þeirra raða. Þegar heim var komið
beitti hann sér fyrir stofnun KFUM
og K á Íslandi 1899 og var lífið og
sálin í þeim félagsskap til dauða-
dags. Hann kenndi einnig við kvöld-
skóla KFUM og starfaði við sum-
arbúðir samtakanna í Vatnaskógi og
Vindáshlíð. Karlakórinn Fóst-
bræður rekur upphaf sitt til Friðriks
en kórinn hét áður karlakór KFUM.
Skátafélagið Væringja stofnaði hann
um líkt leyti.
Friðrik var mikill áhugamaður um
fótbolta og stuðlaði að stofnun knatt-
spyrnufélagsinsVals árið 1911,
ásamt fjórtán drengjum, innan vé-
banda KFUM. Þá lagði hann grunn
að stofnun hafnfirska knattspyrnu-
félagsins Hauka 1931.
Séra Friðrik fór í Suðurgöngu ár-
ið 1923 og hitti páfann í Róm og töl-
uðu þeir saman á latínu.
Friðrik var mikill persónuleiki,
lífsglaður og sístarfandi, lat-
ínumaður og barnavinur. Hann orti
töluvert jafnt kvæði og sálma, sjálf-
ævisaga Friðriks kom út í
tveimur bindum, Undirbúnings-
árin, 1928 og Starfsárin, 1933. Hann
var heiðursdoktor við HÍ og heið-
urborgari Akranesbæjar. Mynda-
stytta Sigurjóns Ólafssonar af séra
Friðrik er á horni Lækjargötu og
Bókhlöðustígs.
Friðrik lést árið 1961.
Merkir Íslendingar
Friðrik
Friðriksson
30 ára Birgir ólst upp í
Reykjavík. Hann er húsa-
smíðameistari og með BS
gráðu í bygginga-
tæknifræði frá HR. Hann
er sjálfstætt starfandi.
Maki Íris Thelma Jónsd., f.
1983, starfar hjá Vodafone.
Börn Ásdís Katla, f. 2008,
og drengur á leiðinni í júní.
Foreldrar Ólafur Hreið-
arsson, f. 1949, og Helga
Ingibjörg Kristjánsdóttir, f.
1951.
Birgir Rafn
Ólafsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón
Meiri kraftur
Betri nýting
Meiri hagkvæmni
Fleiri valkostir
•
•
•
•
Nýr Iveco Daily sendibíll
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
S. 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
ATVINNUBÍLAR Í FREMSTU RÖÐ
Kynntu þér kosti Iveco Daily sendibíla hjá Kraftvélum