Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Allt frá því í mars/ apríl hafa heyrst veiði- sögur af mönnum sem legið hafa við urr- iðaveiðar víða í Þing- vallavatni og þá vænt- anlega án leyfis, en stangveiði er þar ekki leyfð fyrr en 1. maí. Að draga upp úr vatninu í stórum stíl soltinn og horaðan hrygningarfisk frá sl. hausti með hinum ýmsu veiðitólum, ólöglegum beitum, húkkveiði og fleiru er vart ásætt- anlegt. Að sjálfsögðu fara flestir veiði- menn þarna að settum reglum og bera virðingu fyrir svæðinu og upp- byggingu á urriðastofninum með hóf- legri veiði. Eins og kunnugt er var urriðinn nær horfinn úr vatninu um og eftir 1980. Nokkrum árum síðar tókum við nokkrir okkur saman umhverfis vatnið á vegum Veiðifélags Þing- vallavatns í samvinnu við sérfræð- inga frá Veiðimálastofnun sem og með aðstoð og styrk frá Lands- virkjun til uppeldis á seiðum þ.e. til að reyna að bæta úr þessu ástandi. Við veiddum nokkrar urr- iðahrygnur og hængfiska eitt haustið við erfiðar aðstæður og með mikilli fyrirhöfn, því urriða var vart að fá í vatninu á þeim tíma. Tæpum 2 árum síðar slepptum við stálpuðum seiðum í vatnið sem gáfu mjög góðan stofn sem nú er uppi- staða urriðastofnsins í vatninu sem og með seiðasleppingum árin þar á eftir. Með óhófsveiði og græðgi er hægt að skaða staðbundna stofna urriðans á ný og það svo að í fyrra horf fari t.d. ef samhliða koma upp aðstæður þar sem hrygning misferst. Ég hef t.d. áhyggjur vegna aðstæðna á viss- um hrygningarsvæðum bjarta urriðans við vatnið, þannig að ljóst er að gæta þarf að ýmsu á svæðinu. Til dæmis hrundi murtustofninn í vatninu um 1986 af ókunnum ástæðum og þá með miklu tjóni fyrir bænd- ur umhverfis Þingvalla- vatn og fyrirtækið Ora sem var búið að vinna upp góðan markað fyrir Þingvallamurtu víða um heim. Ekki hefur tekist að vinnan þenn- an markað aftur upp eftir að murtu- stofninn dafnaði á ný. Um þessa þætti mun ég vænt- anlega skrifa nánar síðar. Við megum ekki láta framangreint hrun á urriðastofninum gerast aftur, þ.e. á þessum áhugaverða og tign- arlega stofni þar sem inni á milli eru ofurstórir og kraftmiklir fiskar í blá- dýpi vatnsins. Heyrst hefur af veiðimönnum sem komnir eru með hátæknibúnað til að staðsetja urriðann og ginna hann síð- an með agni ofan við stórkrækjur gedduöngla og holdhúkka. Vart eru slíkar veiðiaðferðir taldar áhugaverðar af alvöru veiðimönnum. Samhliða hefur heyrst af ólögleg- um netalögnum t.d. á hrygning- arslóðum og víðar. Bændur við vatnið sýndu Þingvallaurriðanum þá virðingu hér fyrrum að veiða aðeins nokkra góða fiska í reyk á ári og hafa haldið þeirri hefð sem fyrr miðað við ætlaða stofn- stærð. Þekktir urriðaveiðimenn töldu sig góða með 3-5 fiska á ári, en ekki með veiði mælda í förmum. Upp úr 1960 komust aðilar í ár- veiði sunnan við vatnið og hreinsuðu svo upp þann staðbundna stofn að urriði sést þar vart enn í dag. Þar áður eða um 1840 gekk aðili svo nærri stofninum í sömu á að ekki sást urriði í ánni næstu áratugina þótt gnægt væri af urriða þar skammt frá við Efra-Sog. Þetta segir sína sögu, þ.e. hversu langt er hægt að ganga gagnvart stofninum og vissum hrygning- arsvæðum. Eftirlit þarf að auka umhverfis vatnið til að koma í veg fyrir áð- urnefnda óhófsveiði sem og nefndar veiðiaðferðir t.d. húkkveiði og fleira sem og gagnvart umgengni. Skipulag það varðandi þarf að efla á vegum veiðifélagsins og landeig- enda/rétthafa umhverfis vatnið. Með því geta veiðimenn og fleiri notið svæðisins mun frekar í sátt og samlyndi. Ísaldarurriðinn sem synt hefur um vatnið dulúðlega frá ísöld á ekki framangreinda veiði né veiðiaðferðir skilið eða þeir sem stóðu að upp- byggingunni á urriðanum með miklu framlagi og af alúð gagnvart Þing- vallasvæðinu og svæðinu umhverfis vatnið. Verið er að vinna að frekari upp- byggingu á urriðastofninum við vatnið og stefnt að því að gera urr- iðastofninn sem víðast við vatnið sjálfbæran á næstu áratugum og þá með hófsamri veiði. Sýnum Þingvallaurriðanum virðingu með hóflegri veiði Eftir Ómar G. Jónsson » Að draga upp úr vatninu í stórum stíl soltinn og horaðan hrygningarfisk frá sl. hausti með hinum ýmsu veiðitólum, ólöglegum beitum, húkkveiði og fleiru er vart ásætt- anlegt. Ómar G. Jónsson Höfundur er formaður áhuga- mannahóps um uppbyggingu Þingvallaurriðans og fv. formaður Veiðifélags Þingvallavatns. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 22. maí var spilað á 16 borðum hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, með eftirfarandi úrslit- um í N/S: Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 391 Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 351 Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 350 Ólafur Ingvarss. – Auðunn Guðmss. 