Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það felst í þessu takmörkuð túlkun sem leiðir til niðurstöðu sem gerir mikilvægi sjávarútvegs í Reykjavík of lágt undir höfði,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, um umsögn Reykjavíkurborgar um kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Í umsögninni kemur fram að út- svarstekjur borgarinnar, sem eru helsti tekjustofn hennar, byggist á takmörkuðu leyti á atvinnutekjum starfsfólks í sjávarútvegi. Ennfrem- ur segir þar að „aðeins um 1.000 manns“ starfi við fiskveiðar og um 800 við fiskvinnslu á höfuðborgar- svæðinu. Eggert segir þessar tölur vel geta staðist. Hjá HB Granda starfi var- lega áætlað um þrjú hundruð manns í Reykjavík. Hann bendir hins vegar á tvö atriði sem honum þykir hafa gleymst í umsögninni. „Ef sjávarútvegurinn er burðar- stoð í íslensku atvinnulífi þá hlýtur nú höfuðborgin að hafa af honum sæmilegt gagn. Í öðru lagi er lang- stærsti hlutinn af stoðfyrirtækjum eins og þjónustu- og tæknifyrirtækj- um, sem draga kraft sinn frá sjávar- útveginum, á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eggert. Vanmeta áhrif á höfnina Fiskvinnslufyrirtækið Toppfiskur veitir á bilinu 140-150 manns atvinnu í Reykjavík þegar allt er talið að sögn Jóns Steinars Elíassonar, for- stjóra fyrirtækisins. Hann hefur áhyggjur af því að fiskmarkaðir leggist af verði frumvörpin sam- þykkt og gagnrýnir Reykjavíkur- borg fyrir að nefna það atriði ekki þrátt fyrir að einn elsti fiskmarkaður landsins sé rekinn í höfuðborginni. „Þeir nefna heldur ekki höfnina. Þessar aflaheimildir hafa gríðarleg áhrif á tekjur hafnarinnar og öll um- svif í kringum hana. Þau eru miklu meiri en þeir gera sér grein fyrir,“ segir Jón Steinar. Hann segir að ólíkt landsbyggð- inni hafi borgaryfirvöld aldrei velt fyrir sér áhrifum sjávarútvegs á eig- in hag. „Reykjavíkurborg veltir sjávarút- veginum ekkert fyrir sér. Það þyrfti að fara fram ákveðin hugarfars- breyting. Þeir gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta eru öflug fyr- irtæki hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Talað niður til sjómanna „Við förum að verða síðustu mó- híkanarnir í þessu í Reykjavík og ef þetta kvótafrumvarp fer í gegn þá er þeirra saga búin,“ segir Stefán Ein- arsson, einn eigenda útgerðarinnar Aðalbjargar sf. þar sem um fimmtán manns starfa. Hann er afar ósáttur við frumvörpin og umsögn Reykja- víkurborgar um þau. „Það er bara talað niður til sjó- manna. Það er það sem Samfylking- in gerir, hún talar niður til fólks. Það er sama hvort það er ríkisstjórnin eða Besti flokkurinn, hann er bara útibú frá Samfylkingunni,“ segir Stefán. Gagnrýna umsögn borgaryfirvalda  Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja í Reykjavík segja borgarráð vanmeta mikilvægi greinarinnar í umsögn til atvinnuveganefndar  Kvótafrumvörpin hefðu áhrif á tekjur og umsvif hafnarinnar Morgunblaðið/Ernir Fiskveiðar Trillukarl landar í Reykjavík. Um 1.800 manns starfa við fiskveiðar og vinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Þó að borgarráð telji sjávar- útveg vega þungt í atvinnulífi eða útsvarstekjum Reykjavík- ur bendir það á að ekki megi vanmeta mikil óbein efna- hagsleg áhrif af gengi sjávar- útvegs á allt atvinnulíf í land- inu. Borgin sé þar engin undantekning. Samkvæmt nýjum tölum séu tæplega fimmtán prósent aflaheimilda skráð í Reykjavík og miklu aflamagni og afla- verðmætum er landað í Reykjavíkurhöfn og á höf- uðborgarsvæðinu, að því er segir í umsögninni. Borgarráð bendir á að síð- ustu ár í sjávarútvegi hafi ein- kennst af góðum aflabrögð- um, háu verði á erlendum mörkuðum á helstu afurðum og lágu gengi krónunnar. Þetta hafi skilað miklum hagnaði, skuldir hafi minnkað og eigið fé aukist í greininni. Í ljósi þessara hagstæðu aðstæðna telur borgarráð eðlilegt að látið sé reyna á lögfestingu veiðigjalds. Hefur mikil óbein áhrif UMSÖGN BORGARRÁÐS w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT TEG: CHROME HEARTS TEG: RAY•BAN OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.