Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012 Jóhanna Sigurðardóttir er svo lán-söm að þegar mikið liggur við getur hún kallað inn varamann sem fjallar af djúpri þekkingu samfylk- ingarfræðimannsins um málefni Samfylkingarinnar, Evrópusambandið. Baldur Þórhallsson, kennari í samfylk- ingarfræðum við HÍ, lagði orð í belg við atkvæðagreiðslur á Alþingi í gær.    Þar sagði hannum þá tillögu Vigdísar Hauks- dóttur að leyfa landsmönnum að kjósa um hvort þeir vildu halda aðlög- uninni að Evrópu- sambandinu áfram: „Að hætta í samningaviðræðum þeg- ar hæst stendur má líkja við það þegar mikil aflakló fer á laxveiði. Skyndilega er eitthvað komið á lín- una og tekið er þéttingsfast í. En veiðimaður óttast það svo mjög að sprungið dekk sé á endanum en ekki stórlax að hann slítur á línuna í óða- goti en landar ekki aflanum.“    Trúarhitinn skein úr augumfræðimannsins þegar hann mælti þessi vísdómsorð og ákafinn var eftir því. En hefði ekki verið nær að staldra við og velta málunum fyr- ir sér áður en rokið væri af stað með slíkan furðuboðskap? Væri það ekki tillitssemi við Háskólann?    Hvar er stórlaxinn í þessaridæmisögu? Er hann rústirnar í Grikklandi? Er hann löndin sem berjast á bjargbrúninni? Er hann evran sem menn keppast nú við að spá falli? Er hann sívaxandi samruni ESB?    Samfylkingarkennarinn vill dragainn sprungna dekkið hvað sem það kostar þjóðina. Baldur Þórhallsson Dæmislaus dæmisaga STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 24.5., kl. 18.00 Reykjavík 9 rigning Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 15 skýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 8 skýjað Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 26 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 13 heiðskírt Lúxemborg 27 heiðskírt Brussel 27 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 27 heiðskírt London 25 heiðskírt París 27 léttskýjað Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 13 skýjað Montreal 26 léttskýjað New York 18 skúrir Chicago 26 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:40 23:11 ÍSAFJÖRÐUR 3:09 23:51 SIGLUFJÖRÐUR 2:50 23:36 DJÚPIVOGUR 3:01 22:48 Sjómannadagurinn er eftir rúma viku og er undirbúningur dagsins í fullum gangi um land allt. Hátíð hafsins verður að venju haldin á Grandanum í Reykjavík um sjó- mannadagshelgina, 2. og 3. júní næstkomandi. Að venju verða fjöl- margir fjölskylduvænir viðburðir á dagskrá en að auki er lögð áhersla á matarmenningu hafsins. Í gær gátu þeir sem leið áttu um Grandann tekið forskot á sæluna því Auður Rán Þorgeirsdóttir og Guð- ríður Ingólfsdóttir, framkvæmda- stýrur Hátíðar hafsins, ásamt Úlfi Bergmann, sérfræðingi í síld, buðu gestum og gangandi upp á síldar- rétti. Á Hátíð hafsins í ár verður lögð sérstök áhersla á síld og makríl en saman skila þessar tvær tegundir mestum verðmætum útfluttra sjáv- arafurða. „Síldina þekkja flestir en makríllinn er ný og spennandi afurð og verða þessar tvær tegundir mat- reiddar af mikilli kunnáttu fyrir há- tíðargesti með aðstoð sérfræðing- anna Ingvars Ágústssonar, Úlfs Bergmann og Sveins Kjartanssonar. Úlf útbýr fjórar tegundir af síld og listakokkurinn Sveinn hjá Fylgi- fiskum ber fram sitt einstaka mak- rílsalat,“ segir í frétt frá skipuleggj- endum hátíðarinnar. Síldin og makríllinn eru ekki al- geng á borðum landans og lítil hefð fyrir neyslu á þeim. Þessu vilja skipuleggjendur hátíðarinnar breyta og vonast til þess að sem flestir þiggi bragðgóða bita af lost- æti hafsins á Grandanum um sjó- mannadagshelgina. Morgunblaðið/agag Sælgæti Auður Rán Þorgeirsdóttir og Guðríður Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastýrur Hátíðar hafsins, ásamt Úlfi Bergmann síldarsérfræðingi. Tóku forskot á sæluna  Á Hátíð hafsins í ár verður lögð sérstök áhersla á síld og makríl Fjögurra skáka úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram um hvíta- sunnuhelgina, 25.-28. maí, í Stúkunni í Kópavogi. Til úrslita tefla þeir Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson. Alls tefla þeir 4 kappskákir föstudag-mánudag og tefla svo til þrautar á miðvikudaginn 30. maí. Þröst- ur stjórnar hvítu mönnunum í fyrstu skák einvígisins. Mikið er í húfi því sigurvegarinn vinnur sér bæði inn sæti í landsliði Íslands á Ólympíu- skákmótinu í Istanbúl, sem fram fer 27. ágúst-10. september, og fær keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Legnica í Póllandi 5.-17. apríl 2013. Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák ÓDÝRAR FLÍSAR SJÓN ER SÖGU RÍKARI Mjög ÓDÝRAR flísar 3. flokkur, henta vel utanhúss, á svalirnar, sameignir, bílskúr, geymsluna, iðnaðarhúsnæðið og nánast hvar sem er. Stærðir 20x20, 30x30, 30x60. Af hverju lenda flísar í 3. flokki? Flísarnar hugsanlega hornskakkar. – Eitthvað að yfirborði flísanna. –Litatónar etv. ekki alveg réttir. – Kannski aðeins kvarnað úr hornum. – Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk. ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í í heilum pakkningum og ekki er hægt að skila afgöngum. Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileiki á góðu verði Allar stærðir og áferðir í 3. flokki á sama verði 2.290 kr pr m2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.