Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Margir gítarar Kristján er áhugasamur um gítara og smíðaði einn sjálfur. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér fannst kominn tími tilað gefa út þetta efnisem var búið að safnastupp hjá mér,“ segir Kristján Jóhann Júlíusson sem er að- eins 17 ára en hann gaf út sinn fyrsta disk á dögunum undir nafninu Hans gítar, en það er líka nafn titillagsins sem er fyrsta lagið sem Kristján samdi. Kristján gefur diskinn út und- ir nafninu Khamûl sem hann segir annað nafn sitt. „Khamûl er úr Hringadróttinssögu, nafn á einum þeirra sem kallast Nazgûl. Ég er mikill aðdáandi Tolkiens og Hringa- dróttinssögu.“ Diskurinn er alfarið hugverk og handverk Kristjáns, því hann samdi öll lögin sjálfur sem og textana. Hann spilar líka á öll hljóðfærin í öllum lög- unum, hann sér um sönginn, tók plöt- una upp sjálfur og hljóðblandaði sjálf- ur. Einnig hannaði hann útlit umslagsins. Þegar hann er spurður að því hvort hann geti spilað á öll hljóðfæri sem sett séu í hendur hans, svarar hann því til að þó hann geti spilað nokkurnveginn á hvaða hljóð- færi sem er, þá sé hann vissulega misgóður á þeim. Tilraunaverkefni Kristján segir að það hafi ekki verið neitt mál að læra á takkana í hljóðverinu. „Það er frekar einfalt að mixa saman upptökur með ólíkum hljóðfærum, þetta þarf bara að hljóma sæmilega. Ég er svo heppinn að hafa aðgang að hljóðveri hjá frænda mínum og vini hans sem stofnuðu nýlega eitt slíkt með pabba mínum.“ Þungarokk er sú tegund tónlistar sem höfðar mest til Krist- jáns og því kemur ekki á óvart að diskurinn hans inniheldur tólf lög sem einmitt mætti flokka undir slíka tónlist, en hún er stundum kölluð málmur á íslensku. Á diskinum stendur að hann sé tilraunaverkefni (An Experimental Solo project) og Málmur og gítarsmíð Hann gengur undir nafninu Khamûl og sækir það í heim Tolkiens enda mikill aðdáandi. Hann gaf út sinn fyrsta disk á dögunum og samdi öll lögin sjálfur, spil- ar á öll hljóðfærin, tók upp diskinn, hljóðblandaði og hannaði umslagið. Morgunblaðið/Kristinn Takkar og skjár Kristján með puttana á tökkunum í hljóðverinu. Mrspriss.com er skemmtilegt blogg hinnar bandarísku Morgan. Hún býr með manni sínum og börnum í litlum bæ og skrifar meðal annars hress- andi frásagnir af daglegu lífi á blogg- síðuna. En Morgan hefur líka unun af því að föndra, breyta og bæta og end- urnýta hráefni þannig að úr verði fal- legir hluti. Hún býr t.d. til flotta kransa til að skreyta heimilið með og spangir og ýmsa aðra fylgihluti. Einnig pælir Morgan í tísku og set- ur inn ýmiss konar flottar lausnir og samsetningar sem hægt er að fá góð- ar hugmyndir út frá. Það er alltaf gaman að skoða líflega skrifuð og myndskreytt blogg eins og þetta. Eins er um að gera fyrir þá sem eiga ýmiss konar góðar hugmyndir í bank- anum að skella upp síðu og leyfa hug- myndunum að flæða fram. Vefsíðan www.mrspriss.com Morgunblaðið/Kristinn Fallegt Hægt er að skreyta heimilið á ýmsa vegu með persónulegum munum. Skemmtilegur hugmyndabanki Hinn 26. maí klukkan 15:00 verður opnuð árleg ljós- myndasýning fyrsta árs nema Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, en í ár munu 19 nemendur sýna verk sín þar sem ýmislegt verður tekið fyrir en þar má meðal annars nefna portret, landslag, kyn- ferðislegt ofbeldi, tísku og átröskun. Ljósmyndaskólinn sem áður hét Ljósmyndaskóli Sissu hefur verið starfræktur síðan 1997 en markmið skól- ans er að kenna ljósmyndun með sköpun að leiðarljósi. