Morgunblaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2012
✝ Arnbjörg Dav-íðsdóttir fædd-
ist á Gunn-
arsstöðum í
Þistilfirði 13. maí
1917. Hún lést á
hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykja-
vík 16. maí 2012.
Foreldar hennar
voru Davíð Árnason
frá Gunnarsstöðum,
rafvirki og magn-
aravörður hjá Ríkisútvarpinu, f.
1892, d. 1983 og eiginkona hans
Þórhalla Benediktsdóttir frá
Hallgilsstöðum á Langanesi. Þór-
halla var fædd árið 1893 en lést
frá þrem ungum börnum árið
1921, aðeins 28 ára að aldri. Arn-
björg var elst þriggja alsystkina,
næstur var Benedikt, f. 1918, d.
2004 og yngst Sigþrúður, f. 1919,
d. 1995, hún bjó í Danmörku.
Arnbjörg fluttist með föður sín-
Örn er kvæntur Höllu Mjöll Hall-
grímsdóttur, börn þeirra eru:
Erna, Hörður og Oddný Mjöll.
Þórhalla giftist Braga Erni Ing-
ólfssyni sem nú er látinn, synir
þeirra eru: Ingólfur Birgir, Axel
Örn og Davíð Þór. Sambýlis-
maður Þórhöllu er Jón Jóhann-
esson. Fyrri eiginmaður Jóhönnu
var Finnbogi G.H. Finnbogason,
synir þeirra eru: Sævar Ari,
Guðni Örn og Finnur Trausti.
Síðari eiginmaður Jóhönnu er
Sigurður Ingólfsson. Ari er
kvæntur Hjálmfríði Lilju Niku-
lásdóttur, börn þeirra eru fjögur:
Steinunn, Örn Ýmir, Sólveig
Anna og Andri Þór. Arnbjörg
átti einnig nítján langömmubörn.
Fyrstu árin sín bjuggu Arn-
björg og Hörður á Akranesi og í
Innri-Njarðvík. Þau hjónin voru
meðal frumbyggja Kópavogs, en
þau fluttu á Borgarholtsbraut 47
(síðar 67) árið 1945. Þar áttu þau
sitt heimili í nær 60 ár eða uns
heilsa Harðar gaf sig og þau
fluttust að Hrafnistu í Reykjavík
árið 2008.
Útför Arnbjargar fer fram frá
Áskirkju í dag, 25. maí 2012, kl.
14.
um til Reykjavíkur
eftir lát móður
hennar og bjuggu
þau á Skólavörðu-
stíg 5, þaðan sem
hún gekk í Landa-
kotsskóla. Davíð
giftist aftur, Þóru
Steinadóttur, börn
þeirra og hálf-
systkin Arnbjargar
eru Þórhalla, f.
1929, Steinunn, f.
1930, hún lést af slysförum 6 ára
gömul, Þóra, f. 1932 og Að-
alsteinn, f. 1939.
Arnbjörg gekk að eiga Hörð
Bachmann Loftsson á að-
fangadag árið 1935. Hjónaband
þeirra entist meðan bæði lifðu,
eða í 72 ár og 104 daga. Hörður
lést í apríl 2008. Börn Arn-
bjargar og Harðar eru: Örn, f.
1937, Þórhalla, f. 1944, Jóhanna
Guðný, f. 1952 og Ari, f. 1957.
Móðir mín, Arnbjörg Davíðs-
dóttir, Adda, kvaddi þennan
heim tveim dögum eftir 95 ára
afmælið sitt, sátt við örlög sín.
Afmælisdagurinn hennar var
okkur öllum góður og þar átti
hún sína síðustu veislu í faðmi
fjölskyldunnar.
Adda var ein af þeim sem
nutu þess innilega að gleðjast
með glöðum en þrátt fyrir fé-
lagslyndi sitt tengdist hún að-
eins fáum náið, en þá sterkum
böndum.
Adda var aðeins 17 ára gömul
þegar hún kynntist ungum
manni, Herði Loftssyni vél-
stjóra. Þau voru bæði létt í
skapi, mikið dansfólk og fjör-
kálfar sem fundu strax gleði og
öryggi hvort í örmum annars. Á
aðfangadag árið 1935 gekk hún
að eiga Hörð, þá átján ára göm-
ul og entist hjónaband þeirra
meðan bæði lifðu, eða í 72 ár og
104 daga.
