Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
Hljómsveitin Vax kemur fram á
tvennum tónleikum um helgina í
Hollandi. Þeir fyrri verða haldnir í
kvöld í bænum Wolvega í norður-
hluta landsins en þar koma fleiri
hljómsveitir fram. Vax er hins veg-
ar aðalhljómsveit kvöldsins. Á
morgun heldur hún svo tónleika á
listahátíðinni Fries Straatfestival í
Leeuwarden, kemur þar fram á að-
alsviði hátíðarinnar. Hljómsveitin
Vax var stofnuð árið 1999 af bræðr-
unum Vilhjálmi og Halldóri Warén
en auk þeirra er Baldvin AB Ålen í
hljómsveitinni. Vax spilar hrátt bíl-
skúrsrokk í anda sjöunda áratug-
arins og voru Animals og Kinks
mikil fyrirmynd í upphafi.
Morgunblaðið/Golli
Vax-andi Hljómsveitin Vax skemmtir í Hollandi í dag og á morgun.
Vax heldur tvenna tónleika í Hollandi
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg
verður haldin í sjötta sinn á Patreks-
firði um helgina. Á hátíðinni eru
frumsýndar nýjar íslenskar heimild-
armyndir og í ár verða einnig fjórar
erlendar heimildarmyndir sýndar í
Skjaldborgarbíói.
„Þetta verður með svipuðu sniði
og undanfarin ár nema núna er kom-
ið þetta erlenda samstarf inn í
myndina,“ segir
Tinna Ottesen,
einn af Skjald-
borgarstjórum.
„Á hátíðinni
verða sýndar
tvær
heimildarmyndir
sem voru sýndar
á dönsku heimild-
armyndahátíðinni
CPH:DOX og svo
velja Danirnir eina íslenska sem
verður sýnd í Kaupmannahöfn í nóv-
ember,“ segir Tinna og bætir við að
heiðursgestur hátíðarinnar sé Max
Kestner en hann er margverðlaun-
aður leikstjóri sem útskrifaðist af
heimildarmyndalínu Danska kvik-
myndaskólans árið 1997.
„Heimildarmyndalínan hefur
sankað að sér verðlaunum á undan-
förnum árum og hefur eiginlega tek-
ið fram úr hinum deildum skólans,“
segir Tinna sem er spennt að fá
Kestner á hátíðina en um helgina
verða einmitt sýndar myndirnar
Rejsen på ophavet og Drømme i Kø-
benhavn eftir Kestner. „Það er mjög
skemmtilegt að fá heimildarmynda-
leikstjóra sem er kominn svo langt
með heimildarmyndagerð á sínu
tungumáli. Í staðinn fyrir að heiðra
listamann fyrir ævistarf sitt eins og
við höfum áður gert ákváðum við að
heiðra einhvern sem er rosalega
áhugaverður núna. Þannig gefst
þátttakendum og gestum hátíð-
arinnar kostur á samtali við ein-
hvern sem er mikið að vinna í heim-
ildarmyndum í dag,“ útskýrir Tinna
sem er einnig mjög spennt fyrir
þeim íslensku heimildarmyndum
sem sýndar verða á hátíðinni í ár.
„Ég hlakka til dæmis rosalega
mikið til að sjá Filmu sem er mynd
eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson
og Huldar Breiðfjörð sem eru ein-
mitt gamlir stofnendur hátíðarinnar.
Filma fjallar um mann sem ferðast
að öllum vitum Íslands og tekur ljós-
myndir. Svo er myndin Reimt á Kili:
Uggur og örlög Reynistaðabræðra
eftir Sigurð Ingólfsson mjög áhuga-
verð og tilraunakennd,“ segir Tinna
og bendir á að allar myndirnar sem
sýndar verða í ár séu virkilega
áhugaverðar og erfitt hafi verið að
velja úr öllum þeim heimildarmynd-
um sem sendar voru inn. „Það voru
rosalega margar myndir sem við
þurftum að hafna í ár. Viðmót hátíð-
arinnar virðist vera það heimilislegt
að allir senda inn myndir sem er frá-
bært,“ segir Tinna og bendir á að til
dæmis séu þrjár heimildarmyndir á
hátíðinni í ár eftir fólk sem hefur
aldrei gert heimildarmynd áður.
Skjaldborg afhendir verðlaun fyrir
bestu heimildarmyndina ár hvert og
er sú valin af áhorfendum. Verðlaun-
in bera nafnið Einarinn, eftir smíða-
kennaranum Einari Skarphéðins-
syni sem smíðar verðlaunagrip
hátíðarinnar ár hvert.
Skjaldborg hefst í kvöld kl. 21.30
og dagskrá hátíðarinnar má finna á
vef hennar, skjaldborg.com.
sigyn@mbl.is
Hvert ratar Einarinn í ár?
Skjaldborg sýn-
ir heimildarmyndir
Tinna Ottesen
Einar Smíðakennarinn Einar Skarphéðinsson með Einarinn.
TIL HAMINGJU
VINNINGSHAFAR
Yfir 2O háskólabyggingar hafa
risið fyrir happdrættisfé.
Milljónaveltan
20 milljóna króna vinningur: Dregið er úr öllum miðum, bæði númer og bókstaf. Tromp-
miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur.
1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók-
staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur.
Birt með fyrirvara um villur
5. flokkur, 24. maí 2012
Kr. 20.000.000,-
501 F
1955 B
10868 G
12673 F
43149 B
23024 B
Kr. 1.000.000,-
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ
FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS
OG LEIKSTJÓRA
FORGETTING SARAH MARSHALL
SPREN
G-
HLÆG
ILEG
MYND
FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐI OKKUR
BORAT KEMUR EIN FYNDNASTA
MYND ÁRSINS ÞAR SEM SASHA
BARON COHEN FER Á KOSTUM Í
HLUTVERKI KLIKKAÐASTA
EINRÆÐISHERRA ALLRA TÍMA
MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 5 - 8 - 10:20
THE DICTATOR Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 8 - 10:25
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
AFTUR TIL FORTÍÐAR...
TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
Í 3-D
5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10
MIB 3 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.20 - 8 12
21 JUMP STREET KL. 10.30 14
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L
MIB 3 3D KL. 6 - 8 - 10.10 10
THE DICTATOR KL. 8 - 10 12
THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 12
MIB 3 3D KL. 6 - 9 10
SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 5.30 - 8 - 10.15 10
THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12
GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 - 8 10
SVARTUR Á LEIK KL. 10 16