Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Lögreglan í Aserbaídsjan handtók í gær á fjórða tug manna sem efndu til mótmæla gegn mannréttinda- brotum í landinu. Stjórnarandstæð- ingar og baráttumenn fyrir mann- réttindum hafa notfært sér Evróvisjón í Bakú til að vekja at- hygli á kúgun stjórnvalda í Aserba- ídsjan. Þeir saka Aliyev-ættina, sem hefur verið við völd frá árinu 1993, um að hafa barið niður andóf og mót- mæli, handtekið pólitíska andstæð- inga og ákært þá fyrir lögbrot sem þeir hafi ekki framið. Nú þegar söngvakeppnin er hald- in í Bakú eru fleiri erlendir fjöl- miðlamenn í borginni en nokkru sinni fyrr og stjórnarandstæðing- arnir hafa notfært sér það til að vekja athygli á mannréttinda- brotunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem Evróvisjón-keppnin er notuð til að reyna að leysa vandamál sem tengjast mannréttindabrotum,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir einum skipuleggjenda mótmælanna, Rasul Jafarov. Sænska söngkonan Loreen, sem þykir sigurstrangleg í Evróvisjón, ræddi við nokkra baráttumannanna í fyrradag. Talsmaður forseta Aserbaídsjans mótmælti þessu og sagði að Samtök evrópskra sjón- varpsstöðva (EBU) þyrftu að hindra slíka fundi. „EBU verður að skerast í leikinn og stöðva þessar pólitísku aðgerðir,“ sagði hann. Hreyfing, sem nefnist „Syngjum fyrir lýðræði“, hefur skipulagt mót- mælagöngur í Bakú og sex baráttu- mannanna hafa efnt til mótmæla- sveltis. Þeir krefjast þess að pólitískir fangar verði leystir úr haldi án tafar og komið verði á lýð- ræðislegum umbótum. Óttast fjöldahandtökur Einn sexmenninganna, Oktay Ly- genderei, kvaðst í gær hafa verið í mótmælasvelti í þrjá daga til að mót- mæla handtöku bróður síns sem væri pólitískur fangi. „Það er gott að erlendu fréttamennirnir eru komnir og hafa áhuga á málinu,“ sagði Ly- genderei. „En ég óttast að fjölda- handtökur hefjist þegar Evróvisjón er lokið.“ Max Tucker, sem tekur þátt í bar- áttu Amnesty International í Aserbaídsjan, sagði að sautján sam- viskufangar væru í landinu. „Am- nesty International hefur miklar áhyggjur af því sem gerist eftir að Evróvisjón lýkur,“ hefur AFP eftir honum. „Yfirvöldin munu líta svo á að þeir sem mótmæltu mannrétt- indabrotunum hafi reynt að spilla veislunni og hefna sín á þeim um leið og erlendu fjölmiðlamennirnir fara.“ Tugir handteknir í Bakú fyrir að mótmæla mannréttindabrotum  Stjórnvöld mótmæla fundi söngkon- unnar Loreen með baráttumönnum AFP Syngjum fyrir lýðræði Mótmælandi rífst við lögreglumann í grennd við Kristalshöllina í Bakú þar sem söngvakeppnin fer fram. Fjöldamorðing- inn Anders Be- hring Breivik kvaðst í gær ekki ætla að áfrýja sektardómi ef dómarar í máli hans komast að þeirri niðurstöðu að hann sé sak- hæfur. „Það er alls engin ástæða til að áfrýja ef ég verð dæmdur sakhæfur,“ sagði Breivik fyrir réttinum. Breivik hefur játað að hafa myrt alls 77 manns í Útey og Ósló 22. júlí í fyrra. Hann hefur þó krafist þess að hann verði sýknaður vegna þess að morðin hafi verið „nauðsynleg“ til að stöðva „fjölmenningartilraun“ norska Verkamannaflokksins og „innrás múslíma“ í Noreg og fleiri Evrópulönd. Tveir réttargeðlæknar komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu í fyrra að Breivik væri ósakhæfur vegna of- sóknargeðklofa. Sú niðurstaða var mjög umdeild og dómarar undir- réttar í Ósló fólu tveimur öðrum réttargeðlæknum að leggja fram nýtt mat á sakhæfi fjöldamorðingj- ans. Þeir komust að þeirri niður- stöðu að Breivik væri sakhæfur. Að sögn norska ríkisútvarpsins hafa dómararnir sent bréf til úr- skurðarnefndar í réttarlæknis- fræðum þar sem óskað er eftir því að hún gefi skýr svör um hvort hún samþykki síðara geðmatið. Áfrýjar ekki verði hann dæmdur sakhæfur Anders Behring Breivik Við eigum afmæli Í tilefni af 10 ára afmæli veitingahússins og að 20 ár eru liðin síðan fiskbúðin opnaði viljum við bjóða vinum og velunnurum okkar að gleðjast með okkur í veitingahúsinu milli kl. 17 og 19 í dag. Léttar veitingar. Kristófer og Ásmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.