Það var einmitt þessi tryggð
sem einkenndi líf móður minnar
og alla ævi hafði hún jafn gam-
an af að gleðjast í góðra vina
hópi. Líf sjómannskonunnar
sem veitti heimilinu forstöðu ein
meðan eiginmaðurinn var til
sjós var ekki besti vettvangur
fyrir skemmtanahald, en ég
minnist þó úr barnæsku veisln-
anna þar sem mamma og allar
hinar „frænkurnar“ hittust með
barnahópinn sinn og söngur og
gleði réð ríkjum. Þessi frænku-
boð voru gott félagslegt vega-
nesti inn í lífið.
Sjálf flutti ég einnig mjög
ung að heiman og stofnaði heim-
ili. Eftir það kom bersýnilega í
ljós hvaða eiginleika við móðir
mín áttum sameiginlega. Þegar
við hittumst var það einkum
tvennt sem við ræddum; handa-
vinna og ljóðlist.
Handavinna var ástríða henn-
ar í lífinu. Ég man ekki eftir
móður minni öðruvísi en prjón-
andi, heklandi eða saumandi út í
þeim frístundum sem hún átti
og hún lagði gífurlegan metnað í
verk sín. Okkur dætrum sínum
kenndi hún strax í bernsku að
bakhlið útprjóns- og saums yrði
að vera jafn vandað, fallegt og
slétt og framhliðin. Eftir að hún
komst á tíræðisaldur var hand-
bragð hennar enn jafn hárná-
kvæmt og listrænt, og í engu
búi hef ég séð eins mikið af fín-
gerðri og glæsilegri handavinnu
og liggur eftir móður mína.
Síðustu misserin ræddum við
mæðgurnar einnig um fram-
haldslíf. Móðir mín var sann-
færð um að þegar hún flytti úr
þessari tilveru myndi hún hitta
fyrir pabba, Árna móðurbróður
sinn og frænkur sínar þær Guð-
björgu og Margréti sem voru
henni stoð og stytta meðan þeim
entist aldur. Ég trúi því líka að
þannig sé það núna og treysti
því að hún sé nú umvafin gleði
endurfundanna í nýjum heimi.
Jóhanna Guðný
Harðardóttir.
Tengdamóðir mín Arnbjörg
Davíðsdóttir er látin 95 ára að
aldri. Þetta er hár aldur en hún
bar aldurinn frábærlega vel þar
til hallaði undan fæti og heilsan
bilaði. Hún var stálminnug, ljóð-
elsk og bókhneigð. Einnig var
hún þvílík listakona í höndunum.
Fallega handavinnan hennar
prýddi heimili hennar og afkom-
enda hennar. Einstaklega fal-
lega útsaumaðir dúkar, líka
heklaðir og prjónaðir. Útsaum-
aðar myndir og klukkustrengir.
Hún sat við fínustu handavinnu
alveg fram til 94 ára aldurs.
Hún var fædd á Gunnarsstöðum
í Þistilfirði og hafði mikil tengsl
við ættingja sína þaðan, sérstak-
lega frænkurnar. Hún minntist
föðursystra sinna, Guðbjargar
frænku og Möggu frænku, með
sérstakri hlýju, en þær höfðu
gengið henni að einhverju leyti í
móðurstað þegar hún missti
mömmu sína fjögurra ára að
aldri. Ég kom inná heimili henn-
ar 1959 er ég kynntist elsta syn-
inum sem seinna varð eiginmað-
ur minn. Það var lítið hús á
Kársnesinu í Kópavogi. Hús-
móðirin Arnbjörg heima að
gæta bús og barna meðan hús-
bóndinn, Hörður Loftsson, lærð-
ur vélstjóri, stundaði sjóinn. Þau
höfðu byrjað búskap sinn í
kreppunni 1935 en unnið sam-
hent að uppbyggingu heimilis-
ins. Elsti sonurinn Örn fæddist
á Akranesi, Þórhalla í Innri-
Njarðvík en 1945 fluttu þau í
Kópavoginn þar sem Jóhanna
og Ari fæddust. Þar áttu þau
heimili sitt þar til heilsa Harðar
bilaði og þau fluttu á Hrafnistu í
Reykjavík 2004. Hörður lést
2008. Mér var vel tekið á heim-
ilinu, Arnbjörg mikil húsmóðir,
bjó til góðan mat, saumaði og
prjónaði á börnin eins og þá
tíðkaðist. Hún var heimakær og
sat gjarnan við handavinnuna.