336 Björn Karlsson– Jens Karlsson 332 A/V: Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 367 Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 361 Sveinn Gunnlaugss. – Oddur Jónss. 357 Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 347 Haukur Guðmss. – Sigurður Kristjáns. 340 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Golf og brids í bland Golf/bridsmót verður haldið á Strönd (Hellu) laugardaginn 9. júní nk. Ræst í golfinu á öllum teigum kl. 10. Keppnisfyrirkomulag: Tvímenn- ingur / Betri bolti. Betra punktaskor gildir. Brids: Tvímenningur / Mitch- ell. Samanlagt skor gildir (eins og venjulega). Þátttökugjald kr. 5000 kr. á mann. Innifalið er golf og brids. Skráning á golf.is. Upplýsingar hjá Lofti, s: 897 0881. Þrjátíu sveitir í bikarnum Þrjátíu sveitir skráðu sig til leiks í Bikarkeppni Bridssambandsins. Dregið hefur verið í fyrstu umferð og eru formenn hvattir til að huga að leikjum sem á að vera lokið fyrir 1. júlí. Það getur verið snúið að koma saman 8 manns við spilaborðið um hásumarið. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Fólk sem sýnir þakklæti á ekki endi- lega meira en aðrir; það er ekki heppnara í lífinu. Það einfaldlega kemur auga á og sér meiri fegurð í lífi sínu. Hamingjurannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem taka eftir því góða í lífinu eru al- mennt hamingjusam- ari og heilbrigðari. Nokkrar leiðir eru færar fyrir þá sem vilja tileinka sér þakklátara viðhorf til lífsins: Sýndu yfirvegun Erfitt er að þróa með sér þakk- lætisviðhorf þegar maður er reiður, pirraður eða kvíðinn. Slíkar tilfinn- ingar geta komið í veg fyrir þakk- lætistilfinningu. Vertu í núinu Þegar maður er of upptekinn af fortíðinni eða með áhyggjur af framtíðinni er ekki hægt að taka fyllilega eftir því hversu frábærir hlutirnir eru á þessari stundu. Að hugsa um fortíðina fær okkur auk þess til að bera hlutina saman, sem getur leitt til þess að okkur finnist þeir ekki nógu góðir. Það sem þú átt í dag er allt sem er og að bera það saman við eitthvað sem er ekki lengur til er auðveld leið til að stuðla að óánægju. Njóttu dagsins í dag og frestaðu ekki ánægjunni. Notaðu öll skynfærin Flestallt sem veitir okkur ánægju í lífinu er allt í kringum okkur alltaf en við höfum tilhneig- ingu til að taka því sem gefnu. Þess vegna er mikilvægt að læra að njóta litlu hlutanna og þakka fyrir þá. Horfðu í kringum þig. Taktu eft- ir fallegum formum, litum og smá- atriðum, hlutum sem þú tekur vanalega sem gefnum. Þetta gætu verið atriði eins og fallegt sólarlag, fegurð úfins hrauns, litirnir í nátt- úrunni. Hugsaðu um allt það sem þú myndir missa af ef þú sæir þetta ekki. Taktu eftir lyktinni af blóm- unum, matnum og áttaðu þig á því hvaða lykt þér finnst góð: nýslegið gras, hreina lyktin sem fyllir loftið eftir rigningu, nýlagað kaffi. Borðaðu hægt og rólega og taktu eftir mismunandi bragðtegundum og hvernig þær blandast í munninum á þér. Lærðu að meta snert- ingar. Hvernig er finna laufblöð, teppi eða krem á húðinni? Hversu oft snertir fólk þig án þess að þú takir eftir því? Hlustaðu á meira en bara tónlist. Hlustaðu líka þegar þú heldur að ekkert sé að gerast. Þú tekur kannski eftir vindinum, laufblöðum, hlæjandi börnum o.fl. Farðu í frí Oft er gott að fara í burtu í smá- stund til að læra að meta betur það sem við höfum. Taktu hlutina ekki of alvarlega Leggðu áherslu á hlátur, ástúð og glettni og gefðu þér tíma til að sjá spaugilegu hliðarnar og gleðjast yfir hlutunum. Haltu þakklætisdagbók Góð leið til æfingar þakklætis er að skrifa niður fimm ný atriði á hverjum degi sem þú ert þakklát(ur) fyrir. Það er auðvelt í byrjun, en þú munt þurfa að auka vitundina til að halda þessu áfram. Þetta geta verið atriði eins og innilegt samtal við góð- an vin, heilsan, börnin okkar, mak- inn, brosið sem mætti mér í mat- vörubúðinni o.fl. Einnig er gott að skrifa niður hamingjuríkasta augna- blik dagsins. Þetta hjálpar þér við að átta þig á því hversu ríkt líf þitt er og einblína á hvað það er sem færir þér hamingju þannig að hægt verði að skapa fleiri þannig augnablik í lífi þínu. Verum þakklát og gleðjum þar með okkur sjálf og aðra, öllum til góðs. Sá sem ekki er þakk- látur fyrir litlu hlut- ina verður ekki þakk- látur fyrir þá stóru Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Þeir sem taka eftir því góða í lífinu eru almennt hamingjusam- ari og heilbrigðari. Ver- um þakklát og gleðjum þar með okkur sjálf og aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. einstakt eitthvað alveg Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is úrval einstakra málverka og listmuna eftir íslenska listamenn 1987-2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.