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 3. júní. Endilega … … skoðið ljósmyndir nema Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það er ekki annað hægt að þessu sinni en aðskrifa um Evróvisjónheiminn. Þennan semmörg okkar lifa og hrærast í, aðrir elska aðhata og nokkrir bara hata. Sem er náttúrlega algjör vitleysa því keppnin góða er ágætis afsökun fyrir bjórdrykkju, óhóflegu magni af snakki og óábyrgum drykkjuleikum. Ég myndi ekki segja að ég lifi fyrir Evróvisjón, né telji niður dagana að næstu keppni á dagatalinu mínu. En mér finnst þetta samt skemmtilegt og vona alltaf að okkur gangi nú sæmilega. Jafnvel að við verðum í fimm efstu sætunum í loka- keppninni. Sem virðist þó yfirleitt bara vera óskhyggja. Enda hefur mér sýnst sem það sé engin sérstök regla fyrir því hver vinni. Stund- um vinnur eitthvert flipp, stundum sæta konan í flotta kjólnum og eitt árið einhver sem getur sungið. En ég er náttúrlega enginn Evróvisjón- fræðingur og það eru örugglega til ein- hverjar formúlur og vísindi á bak við þetta allt saman. Sem ósköp venjuleg- ur áhorfandi skil ég í það minnsta oft ekki tónlistarsmekk þjóða. Ef lagið er þá einkennandi fyrir þann smekk. Sérstaklega velti ég nefnilega fyrir mér hvort sum lögin þyki „hipp og kúl“ í sínu heimalandi en annars staðar „bara Evróvisjónlag“. Það er jú vissulega ákveðin formúla þar á bak við og þó mér finnist lögin ágæt á Evróvisjónkvöldi myndi ég ekki endilega spila þau daginn út og inn heima hjá mér. Jú kannski eitt eða tvö en þá aðallega gömul og góð íslensk Eurovisionlög. Eitthvað eins og Nínu eða Gleðabankann þá helst. Hin fara flest bara inn um annað og út um hitt. Fyrir mér er Evróvisjón miklu frekar einn stór skemmtiþáttur en söngvakeppni. Lögin eru mörg hver hálfgert uppþvottavatn. Froðan flöt og vatnið hálfkalt og uppvaskið eftir því. Umgjörðin er hins vegar mjög flott og það er hægt að skemmta sér heilmikið yfir því að gera grín að hallærislegum atriðum, púkalegum kjólum og undarlegum flytjendum. Svo ekki sé nefnt að hvetja litlu eyjuna manns áfram í þessum stóra Evr- ópusjó. Stóra Íslendingahjartað okkar sem sperrir sig og derrir daginn út og inn verður dálítið lítið og feimið í þessum félagsskap. Berst ótt og títt en róast töluvert þegar lagið þýtur inn í að- alkeppnina. Þá fögnum við hér heima á Fróni. Leggjum grillkjötið í lög og kælum bjórinn. Finnum fyrir samkenndinni og því hversu góður árangur þetta er hjá okkur sem ekki erum einu sinni hálf milljón. Að við séum í Evr- óvisjón? Það er eiginlega jafn skrýtið og ef Manchester eða Óð- insvé ættu allt í einu lag í keppn- inni. En það er einmitt þetta sem gleður okkur. Íslendingar trúa á sjálfa sig og pæla oftast ekkert í því að eitthvað gæti ekki gengið upp. Enda þýðir ekkert ann- að en að taka hlutina með trukki og gera þá með stæl. Vera með stórt hjarta þó við séum í raun bara litlir eyjaskeggjar lengst út í Atlantshafi. »Lögin eru mörg hver hálf-gert uppþvottavatn. Froð- an flöt og vatnið hálfkalt og uppvaskið eftir því. HeimurMaríu María Ólafsdóttir maria@mbl.is EIKJUVOGI 29, 104 RVK | Sími 694 7911 OPIÐ: mán. - fim. 12–18, fös. 12–16 Glæsilegur og vandaður sundfatnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.