Hún var frekar dul og bar ekki
tilfinningar sínar á torg. Ég
minnist sunnudaganna, lamba-
læri og sveskjugrautur með
rjóma í hádeginu. Oft var hátíð í
bæ þegar Hörður kom heim af
sjónum og hafði í farteskinu
vörur erlendis frá sem ekki voru
á hvers manns borði. Við Örn
hófum okkar búskap í Kópavog-
inum og var stutt á milli okkar.
Arnbjörg fylgdist vel með sínum
börnum og barnabörnum, hvað
þau væru að mennta sig og
ferðast. Hún ferðaðist ekki mik-
ið, fór þó til Danmerkur að
heimsækja systur sína Sigþrúði
og einhvern tíma sigldi hún með
Herði. Frumbýlingsárin í Kópa-
vogi hafa eflaust oft verið hús-
móðurinni erfið, en þarna var
mikið frelsi og gott að ala upp
börn. Það gleymist oft þegar líf
sjómannsins er dásamað og þeir
nefndir hetjur hafsins, að heima
situr sjómannskonan og ber
ábyrgð á heimili og börnunum
ein. Þær eru líka hetjur. Ég
minnist Arnbjargar með virð-
ingu og þökkum, lítil og nett,
glaðleg og ræðin, sitjandi við
handavinnuna sína. Blessuð sé
minning hennar. Starfsfólki á
H2 deild Hrafnistu í Reykjavík
færi ég alúðarþakkir fyrir frá-
bæra umönnun.
Halla M. Hallgrímsdóttir.
Elskuleg amma mín, Arn-
björg Davíðsdóttir, fékk hvíld-
ina sína aðfaranótt 16. maí sl.
Hún varð 95 ára gömul 13.
maí sl. en Hörður Loftsson afi
minn sem lést 97 ára gamall
hefði orðið 100 ára þann 8. maí
sl. Þau voru sæmdarhjón, vél-
stjórinn og húsmóðirin á Borg-
arholtsbrautinni í Kópavogi og
síðar á Hrafnistu í Reykjavík.
Amma mín veiktist fyrir u.þ.b.
12 vikum, en fram að þeim veik-
indum var hún frekar hress
miðað við aldur, sem orðinn var
hár. Enda fannst henni undir
það síðasta nóg lifað, þó svo að í
aðra röndina væri hún ekki
tilbúin að hætta að lifa. Hún var
einstaklega létt og jákvæð kona,
nægjusöm og listræn. Hennar
lífsstarf fólst í því að ala upp
börnin sín fjögur, elstan pabba
minn, vera sjómannskona og
stunda list sína. Hún var listræn
hannyrðakona og eftir hana
liggur mikið lífsverk í ýmiss
konar hannyrðum sem prýðir
heimili barna, barnabarna og
barnabarnabarna og vina. Hrein
unun er að eiga handverk henn-
ar, sem er vandað og fagurt,
unnið af fíngerðum höndum.
Fætur hafði hún netta og sjón
hafði hún skarpa fram í andlát-
ið, en skarpari var síkvikur hug-
ur hennar. Hún fylgdist vel með
öllum í fjölskyldunni, lét sig
varða hvað fjölskyldumeðlimir
voru að gera, mundi alla afmæl-
isdaga og hringdi til að óska til
hamingju. Hún var örlát á hand-
verk sitt og gjafir hennar voru
rausnarlegar. Samt barst hún
aldrei á, enda af þeirri kynslóð
sem hafði lítið og þurfti lítið fyr-
ir sjálfa sig. En það var bara
ekki fjölskyldan sem hún fylgd-
ist vel með, hún fylgdist með
stórfjölskyldu og vinum, fréttum
og þjóðmálum, var vel að sér
um líðandi stund. Hún var sel-
skapsdama og naut sín á
mannamótum og í fjölskyldu-
boðum. Á sjötugsafmæli pabba
míns mætti hún teinrétt í sæ-
grænum síðkjól og heill karla-
kór varð kjaftstopp þegar það
fréttist að hún væri móðir af-
mælisbarnsins. Sá kór mun
syngja við útför hennar og það
mun henni vel líka, tónelsk sem
hún var. Heillandi var hún
gamla konan. Hún hafði unun af
því að heimsækja börn og
barnabörn, fá heimsóknir og
fara á mannamót. Aldrei heyrði
ég hana hallmæla nokkrum lif-
andi eða látnum manni. Það var
ekki í hennar eðli. Pabbi minn
og mamma voru henni betri en
enginn síðustu árin, en þau
sinntu henni af mikilli ræktar-
semi og alúð. Sannarlega okkur
börnum sínum fögur fyrirmynd
í því að létta henni aldraðri lífið.
