Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Tónlistarveitan gogoyoko heldur styrktartónleika fyrir jafnréttis- samtökin UN Women í kvöld. Fram koma Mammút, Snorri Helgason, Myrra Rós, Muck, Til- bury og Chri- stopher Wyatt-Scott. Tónleikarnir verða haldnir á Gauknum og hefjast kl. 22. Fulltrú- ar samtakanna verða á staðnum og hvetja viðstadda til að styrkja systralag þeirra hér á landi. Miða- verð er kr. 1.000. Styrktartónleikar á Gauknum Myrra Rós Rómeó og Júlía, verk franska tón- skáldsins Hectors Berlioz, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi í Eldborg- arsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Tónleik- arnir eru hluti af Listahátíð í Reykja- vík. „Þetta er ekki ópera eins og margir myndu halda heldur vildi Berlioz kalla þetta „dramatíska sinfóníu“. Einsöngvararnir og kórarnir eru til dæmis ekki ákveðnir karakterar í verkinu fyrir utan einn einsöngv- arann. Ég er meira eins og sögumað- ur eða einhver sem segir frá því sem er að gerast,“ útskýrir Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir, messósópran en ásamt henni eru þeir Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór og franski bassa- söngvarinn Nicolas Cavallier ein- söngvarar í uppfærslu verksins fyrir Listahátíð. „Þetta er eitt langt verk en Berlioz vildi ekki gera óperu því honum fannst svo margir hafa skrifað fallegar óperur við verk Shakespeare um Rómeó og Júlíu. Hann vildi því koma með eitthvað nýtt og öðruvísi verk sem gæfi aðra sýn á söguna. Þetta er alveg rosalega fallegt verk fyrir sinfóníuhljómsveit, þrjá ein- söngvara og þrjá kóra,“ bætir Guð- rún við en Hljómeyki, Kór Áskirkju og Söngsveitinni Fílharmóníu sjá um kórsöng í verkinu. Magnús Ragn- arsson stýrir kórunum en sinfón- íuhljómsveitinni stýrir Ilan Volkov. Guðrún Jóhanna hefur unnið til margra verðlauna fyrir söng sinn, m.a. The Miriam Licette Scholarship í Konunglega óperuhúsinu Covent Garden. Hún nam söng á Íslandi, í Lundúnum og Madrid þar sem hún er búsett núna. Í júlí kemur út geisla- plata þar sem Guðrún syngur ensk og skosk sönglög. Sveinn Dúa hefur stundað tónlistarnám í Vínarborg undanfarin ár og m.a. sungið í Töfra- flautunni á fjölskyldutónleikum SÍ sl. vetur. Nicolas Cavallier hóf feril sinn sem Sarastró í Töfraflautunni við Glyndenbourne-óperuna og hefur einnig sungið titilhlutverkið í Brúð- kaupi Fígarós í Frakklandi. Cavallier kemur beint til Íslands eftir að hafa sungið í Rómeó og Júlíu í Bastillu- óperunni í París, skv. vef Listahátíðar í Reykjavík. helgisnaer@mbl.is, sigyn@mbl.is Dramatísk sinfónía eftir verki Shakespeares  Rómeó og Júlía eftir Berlioz flutt í fyrsta sinn á Íslandi Morgunblaðið/Golli Dramatík Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, einn af þremur einsöngvurum í Rómeó og Júlíu, á æfingu í Hörpu. Á mánudaginn, annan í hvítasunnu, halda Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari og Gunnar Kvaran sellóleik- ari tónleika í Selinu á Stokkalæk. Tónleikarnir eru undanfari tveggja vikna tónleikaferðar þeirra til Kína í júní, en þau halda einnig tónleika í Reykholtskirkju í Borgarfirði um miðja næstu viku. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir íslensk tónskáld, svo sem Árna Thorsteinsson og Hafliða Hall- grímsson, kínverk tónskáld á borð við Zhu Heng-quian og Sha-Han- kun, og einnig verk eftir Vivaldi, Mendelssohn, Boccherini, Saint- Saëns, Schumann, Rachmaninoff, Pablo Casals, Gabriel Fauré og fleiri tónskáld. Selma Guðmundsdóttir hefur haldið fjölda einleikstónleika, bæði hér heima og erlendis, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Sinfóníuhljómsveitinni í Þrándheimi og margsinnis komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur einnig starfað með öðrum hljóðfæraleikurum og söngvurum og oft leikið með Kammersveit Reykja- víkur, m.a. á Listahátíð í Bergen og á tónleikaferð um Bretland. Hún hefur leikið reglulega með Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara frá 1968, m.a. á tónlistarhátíð ungra einleik- ara í Helsinki auk tónleika í Þýska- landi, Litháen, Skotlandi og í Carne- gie Hall í New York. Gunnar Kvaran kennir við tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík og leikur einnig oft á tónleikum hér landi og erlendis. Hann hefur haldið einleiks- og kammertónleika víða í Evrópu auk vestan hafs og m.a. komið fram í Wigmore Hall í Lond- on, Carnegie Hall í New York og í Beethoven House í Bonn. Gunnar hefur margoft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann var bæjarlistamaður Seltjarnarness 1996. Hann skipar Tríó Reykjavíkur með Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Peter Máté píanó- leikara. Morgunblaðið/Styrmir Kári Kínaferð Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari halda til Kína í júní. Undanfari Kínaferðar  Selma Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran halda tónleika á annan í hvítasunnu og búa sig undir tónleikaferð Aðalheiður Val- geirsdóttir verð- ur með lista- mannsspjall um sýningu sína Í landi óska- steinsins á morg- un kl. 15, í sal Ís- lenskrar grafíkur í Hafn- arhúsi. Á sýning- unni eru málverk og ljósmyndir sem Aðalheiður hef- ur unnið á vinnustofu sinni í Bisk- upstungum, verk sem hún segir birtingarmyndir samtals manns og náttúru í leitinni að óskasteininum. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. Aðalheiður fjallar um sýningu sína Aðalheiður Valgeirsdóttir Málverkasýning myndlistarkon- unnar Miina Pohjolainen, Skin stu- dies, verður opnuð á morgun í Flóru í Listagilinu á Akureyri kl. 14. Miina Pohjolainen hefur verið skiptinemi í Myndlistaskólanum á Akureyri í vetur frá Listaskólanum í Turku í Finnlandi en málverkin á sýningunni vann hún á Íslandi og birtast í þeim hugleiðingar hennar um skinn. Skin studies er fyrsta sýning Pohjolainen og stendur hún yfir frá 26. maí til 28. maí. Flóra er opin um helgina frá kl. 14 til 16. Flóra er verslun, vinnu- stofa og viðburðastaður, að því er segir í tilkynningu. Hugleiðingar Pohjolainen um skinn Skinn Miina við eitt verka sinna. Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 www.s i ggaog t imo . i s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.