En amma hætti að vilja fara
með þeim úr húsi þegar göngu-
grind var orðin staðalbúnaður.
Með svoleiðis lét hún ekki sjá
sig á almannafæri, hvað þá í
hjólastól. Hún var líka ófeimin
við að segja skoðun sína, og
gerði það gjarnan á gamansam-
an hátt. Þegar hún og afi áttu
70 ára brúðkaupsafmæli sagði
amma: „Æi, hjónabandið var
ekki gert til að endast svona
lengi.“ Þar átti hún við hjóna-
bandið sem félagslega einingu,
og hló svo. Hún elskaði súkku-
laði og önnur sætindi, bakaði
dýrindis smákökur, pönnukökur
og „vöpplur“ meðan hún gat. En
núna var nóg lifað. Hún fékk
hvíldina sína í svefni. Ömmu
mína kveð ég með virðingu og
söknuði, en ég veit að hún er
hvíldinni fegin.
Erna Arnardóttir.
Arnbjörg
Davíðsdóttir
✝ Klara Guð-bandsdóttir
fæddist í Dísukoti í
Þykkvabæ 9. des-
ember 1935. Hún
lést á sjúkrahúsi
Suðurlands 17. maí
2012.
Foreldrar henn-
ar voru María
Markúsdóttir frá
Dísukoti, f. 20.9.
1915, d. 17.2. 1962
og Guðbrandur Pálsson frá
Hafnarfirði, f. 6.11. 1911, d.
16.11. 1953. Systkini hennar
eru: Esther, f. 11.1. 1937, d.
28.5. 1992, maki Gunnar G.
Steinsson, f. 28.11. 1932; Páll f.
25.1. 1940, maki Hjördís Sig-
urbjartsdóttir f. 21.6. 1943;
Fjóla, f. 1.2. 1942, maki Ásbjörn
Skarphéðinsson, f. 3.4. 1934, d.
1.1. 1994; Markús, f. 10.5. 1945,
maki Bryndís Ingvarsdóttir, f.
19.1. 1952; Kristjón, f. 3.8.
1947, d. 26.2. 1994, maki Elín
Árnadóttir, f. 23.5. 1943.
Þann 20. ágúst
1955 giftist Klara
Einari Einarssyni
frá Nýjabæ og eru
börn þeirra: Guð-
brandur, f. 17.11.
1953, hann á fjögur
börn, sambýliskona
Sigurlína J. Gunn-
arsdóttir, f. 8.8.
1958, hún á eina
dóttur, til samans
eiga þau ellefu
barnabörn; Katrín, f. 19.1. 1955,
maki Geir Jónsson, f. 18.4. 1955,
þau eiga þrjú börn og fimm
barnabörn; Einar Smári, f. 31.5.
1957, hann á tvo syni; Ægir, f.
6.3. 1959, hann á einn son; Sig-
urður, f. 12.4. 1961, maki Gíslína
Jensdóttir, f. 4.10. 1962, þau
eiga fjögur börn og tvö barna-
börn; Sverrir, f. 3.3. 1967, maki
Sigrún Helga Einarsdóttir, f.
25.5. 1970, þau eiga þrjú börn.
Klara verður jarðsungin frá
Selfosskirkju í dag, 25. maí 2012
og hefst athöfnin kl. 15.30.
Nú er komið að leiðarlokum
og margs að minnast frá þessum
næstum 40 árum síðan ég kom
fyrst til ykkar Einars í Þorleif-
skot í Laugardælum en það var
stuttu eftir að við Kata kynnt-
umst. Ekki var verra að nokkru
áður hafði mágur Einars kynnt
mig fyrir ykkur, hann sá eitthvað
sem við sáum ekki á þessum tíma
og innan fárra mánaða var ég
fluttur inn á heimilið ykkar. Þar
kynnist maður strax þinni léttu
lund sem átti síðan eftir að
hjálpa þér í gegnum þau veikindi
sem þú áttir við að stríða síðustu
árin. Tvennt vil ég leyfa mér að
nefna, þú hafðir ákveðnar skoð-
anir á hlutunum og stundum
fannst manni sem þú tækir of
sterkt til orða, en þú sagðir síðan
alltaf: Á maður ekki að segja það
sem manni finnst? Síðan er ekki
hægt annað en að nefna mat, þú
hafðir svo gaman af að elda og
kaupa í matinn og ófá eru mat-
arboðin í gegnum árin. Og fram
á síðasta dag þurftir þú að fara í
búð, það voru svo góð tilboð og
það yrði að vera nóg til ef ein-
hver kæmi til þín. En síðustu ár-
in dvaldir þú á Ási í Hveragerði,
þar sem þér leið mjög vel. Ég vil
sérstaklega þakka þann tíma
sem við vorum hjá ykkur Einari
meðan ég kláraði námið og það
var gott að vita af Kötu og litla
snáðanum okkar hjá ykkur þeg-
ar ég var í Danmörku. Ég þakka
samfylgdina og ég veit að þú
fylgist með vel okkur á þessum
nýja stað sem þú ert komin á.
Geir Jónsson.
Loksins ertu kominn hingað á
minn fund;
finn svo gjörla – þetter töfrastund.
Úti vindur og fjúk – kósíheit
par exelans.
(Baggalútur)
Verður veisla? spurði ég
ömmu Klöru þegar ég kom í
sveitina sumarið 8́3, amma var
tilbúin með 20 kótilettur og allt
það meðlæti sem hugsast gat. En
það var víst bara ég sem var í
mat, bara ég og amma, afi var
ekki einu sinni heima.
Ég minnist Klöru ömmu samt
mest fyrir hláturinn, hún hló sig
máttlausa þegar hún reyndi að
kenna mér að keyra Löduna sína
á veginum niður að Ölfusá. Hún
var nú reyndar bara nýkomin
sjálf með bílpróf, rétt að verða
fimmtug og ég tíu ára. Húmorinn
var ömmu í blóð borinn, Bagga-
lúts-jólagjafir sanna það. Svo
ekki sé talað um áramótaskaupin
og Áfram-myndirnar sem til
voru á endalausum spólum
heima í Laugardælum. Það var
alltaf svo gaman að fara í sveit-
ina til ömmu og afa, þar biðu æv-
intýri út um allt. Ég og amma
lentum í einu slíku þegar við fór-
um saman að veiða í Rauðalæk.
Við fórum beint í fossinn og byrj-
uðum á því að borða nestið og þá
gerðist það, eitthvað svakalegt
beit á svo ég öskraði úr hræðslu,
henti veiðistönginni í ömmu og
hljóp í burtu. Þessa sögu áttum
við tvö og rifjuðum hana stund-
um upp þó að enginn fiskur hefði
náðst í þessari ferð.
Æska mín er böðuð gleði-
minningum úr sveitinni hjá
ömmu og afa, þar var yndislegt
að vera. Nú ertu aftur komin
heim og færð þína verðskulduðu
hvíld við hlið afa. Eftir þig liggur
ríkidæmi sem mun lifa áfram í
afkomendum þínum. Minning-
arnar munu öðlast nýtt líf og
minna okkur á það hvað við er-
um, við erum fjölskylda, fjöl-
skyldan þín.
Ég á eftir að sakna ömmu
minnar.
Stormur rís við úfið
Haf
Náð er landi eftir langa
För
Hvíldin gefur minningu
Líf
Einar Jón Geirsson
og fjölskylda.
Klara
Guðbrandsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGMUND JÓHANNSSON
fyrrverandi teiknari Morgunblaðsins,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
laugardaginn 19. maí.
Útför hans verður gerð frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum laugardaginn 26. maí kl. 14.00.
Helga Ólafsdóttir,
Hlynur Bjarklund Sigmundsson, Kateryna Sigmundsson,
Ólafur Ragnar Sigmundsson,
Björn Bragi Sigmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KARL FRIÐRIK HALLBJÖRNSSON,
Sæviðarsundi 64,
lést á Vattarnesi mánudaginn 21. maí.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 31. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Blindrafélagið, rnr. 0115-26-47015,
kt. 470169-2149.
Guðríður Valborg Hjaltadóttir,
Hallbjörn Karlsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
Hjalti Karlsson, Vera Yuan,
Karl Ólafur, Atli Freyr, Dagur Li,
Ólöf Stefanía og Embla Margrét.